Morgunblaðið - 23.06.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.06.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNl 1977 19 Loðnuvertfð 1977 — fullhlaðið skip kemur til hafnar, losun að ljúka úr öðru. • 3) Vöruhafnir. Hafnir, þar sem vöruumferð er yfirgnæfandi rekstrarþáttur (Reykjavíkurhöfn, sem raunar er einnig fiskihöfn að hluta til). 0 —4) Iðnaðarhafnir. Hafnir við iðnaðarfyrirtæki, þar sem vöruumferð er svo til eingöngu háð framleiðslu viðkom- andi fyrirtækja. (Dæmi: höfnin við álverið í Staumsvik og væntanleg Grundartangahöfn). Hlutur rfkisins. Hlutur ríkisins í stofnkostnaði hafna er þvi mjög mismunandi. Hafnir í eigu sveitarfélaga fá allt að 75% stofnkostnaðar greiddan úr ríkissjóði. Hins vegar greiðir rikissjóður allan stofnkostnað landshafna og ferjubryggja. Reykjavíkurhöfn fær hins vegar ekkert rikisframlag vegna hafnarframkvæmda. Hér gætir þvi nokkurs misræmis milli hafna innbyrðis — að því er varðar stofnkostnaðarhluta ríkisins, sem ýmist er enginn, hluti eða allur. Vörugjöld gegndu áður veiga- miklu hlutverki i tekjuöflun hafna, og gegna enn nokkru. Þessi tekjupóstur hefur hins veg- ar skroppið verulega saman sök- um þess að vöruflutningar, innan- lands, hafa færst yfir á þjóðvega- kerfið. Þessi staðreynd, sem og verðbólguvöxtur olli þvi, að fjöl- margar hafnir voru um tima rekn- ar með verulegum halla, sem ásamt stofnkostnaðarhluta sveitarfélaga í nýframkvæmdum, skerti framkvæmdagetu þeirra á öðrum sviðum. Sveitaríélög, sem stóðu undir fiskihöfnum, voru þvi við lakara borð en hafnlaus sveitarfélög á ýmsan hátt, þrátt fyrir þýðingu fiskihafna i þjóðar- búskapnum. Ur þessu hefur að nokkru verið bætt, með leiðrétt- um gjaldskrám hafna, eftir að stofnað var Hafnarsamband sveitarfélaga, er unnið hefur mjög þarft verk á undanförnum árum. Enn eru þó nokkrar fiski- hafnir reknar með halla, þó af sé það ástand, sem ríkti fyrir fáum árum. Sf. (Heimild ,,Fjárhagur og gjald- skrá hafna/Gylfi ísaksson og Ars- skýrsla SH). 9000 fermetrar húsnæðis til heilsu- gæzlu í byggingu 9000 ferm. húsnæði, i hönnum og frumathugun sé um 2500 ferm. hús- næði. i hönnun og frumathugun sé um 2500 ferm húsnæði. sem enn hefur ekki verið veitt fé til á fjárlögum. Sam- tals er gert ráð fyrir, segir i skýrslunni. að húsnæðisþörf fyrir heilsugæzlu á öllu landinu sé 25 400 ferm., þar af 18.000 ferm utan Reykjavikur og 7 400 ferm. i Ri ykjavlk. í skýrslunni segir að I árslok 1976 hafi allar stöður lækna, hjúkrunarfræð- inga og Ijósmæðra verið setnar, sam- tals 103 stöður. En til þess að lög um heilbrigðisþjónustu komi að fullu til framkvæmda, megi gera ráð fyrir 150—160 stöðum lækna, hjúkrunar- fræðinga og Ijósmæðra. en að sjálf- sögðu sé hér ekki um nýjar stöður að ræða. heldur að meginhluta tilfærslu á læknum úr almennu læknisstarfi til heilsugæzlustarfa og frá hjúkrunar- fræðingum úr heilsuverndarstarfi til heilsugæzl ustarfa. Nú eru starfandi (um sl áramót) 50 mismunandi sjúkrastofnanir með 4030 legurúmum. í skýrslunni segir ennfremur: ísland hefur nú komizt I tölu þeirra þjóða, þar sem aukin útgjöld til heilbrigðismála ganga ekki til þess að lengja ævi manna eða lækka dánartölu ungbarna, heldur til þess að fyrirbyggja sjúk- dóma, leita þá uppi og reyna að lækna þá. en síðast en ekki sizt til þess að auka og bæta þjónustu við þá, sem haldnir eru langvarandi og eða ólækn- andi sjúkdómum og meinum og þar eru án efa stærstu hóparnir, geðsjúkir, aldraðir og þroskaheftir." Miklir far- þega-, bíla- og vöruflutn- ingar með Herjólfi Samgöngur milli lands og Eyja hafa batnað stórkostlega með hin- um daglegu og skjótu ferðum Herjólfs rríilli Eyja og Þorláks- hafnar og mikið hefur verið um bílaflutninga með skipinu bæði hjá heimamönnum og fastalands- búum. öruggar daglegar ferðir milli lands og Eyja eru nýnæmi, þvi oft hefur veður hamlað flug- samgöngum dögum saman. Síðan i maílok hefur Herjólfur flutt um 4000 farþega, um 1000 bíla og um 600 tonn af vörum. Herjólfur að koma til Eyja með um 400 farþega og tæplega 50 bíla, en bflaþilfarið fylltist og varð að taka nokkra bfla á efra þilfar. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. — AUGLtSlNGADEIlDIN/ LX>SM S ÞORGEIRSSON eiga að vera fallegir fyrir POSTSENDUM PONTUNARSIMI: 273 09 BEINLINA Austurstræti 10 sími: 27211 1 36-40 BRÚNIR 2.990- 2 36-41 SVARTIR 6.440- 3 35-41 BRÚNIR 5.450- 4 35-41 HVÍTIR 1.875-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.