Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 20
20 MOHGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977 Leiðbeinandi í nú- tíma fiðlutækni TÖNU8TARIDJA NORR/iNS NISKURÖ EITT þeirra nýmæla, sem stofnað hefur verið til í tengsl- um við tónlistarhátíð æsku- fólks, eru fyrirlestrar frægra tónlistarmanna um ýmis sér vandamál nútimatónskálda. Áð- ur hefur verið fjallað um fyrir- Paul Zukofsky lestra og kynningu George Crumbs og umræðufundi sem hann stýrir, þar sem fjallað er um flutning tónverka daginn áður og höfundar verkanna eru viðstaddir til að gefa skýringar á vinnuaðferðum og öðrum atriðum varðandi verk sin, sem viðstaddir kunna að krefja hann um. Auk þess hafa þrír ungir tónhöfundar, Hans Abrahamsen, Hans Gefors og Svend Aaquist fjallað um vandamál nútímatónsmíða i fyrirlestri sem þeir nefna: í fremstu viglínu tónsmiðanna. Undirritaður gat því miður ekki verið viðstaddur fyrsta fyrirlesturinn, en seinni fyrir- lesturinn verður genginn yfir þegar þetta byrtist. Vonandi gefst tækifæri til að hlýða á fyrirlestur þeirra og ef til vill fjalla að nokkru um hann. Einn þeirra gesta, sem halda fyrir- lestra í þessum fylgiháskóla tónlistarhátiðarinnar, er fiðlu- snillingurinn Poul Zukofsky og fjallar hann um vandamál í sambandi við tónmyndun á fiðlu. Zukofsky rakti á hvern hátt snerting fingra og boga, við tónmyndun, er mikilvæg varðandi blæ tónsins. Sveiflu- ferli fiðlustrengs skiptist eftir sama hlutfalli og yfirtónarnir og við tónmyndun er hætta á að tónninn missi þau yfirtónablæ- brigði sem samkvæmt hlutfalls- lengd eru staðsett á tónmynd- unarstaðnum. Þá rakti hann þróun tónmyndunaraðferða og taldi fátt nýtt hafa komið fram í sambandi við myndun hljóða á fiðlu, jafnvel bank og framköll- un alls konar iskurhljóða hafi verið fiðluleikurum tiltæk og notkun þeirra við tónflutning tónverka hafi verið kunn um nokkuð langan tíma. Margar af þeim aðferðum sem ætlast er til að séu framkvæmdar á fiðlu má auðveldlega framkvæma á önn- ur hljóðfæri með miklu betri árangri. Þau vandamál sem Zukofski taldi að yrðu tekin til meðferðar í framtíðinni, væru fingrasetningar eða aðferðir við tónafmörkun svo nefndra kvarttóna. Fram til þessa hefði ekki verið hægt að staðla neina reglulega aðferð, en þetta vandamál væri eitt af þeim rannsóknarverkefnum sem fengist væri við undir hans Kammertónleikar ÞAÐ ER minna um svo nefnda rafmagnstónlist (tape), en bú- ast hefði mátt við á þessu tón- listarmóti. Það er eins og unga fólkið sé í dag ekki eins upp- næmt fyrir slíkum hlutum og fyrir 10 til 20 árum. Hins vegar er mjög áberandi að raftekin hljóðfærahljóð virðast af verk- um þeirra vera meira spenn- andi og víst er, að sú tækni hefur ekki verið könnuð til hlít- ar. Á kammertónleikum í Þjóð- leikhúsinu s.l. þriðjudag gat að heyra tvö verk af segulbandi. Það fyrra eftir Jukka Ruoho- maki, sem hann nefnir Síðdegi. Ruohomáki hefur ekki, eins og stendur í efnisskra, hlotið formlega menntun í tónsmíðum en starfað við og veitt „rafstú- díói“ Helsingfors-háskóla for- stöðu um nokkur ár. Verkið er byggt á rafhljóðum og raftekn- um hljóðum og hófst á eins konar hljóðinngangi, sem síðar skipti yfir í raftekin hljóð, sem minnti á mannamergð og um- ferð stórborgar. Þá kom mjög sterkur kafli, einfalt stef, sem smátt og smátt náði ógnþrungn- um styrk. Síðasti kafli verksins var mjög dökkur og minnti und- irritaðan á höfn og skipaflaut og þannig dó verkið út í kom- andi nótt. Annað rafverkið var 17. júní 1944, nr. 3 eftir Þor- stein Hauksson. Eftir nám hér heima stundaði Þorsteinn nám við Háskólann í Illinois og lauk þaðan s.l. vor magisterprófi í tónsmíðum. 1 efnisskrá segir Þorsteinn um verk sitt, að það sé þriðja verkið í hljóðverka- flokki um 17. júní 1944. Fyrsta verkið er byggt á ræðum og verðlaunakvæðum, sem þá voru flutt á Þingvöllum, annað verk- UNG NORDISK MUSIK REYKJAVlK 1977 20.6.-26. 6. Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Umræða um tónlist Jukka Ruohomáki borsteinn Hauksson ið á því sama auk rafhljóða, en það þriðja eingöngu á rafhljóð- um. 1 tengslum við fyrri verkin væri hugsanlegt að nr. 3 tákn- aði næturkyrrðina að loknu há- tíðahaldinu og ljósabreyting- arnar, sem hefðu mátt vera skýrari, væru hugsaðar sem ljóstilbrigði um íslenska sumar- nótt. Undirritaður hefur sér- 1 TENGSLUM við tónlistarhá- tíð æskufólks er stofnað til um- ræðna um þá tónlist, sem flutt hefur verið, og stjórnar George Crumb umræðunum. Þarna eru tónskáldin tekin á hvalbein, spurð spjörunum úr og gagn- rýnd. Umræður þessar eru vel sóttar, en ekki einn einasti ís- lendingur (utan undirritaðs) virðist hafa áhuga á vandamál- um ungra tónhöfunda. Umræð- urnar hófust á þvi að Crumb fjallaði lítillega um hvert verk og greindi frá áhrifum þeirra á sig. Fyrsta verkið, sem tekið var til meðferðar, var Tombeau til Minona, eftir Synne Skouen, en hún var því miður ekki við- stödd, svo umræður um verk hennar voru ekki mögulegar. Tuomo Teirilá sat fyrir svörum vegna verks síns, Andante fyrir óbó og hljómsveit. Crumb spurði Teirilá um hlutverk óbósins, hvort það hafi átt að vera sjálfstætt eða hluti af hljómbálkinum. Höfundurinn taldi óbóið hafa komið illa út I uppfærslunni á mánudags- kvöldið, sem líklega stafaði af slæmum hljómburði í Háskóla- bíói. Crumb gat sérstaklega um niðurlag verksins, sem honum þótti-mjög fallegt. Spurningar utan úr sal voru meðal annars hver væri ástæðan fyrir eða markmið höfundar með verk- inu, hvers vegna það væri svo einlitt í styrk og gerð. Urðu umræður fjörugar og kom með- al annars fram sú skoðun, að höfundur yrði að gera sér grein fyrir verki sínu í tengslum við þjóðfélagsleg vandamál sam- tímans. Mátti glöggt heyra, að þetta unga fólk var ekki að brjóta þessi mál til mergjar í fyrsta sinn og kom það undirrit- uðum á óvart, eftir að hafa fengist við að kenna þægum og hljóðfúsum Islendingum um árabil. Næsta verk, sem fjallað var um, En Traklsáng eftir Lars Hallnás olli ekki eins mikl- um deilum og verkið á undan, en upp komi spurningar um gildi textans og hvort ekki væri nóg að túlka hann með tónlist- inni. Verkið endar á mjög löng- um tóni og komu fram spurn- ingar varðandi þá tiltekt og Hans Abrahamsen upplýsti höfundur að langi tónninn tilheyrði í rauninni ekki verkinu, heldur þjónaði þeim tilgangi að rjúfa framhald verksins. Um siðasta verkið, Stratifications, eftir Hans Abrahamsen, voru allir sam- mála, að honum hefði tekist að semja verk, sem hélt athygli hljómleikagesta. Umræðurnar héldu áfram og voru oft á tíðum nokkuð lausar I reipum, en aldrei leiðinlegar og enduðu á því að Crumb spurði um afstöðu fundar- manna til þess sem nefna mætti hefð eða menningararfleifð og spunnust af þeirri spurningu skemmtilegar umræður, og fyr- ir undirritaðan var það tölu- verð upplifun að hlusta á þetta unga og greinda fólk. lega gaman af raftónlist og túlkunarmöguleikum með raf- hljóðum, sem því miður eru oft eyðilagðir með lagferlishug- myndum. Rafhljóð geta verið mjög sterkt samofin tilfinn- ingareynslu, sem ekki á ávallt samleið með laglínum eða texta. Tvö verk voru felld niður og færð til á þessum tónleikum, eitt fært yfir á næstu tónleika og annað fellt niður, vegna þess að flytjandinn var ekki kominn til landsins. Fyrir bragðið voru tónleikarnir í styttra lagi. Työ hljóðfæraverk, bæði mjög hefð- bundin en ekki óáheyrileg, voru flutt, það fyrra eftir Magnar Ám, sem hann nefnir Sonate og er skrifað fyrir flautu, gitar og cello og það seinna eftir Stig Vernö Holter, sem hann nefnir Fare una Sonata og var leikið á flautu og pianó. Það skal tekið fram, að í efnisskrá er flytjenda ekki get- ið, sem mun stafa af þvi, að vitneskja um það hverjir þeir yrðu, var svo seint til komin að mótsstjórnin gat ekki látið þeirra getið i efnisskrá. Þessu mætti bæta úr með fjölrituðum blöðum, sem útbýta mætti við upphaf tónleikanna. Síðasta verkið á tónleikunum var Rerelsen eftir Olli Krotekangas og flutt var af kór Tónlistar- skólans í Reykjavík, undir stjórn Marteins Friðrikssonar. Verkið er skemmtilegt en varla nógu viðamikið að byggingu, einum of mjóslegið. Gaman- semi og léttleiki var aðalsmerki þess, en það er svo með gaman- semina, að án sársauka eða al- vöru verður hún aðeins glens, sem gleður en gleymist fljótt. Kórinn kom vel fram i þessu verki, var næstum ótrúlega frjáls, miðað við íslenskar venj- ur. Eitthvað vantar þó þegar kór kemur fram og honum er ekki gefið tækifæri til að sýna nema eina hliðina á getu sinni. Tónlistariója norræns æskufólks i dag: Hljómsveitartónleikar með nýjum verkum Á UNG nordisk musik- tónlistarhátíðinni verða í kvöld hljómsveitartónleik- ar Sinfóníuhljómsveitar ísiands undir stjórn Páls P. Pálssonar. Tón eikarnir verða í Háskólabíói og hefjast kl. 20,30. Á efnis- skránni er Ketjak eftir Svend Aaquist Johansen frá Danmörku (fæddur 1948), Two songs eftir Eero Hameenniemi frá Finnlandi (fæddur 1951), Elegisk Melodi eftir Alf Lundqvist frá Stokkhólmi (fæddur 1957), Tuans Sange eftir Svend Erik Aargaard frá Danmörku (fæddur 1951), Flower Shower eftir Atla Heimi Sveinsson, Sjöstrengjaljóð eftir Jón Ásgeirsson og Hugleiðing um L eftir Pál P. Pálsson. Svend Aaquist hefur unnið við tónsmíðar frá 1969 og komið fram sem stjórnandi og píanóleikari á mörgum nýjum verkum sem flutt hafa verið í Danmörku og á öðr- um Norðurlöndum. Svend lærði við tónvísindadeild Kaupmanna- hafnarháskóla. Eero hefur numið við Síbelíus- ar-Akademíuna síðan 1971. Hann hefur samið ýmis tónverk sem hafa verið flutt viða og m.a. unnið til verðlauna. Alf er að mestu leyti sjálf- menntaður, en eitt af kunnustu verkum hans er Oktober, verk fyrir stóra hljómsveit. Idag kl. 14—16 heldur George Crumb, tónskáld frá Bandaríkj- unum, fyrirlestur i Norræna hús- inu um verk ungu tónskáldanna og umræður verða um þau, en sá fyrirlestur er opinn öllum. Klukkan 17—19 flytur Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld fyrirlest- ur um íslenzka tónlist. Stykkishólmur: Nýjum báti hleypt af stokkunum Stykkishólmi 20. júni. 1 SEINUSTU viku var hleypt af stokkunum 50 lesta nýsmiði hjá Skipasmiðastöðinni Skipavík h.f. í Stykkishólmi. Báturinn hlaut nafnið Ásbjörg ST 9 og er heimahöfnin Hólma- vík. Eigendur eru þrir, þeir Benedikt Pétursson, Guðlaugur Traustason og Daði Guðjónsson, allir til heimilis á Hólmavik. Báturinn er smiðaður úr eik og er búinn öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum. Aðalvél er 360 hestafla og einnig eru tvær hjálparvélar. Báturinn ér útbúinn til tog-, neta- og línu- veiða. Hann verður afhentur eig- endum eftir nokkra daga. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.