Morgunblaðið - 23.06.1977, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977
21
EBE fær frest
við Færeyiar
Frá Jogvan Arge, Þórshöfn f Færeyjum í
gær.
FÆREYSKA lögþingið
samþykkti á sérstökum
aukafundi i gær að fram-
lengja bráðabirgðasamn-
ing Færeyinga við Efna-
hagsbandalagið um fisk-
veiðar til 5. ágúst.
Samkvæmt tillögu sem Lög-
þingið samþykkti er gert ráð fyrir
að fiskiskip frá EBE—löndum fái
að veiða 1320 lestir af þorski og
kolmunna á færeyskum miðum
frá 1. júli til 5. ágúst. Á þessum
tíma fá skip frá EBE—löndum
einnig að veiða það magn sem þau
veiddu ekki af því hámarksafla-
magni sem gert var ráð fyrir
þegar kvótum var úthlutað i april.
Sá kvóti nam 2870 lestum.
Landstjórn Færeyja hafði lagt
til að bráðabirgða fiskveiðisamn-
ingurinn við EBE yrði framlengd-
ur í einn mánuð eða til 31. júli, en
markaðsmálanefnd Lögþingsins
lagði til að samningurinn yrði
framlengdur til 5. ágúst þannig að
hjá því yrði komist að kalla þyrfti
Lögþingið aftur saman til annars
aukafundar. Aukafundi Lög-
þingsins iauk í dag og þingið verð-
ur ekki kallað aftur saman fyrr en
29. júlí.
Tillagan um framlengingu fisk-
veiðisamningsins við EBE var
samþykkt með 22 atkvæðum. Lög-
þingið samþykkti hins vegar ekki
tillögu frá langstjórninni þess
efnis að landstjórin og markaðs-
nefnd Lögþingsins fengju heim-
ild til þess framvegis að fram-
lengja bráðabirgða fiskveiðisamn-
inga við önnur lönd.
Einvígi Spasskys og
Portischs að byrja
EINVÍGI Boris Spasskys frá
Sovétrfkjunum og Lajos Port-
ischs frá Ungverjalandi í keppn-
inni um réttinn til að skora á
heimsmeistarann f skák hefst í
Genf 1. júlí.
Sextán skákir verða tefldar og
leikreglur verða hinar sömu og f
einvígi Spasskys og Horts f
Reykjavfk. Einvfgið er haldið á
vegum svissneska skáksambands-
ins og fer fram í Hotel Mediterr-
anée. Verðlaunin eru 25.000 sviss-
neskir frankar og sigurvegarinn
fær fimm áttundu verðlaunanna.
Hitt einvígið um áskorandarétt-
inn, einvígi Viktors Korchnois og
Lev Polugayevskys, fer fram í
Evian handan Genfarvatns á veg-
um franska skáksambandsins.
Dómarinn í einviginu þar verður
Lothar Schmidt frá Vestur-
Þýzkalandi, en dómari í einvíginu
í Genf verður Harry Golombek
frá Bretlandi.
Úrslit fyrri einvigja urðu þau
Comecon
f jallar um
orkumál
Varsjá, 22. júnf. Reuter.
ORKUMÁL eru efst á baugi á
árlegum fundi æðstu manna
markaðsbandalags Austur-
Evrópuríkjanna (Comecon) er
hafinn er f Varsjá og lögð hefur
verið fram áætlun sem gerir ráð
fyrir því að kjarnorkuframleiðsla
aðildarlandanna verði stóraukin.
Samkvæmt áætluninni verður
kjarnorkuframleiðsla aðildar-
landanna aukinn um rúmlega
helming með hverri nýrri fimm
ára áætlun. Samþykkt áætlunar-
innar verður liklega aðalverk
fundarins. Óviss framtíð oliu-
birgða vekur ugg í
Comecon—löndum, aðallega
smærri aðildarríkjunum. Þau fá
olíu sina aðallega frá Rússum.
að Spassky vann Hort í Reykjavik
með 8i4 vinningi gegn 7 Vi,
Portisch vann Bent Larsen i
Rotterdam með 614 vinningi gegn
3'A, Korchnoi vann Tigran Petros-
ian með 6VS vinningi gegn 5V4 í
Lucca á ítaliu og Polugayevski
vann Henripue Mecking í Luc-
erne i Sviss með 6V4 vinningi gegn
5V4.
Harry Golombek segir i skák-
dálki sínum i The Times að flestir
spái þvi að Korchnoi sigri
Polugayevski þar sem hann sé
betri skákmaður. Hins vegar telur
hann ekki eins auðvelt að spá þvi
Framhald á bls. 24.
Myndin sýnir bandarfska blaðamanninn Robert T.
Toth við komuna til Los Angeles um helgina ásamt
fjölskyldu sinni, en hann sat f 13 klukkustundir f
yfirheyrslu hjá sovézku leyniþjðnustunni KGB með
njósnaákæru yfir höfði sér.
Nýr loft-
ferðasamning-
ur gerður
London, 22. júnf. AP.
BANDARtKJAMENN og Bretar
vinna nú að endanlegri úrvinnslu
samkomulagsins um nýjan loft-
ferðasamning milli þjóðanna.
sem undirritaður var f dögun í
gær rúmum klukkutfma eftir að
Bermudasamkomulagið, sem gilt
hafði í 30 ár, rann út. Var ástand-
ið orðið tæpt og spennan svo mik-
il, að TWA — farþegaþota, sem
var að koma til London frá New
York sveimaði yfir Heathrowflug-
velli f tæpan klukkutfma, áður en
flugstjórinn fékk tilkynningu um
að hann gæti lent og afgreiðsla
yrði með eðlilegum hætti.
í stuttu máli segja samninga-
menn að niðurstöður séu að þá'
leió, að hinn nýi samningur ætti
að leiða til lægri fargjalda á flug-
leiðinni milli Bretlands og Banda-
ríkjanna og hagkvæmari reksturs
flugfélaga á þeirri leið. Næst
þetta með þvi að hafa hemil á
þeim sætum, sem í framboði eru,
en meðalsætanýting á þessari leið
er aðeins um 60%. Ekki vildu
samningamenn þó segja um hve
mikill sparnaðurinn gæti orðið.
Helzti ágreiningurinn í þessum
samningum var um eftirlit með
flugi og frjálsa samkeppni, sem
Bandarikjamenn lögðu höfuð-
Framhald á bls. 24.
Kaupkröfur bundnar
verðlagi í Bretlandi
London, 22. júni. Reuter.
LEN Murray fram-
kvæmdastjóri brezku
verkalýðssamtakanna
Trades Union Congress
(TUC) skýrði frá því í gær-
kvöldi að Denis Healey
f jármálaráðherra væri
sammála verkalýðsleiðtog-
um um að ekki væri heppi-
legt að halda kaupgjaldi
áfram í jafn föstum skorð-
um og gert hefur verið
undanfarin tvö ár.
Kom þetta fram i ávarpi Murr-
ay við upphaf lokaviðræðna leið-
toga TUC við viðkomandi ráð-
herra í London um nýja kjara-
samninga, sem taka eiga gildi 1.
ágúst. Tók Murray það fram að
ráðherrann hefði lagt áherzlu á
þörfina fyrir að varast spreng-
ingu í launakerfinu.
Murray sagði að verkalýðssam-
tökin væru reiðubúin til að taka
að sér að halda launakröfunum í
skefjum, ef rikisstjórnin gæti
sannfært þau um að verðlagi yrði
haldið niðri.
Verkalýðsfélagar hafa lagt hart
að leiðtogum sinum að ná nú
samningum um verulegar kaup-
hækkanir, jafnframt þvi sem
tryggt verði að verðlag haldist
óbreytt. Telja þeir sig hafa staðið
nógu lengi undir tilraunum ríkis-
stjórnarinnar til að hamla gegn
efnahagsörðuleikunum. Kaup-
gjaldi hefur verið haldið niðri í
Bretlandi undanfarin tvö ár.
Fyrra árið voru kauphækkanir
takmarkaðar við 10%, en undan-
farið ár máttu hækkanirnar ekki
fara yfir 4V4%.
Holland:
Öryggiseftirlit með
Mólúkkum hert
Portiseh
Haag, 22. júnf. Reuter.
t YFIRLVSINGU frá hollenzku
stjórninni í dag segir, að framveg-
is verði Suður-Mólúkkum ( Hol-
landi ekki leyft að halda uppi
sérstökum varðsveitum, sem hafa
á undanförnum árum annazt lög-
gæzlu meðal hinna 40 þúsund
Suður-Mólúkka, sem búsettir eru
Skorað á Carter að tryggja
Solzhenitsyn-sjóðnum starfsfrið
Moskvu, 22. júnf AP.
FORSTÖÐUMENN sjóðs þess,
sem kenndur er við Nóbelsskáld-
ið Alexander Solzhenitsyn og hef-
ur þanu tilgang að styrkja fjöl-
skyldur andófsmanna, er orðið
hafa fyrir barðinu á sovézkum
yfirvöldum, hafa skorað á Jimmy
Carter Bandarfkjaforseta að beita
áhrifum sfnum til að sjóðurinn
fá: starfsfrið. Segja þeir að yfir-
völd hindri eftir megni að
peningasendingar frá útlöndum
komist til skila og ofsæki þá, sem
annist starfsemina þar eystra,
með þeim afleiðingum að sjóður-
inn sé nú að komast á heljarþröm.
Á fundi, sem núverandi fram-
kvæmdastjóri sjóðsins, málfræð-
ingurinn Tatjana Khodorvic, hélt
með fréttamönnum 1 dag, að við-
stöddum Andrei Sakharov, kom
meðal annars fram að sjóðurinn
hefur greitt 700 bágstöddum fjöl-
skyldum andófsmanna andvirði
um það bil 68 milljón islenzkra
króna.
Sjóðurinn var stofnaður
fyrir þremur árum og var fram-
kvæmdastjóri hans til skamms
tíma Alexander Ginzburg, náinn
vinur Solzhenitsyns, en hann var
handtekinn í febrúarmánuði s.l.
Fé þaó, sem sjóðurinn hefur haft
til umráða, er að langmestu leyti
komið frá Solzhenitsyn.
Tatjana Khodorvic heldur því
fram að sovézk yfirvöld hafi þeg-
ar lagt hald á mikið fé, auk þess
sem fáránlegir skattar séu lagðir
á greiðslurnar er þær berast er-
lendis frá. Hafi Solzhenitsyn fyrir
nokkru hætt að senda peninga af
þessum ástæðum, með þeim af-
leiðingum, að sjóðurinn hafi ekk-
ert fé til ráðstöfunar lengur. Þvi
sé það helzt til ráða að vekja at-
hygli Carters forseta og umheims-
ins á þvi hversu komið sé í þeirri
von að takast megi að tryggja
afkomu sjóðsins og starfsfrið.
i landinu. Er hér um að ræða
öryggisráðstafanir, sem koma i
kjölfar harmleiksins mikla á dög-
unum, þegar 8 manns létu lífið
eftir þriggja vikna umsátur í
járnbrautarlest og skóla i Norður-
Hollandi.
Þá hefur stjórnin gefið til
kynna, að öryggiseftirlit verði
mjög hert á svæðum, þar sem
Suður-Mólúkkar eru fjölmennir,
svo og að hafin verði skipulögð
leit meðal þeirra að ólöglegum
vopnum og sett verði strangari
löggjöf um meðferð skotvopna.
Undanfarið hefur lögreglan
veigrað sér við vopnaleit af
óttavið að auka spennu meðal
Mólúkkanna, að þvi er segir í yfir-
lýsingu stjórnarinnar. Er að
vænta frekari stefnuyfirlýsingar
stjórnarinnar um málefni Mól-
úkka en þau verða tekin til um-
ræðu i þinginu á morgun i ljósi
atburðanna á dögunum.
Frá því að umsátrinu lauk hef-
ur nokkrum sinnum komið til
átaka milli unglingahópa og varð-
lögreglu á ibúðarsvæðum Mólúkk-
anna, og hefur i sumum tilvikum
verið beitt skotvopnum og benzín-
sprengjum.
Heilsu
Karenar
Anne
Quinlan
hrakar
New Vork. 22. júnl. AP.
DAGBLAÐIÐ The New York
Daily News segir i dag að
heilsu Karenar Anne Quinlan
fari nú hrakandi, og hún sé
nær dauða komin. Karen hefur
legið í dái i rúmt hálft annað
ár, allt frá þvf foreldrar henn-
ar fengu heimild dómstóla til
að slökkva á hjálpartækjum
þeim, sem talið var að héldu
Iffinu í henni.
Blaðið hefur það eftir Fred
Swanson, framkvæmdastjóra
sjúkrahússins, þar sem Karen
Anne Quinlan liggur, að hún
sé nú hætt komin, en hann
vildi ekkert segja um ástæð-
una fyrir versnandi heilsu
hennar. Blaðið segir að getgát-
ur séu uppi um að Karen hafi
orðið fyrir alvarlegri smitun,
og að læknar sjúkrahússins
hafi verið sammála um að ekki
væri rétt að grípa til neinna
róttækra ráðstafana til að
reyna að bjarga lifi hennar.
Karen varð fyrir alvarlegu
áfalli og heilaskaða 15. april
1975 eftir að hafa neytt bæði
áfengis og róandi lyfja. Hún
var meðvitundarlaus, en henni
haldið á lifi í öndunartæki, þar
til foreldrar hennar, sem voru
sannfærð um að hún ætti sér
enga batavon, fóru fram á
dómsúrskurð um að Karen
Framhald á bls. 24.