Morgunblaðið - 23.06.1977, Page 30

Morgunblaðið - 23.06.1977, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNI 1977 Juggernaut, am. 1974. Leikstjóri: Richard Lester. Eftir að Juggernaut hafði verið frumsýnd var það mál margra, að hún væri breska svarið við hinum svoefndu „stórslysamyndum" (disaster movies). (Myndina gerðu Bretar, en fyrir amrískt fjár- magn). í vissum atriðum má eflaust reyna að flokka hana með þessum myndum. 1200 manns á farþega- skipmu „Britannic" eru i yfir- vofandi hættu þar eð 7 sam- tengdum sprengjum hefur verið komið fyrir viðs vegar um skipið, þær munu springa á tilteknum tíma og tæta skipið í sundur. Og líkt og i þsssum flokki mynda eru áhorfendur kynntir fyrir ýmsu fólki um borð. Það sem skilur þessa mynd þó frá myndum eins og The Posei- don Adventure, Earthqu- ake, Airport og Towering Inferno er það, að slysið ger- ist ekki, þannig að það reynir aldrei á persónurnar, sem við höfum kynnst. (I „disaster"—myndunum eru persónurnar kynntar yfir- borðslega í upphafi, en eftir að viðkomandi „slys" hefur gerst, eiga þær að sýna, hvaða „innri mann" þær hafa að geyma) Farþegarmr eru hins vegar látnir vita um hættuna, en meðan þeir bíða milli vonar og ótta stendur yfir kapphlaup við tímann á tvennum vigstöðvum. Annars vegar reyna lögreglu- menn í landi að hafa uppi á Juggernaut, manninum sem heimtar 500.000 pund gegn upplýsingum um það, hvern- ig megi gera sprengjurnar óvirkar og hins vegar reyna sprengjusérfræðingar, sem hafa verið sendir úr landi um borð (það er einhver McLean /James Bond-þefur af ferð þeirra félaga um borð, er þeir svífa niður í ólgandi hafsjó- inn við hlið skipsins), að gera sprengjurnar óvirkar upp á eigm spýtur, en hér er um mjög flókinn útbúnað að ræða, þar sem ýmsar gildrur hafa verið settar upp til að Einn af sprengjusérfrœUingunum, sem varpað var I hafið úr flugvél, missir takið é kaSalstiga é skips- hliðinni vegna veltings. koma í veg fyrir að sprengju- sérfræðingar nái tilætluðum árangri. Auk þessa eru svo settar fram skoðanir á því hvort borga eigi manninum eða ekki. Fyrirtækið, sem rekur skipið, vill fyrir alla muni borga, en fulltrúi ríkis- stjórnarinnar bendir stjórnar- formanni þess á, að það sé Hicnard Harris og Uavid Hemmings hlusta eina af sprengjunum sjö, sem hefur veriB komiS fyrir um borS 11200 manna farþegaskipi. Roy Kinnear, Anthony Hop- varðar villandi upplýsingar kins, Shirley Knight og jafn- (um tíma var mig farið að vel Omar Sharif leysa hlut- gruna að Juggernaut væri Shirley Knight og Roy Kinnear I Juggernaut. yfirlýst stefna bresku stjórnarinnar að greiða ekki slíkt kúgunarfé og reyna með því að hamla gegn þessari tegund ofbeldisverka. Og þar sem fyrirtækið njóti ríflegs ríkisstyrks sé það í raun neytt til þess að fara eftir þessum reglum. Efnið gefur þannig tilefni til allmikillar spennu, sem Richard Lester tekst að not- færa sér mjög vel. Lester hefur góða tilfinningu fyrir tímasetningu, uppröðun efnisins og lengd hvers atrið- is, auk þess sem leikararnir Richard Harris, lan Holm, verk sín vel af hendi. Lester tekst að halda mjög jafnri og stígandi spennu alla mynd- ina í gegn án þess að missa hana niður í langdregnum köflum og er það afrek út af fyrir sig í 1 10 mínútna langri mynd. Jaggernaut er gerð sem „spennandi stórmynd", krydduð einstaka setningum, sem eru ætlaðar til tak- markaðrar ádeilu. Það fer því ekki hjá því, að hin tæknilega uppbygging myndarinnar minni allmjög á hina tækni- legu samsetningu tlma- sprengjunnar, bæði hvað um borð og nyti þess að horfa uppá þjáningar farþeg- anna) og hárfína innbyrðis nákvæmni Juggernaut er því fyrst og fremst tækni- æfmg og á það því sameigin- legt öðrum stórslysamyndum að skapa ekki neinar eftir- minnilegar eða sérstæðar persónur. Lester hóf feril sinn I kvikmyndagerð I aug- lýsingamyndum (sem hann stundar enn við og við, til að halda sér fjárhagslega sjálf- stæðum) en af nýlegri mynd- um hans má nefna Royal Flash, The Musketeers (báðir hlutar) SSP. kvik mund /lOQft SIGURÐUR SVERRIR PALSSON Tæknileg tilfinning Tvndir í tíma og rnmi The Rocky Horror Picture Show, bresk, 1975. Leikstjóri: Jim Sharman. Byggt á söngleik eftir Richard O’Brien. Án þess að hafa séð á sviði The Rocky Horror Show virðist mér sem myndin sé að mörgu leyti of háð sviðsuppruna sín- um, eins og oft vill verða meó leikrit, sem siðan eru kvik- mynduð. Frumgallinn við þessa tegund mynda er sá, að efnið er upphaflega hugsað fyrir leik- hússvið, þar sem taka verður tillit til allra þeirra takmark- ana, sem sviðið setur efninu.' Þegar myndin er síðan gerð er hún meira og minna bundin þessum takmörkunum, vegna þess, að ef breytt er verulega Charles Gray sem sögumaður- inn f Hryllingsóperunni. frá þessu, er hreinlega um nýtt verk að ræða. Ef til vill er þetta sérlega áberandi með mynd eins og The Rocky Horror Pict- ure Show, sem ætti samkvæmt efninu að vera útfærð á mjög myndrænan hátt, og hefði þess vegna i upphafi fremur átt að vera hugsuð sem kvikmynd en sem ieikhúsverk. En hvað um það, þrátt fyrir þessa augljósu annmarka hafa höfundarnir gert sitt besta til að yfirstíga vandamálið og út- koman er bærileg vitleysa, ýmist áheyrileg (tónlistin er öll eftir Richard O’Brien) eða gríp- andi fyrir augað (kvikmynda- taka: Peter Suschitzky). Mynd- in er í senn blanda af tónlistar- gagnrýni (Eddie, sem kemur þjótandi í leðurjakka á mótor- hjólinu sínu, kyrjandi rokk og afgreiðsla Frank N. Furters á honum) og tilvitnunum í garhl- ar kvikmyndir (Umgerðin Frankenstein, verur frá öðrum hnetti — geimskáldskapur, Fay Wray og King Kong, Esther Williams (sundlaugarsenan)) og veður þannig elginn úr einu i annað. Með þvi að hafa sögu- manninn, (sem verður allæstur þegar hann er að skýra út dans- inn ,,The Warp“) er gerð til- raun til að útskýra það sem er að gerast og gefa þvi einhverja dýpri merkingu í lokin, þegar geimbúarnir „geisla” sjálfa sig aftur- til Transsylvaníu, og jarðarbúarnir þrir, sem tóku þátt í ævintýrinu, skriða um i gígnum, þar sem kastalinn stóð áður. Sögumaðurinn yfirgefur okk- ur með svofelldum orðum: ,,Á yfirborði þessarar plánetu skríða litlar verur, sem kalla sig menn. Þær eru týndar í tima — týndar í rúmi.“ Á svört- um myndfletinum stendur hnattlíkan eitt eftir. SSP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.