Morgunblaðið - 23.06.1977, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1977
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
, FRÁ MÁNUDEGI
' ‘thyi/JsunPK-atá'iJ ir
var að ég þurfti að leita hjálpar að
Vífilsstöðum og var búin að vera
lengi slæm af astma, sem mikil
andþrengsli fylgdu, sérstaklega á
nóttunni og á morgnana. Þetta
gekk svo undra vel þarna á spital-
anum að ég var útskrifuð eftir
tvær vikur, og siðan er ég eins og
ný manneskja.
Því langar mig að nota tækifær-
ið og þakka læknum og öllu
hjúkrunarfólki og starfsliði á
lungnadeild fyrir þessa góðu
hjálp og elskulegheit í minn garð.
En ég get ekki svo horfið frá
þessum hugieiðingum mlnum að
ég ekki nefni prestinn í Garðabæ,
séra Braga Friðriksson. Honum
vil ég þakka fyrir hans hlýja
handtak þegar hann kom inn i
stofuna til mín og beiddi fyrir
mér og spurði mig hvort ég væri
ekki svo hress að geta komið nið-
ur í setustofu kl. 20.15, þá yrði
hann með helgistund, og ég kvað
svo vera. A tilteknum tima fylltist
stofan af fólki, sumt i hjólastólum
og sumt með súrefniskútana drag-
andi með sér. Þetta var indæl
stund. Einnig var þar söngvari og
undirleikari, sem stóðu báðir vel I
sinu stykki. Einnig vil ég þakka
Valborgu Bentsdóttur fyrir henn-
ar skemmtilegu þætti, Hin gömlu
kynni, sem hún skemmtir okkur
eldra fólkinu með í útvarpinu.
Vona ég að hún verði með þessa
þætti áfram. En ég ætla ekki að
þakka fyrir leikritið, sem sjón-
varpið flutti okkur á annan dag
hvitasunnu. Finnst mér það
vægast sagt smekkleysa að sýna
svona leikrit um hátiðar.
Þökk fyrir birtinguna.
Guðbjörg Jónasdóttir.**
0 Hver er
réttur leigjenda?
„Kæri Velvakandi.
Mig langar að biðja þig að koma
á framfæri nokkrum spurningum
fyrir mig:
1. Hafa húseigendur leyfi til að
okra á hita og rafmagni til
leigjenda sinna eða á ég að orða
spurninguna svona: Hafa húseig-
endur leyfi frá ríkinu til að taka
gjald fyrir að rukka inn hita og
sameiginlegt rafmagn af leigjend-
um sínum?
2. Eru húseigendur ekki skyld-
ugir til að leggja fram reikninga
frá hitaveitu og rafmagnsveitu
fyrir leigjendur þegar þeir (hús-
eigendur) rukka fyrir þessi
gjöld?
3. Eru leigjendur skuldbundnir
til að greiða í hússjóð eins og um
eiganda væri að ræða ofan á topp-
húsaleigu og ekkert sameiginlegt
fyrir utan hita og gangaljós? Ef
svo er á þá ekki að leggja fram
fyrir leigjendur reikninga sem
sýna I hvað hússjóðapeningarnir
fara?
4. Ef sami aðili er leigjandi hjá
sama húseiganda um lengri tíma,
þrjú til fimm ár, er húseiganda þá
ekki skylt að mála ibúðina svona
einu sinni á þvi tímabili?
A þessum dýrtiðartímum þegar
húsaleiga og hiti, rafmagn og sími
taka af áttatíu og fimm þúsund
króna mánaðarkaupi einar litlar
sextiu þúsund krónur, er ekki von
til að leigjandinn sé ánægður með
að greiða aukagjöld fyrir eitthvað
sem hann aldrei sér eða hvað
heldur þú, Velvakandi? Ég er for-
vitin um hvað félag húseigenda
segir um þessi mál. Ekki sýnist
vanþörf á að félag leigjenda verði
stofnað og er það stór furða að
slíkt félag skuli ekki þegar vera
til og starfi af fullum krafti.
Ein forvitin."
Það er rétt að það er undarlegt
að ekki skuli hafa verið stofnað
eitthvert hagsmunafélag
leigjenda, svo fjölmennir sem
þeir eru sjálfsagt, en hér vantar
greinilega dugandi og framtaks-
sama leigjendur til að bæta úr
þessum skorti.
Þessir hringdu . . /
• Ekki
útvarpað beint?
Kona nokkur, sem kveðst oft
hlusta á messur i útvarpi, hafði
samband við Velvakanda og
spurðist fyrir um það hvers vegna
ekki hefði verið útvarpað messu á
hinum almenna bænadegi kirkj-
unnar í mai-mánuði, þ.e. útvarpað
beint.
Velvakandi sneri sér með
spurninguna til sr. Halldórs S.
Gröndal, sem er einn þeirra er sér
um að raða niður útvarpsmessun-
um og sagði hann að það væri
stefna útvarpsins að gefa prestum
og söfnuðum úti á landi tækifæri
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Skákþingi Moskvuborgar i ár er
nú nýlokið. Sigurvegari varð
Zeitlin með 11 v. af 15 möguleg-
um, en næstir komu þeir Gutop og
Dolmatov með 10 v. Fjórði varð
Cehov með 9!4 v.
Staðan hér að neðan kom upp á
mótinu 1 skák þeirra Gutops, sem
hafði hvítt og átti leik, og
Kuindzhis.
30. Dh5! — g6, (Ekki gekk 30...
h6 vegna 31. Dxe8+) 31. Dxh7+!
— Hxh7, 32. Hxe8+ — Kg7, 33.
til að vera með útvarpsmessur og
gefa hlustendum þannig tækifæri
til að heyra þær frá fleiri stöðum
en af Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Sagði sr. Halldór að umrædd
messa á bænadaginn hefði verið
tekin upp i Lögmannshliðar-
kirkju og hefði sr. Pétur Sigur-
geirsson vigslubiskup prédikað.
Sagði sr. Halldór að ekki væri
alltaf hægt að láta efni dagsins
koma fram ef messurnar væru
þannig hljóðritaðar fyrirfram,
eins og verið hefði í þessu tilviki.
0 ójafnar
lífeyrisgreiðslur
Ekkja:
—Mig langar að benda á eina
tegund misréttis sem ég hef rekið
mig á varðandi lífeyrisgreiðslur
til ekkna og ekkla. Ekkja fær
aðeins sem svarar 40% tekna
eiginmanns síns i ekknabætur er
hann fellur frá þótt hún sé með
mörg börn á framfæri sínu, en
ekkill, fær 60% af tekjum i bætur
ef kona hans fellur frá. Hvers
vegna ætli þessi mismunur sé?
HÖGNI HREKKVÍSI
Mér sýnist hann vera í vafasömum félagsskap!
— Strjálbýli
Framhald af bls. 18
byggða innbyrðis, sem nú til dags
teljast nauðsynleg forsenda eðli-
legrar og æskilegrar byggða-
þróunar. Er það raunar sama
sagan og i öðrum landshlutum.
Öll þróast þessi mál þó í rétta átt,
enda stöðugt viðfangsefni sveitar-
stjórna, sveitarstjórnasambanda
og þingmanna. Vegagerðin hefur
og haldið vei á sinum hlut, þar og
annars staðar, miðað við tiltækt
fjármagn hverju sinni. Okkar
litla þjóð þarf mörgu að sinna i
stóru og strjálbýlu landi — og
fjárhagsgeta ræður ferð i fram-
kvæmdum. En sagt hefur verið að
samgöngur séu æðakerfi bæði
þjóðlífs og atvinnulifs, og ef svo
er, veltur heilsa þjóðarbúsins
ekki sízt á því, að þessi farvegur
sé góður og greiður.
Fullt h ús
matar TIL HELGARINNAR:
Okkar Leyft
verð verð
Útb. hangilæri kr.
kg. Útb. hangifram- 1790 2T7«
partar 1580 TBSflL
Reykt rúllupylsa 850
Kálfalæri 545
Kálfahryggir 450
Kálfakótilettur 545
Kindahakk 685
Saltkjötshakk 685
Nautahakk 770
Nautahakk 10 kg 690
Ærhakk 550
Nýtt svinakjöt læri 1075
Svínabógar 1290 T398-
Svínakótilettur 1990 2492
Svínahakk 890 T944
Útb. ný lambalæri 1590 tW
Lambaschnitzel kr.
kg. 1450
Lambagullasch 1380
Nautagullasch 1530
Nauta Roast-Beef 1580 21-2«
Nauta T-Bone 980 T2*2
Nauta Grillsteik 730 T54
Nauta Bógsteik 730 754
Nauta Snitchel 1650 2506
2050 ?69«-
733
Nauta Mörbráð
Lambaskrokkar
I. II. flokkur
Lambaskrokkar
III. flokkur
Ananas 1/1 dós kr.
Ferskjur 1/1 dós
Aprikósur 1/1 dós
Coctail 1/z dós
Ananasmauk V2 dós
Appelsínur 3 kg.
Opið til kl. 7 föstudaga
Lokað á laugardögum
Laugaicsk 2. REYKJAVIK. simi 3 So 2o
19 21 AUG 76Form 31