Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1977
Vart mikillar loðnu
undan Norðurlandi
ekki fyrr en 15. júlí
— en veiðar hefjast
TOGARAR, sem undan-
farna daga hafa verið á
veiðum djúpt útaf Norður-
landi hafa oróið varir við
töluvert af loðnu. Til dæm-
is hefur mikið magn fund-
izt af allstórri loðnu 110
sjómílur norð-vöstur af
Siglunesi, en einmitt á
þeim slóðum veiddist
fyrsta sumarloðnan í fyrra.
Það var í byrjun júlí.
Loðnuveiðar eru bannað-
ar til 15. júlí n.k. Að sögn
Hjálmars Vilhjálmssonar
fiskifræðings er ástæðan
sú, að loðnan er nú mögur
og átufull og því lélegt hrá-
efni til bræðslu. Rannsókn-
arskipið Bjarni Sæmunds-
son leggur af stað í rann-
sóknarleiðangur á morgun.
Verður fyrst haldið á Aust-
fjarðamið að huga þar að
kolmunna en í byrjun júlí
verður haldið til loðnu-
rannsókna útaf Noröur-
landi.
Sagði Hjálmar að möguleiki
væri á því að leyfa veiðar fyrr ef
Síðustu forvöð
að kaupa miða
í Varðarferðina
síðustu forvöð eru í dag að
kaupa miða í hina vinsælu
sumarferð Varðar, sem far-
in verður á morgun. Miðar
veróa seldir til klukkan 12
á hádegi í dag í Sjálfstæðis-
húsinu, Bolholti 71 en
þaðan verður lagt upp í
ferðina stundvíslega
klukkan 8 í fyrramálið.
Að þessu sinni verður farið að
Gunnarsholti-Skógum og Fljóts-
hlið undir leiðsögn hins kunna
ferðagarps Einars Þ. Guðjohnsen.
Varðarferðin hefur öðlast sífellt
meiri vinsældir á undanförnum
árum en hún er öllum opin. Verði
er mjög í hóf stillt og innifaldar
eru máltíðir. Allar upplýsingar
eru veittar í Sjálfstæðishúsinu
sími 82900.
athuganir gæfu tilefni til. Hins
vegar kvaðst Hjálmar vita til þess
að loðnubræðslur á Norðurlandi
og Vestfjörðum væru ekki tilbún-
ar að taka á móti loönunni strax,
svo óvíst væri hvort það hefði
einhverja þýðingu að hefja veið-
arnar fyrr en 15. júlf.
Mikill áhugi er meðal útgerðar-
manna á loðnuveiðum. Veiðarnar
gengu vel í fyrra og að sögn
Hjálmars eru líkur á þvi að svipað
loðnumagn verði fyrir Norður-
landi nú og var í fyrra. „Hins
vegar mun hegðun íssins, veður-
far og það hvoru megin miðlínu
milli íslands og Grænlands loðn-
an heldur sig ráða mestu um það
hve mikið veiðist í sumar," sagði
Hjálmar Vilhjálmsson.
LANDSMOT
hestamanna
í Skógarhól-
um 1978
STJÓRN Landssamhands hesta-
manna hefur ákveðið að landsmót
hestamanna sumarið 1978 verði
haldið í Skógarhólum á Þingvöll-
um. Er gert ráð fyrir að mótið
verði haldið fyrrihluta júlfmán-
aðar og hestamannafélögin á
Suðurlandi sjái um framkvæmd
mótsins.
Stjórn Landssambands Hesta-
mannafélaga kaus sérstaka nefnd
til að kanna hver þeirra þriggja
staða á Suðurlandi, sem helst kom
til greina að halda mótið á, væri
heppilegastur og mælti nefndin
einróma með Skógarhólum. Hinir
tveir staðirnir voru mótssvæði
Hestamannaféiagsins Geysis á
Rangárbökkum við Hellu og mót-
svæði Hestamannafélagsins Fáks
á Víðivöllum í Reykjavík.
_................................. ..........
Gamla bensfnstöðin til vinstri og sú nýja f byggingu hægra megin á myndinni. Ljísm. Mbi. rax.
Eina bensínstödin í miðbænum flytur um set
OLÍUFÉLAGIÐ IIF hefur feng-'
ið leyfi borgaryfirvalda til þess
að færa bensfnstöðina milli
Ilafnarstrætis og Tryggvagötu
um 15 metra í austur, þannig að
hún liggi meðfram Kalkofns-
vegi. Að sögn Viihjálms Jóns-
sonar forstjóra standa vonir til
að bensfnstöðin taki til starfa á
nýja staðnum f ágústmánuði
n.k. en framkvæmdir eru þegar
hafnar.
Að sögn Vilhjálms hefur ben-
sínstöðin verið á óheppilegum
stað og hún ekki verið nein
prýði fyrir miðbæinn. Var þvf
sótt um leyfi til að flytja stöð-
ina um set og var það veitt.
Framvegis verður hægt að aka
inn að stöðinni frá Hafnar-
stræti en það er núna bannað.
Verður að sögn Vilhjálms kapp-
kostað að ganga vel frá svæðinu
til frambúðar þannig að meiri
borgarprýði verði að þvi en áð-
ur.
Verður nautakjöt
ófáanlegt í sumar?
Nautakjöts- og hrossakjötsbirgðir á þrotum
MJÖG litiar birgðir eru nú til af
nautakjöti í landinu og er jafnvel
gert ráð fyrir að draga verði úr
Fjármálaráðherrar Norðurlanda:
íhugað að hækka fjárhæð
toll- og skattfrjáls
innflutnings ferðamanna
Fyrsti hvalurinn
er kominn á land
HVALUR 9 kom síðdegis í
gær með fyrsta hval ný-
byrjaðrar vertíðar til Hval-
f jarðar. Tveir bátar voru á
leið til lands með þrjá
hvali, þannig að búið er að
veiða fjóra hvali það sem
af er vertíð.
FUNDUR fjármálaráðherra
Norðurlanda var haidinn í Hel-
sinki dagans 20. og 21. júnf si.
Fundinn sóttu ráðherrarnir Knud
Heinesen frá Danmörku, Per
Kleppe frá Noregi, Gösta Bohman
og Ingemar Mundebo frá Svfþjóð
og Paul Paaveia og Esko Rekola
frá Finnlandi. Af íslands hálfu
sótti Matthfas Á. Mathiesen, fjár-
málaráðhera fundinn ásamt Gísla
Biöndal, hagsýslustjóra, en em-
bættismenn fjármálaráðunevta
allra landanna tóku þátt í fund-
inum.
Til umræðu voru ástand og
horfur í efnahagsmálum hvers
lands með hliðsjón af alþjóðlegri
efnahagsþróun og var í því sam-
bandi sérstaklega- rætt um fjár-
mögnun hallans í ríkisfjármálum.
Ráðherrarnir fjölluðu einnig um
málefni varðandi ráðherrafund
OECD landanna í París 23. og 24.
júní 1977æ
Fjármálaráðherrarnir ákváðu
að setja á fót norrænan starfshóp,
sem m.a. skal fhuga hækkun á
hámarksfjárhæð toll- og skatt-
frjáls innflutnings ferðamanna.
Þá var fundarmönnum gerð grein
fyrir, hvernig mál stóðu varöandi
fjölhliða skattamálasamning
Norðurlanda, er kæmi i stað nú-
verandi tvísköttunarsamninga.
Næsti fjármálaráðherrafundur
Norðurlanda verður haldinn í
Reykjavík í nóvember næstkom-
andi.
„Langreydarstofninn ekki
í hættu vegna ofveiði”
— segir Jakob Magnússon fiskifræðingur
„í NVLEGRI skýrslu fjögurra
fiskifræðinga kemur fram, að
talið er að langreyðarstofn-
inum við ísiand eigi ekki að
vera hætta búin þótt veiddar
séu að jafnaði 250 langreyðar á
ári hér við land. Undanfarin 10
ár hefur veiðin verið 200—300
dýr á ári þannig að stofninn á
ekki að vera f hættu vegna of-
veiði,“ sagði Jakob Magnússon
fiskifræðingur f samtali við
Morgunblaðið 1 gær. Tilefni
samtalsins var frétt í hlaðinu f
vikunni þess efnis, að svokölluð
Greenpeacestofnun hygðist
koma í veg fyrir veiðar íslend-
inga á langreyði.
Umrædd skýrsla, sem Jakob
vitnar í, var samin af fiskifræð-
ingunum Jóni Jónssyni, Age
Jonsgárd, Ole E. Mathiesen og
Carl Jakob Rörvik, en allt eru
þetta hvalasérfræðingar og sér-
staklega er Jonsgárd þekkur
sérfræðingur á þessu sviði. Þeir
byggðu skýrslu sýna á gögnum
um veiði á langreyði hér við
land á árunum 1948—'74. Telja
þeir sem fyrr segir í lagi að
veiða 250 langreyðar árlega.
Frá árinu 1970 hafa langreyðar
veiðst fæstar 208 á vertíð og
flestar 285. í fyrra eiddst 275
langreyðar.
Þá má geta þess að lokum, aö
sérstakur eftirlitsmaður
Alþjóða hvalveiðistofnunarinn-
ar fylgist með hvalveiðum hér
við land.
kjötvinnslu af þeim sökum, auk
þess sem alit útlit er fyrir að lftið
verði um nautakjöt í verzlunum f
sumar. Birgðir af hrossakjöti eru
nú einnig f algjöru lágmarki og
sögðu þeir forsvarsmenn afurða-
söiufyrirtækja, sem Mbl. ræddi
við f gær að hrossakjöt væri nú
nánast búið. Ástæða þessa er að á
árinu 1976 og það, sem af er þessu
ári hefur dregið verulega úr
framboði á nautgripakjöti, en á
sama tíma hefur orðið eftirspurn-
araukning bæði á neyslukjöti,
vegna niðurgreiðslna og vinnslu-
kjöti vegna mikillar aukningar 1
eftirspurn eftir unnum kjötvör-
um.
Hrafn Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands
sagði að framboð á nautakjöti
hefði á sl. ári dregist verulega
Rækjutogar-
inn Dalaborg
kemur til Dal-
víkur í kvöld
DALABORG EA 317, fyrsti
rækjutogari í eigu íslend-
inga, er væntanlegur til
heimahafnar, Dalvfkur, í
kvöld. Snorri Snorrason út-
gerðarmaður í Dalvík
kaupir togarann til lands-
ins.
Dalaborg var keypt á Ítalíu og
afhent þar hinum nýju eigendum
í byrjun apríl. Kaupverð togar-
ans, sem er 278 tonn að stærð, var
um 100 milljónir króna. Miklar
breytingar hafa verið gerðar á
togaranum f Danmörku á síðustu
vikum, m.a. settur í hann nýr
vinnslubúhaður fyrir rækju og
vistarverur skipverja stórbættar.
Endanlegt verð togarans er áætl-
að um 190 milljónir króna.
Dalaborg er væntanleg til Dal-
víkur um kvöldmatarleytið og bú-
ist er við því að hún komist fljót-
lega á veiðar.
saman og það sæist best á því að
árið 1975 nam innlagt nautgripa-
kjöt hjá félaginu 623,9 tonnum en
varð 1 fyrra 442,4 tonn. Samfara
þessu hefði eftirspurnin eftir
nautakjöti aukist verulega og
þannig hefðu birgðir af nauta-
kjöti hjá SS um sl. áramót verið
rúm 80 tonn en 400 tonn í árslok
1975. Hrafn sagði að þessar
breyttu markaðsaðstæður hefðu
Framhaid á bls 22
MwmmiiK
IffltT
FÉLHGl BREZHNEV
RPfilRlTHRl
T
soúo •
VoTvO ‘
cte JáTN- -
0
tN
Ö0CU
L\0
-