Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977
3
Hótelþjónusta
ad verda eðíileg
Viðbótin á Sögu að komast í gagnið
TALSVERÐIR erfiðleikar
hafa verið hjá hótelunum í
Reykjavík að undanförnu á
að hýsa gesti og hafa bók-
anir verið meiri, en unnt
hefur verið að standa við.
Ástæðan er sú að vegna
yfirvinnubanns var ekki
unnt að taka í notkun nýja
hæð í Hótel Sögu, sem nú
hefur verið innréttuð og er
viðbótin 25 herbergi eða 50
rúm. Þessi viðbót nem-
url.500 rúmum á mánuði.
Konráð Guðmundsson hótel-
stjóri á Hótel Sögu kvað hótelið
hafa orðið að vísa gestum frá I
júni eða útvega þeim herbergi úti
i bæ í þeim tilfellum, er önnur
hótel borgarinnar hafa ekki getað
Háskólahátíd:
hlaupið undir bagga. Konráð
kvaðst hafa verið bjartsýnn á að
unnt yrði að taka nýju hæðina í
notkun 1. júni, en yfirvinnubann-
ið kom öllum áætlunum úr skorð-
um. í þessa nýju hæð voru bókað-
ir gestir, en þó kvað hann mestu
vandræðin ekki hafa hafizt fyrr
en um 15. júni. Hann kvað nú
málin að komast í eðlilegt horf,
enda er búið að taka hluta nýju
hæðarinnar í notkun og fleiri her-
bergi komast í gagniðí dag. Verða
þá % hlutar nýju hæðarinnar
komnir í notkun. Sá þriðjungur,
sem þá er eftir kemst i gagnið
eftir viku til 10 daga.
Á hinum hótelunum var einnig
erfiðleikaástand frá miðjum júní
og þar til nú, er kjaradeilan leyst-
ist. Hefur því orðið að vísa gestum
frá, sumir hafa hætt við viðstöðu
á íslandi o.s.frv.
Lýst k jöri fimm
heidursdoktora
Á LAUGARDAG, 25. júni n.k.,
verður haldin í Iláskólabiói há-
skólahátíð og hefst hátíðin kl.
13.30. Verður þar lýst kjöri fimm
heiðursdoktora og fram fer af-
hending prófskírteina til kandi-
data.
Rektor Háskóla íslands, pró-
fessor Guðlaugur Þorvaldsson,
flytur ræðu, en síðan verður lýst
kjöri heiðursdoktora og afhent
doktorsbréf. Forseti guðfræði-
deildar, Jón Sveinbjörnsson
prófessor, lýstir kjöri Björns
Magnússonar prófessors, séra Sig-
uróar Pálssonar vigslubiskups og
dr. Valdimars J. Eylands. Forseti
heimspekideildar, dr. Bjarni
Guðnason prófessor, lýsir kjöri
dr. Jakobs Benediktssonar, og for-
seti verkfræði- og raunvísinda-
deildar, dr. Guðmundur Eggerts-
son prófessor, lýsir kjöri Ingi-
mars Öskarssonar grasafræðings.
Þá syngur Háskólakórinn nokk-
ur lög undir stjórn Jónasar Ingi-
mundarsonar, en siðan afhenda
deildarforsetar prófskírteini.
Kröfluframkvæmdir
í fullan gang að nýju
KRÖFLUFRAMKVÆMDIR eru
nú komnar í fullan gang, en þær
drógust verulega saman á meðan
yfirvinnubann aðildarfélaga ASÍ
var i gildi. Meðal annars var ekk-
ert unnið að samsetningu aflvéla
á meðan yfirvinnubannið stóð yf-
ir, og tefur það að sjálfsögðu fyrir
þvf að rafmagnsframleiðsla hefj-
ist f Kröfluvirkjun.
Að sögn Sveins Þórólfssonar á
skrifstofu Miðfells hf. við Kröflu
vinna nú 130 manns á svæðinu og
þar af vinna um 80% vinnuaflsins
við lokafrágang. Vinna hófst af
fullum krafti á þriðjudaginn og er
nú unnið langt fram á kvöld og
ennfremur verður unnið við
Kröflu um helgina.
''íí 4.
Flugleiðamönn-
um kynnt Air-
bus-breiðþotan
FULLTRÚI Airbus Indurstie heffur
undanfarið dvalist hér á landi til
viðræðna við forráðamenn Flug
leiða og kynnt þeim hina nýju
flugvélagerð Airbus, sem flugvéla
framleiðendur f fimm Evrópulönd-
um hafa sameinazt um að smíða,
en flugvélin er sett saman í verk-
smiðjum f Toulouse f Frakklandi.
Framleiðendur staðhæfa að þessi
flugvélategund muni henta Flug
leiðum vel, sérstaklega á Evrópu-
leiðum félagsins og að því er
Philip R. Pearce, sölustjóri hjá Air-
bus Industrie, tjáði Morgunblað-
inu að flugvélin hefði tvímæla
laust vakið áhuga Flugleiða
manna. Hins vegar væri hér ein-
ungis um að ræða kynningu á
geti orðið til að hrinda þeirri einok-
un sem hinar þrjár bandarísku flug-
vélaverksmiðjur hafa um árabil haft
á sölu flugvéla fyrir almennt áætlun-
arflug
Airbus-vélin hefur nú verið í þrjú
ár í áætlunarflugi Þegar eru seldar
um 60 vélar af þessari gerð, og eru
flest stærri flugfélögin í Evrópu þar
á meðal en einnig má nefna félög í
Indlandi, Thailandi, Kóreu og S-
Afríku. Loks hefur verið gengið frá
sölusamningum við bandaríska flug-
félagið Eastern Airline á Airbus, sem
félagið hyggst reyna f sex mánuði en
framleiðendur vélarinnar vonast til
að í kjölfar þess komi pöntun á um
50 vélum
Airbus af venjulegustu gerð kost-
Svar evrópskra flugvélafram-
leiðanda við bandarískri einokun
flugvélinni, og fyrstu viðræður við
Flugleiðamenn um hana, en hann
kvaðst fastlega eiga von á að
framhald yrði þar á.
Airbus er breiðþota, getur flutt
um 269 farþega en auk þess 12
tonn af vörum. Hún getur flogið um
2700 mílur án þess að taka elds-
neyti, og samkvæmt könnun Air
Transport World er hún sparneytn-
ust þeirra flugvéla sem eru í áætlun-
arflugi Airbus er fyrst og fremst
hugsuð fyrir skemmri og meðallang-
ar vegalengdir
Það eru fimm evrópskar flugvéla-
verksmiðjur sem lagzt hafa á eitt um
framleiðslu á Airbus, þe Aéro-
spatiale f Frakklandi, Messerschmitt-
Bölkow-Blohm í Þýzkalandi. Con-
strucciones Aeronauticas SA á
Spáni, Hawker Siddeley Aviation í
Englandi og Fokkerverksmiðjurnar f
Hollandi, og binda framleiðendurnir
þær vonir við þessa flugvél, að hún
ar nú um 25 milljónir dollara eða
um 4.9 milljarða ísl króna, en flug-
vél sú sem kynnt hefur verið Flug
leiðamönnum er Iftiðeitt dýrari Hún
er með stórri hurð að framanverðu
til að auðvelda fermingu og afferm
ingu á vörum Vélin er eiginlega 2ja
hæða, þar sem neðri hæðin er geim-
ur fyrir farangur og vörur. en einnig
má auðveldlega taka úr vélinni sæti
að framanverðu og stúka af, svo þar
myndist vörurými
Að sögn Peter R Pearce hefur
Airbus fengið hin beztu meðmæli
öllum samanburðarkönnunum sem
gerðar hafa verið á þeim flugvéla
tegundum sem nú eru í notkun
enda hefur allt kapp verið lagt á að
vélin skili sem mestri rekstrarlegri
hagkvæmni, og á flugeiginleika
hennar Fullyrti Pearce að Airbus
vélin væri minnst 6 árum á undan
algengustu bandarísku flugvélateg
undunum, sem .
Hassmálin:
Sá níundi
í gæzlu-
varðhald
NÍUNDI maðurinn var síð-
degis i gær úrskurðaður í
gæsluvarðhald vegna hass-
málanna tveggja, sem nú
eru í rannsókn hjá Fíkni-
efnadómstólnum og fíkni-
efnadeild lögreglunnar.
Umræddur maður er 25
ára gamall og var hann úr-
skurðaður í allt að 30 daga
gæzluvarðhald eins og
félagar hans átta, sem áður
voru settir í gæzlu. Rann-
sóknin er einhver sú um-
fangsmesta, sem fíkniefna-
yfirvöld hérlendis hafa
haft með höndum.
Mannabein
fundust í
fjörukambi
NÝLEGA fundust manna-
bein í fjörukambi rétt
sunnan Hvassahrauns.
Rannsóknarlögreglunni í
Hafnarfirði var gert við-
vart og voru beinin sótt. Er
talið líklegt að beinin séu
sjórekin. Þau eru nú i
rannsókn hjá Rannsókna-
stofnun Háskólans.
Blönduós:
Leitin varð
árangurslaus
LEIT aö unga manninum, sem
hvarf 29 maí s.l. frá Blönduósi,
hefur engan árangur borið. Er
maðurinn nú talinn af. Hann hét
Sturla Valgarðsson, Brekkubyggð
6, Blönduósi, 22 ára gamall, fædd-
ur 28 ágúst 1954. Hann var vél-
stjóri að mennt, ókvæntur og
barnlaus. Eins og fram kom i
fréttum á sinum tima fannst bát-
kæna á reki ekki alllangt frá
Blönduósi og er talið líklegt að
Sturla hafi farið út á bátnum og
drukknað.
Nóg heitt vatn í jörd á
höfuðborgarsvæðinu
Á BLAÐAMANNAFUNDI jarðhita
deildar Orkustofnunar hinn 23.
þessa mánaðar, þar sem kynnt var
nýútkomin skýrsla um jarðhita-
rannsóknir á höfuðborgarsvæðinu
á árunum 1965 til, 1973, kom
fram að enn eru miklir möguleikar
á aukinni vinnslu á jarðhitavatni á
þessu svæði. Rannsóknir hafa
sýnt að það vatn, sem nýtt er á
höfuðborgarsvæðinu er úrkoma,
sem fallið hefur á hálendinu, sigið
niður á mikið dýpi, hitnað upp og
runnið eftir láréttum rásum til
sjávar.
Innan borgarmarkanna eru þrjú
jarðhitasvæði, á Seltjarnarnesi,
Laugarnesi og við Elliðaár Þessi
svæði eru öll nýtt. Önnur þrjú jarð-
hitasvæði eru á höfuðborgarsvæð-
inu Það eru Nyðri og Syðri Reykir í
Mosfellssveit, sem bæði eru nýtt og
á Álftanesi, en það svæði hefur ekki
enn verið nytjað
Laugarnessvæðið var fyrst nýtt til
húshitunar Það var árið 1 930. Þá
voru nokkur hús hituð upp með
vatni úr grunnum holum við Þvotta-
laugarnar Árið 1943 tók til starfa
hitaveita frá Syðri Reykjum og árið
1952 voru Norður Reykir einnig
tengdir hitaveitukerfinu. Síðan hafa
fleiri svæði verið rannsökuð og nýtt
til vinnslu
Frá árinu 1970 hefur staðið yfir
heildarrannsókn á vinnslumöguleik-
um á svæðinu frá Esju og Skálafelli í
norðri og að Bláfjöllum og Straums-
vík í suðri Eina svæðið þar sem
borað hefur verið á grundvelli þess-
ara athugana er í Helgadal í Mos-
fellssveit, en þar hefa verið boraðar
sjö holur með góðum árangri Ráð-
gerðar eru boranir annars staðar til
dæmis í Blikastaðalandi. og inni I
borginni
Teljandi vandkvæði hafa ekki
komið fram við nýtingu heita vatns-
ins vegna efnasamsetningar þess
Þó er vatnið á Seltjarnarnessvæðinu
á mörkum þess að vera nýtanlegt
sökum seltu
Á síðustu árum hefur náðst mikill
árangur við að örva vatnsgæfni bor-
hola með því að nota útbúnað sem
gerir kleift að dæla með háum þrýst-
ingi I vatnsæðar, sem finnast í hol-
um við borun Hefur reynst mögu-
1egt að fimmfalda að minnsta kosti
vatnsgæfni holanna með þessu
móti.
Útbúnaður sá er hér um ræðir
hefur lengi verið notaður við olíu-
vinnslu en ekki er vitað til að hann
hafi áður verið notaður við borun
eftir heitu vatni. Tæknin hefur verið
þróuð hér á landi og er auðsætt að
hún mun hafa mjög mikil áhrif á
jarðhitaboranir í framtíðinni
Mikil framsýni hefur einkennt að-
gerðir höfuðborgarinnar í sambandi
við hitaveitumál og aflaði borgin sér
hitaréttinda í nær allri Mosfellssveit
skömmu eftir síðari heimsstyrjöld-
ina Hitaveitan á höfuðborgarsvæð-
inu er nú langstærsta virkjun á land-
inu og framleiðir hún um 420
megavött af orku. en til saman-
burðar má geta þess að Búrfellsvirkj-
un framleiðir 220 megavött
Höfundar skýrslunnar um jarð-
hitarannsóknir á höfuðborgarsvæð-
inu frá 1965 til 1973 eru Jens
Tómasson, Þorsteinn Thorsteinsson.
Hrefna Kristmannsdóttir og Ingvar
Birgir Friðleifsson
Menn að störfum á Gufubor rfkis
ins og Reykjavfkurborgar.