Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977
Nú er ána>Kjan að fara af.
Hver verður
Odlll" framvinda
Starf 'WmM mála á
Janata- Indbndi?
banda-
lagsins
við verkalýðsfélögin
byrjar ekki lánlega
MEÐ HVERJUM deginum sem
liður kemur æ skýrar í ljós að það
verður ekki tekið út með sitjandi
sældinni fyrir Janatabandalagið
og Maraji Desai forsætisráðherra
að stjórna á Indlandi; sumir orða
það svo kaldhæðnislega að nú séu
Indverjar farnir að súpa seyðið af
þvi að hafa snúið aftur til lýðræð-
isins. Þetta hefur birzt meðal ann-
ars í vaxandi ólgu innan verka-
lýðsstéttarinnar. Hefur þessi
óánægja breiðzt út meðal verka-
manna í öllum helztu iðnaðarhér-
uðum landsins. Höfnin í Bombay
sem er hin stærsta á öllu Indlandi
hefur verið óstarfhæf um hríð
vegna verkfalla og þar hefur öll
vinna legið niðri með tilheyrandi
afleiðingum. Næst stærsta oliu-
hreinsunarstöð landsins er í
Baroda og hefur neyðzt til að loka
vegna verkfalla starfsmanna.
Fljóta- og ferjumenn i Kalkútta
hafa gengið fram fyrir skjöldu og
stöðvað allan flutning til borgar-
innar á júta. En sennilega hefur
Vestur-Bengal orðið harðast úti,
um þrjátiu þúsund verkamenn i
fjörutíu fyrirtækjum hafa þar
tekið þátt í vinnustöðvunum og
verkföllum. Og i Rajasthan, sem
er heldur lítt þróað iðnaðarsvæði
hafa sjö þúsund verkamenn lagt
niöur vinnu. Framleiðsla í um það
bil fimmtíu starfsgreinum hefur
nánast stöðvast vegna verkfalla í
Tamil Nadu sem er í suöurhluta
landsins. Svona mætti lengi telja.
Samhliða þessum aðgerðum,
hafa einnig brotizt út valdbeiting-
ar- og ofbeldisaðgerðir. Nokkrir
atvinnurekendur hafa orðið fyrir
líkamsárásum verkamanna og
svarað þannig fyrir sig að þeir
hafa rekið menn úr vinnu. Þá
hafa Indverjar tekið upp nýja of-
sóknaraöferð við atvinnurekend-
ur: þeir láta tuttugu til þrjátíu
manns umkringja viðkomandi
háttsettan starfsmann og hleypa
honum ekki úr þvögunni fyrr en
hann gefur gefið fyrirheit um
kauphækkanir, bættan aðbúnað
eða annað það sem verkamenn
telja þörf á að bæta. Verkalýðs-
málaráðherrann Ravindra Varma
hefur nú lýst þvi yfir að launa-
samkomulag sem menn eru
neyddir til að gera undir slíkum
kringumstæðum hafi ekkert laga-
legt gildi.
Forsætisráðherrann Moraji
Desai og ýmsir aðrir ráðherrar
hans hafa reynt að taka þessu öllu
með ró. Þeir hafa fram að þessu
sagt að slík viðbrögð verkamanna
séu eðlileg viðbrögð við því
ástandi sem ríkti síðustu stjórnar-
ár Indiru Gandhi, þegar hömlur
og börin voru allsráðandi. Desai
segir að það sé fjarskalega mann-
eskjulegt að eftirköslin geri vart
við sig eftir ógnarstjórnina. Þessi
röksemd dugði vel til að byrja
með og þótti ekki fráleit. En virð-
ist ekki fá staðist endalaust, þar
sem ólgan og gremjan og ágrein-
ingurinn hefur farið vaxandi og
ekkert bendir til batnandi daga.
Enda þótt ráðherrar Janata-
bandalagsins segi það vitanlega
ekki upphátl finna þeir æ meira
fyrir því að það getur orðið erfið-
ara en þeir ætluðu að standa við
þær vonir og skuldbindingar sem
þeir gáfu í hita kosningabarátt-
unnar, þegar sameiningin í heil-
agri vandlætingu gegn Indiru
Gandhi var alger og það og fátt
annað en andúðín á aðgerðum
hennar tengdi alla þjóðina saman.
Það sem verra er og getur orðið
stjórninni afdrifaríkt: kjósendur
eru kannski að byrja að skynja
vanmátt ríkisstjór.narinnar og
vantrú hennar á því að henni tak-
ist að leysa vandann. Og þá er
ekki gotl að vita hvernig fer.
Síðan í marz 1976 hefur verðlag
á Indlandi hækkað um tólf pró-
sent. Allt bendir til að i þá sömu
átt muni stefna á næstu mánuð-
um. Mikil launahækkun til laun-
þega gæti sprengt allt upp úr öllu
valdi. Því er stjórnin nú að velta
fyrir sér, hvaða ráðstafanir húri
géti gert gagnvart verkamönnum
og lýsir því jafnframt yfir að
hvaðeina sem gert er, sé í verka-
mannanna eigin þágu. í hita kosn-
ingabaráttunnar í marz sl. urðu
margir forystumenn Janata-
bandalagsins til þess að heita því
á kjósendafundum, að næðu þeir
3. grein
völdum myndu þeir beita sér
fyrir því að afnema skyldusparn-
að sem Indira Gandhi kom á árið
1974. Janatamenn hafa nú að vísu
heitið að standa við þessi orð, en
þó með því fororði að þessi
skyldusparnaður verður endur-
greiddur á fimm árúm og mun þá
sennilega mörgum finnast sem lít-
ið hafi orðið úr peningunum, þar
sem upphæðin verður ekki endur-
greidd með neins konar verðbót-
um.
Þá eru bónuskerfisgreiðslur
launþegum í Indlandi töluvert
mál. Skömmu eftir 1970 var bón-
uskerfið gert óháð hagnaði fyrir-
tækja. Þar með urðu fyrirtæki
sem rekin voru einnig með tapi
samt að greiða lágmarksbónús
8,33% til starfsmanna sinna. Með-
an undanþáguástandið stóð af-
nam Indira Gandhi bónuskerfið í.
þessari mynd og ákvað að það
skyldi tengt hagnaði fyrirtækja
eftir ákveðnum reglum. Mæltist
þetta illa fyrir. Janatabandalagið
tók málið upp á arma sina i kosn-
ingabaráttunni, en bætti þvi við
— þótt mörgum fyndist það
hljóma mótsagnakennt — að
bónusgreiðslur skyldu háðar
framleiðslumagni — það er auð-
vitað sama og almennum hagnaði.
Ríkisstjórnin hefur ekki komið
sér saman um hvernig þetta mál
verður til lykta leitt. Verði bónus-
kerfið aftur sett á eins og það var,
óttast menn að verðbólgan magn-
ist. Það gæti einnig haft í för með
sér verulegt atvinnuleysi og Ind-
verjar mega ekki við meira af þvi.
En á hitt ber að iita að hættulegt
er að ganga á bak kosningaloforða
af þessu tagi. Verkalýðsfélögin
hafa fundið hik rikisstjórnarinn-
ar vegna skyldusparnaðarins og
telja það fyrirkomulag, sem
ákveðið hefur verió að taka upp
við endurgreiðslu, ekkert annað
en svik. Því er nú svo komið að
verkalýðsfélögin eru farin að tor-
tryggja rikisstjórnina og eru
margir vantrúaðir á að mikil
hlýja verði á milli i framtíðinni
fyrst ekki tekst betur til í upp-
hafi. Verkalýðsfélögin munu án
efa beita ríkisstjórnina miklum
þrýstingi til að fá vilja sínum
framgengt í bónuskerfismálinu,
enda þótt nokkurn veginn sé víst
að verkalýðsfélögin verði að sætta
sig við lægri prósentuupphæð en
var.
En ólgan í landinu verður ekki
aðeins rakin til peninga beinlínis,
heldur ósættis af öllu tagi. Þegar
undanþágulögin voru i gildi voru
þúsundir verkamanna og annarra
launþega reknir úr störfum sin-
um. Janatabandalagið mun reyna
að berjast fyrir þvi að þessir aðil-
ar sem skipta tugþúsundum fái
vinnu á nýjan leik. Reynt hefur
verið að örva vinnuveitendur til
að taka aftur i störf verkamenn
sem hafa þannig verið látnir
hætta störfum, meðal annars
vegna verkfalla eða óspekta með-
an undanþágulögin giltu. Verka-
lýðsfélögin vilja þar ekki gera
neinn mun á að telja að enda þótt
ýmsir þessarra manna hafi gerzt
brotlegir skipti það engu og skuli
þeir fá sína vinnu aftur og ekkert
múður. Atvinnurekendur vilja á
hinn bóginn fá að hafa hönd i
bagga með hverja þeir ráða aftur
og vilja ekki láta þvinga sig í
þessu efni.
Þá er ágreiningur í þinginu að
færast í aukana. Meðan Kon'gress-
flokkurinn var allsráðandi í þing-
inu reyndi hann eftir megni að
draga úr áhrifum annarra flokka
í þinginu. Þeirrar sömu tilhneig-
ingar gætir nú hjá Janatabanda-
laginu og reynir bandalagið nú að
gera þingmönnum kongress-
flokksins og annarra andstæðinga
sinna erfitt fyrir með öllum til-
tækum ráðum.
Af þessu má sjá að ógerningur
er að átta sig á þvi hvað gerist á
Indlandi næstu mánuöi. Indira er
farin frá í bili og lýðræðið skal
blíva. En vandamálin verða ekki
leyst með einu saman lýðræði.
Þar verður að koma til dugur og
kjarkur, útsjónarsemi og skyn-
semi. Enn er allt á huldu um
hvort þeir forystumenn Janata-
bandalagsins sem hafa tekið
stjórnartaumana í Indlandi i
hendur sér hafa þá eiginleika til
að bera sem þarf til að stjórna þar
svo að til farsældar horfi fyrir
indversku þjóðina.
(h.k. tók saman)
Ólafía Pétursdóttir
frá Engey—Kveðja
„Og mundu nú að koma fljótt
aftur," voru síðustu orð Ólafíu
Pélursdóttur til mín, um leiö og
hún kyssti mig á kinnina. ,,Já,“
svaraði ég og þaö af heilum hug,
en vinnutíminn hefur verið mjög
langur og oft gat ég aöeins Iátið
hugann reika til gamalla vina.
Þannig var með Ólafíu.
Hana hef ég þekkt i 60 ár, eða
frá því ég var 3ja ára. Oft rædd-
um við um Laugaveginn og fólkið
sem þar bjó, þegar ég kom til
hennar seinni árin. Tvö viróuleg
timburhús stóðu hlið við hlið.
Laugavegur 66, eign Engeyjar-
fjölskyldunnar og Laugavegur 68,
eign foreldra minna. Milli þessa
fólks ríkti vinátta og virðing, sem
aldrei bar skugga á. Það var gam-
an að rifja upp þennan gamla
tíma með Olafíu. Á Laugaveg 66
var á baklóðinni heyhlaða og fjós,
þar sem við krakkarnir fengum
oft að leika okkur. En tíminn leið
og allt breyttist, fjósið og heyhlað-
an hurfu en byggt var íbúðarhús
á baklóðínni á Laugaveg 66 og bjö
nú Engeyjarfjölskyldan í báðum
húsunum. Þar man ég eftir fyrsta
blómagaröínum við Laugaveg, sá
Ólafía um hann og var þar stund-
um drukkið kaffi i góöu veðri á
sumrin. A þessum tveimur lóðum
er nú risið stórt verslunarhús úr
steini, állur hlýleiki horfinn og
garðurin þar með.
Þessar tvær fjölskyldur voru
miklir sjálfstæðisunnendur í þess
orðs bestu merkingu. Okkur var
kennt að gera fyrst og fremst
kröfur til okkar sjálfra, og þannig
var Ólafía. Mér er minnisstætt
eitt sinn er ég kom til hennar og
hún var að fara til að vera viö
kistulagningu mágs síns, Halldórs
Þorsteinssonar á Háteigi. Það var
seinni part vetrar og snjór úti.
Ólafía var að fara í skóhlífar, en
það gekk mjög illa vegna stirð-
leika á líkama. Ég bauð henni
hjálp, en hún sagði: ,,Þaó máttu
ékki." Og ég spurði af hverju.
Hún svaraði: ,,Jú, ef ég gef mér
eftir og læt hjálpa mér, þá gét ég
aldrei komist í.skóhlifarnar hjálp-
arlaust." Þetta finnst mér vera
einkenni þessara fjölskyldna, sem
í þessum tveimur húsum bjuggu,
að gera fyrst kröfu til sjálfs sin og
ekkert hefur reynst mér betra
veganesti þegar ég hlaut þau ör-
lög að standa ein með heilsulaus-
an mann og tvö ung börn.
„Auðæfi þjöðanna éru menn en
ekki gull." Mætti íslenska þjóðin
eiga sem flesta þegna með þínu
sjálfstæða hugarfari, þvi mest er
vert einni þjóð að hún eigi dug-
andi og starfsfúsa þegna með heil-
brigðar lífsskoðanir og mun
henni þá vel farnast. Ég þakka
löng og göð kynni.
Hvíl þú í friði.
Ilelga Þorsteinsdóttir.