Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 40
auíílVsinííasíminn ER: 22480 JRorj)iml>Tflí>ií> LAUGARDAGUR 24. JUNÍ 1977 Maðkaveiði- menn valda spjöllum í gamla kirkju- garðinum TÖLUVERÐ brögð hafa verið af því að ánamaðka- veiðimcnn hafi leitað f kirkjugarðinn við Suður- götu að næturlagi og unnið þar spjöll, að því er Friðrik Vigfússon forstöðumaður Kirkjugarða Reykjavíkur tjáði Mbl. í gær. F’riðrik sagði að ekki hefði mjög mikið borið á þessu það sem af væri sumrinu, en undanfarin sumur hefði ástandið verið slæmt. „Þessir menn hafa læðst inn í garðinn i skjóli rökkurs, traðkað á lgiðum í leit að ánamökum og brotið og eyðilagt gróður“. Sagði Friðrik að bæði kirkjugarðarnir og lögreglan reyndu að hafa eftir- lit með þessu en erfiðleikum væri bundið að koma algjörlega f veg fyrir svona óhæfuverk. Þegar laxveiðar hefjast færast ánamaðkaveiðimenn allir í auk- ana. Eru þeir mjög iðnir við veið- arnar, sérstaklega á regnnóttum og berast lögreglunni iðulega kvartanir um menn, sem eru að sniglast i görðum að nætúrlagi i leit að ánamöðkum. Straumsvíkursamkomulagið: Verulegar hækk- anir fram yfir ASI-samningana KJARASAMNINGAR milli tslenzka álfélagsins h.f. og stéttarfélaganna 10, sem eru um- bjóðendur starfsmanna álfélags- ins voru undirritaðir f gær klukk- an 15 f Straumsvfk. Eins og fram kom f Morgunblaðinu f gær er um prósentuhækkanir á launataxta hjá ISAL að ræða og er prósentan fyrri helming samningstfmans á bilinu frá 19.65% til 24.65%. Fyrri talan á við 2. launaflokk, sem notaður er sem viðmiðunar- flokkur, þar sem hækkunin er þar 18.000 krónur, en sfðari prósentu- talan á við efsta launaflokk, 9. flokk. Breytileg prósentuhækkun fyrri hluta samningstímans eða til 1. marz 1978 er höfð vegna þess að verðbætur verða i krónutölu, 880 krónur fyrir hvert stig sem verð- bótavisitalan hækkar fram til 1. desember, en 930 krónur eftir það. Til þess að raska ekki hlut- föllum launaflokka á meðan þessi krónutöluregla er í gildi, var höfð stígandi i prósentuhækkunum á flokka. Framhald á bls. 22 Þ j óðveldisbærinn aflientur til opnunar Steinþór Gestsson formaður byggingarnefndar Þjóðveldis- bæjarins afhendir Geir Hallgrimssyni forsætisráðherra bæinn til opnunar. Myndin er tekin f skála bæjarins, en rneðal gesta sjást Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri og Sonja kona hans, Olav Lydvo, Hörður Ágústsson, Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra og Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen. Gjaldeyrisstaðan hefur batn- að um 6475 milljónir á árinu GJALDEYRISSTAÐA þjóðarinnar batnaði frá áramótum til mafloka um 6475 milljónir króna, ef miðað er við meðalgengi í mailok, samkvæmt upplýs- ingum Ólafs Tómassonar hjá Seðlabanka íslands. í lok maí var nettógjaldeyris- staðan jákvæð um 6072 milljónir króna. Hafði hún batnað um 275 milljónir króna í maí. í maí í fyrra batnaði gjaldeyrisstaðan um 675 milljónir króna en í lok maí í fyrra var nettógjaldeyrisstaðan neikvæð um 1604 milljónir króna. Tölurnar frá i fyrra eru reiknaðar yfir á það meðalgengi, sem gilti í maílok s.l. Um síðustu áramót var nettó- 11 ára drengur stórslasaðist í umferðarslysi í Garðinum í gær MJÖG alvarlegt umferðarslys varð á Garðbraut f Garði um hálf- sexleytið f gærdag. 11 ára drengur á reiðhjóli varð fyrir vörubifreið og fóru hjól bifreiðar- innar yfir báða fætur drengsins svo að þær stórsködduðust. Drengurinn var fluttur f skyndi á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík, þar sem gera átti mikla aðgerð til að reyna að bjarga fótum hans. Drengurinn var enn á skurðarborðinu, þegar Mbl. hafði samband við slysa- deildina seint í gærkvöldi, en þá var hann ekki talinn í lífshættu. gjaldeyrisstaðan neikvæð um 403 milljónir króna og hefur því batn- að um 6475 milljónir króna fimm fyrstu mánuði þessa árs, eins og að framan greindi. Batinn frá maílokum f fyrra til jafnlengdar á þessu ári er hins vegar 7676 millj- ónir króna. ÞJÓÐVELDISBÆRINN í Þjórsárdal var formlega afhentur af byggingar- nefnd bæjarins í gær og tók Geir Hallgrfmsson for- sætisráöherra við bænum, en forsætisráðuneytið mun sjá um rekstur hans. í hófi í Þjóðveldisbænum í gær sagði Steinþór Gestsson alþingis- maður og formaður byggingar- nefndar m.a.: „Ég hef þá ánægju að bjóða yður öll velkomin á þennan stað, þegar byggingarnefnd afhendir hæstvirtum forsætisráðherra þjóðveldisbæinn f Þjórsárdal full- gerðan til hagnýtingar og varð- veislu. Þjóðhátíðarnefnd 1974 var kos- in af Alþingi 5. maí 1966. Á fyrsta fundi nefndarinnar kom formað- ur hennar, Matthías Johannessen ritstjóri, fram með þá tillögu að reistur yrði sögualdarbær í tengslum við þjóðhátfðarhaldið 1974, eftir þeim heimildum sem kunnar eru, og rústirnar á Stöng í Þjórsárdal eru ljósast dæmi um. í tillögum sem Þjóðhátfðarnefnd 1974 kynnti fyrir Alþingi 17. marz 1967 var hygging sögualdarbæjar ein af þremur meginviðfangsefn- um, sem nefndin lagði til að tengt yrði þjóðhátíðarárinu. Fjárveit- inganefnd Alþingis fékk málið til meðferðar og í áliti, sem hún læt- ur frá sér fara 17. apríl 1967, og hún stendur öll að, segir svo m.a.: „Að öðru leyti en hér hefur verið nefnt, eru fjárveitinganefndar- menn yfirleitt hlynntir tillögum landnámshátiðanefndar, þar á Framhald á bls. 22 H. Golombek: Sty ð Friðrik heilshugar ” Dr. Euwe segist vilja sjá Evrópumann taka við af sér 99 „ÉG ER mjög glaður að heyra að Friðrik Ólafsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakjöri Alþjóðaskáksam- bandsins-. Eg mun styðja hann heilshugar,“ sagði H. Golom- bek, brezki skákmeistarinn, f samtali við Mb. í gær, en Golombek er forseti fyrsta svæðis FIDE; annars Vestur- evrópusvæðisins. Golombek sagði, að hann bæri fullt traust til Friðriks til að geta tekið að sér forseta starfið og rækja það af nauð- synlegri festu og öryggi. „Ég held að F’riðrik hljóti að verða maður þeirra, sem vilja að Alþjóðaskáksambandið starfi af sjálfstæðri reisn að hagsmunum skákarinnar, laust við pólitísk afskipti ríkisstjórna eð annarra,“ sagði Golombeck. „Nafn Friðriks og nafn íslands tel ég að menn taki sem trygg- ingu fyrir því, að ef rétta á FIDE við, þá sé hann rétti maðurinn til þess.“ „Ég tel mjög líklegt að öll Austur-Evrópuskáksamböndin muni styðja Gligoric til forseta- kjörs og að öll Vestur- Evrópuríkin og Norður- Ameríka fylki sér að baki Frið- ríks Ólafssonar," sagði dr. Euwe, forseti Alþjóðaskáksam- bandsins, er Mbl ræddi við hann í gær. „Persónulega er ég mjög ánægður yfir því að Frið- rik Ólafsson hefur ákveðið að gefa kost á sér sem eftirmaður minn, en Svetozar Gligoric er líka ágætlega hæfur maður.“ Eins og Mbl. hefur skýrt frá ráða A-Evrópusamböndin 15 atkvæðum við forsetakjörið en V-Evrópusamböndin og Norður-Ameríka um 30, en alls kjósa 97 skáksambönd til for- setaembættisins. Ljóst er að minnsta kosti eitt framboð kemur frá þeim skáksambönd- um, sem vilja höfuðstöðvar skákarinnar frá Evrópu; Rafael Mendez frá Puerto Rico. Til að hreppa forsetaembættið í fyrstu atkvæðagreiðslu þarf Framhald á bls. 22 H. Golombek Dr. Euwe Lothar Schmid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.