Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977
31
Sigríður Ámadóttír frá
Ytri-NJardvík—Mirming
F. 27. 7. 1892.
D. 14. 6. 1977.
Hún fæddist og ólst upp vió
Breiðafjörð, dóttir hjónanna Mar-
grétar Jónsdóttar frá Þórdísar-
stöðum í Eyrarsveit og Árna Snæ-
björnssonar, verkstjóra og síðar
kaupmanns í Stykkishólmi. Fædd
var hún að Ögri, fluttist með for-
eldrum sínam að Viðvík og síðar
til Stykkishólms. Þau voru fjögur
systkinin og kveður hún þennan
heim siðust. Systkini hennar
voru: Katrín, móðir undirritaðs,
dáin 1919, Bjarni, dáinn 1939 og
Sigrún Geira, dáin 1973.
Ung fór hún að heiman, dvald-
ist tvo vetur hjá Ólöfu móðursyst-
ur sinni i Reykjavik og var fermd
í Frikirkjunni. Þaðan lá leiðin til
Isafjarðar, þar sem hún dvaldi
um hríð, en hélt síðan til Stykkis-
hólms aftur og vann þar um ára-
bil á símstöðinni, m.a. veturinn
1918 er spænska veikin gekk i
Reykjavík og þurfti þá að taka á
móti margri sorgarfréttinni um
ástvinamissi, en til Stykkishólms
mun spænska veikin ekki hafa
komið, eða mjög væg. Jafnhliða
þessu varð hún að hjálpa til að
gistihúsi föður síns, sem hann rak
um þetta leytí, svo nógur var
starfinn.
Frá Stykkishólmi hélt Sigríður
til Borðeyrar og vann á lands-
símastöðinni þar i fjögur ár. Áður
en hún hélt þangað hafði hún
kynnzt tilvonandi eiginmanni sín-
um, Valdemar Björnssyni, ættuð-
um úr Dölunum og giftu þau sig á
Borðeyri 1921. Sigríður hélt
áfram að vinna á Borðeyri um
tíma, en Valdemar hélt suður á
land og staðnæmdist i Ytri Njarð-
vik og byggði þar hús, sem hann
nefndi Velli. Að Völlum kom Sig-
riður strax og húsið var íbúðar-
hæft og þar bjuggu þau sin beztu
manndómsár og þar ól Sigríður
öll börn sin. Valdemar steypti sér
strax út í athafnalífið — útgerð-
ina, og fékk góðan félaga til liðs
við sig, nágranna sinn Einar á
Borg. Það þurfti að hýsa vertíðar-
menn og sjá þeim fyrir mat og
þjónustubrögðum og kom það
mest i hlut Sigriðar að sjá urn það,
en Sigríður var hraust og dugleg
kona, annars hefði þetta ekki ver-
ið hægt. Það var einmitt á þessum
árum, upp úr 1930, sem ég kynnt-
+
FRÚ GRÓA ÓLAFSDÓTTIR,
Hringbraut 115,
Reykjavík,
andaðist að morgni 23 júni
Fyrir hönd barnabarna og annarra ættingja,
Erna Bragadóttir.
+
Móðir mín og tengdamóðir
SVEINBJÖRG SKÚLADÓTTIR,
Bólstaðarhlið 8.
lézt í Vífilstaðaspítala aðfaranótt 24 júni
Guðmundur Sigurbjörnsson
Steinunn Guðmundsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir
STEFÁN BJARNASON.
Njálsgötu 52.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 27 júní kl 3 e.h
Helga Eiríksdóttir,
Margrét Stefánsdóttir.
+
Eíginmaður minn og faðir okkar,
EINAR PÁLSSON.
Álftamýri 58,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. júnl kl 10 30
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamleg^ bent á að láta líknarstofn-
anir njóta þess
Matthildur Haraldsdóttir
Einar Örn Einarsson Sigrún Einarsdóttir
Margrét Heidi Einarsdóttir Grube Stefán Einarsson.
+ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðír og afi BJÖRN GÍSLASON. frá Sauðárkróki. Hátúni 1 0 A, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudag nn 27 júni kl 1 0 30
Hólmfríður Jónsdóttir, Erna Jónsdóttir,
Steingrímur Björnsson, Elsa Einarsdóttir,
Jóhannes Björnsson, Esther Svavarsdóttir,
Dagrún Björnsdóttir, Valdimar Gunnarsson
og barnabörn.
Sigvarður Pétursson
á Brú — Minning
L
ist heimili þeira Sigríðar og
Valdemars bezt. Á þeim árum var
frændsemi rækt betur en nú tíðk-
ast og notaði ég hvert tækifæri til
að heimsækja frændfólkid yfir-
leitt. Heimilið að Völlum hafði
sérstakt aðdráltarafl, og þótt ann-
ir væru alltaf miklar, var þar
æfinlega heilbrigð lífsgleði, timi
til að taka í spil, taka lagið, fara í
leiki um hátíðar o.s.frv. Aldrei
heyrði ég Sígríði fjargviðrast yfir
vinnuálagi, þó\t það væri greini-
lega oft of mikið. Börnin voru
strax vanin við að vinna, enda sáu
þau ekki annað fyrir sér og það
hefur orðið þeim gott veganesti
siðar i lifinu.
Sigríður var hamingjukona i
lífi sinu, hún hafði góða lund, tók
öllu með jafnaðargeði, sem að
höndum bar. Þaö segir sig sjálft,
að á nær 85 ára lifsferli blæs
stundum á móti, en þá er að haga
seglum eftir vindi og það kunni
hún. Sigríður var kona sérstak-
lega hreinskilin og hispurslaus,
svo sumum þótti nóg um, en þessi
eiginleiki hennarvarð aðall henn-
ar, þannig var hún — hún kom til
dyranna eins og hún var klædd.
Frá Völlum fluttu þau 1938 til
Keflavíkur í hús, sem þau byggðu
þar og 1947 til Reykjavíkur, þar
sem þau ilentust til 1954. En forn-
ar slóðir drógu þau tii sin aftur,
og nú byggðu þau i Njarðvikun-
um, þar sem þau bjuggu svo lengi
sem heilsan entist. Árið 1970
fluttust þau til Fjólu dóttur sinn-
ar og höfðu hluta af húsinu til
umráda. Árið 1972 dó Valdemar
og hefur Sigríður síðan verið til
húsa hjá Fjólu og hennar fjöl-
skyldu, þar sem hún hefur unað
hag sinum mjög vel, enda við göða
andlega og líkamlega heilsu þar
til í marz s.l. að heilsan bilaði
snögglega og var hún þá um tima
• á spitalanum í Keflavik, en komst
þó aftur heim við sæmilega
heilsu, þar til kallið kont tiltölu-
lega snögglega.
Hér hefur veriö stiklað á stóru í
lifi merkrar konu. Þau Sigriður
og Valdemar eignuðust fjögur
börn, sem öll lifa. Þau eru: Árni,
vélstjóri við Elliðaárstööina,
kvæntur Dómhildi Guðmunds-
dóttur frá Reykjavik. Hörður,
rekur bifreiðaþjónustu í Kefla-
vík, kvæntur Sigurrós Sigurðar-
dóttur frá Hafnarfirði. Margrét,
gift Guðjóni Steingrímssyni hrl.
Hafnarfirði og Fjóla, gift Halldóri
Alfreðssyni, bifreiðastjóra í
Keflavík.
Börn, tnegdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn Sigríðar
þakka skaparanum fyrir líf þess-
arar góðu konu. Hópurinn er orð-
inn stór, sem i dag drýpur höfði í
sorg við gröfina, en urn leið í
þakklæti fyrir að hafa átt hana
svona lengi fríska og káta.
Guðmundur Hannesson.
F. 31. ágúst, 1884.
I). 17. júní 1977.
Nú er Sigvarður Pétursson á
Brú á Jökuldal genginn til feðra
sinna i hárri elli, á93. aldursári.
Með Sigvarði hverfur ákveðinn
hluti af gamla tímanum á Jökul-
dalnum. Sigvarður var elsti ibúi
hreppsins. Hann var fróður, stál-
minnugur og svo vandaður í frá-
sögn, að fágætt má telja. Hann
fræddi þess vegna um langan ald-
ur ser yngri menn um fjölda-
margt, sem hann vissi betur deili
á en adrir, og svo mikið traust
höfðu menn á fróðleik hans, að
þar var yfirleitt haft fyrir satt,
sem Sigvarður sagði.
En sá hængur var á, að Sigvarð-
ur tranaöi sér aldrei fram með
fróðleik sinn, og þvi mun niargt
hafa glatast við fráfall hans, sem
engir kunna nú full skil á.
Sigvarður var fyrst og frenist
bóndi af gamla skólanum.
Fyrir honum vakti það framar
öllu öðru að afla nægra heyja
fyrir búpening og nægra adfanga
til heimilis á haustnóttum, þannig
að hvort tveggja entist eins og til
var ætlast, heyin með aðgætni í
gjöf og heimilisföng með nýtni og
hagsýni i notkun.
Sigvarður þekkti ekki almanna-
tryggingarkerfið eða samneyslu-
hugtakiö, nteðan hann bjó sinum
búskap. Hann leyfði sér ekki þá
óforsjálni að láta meðalmennsk-
una nægja við forsjá heimilisins.
Honum nægðu ekki þau rök, sem
margur maðurinn beitir nú til
dags, að dugi ekki meðalálagiö til
lifsframfæris, skuli sjálfgert að
krefjást þess, sem á vantar, af
öðrurn.
Sigvarður mun hafa litið svo til,
að velferð hans sjálfs og fjölskyld-
unnar væri undir eigin dugnaði,
elju og útsjónarsemi kornin, og að
engum öðrum bæri skylda til.að
hlaupa undir bagga, þegar eitl-
hvað bjátaði á. Miklu fremur mun
hann hafa litið svo á, að sér bæri
skylda til að vera reidubúinn að
rniðla öðrum, ef eitthvað lægi við.
Þetta mætti á nútimamáli kalla að
búa við neikvæða tryggingu, þar
sem ávinningurinn er fólginn i
þvi að mega leggja öðrum lið,
þegar neyðin kallar að.
Brú á Jökuldal er ein landmesta
jörð landsins.
Afréttarlönd Brúar, svokallaðir
Brúardalir, eru geysileg flænti og
ekki heiglum hent að ná fé santan
af þeirri óraviðáttu. Vegna fjar
lægða er jörðin mjög óhæg til
búskapar, en á móti vegur, að fé
verður þar vænna en á flestum
öðrum stöðum á landinu.
+
Eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR STEFÁNSSON,
Borgarvegi 2. Njarðvik,
verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvikurkirkju, mánudaginn 27 júni
kl 2
Fyrir hönd vandamanna,
Ingibjörg Danivalsdóttir.
Tún var lítið og engjar snöggar
í búskapartið Sigvarðar, og þö að
heyskapur væri sóttur fast, varð
eftirlekjan aldrei mikil.
Sigvarður komsl þannig að ordi
við mig fyrir fáum áruni, að áður
en vélaöld hófst, hafi alltaf þurft
að spara hey tii hins ítrasta. Þaö
sem heyjaðist untfram meðallag í
góðum heyskaparárum, gerði
ekki betur en mæta þvi, sem á
vantaði í grasleysis- eða óþurrka-
árum.
Sigvarður treysti þess vegna á
beitina, eins og fyrirrennarar
hans þar i sveit alll frá landnáms-
tíð hafa gert.
En beitarbúskapnum fvlgdi
áhætta í baráttunni við hörð veð-
ur, erfiði, þegar sækja þurfti með
fé langl frá bæ á beit í vondri
færð, og áhyggjur af þvi, hvernig
af myndi reiða, þegar langvinn
jarðbönn gerði.
Það þarf andlegt og líkamlegt
þrek til að standast það álag, sem
f.vlgir því að búa beitarbúskap við
óraviddir öræfanna.
Sigvarður var gæddur andlegu
þreki i þeim ntæli, að þess varð
aldrei vart, að hann bæri kvið-
boga fyrir komandi degi, hversu
iskyggilegt sem útlitið var, og
likamlegt þol hans i erfiði var me
ólikindum.
Sigvarður var hversdagslega
fremur fámáll og seintekinn
ókunnugum, en greiður í svörum
og gagnorður, þegar til þurfti að
taka. 1 gleöskap í gööra vina hópi
var hann hins vegar hrókur alls
fagnaðar, iðandí af glettni og
fjöri, hnittinn i tilsvörum og bein-
skeittur, ef á þurfti að halda. Vin-
um sínum var hann tryggdatröll,
og það var haft fyrir satt, að ekk-
ert mælti hann aumt sjá án þess
að leggja því lið, enda þött hann
dyldi viðkvæmni sína vel á bak
við hrjúft, vedrad og meillað svip-
mót.
Sigvarður var mótaður og hert-
ur af langri, en farsælli baiáttu
við náuúruöflin.
Fordæmiö, sem hann gaf mörg-
um hinum yngri Jökuldælingum
með kjark sínum, áræði og lífs-
ánægju, á án efa verulegan þátt í
þvi, að margt ungt, ána’gt og
óbugad fólk býr nú blómlegum
búskap á Jökuldal og horfir björt-
um augum frani á veginn.
Það er hverri sveit gott að hafa
átt nienn eins og Sigvarð l’éturs-
son á Brú.
Stefán Aðalsteinsson
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATIIYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og niinningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á i mið-
vikudagsblaði, að berast f síð-
asta lagi fvrir hádegi á mánu-
dag og hliðsta-tt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þa-r þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
linubili.
AIGLYSINGA
SÍMLXN ER:
22480