Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNl 1977
33
félk í
fréttum
Hann hefur
etið heil-
an elg
+ Þessi litli norski drengur,
sem þarna er með foreldrum
sinum, heitir Thomas og er
tveggja ára. Maturinn, sem er á
diskinum fvrir framan hann, er
elgskjöt, en það er eini matur-
inn sem Thomas getur borðað
án þess áð'verða illt af. Thomas
þjáist af ofnæmi, en læknarnir
vita ekki enn hvað veldur því
og Thomas er of ungur til að
gangast undir ofnæmispróf.
„Við verðum að vernda hann
gegn öllu mögulegu," segir
móðir hans. „Við getum hvorki
haft teppi á gólfunum eða blóm
í gluggunum.“ Thomas þolir
ekki hveiti, rúgmjöl, haframjöl
eða maís. Ekki mjólk, kartöflur
eða kjöt, ekki grænmeti eða
ávexti. Foreldrar hans komust
að því fyrir tilviljun, að honuni
verður gott af elgskjöti og nú
fær Thomas litli það á hverjum
degi. Ilann borðar um það bil
eitt kíló á dag af því, vmist
soðið eða hakkað, einnig drekk-
ur hann 1.6 lítra af sérstakri
steinefnaupplausn og hálfan
millilítra af vítamínupplausn
fær Thomas líka á hverjum
degi. Thomas hefur ekki lækn-
ast af ofnæminu þótt hann
borði elgskjöt og þeirri spurn-
ingu er enn ósvarað af hverju
það stafi en honum verður gott
af kjötinu og það er fyrir
mestu. En elgskjöt er mjög
dýrt í Noregi og nú hefur faðir
hans fengið levfi til að skjóta
sjálfur elg þegar hann þarf að
fá kjöt handa Thomasi.
APA UPPELDI
+ Faðir hans varð heimsfræg-
ur fyrir að verða fyrstur manna
til að fljúga einn yfir Atlants-
hafið, en sjálfur býr hann í
afskekktri 400 ára gamalli höll
I Suðvestur-Frakklandi þar
sem hann elur upp apa. í fjög-
ur ár hafa Scott Lindberg og
hin franska kona hans alið upp
fjöldann allan af öpum sem
Scott ætlar síðar að skrifa bók
um. Scott er eins og faðir hans,
sem dó árið 1974, mikill nátt-
úruunnandi. „Við vorum mjög
nánir vinir og faðir minn hafði
mikinn áhuga á þessu starfi
mínu,“ segir Scott. „Ég væri
sennilega banka- eða fjármála-
maður ef ég hefði búið í USA
en ég valdi Frakkland. Trúlega
fer ég til USA til að gefa út
bókina ef ég skrifa hana en ég
vil ekki búa þar. Eg er ham-
ingjtisamur í Frakklandi. Á
daginn eru aparnir frjálsir
ferða sinna og það eru engin
vandamál með þá. Þeir borða
hvorki plast eða annað rusl eins
og apar í dýragörðum gera.
Þeir gera það af því að þeim
leiðist. Apar sem eru lokaðir
inni í dýragörðum verða hálf
ruglaðir. Lindberg-fjölskyldan
lifði ntjög rólegu lífi og fra-gð
föðurins hafði engin áhrif á
börnin. Scott hitti Aniku konu
sína í París og þau hafa verið
gift í átta ár. Hún rnálar surr-
ealistiskar myndir og fyrir-
myndirnar eru flestar úr nátt-
úrunni. Er hún var spurð hvort
þau ættu börn svaraði Anika:
„Já, alla apana okkar, þeir eru
40.“
íslendinga-
dagurinn
+ Caroline Gunnarsson, á
að vera Fjallkonan á ís-
lendingadeginum í Mani-
toba i sumar. íslendinga-
dagurinn er fastmótaður
siður í Manitoba og hefur
verið það allt frá því að
íslendingar settust þar að.
Á síðari árum hefur hátíðin
staðið i tvo til þrjá daga og
mun svo verða i ár.
Hún verður haldin dag-
ana 30., 31. júli og 1.
ágúst. Margt verður til
skemmtunar svo sem -
iþróttir, leiksýningar og
fjöldamargt annað. Caro-
line Gunnarsson, sem
lengi var ritstjóri Lögbergs-
Heimskringlu, var tiu ára
gömul er hún fór vestur
með foreldrum sinum,
Gróu og Gunnari Gunnars-
syni, sem bæði eru látin.
Hún ólst upp á bændabýli
föður sins en fluttist síðar
til Winnipeg.
Sr. Óskar J. Þorláksson:
Minnisverð
kirkjuhátíð í
Siglufirði
Dagana 13.—15. maí s.l. minnt-
ust siglfirðingar þess, að liðin
voru 45 ár frá því, að kirkjan í
Siglufirði var reist og þótti því
gefast sérstakt tækifæri til hátiða-
halda, þar sem farið hafði fram
gagngerð viðgerð á kirkjunni og
hún prýdd á ýmsa lund, ekki síst
með þvi að setja í hana steinda
glugga, en áður háfði kirkjaa
fengið ýmsa góða gripi, svo sem
pípuorgel, stundaklukku og
klukkuspil í turninn, en það kom í
sambandi við 100 ára afmæli sr.
Bjarna Þorsteinssonar tónskálds
1961. Þá hefur kirkjan nýlega
fengið vandað hljómburðartæki
og nokkurt plötusafn og fallega
kirkjustóla.
Má segja, að siglfirðingar hafi
með öllu þessu sýnt kirkju sinni
alveg sérstaka ræktarsemi og um-
hyggju enda hefur gott og áhuga-
samt fólk valist til forystu í saln-
aðarmálum þar á staðnum.
Til hátiðahaldanna hafði sér-
staklega verið boðið fyrrverandi
sóknarprestum og konum þeirra.
Voru þarna viðstaddir 5 fyrrv.
sóknarprestar, auk núverandi
sóknarprests, en prestaskipti hafa
verið þar alitið, eftir að sr. Bjarni
lét þar af þjónustu 1935 eftir 47
ára þjónustu.
dugnaði æft allan söng fyrir þessi
hátiðahöld.
Um kvöldið var kvöldsamkoma
i kirkjunni með fjölþættri dag-
skrá, þar sem prestarnir, meðal
annars, röktu nokkuð minningar
frá prestsskaparárum sínum í
Siglufirði.
Einn af fulltrúum sóknarnefnd-
arinnar, Skúli Jónasson, tré-
smíðameistari, flutti erindi um
kirkjur í Siglufirði, og kirkjukór-
inn söng og sr. Kristján Róberts-
son söng einsöng. Július Július-
son, safnaðarfulltr. stjórnaði sam-
komunni.
Bæði hátiðarmessan og kirkju-
kvöldið voru prýðilega sótt og
vart mun færri en 3—400 manns
hafa verið á samkomum þessum,
hvort sinn. Gestrisni siglfirðinga
var frábær, aðkomufólkið gisti á
einkaheimilum góðra vina.
Okkur hjónunum veittist sú
ánægja, að vera gestir læknis-
hjónanna Ólafs Þ. Þorsteinssonar
og frú Kristinar, sem verið hefur
formaður sóknarnefndarinnar
unt nokkurra ára skeið. Ólafur á
langa þjónustu að baki sem
sjúkrahúslæknir í Siglufirði. A
sjötugsafmæli sínu s.l. ár var
hann kjörinn heiðursborgari
Siglufjarðar fyrir langa og far-
isssts*
Þessir fyrrv. presta voru þarna
viðstaddir: sr. Óskar J. Þorláks-
son, Reykjavik, sr. Ragnar Fj.
Lárusson, Reykjavik, sr. Kristján
Róbertsson, Þykkvabæ, sr. Rögn-
valdur Finnbogason, Staðarstað,
sr. Birgir Ásgeirsson, Mosfelli.
Auk hins nýskipaða sóknarprests
sr. Vigfúsar Þ. Árnasonar. Mun
telja það fremur fátítt, að svo
rnargir fyrrv. prestar hafi getað
komið saman og verið við hátíöa-
höld sem þessi.
Aðal hátiðahöldin fóru frarn,
sunnudaginn 15. mai, á hinum
almenna bænadegi þjóðkirkjunn-
ar.
Hátíðarguösþjónusta fór frant i
kirkjunni kl. 2. Þar voru sungnir
hátiðasöngvar sr. Bjarna Þor-
steinssonar. Tóku allir hinna við-
stöddu presta þátt í guðsþjónust-
unni, en hinn elsti þeirra (sr.
Ó.J.Þ.) og sá sem lengst hafði
þjónað i Siglufirði, prédikaði.
Mun prestunum, sem þarna
voru þátttakendur og söfnuðinum
í heild, hafa þótt þessi guðsþjón-
usta hátíðleg og eftirminnileg.
Allt hafði verið vel undirbúið af
hendi meðhjálparans, Guðbrands
Magnússonar og konu hans, söng-
urinn var áhrifamikill undir
stjórn organleikarans, Páls Helga-
sonar, en hann hafði af miklum
sæla þjónustu i þágu bæjarins.
Fer vel á þvi, þegar mætum
mönnum er sýndur verðskuldað-
ur heiður og þakklæti fyrir
óvenjulega mikil og vel unnin
störf i þágu samborgara sinna.
A laugardagskvöldinu, var aö-
Jkomufólkið og heimafólk gestir
prestshjónanna á Hvanneyri, i
myndarlegu kvöldverðarboði, og
siðar um kvöldið hélt Systrafélag
kirkjunnar, kirkjukórinn og sókn-
arnefnd kaffiboð og kvöldsam-
kornu í Alþýðuhúsinu með
skemmtilegri dagskrá, þar sent
frú Kristine Þorsteinsson, forni.
sóknarnefndar flutti ávarp,
kirkjukórinn söng, og Július
Júlíusson, safnaðarfulltrúi, sýndi
garnlar og nýjar rnyndir frá Siglu-
firði.
Á sunnudeginum var aðkomu-
fólkið gestir læknishjónanna og
átti þar áriægjulega stund, og á
mánudeginum bauð bæjarstjórn
Siglufjarðar gestunum til kvöld-
verðar á Hótel Höfn, og því hófi
stjófnaði Knútur Jónsson, forseti
bæjarstjórnar. Má þvi segja, að
siglfirðingar hafi keppst um að
sýna aðkomugestunum sem mesta
gestrisni og góðvild.
★
Það er ekki úr-vegi i þessu
Framhald á bls. 38