Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 11
MORGl NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1977 11 Kannabis hefur mismunandi útlit, eins og sýnin hér bera vitni um. Efst til vinstri er það grófasta, þar fyrir neðan er kannabis steypt i mola, í miðju fínt kannabisduft og loks úrvals varan í neyt- endaumbúðum með konunglegum gæðastimpli frá Nepal (Ljósm. ÓI.K.Mag) hafði tekið róandi lyf, sem gat þá gefið skýringu á bílveltunni. Þegar okkur bar að garði í rann- sóknastofu { lyfjafræði í Háskól- anum stóð þar einn af starfs- mönnum rannsóknastofunnar við tæki og var að greina alkohól i blóðsýnum úr 46 mönnum, sem grunaðir höfðu verið um ölvun við akstur helgina á undan. Blóð- sýni úr ökumönnum, sem rann- sóknastofan fær til ákvörðunar á innihaldi eru liðlega 2000 á ári. Og sýnir sú tala betur en nokkuð annað hvert er vægi áfengis- neyslu i samanburði við neyslu annarra vimugjafa yfirleitt. Sá þáttur í starfi rannsóknastof- unnar er undir stjórn Jóhannesar Skaftasonar lektors i lyfjafræði. En Jóhannes er einnig að rann- saka dreifingu ýmissa eiturefna i lífríkinu. Þörfin á rannsóknum á eitur- efnum fer sifellt vaxandi. í upp- hafi greinarinnar var þess getið að stúlka frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefði einmitt þennan dag verið að vinna með tæki rannsóknastofunnar, er okkur bar að. Er nánar var spurt um hennar viðfangsefni, kom í Ijós að hún yar að greina magn eiturefna í loðnumjöli, svo sem DDT og fleira. En nýlega hafa þýzkir kaupendur loðnumjöls gert þá kröfu að vörunni fylgi upplýsingar, byggðar á greiningu, um magn ellefu tiltekinna efna í mjölinu. Og hefur Rannsókna- stofa í lyfjafræði veitt fisk- íðnaðarfólkinu nokkra aðstöðu til þeirrar greiningar. Það er sýnilega mikið og sívax- andi starf, sem leyst er af hendi í rannsóknastofu i lyfjafræði læknadeildar H.í. á sviði grein- ingar ávana— og fíkniefna. Má, ef að likum lætur, reikna með að það fari enn vaxandi. Erþvi nauð- Þetta er LSD, ofurlitlir daufir blettir á þerri- 2 pappír, sem tæpast greinast með berum aug- um, nema í litaða sýninu lengst til vinstri. LSD má svo leysa úr pappírnum í kaffi eða öðrum drykkjum. synlegt að gefa þeim þætti máls- ins gaum í tíma, i þeirri baráttu við fikniefnanotkun, sem að öll- um líkindum er framundan hér sem annars staðar i heiminum og er raunar þegar hafin — E.Pá. Greining á hasssýni. Þrjú efni eru greind, þ.e. 1. kannabídíól, 2. tetra- hýdrokannabínól og 3. kannabínól, og 4. viðmiðunarefnið metyltestósterón. Línuritið sýnir magnið af þessumefnum, en þegar slíkt sýni er metið til sakar, er það efnið 3. tetrahýdrokanna bínólið sem ræður úrslitum. Kirkjudagur Kálfatjarn- arkirkju A morgun, sunnudaginn 26. júni, verður hinn árlegi kirkju- dagur i Kálfatjarnarkirkju, og hefst hann með hátíöarguðþjón- ustu kl. 14 i Kálfatjarnarkirkju. Preslur er séra Páll Þórðarson, sóknarprestur í Njarðvikursókn, og Haukur Þórðarson syngur ein- söng með kór kirkjunnar. Að kirkjuathöfninni lokinni mun kvenfélagið Fjóla selja kaffi- veitingar i Glaöheimum, Vogum, til ágöða fyrir kirkjusjóð sinn. Þar mun formaður sóknarnefnd- ar, Jón Guðbrandsson, flytja ávarp og minnast safnaðarstarfs- ins á síðsta ári. Kálfatjarnarkirkja hefur nú öll verið endurbyggð hið ytra og verður nú þegar hafist handa við að endurbæta hana hiö innra. Þar verður engu breytt, eri reynt að ná hinu upprunalega út- liti sem nákvæmlegast, að fyrir- mælum og að umsjá bestu manna á vegum þjóðminjavarðar. A baksíðu dagskráratriöaskrár vegna 75 ára vigsluafmælis Kálfa- tjarnarkirkju stendur: ,,Þann 15. maí 1892 eru fermd 25 börn i kirkjunni á Kálfatjörn, en daginn eftir var byrjað að rifa kirkjuna, sem þá var orðin hrör- leg. Að hinni nýju kirkjusmiði stóðu margir ágætis menn og það er i minnum haft, hversu mikil sjálfboðavinna var lögð fram við byggingu hennar. Allt efni var t.d. flutt á dekk- skipum hingað, en síðan var róið til lands á árabátum og loks borið heim. Magnús Arnason, stein- smiður, sá um byggingu á grunni kirkjunar og var það verk ntjög lofað. Aðalsmiður kirkjunnar nýju var Guömundur Jakobsson, sem einnig teiknaði hana. Ut- skurð og ýrnsa smíði innan húss annaðist Þorkell Jónsson frá Flekkuvík, en danskur rnálari, Bertelsen, sá unt málningu alla. Allir þessir menn og þeir aðrir, sem að þessu verki unnu, létu eftir sig liggja hið fegursta hús eins og kirkjan enn sýnir. Hún var vigð 11. júní 1893." Það eru þessi verk sem nú er verið að endurbæta og varðveita, kirkja sem talin er ein sérstæð- asta kirkja landsins. Þessir prestar hafa þjónaö Kálfatjarnarkirkju frá vigslu þessa kirkjuhúss: Séra Arni Þor- steinsson, árin 1886— 1919, séra Árni Björnsson, árin 1919— 1932, séra Garðar Þorsteinsson, árin 1932— 1966, og séra Bragi Frið- riksson frá 1966. Kirkjudagur, þessí árlegi þátt- ur í afnaðarstarfi Kálfatjarnar- safnaðar, hófst 1968 og hefur þeg- ar sannað ágæti sitt, þvi ávallt hefur verið nijög fjölmennt til kirkjudagsins og velunnarar kirkjunnar sýnt henni margvis- lega velvild sína, sem hefur veriö ómetanleg hvatning í öllu safn- aðarstarfi. J. Snæfelling- ar ferðast EINS OG á undanförnum árum gengst Félag Snæfellinga og Ilnappdæla fyrir hópferð til Mall- orea na-sta haust. Lagt verður af stað 7. okt. og dvalist á Mallorca í 3 vikur. Búið verður á íbúðahót- eli. í þessa ferð eru ennþá nokkur sæti laus. Þá er fyrirhugað að efna til tveggja daga ferðalags um Breiða- fjarðareyjar og Snæfellsnes. Lagt verður af stað frá Reykjavik föstudaginn 1. júlí og gist i Stykkishólmi. Á laugardaginn verður siglt urn Breiöafjörö og eyjar skoöaöar og komið til Stykkishólms um kl. 19.00. Frá Stykkishólmi veröur farið sunnudaginn 3. júli kl. 9.00 og ekið að Búðum, þar gefst fólki kostur á að fá sér hressingu. KI. 13.00 lagt af stað frá Búðum og tekið vestur Breiðuvík með við- komu á Arnarstapa og Hellnum og síðan til Hellissands og þaðan um Ólafsvik og sunnan heiða til Reykjavíkur. Upplýsingar gefur stjörn og skemmtinefnd félagsins. Þátttaka i Snæfellsnesferðina tilkynnist til Þorgils Þorgilssonar, Lækjargötu 6 A, Reykjavík sími 19276 i síö- asta lagi fyrir 28. þ.m. • Meó stærra og rúmbetra husnæöi er okkur unnt aó veita mun betri þjónustu en áóur. Verió velkomin, lítið inn eöa hringió, símanúmerin eru þau sömu 24460 * 28810 Bílaleigan GEYSIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.