Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977
Seijendur
athugið
Vegna mikillar eftir-
spurnar höfum við
kaupendur að 2 — 6
herb. íbúðum. Einnig
að sérhæðum, ein-
býlishúsum og rað-
húsum á stór-
Reykjavíkursvæðinu.
Haraldur Magnússon,
viðskiptafræðmgur,
Sigurður Benediktsson,
sölumaður.
Kvöldsími 42618.
30 Norð-
firðingar
í Norður-
landaferð
DEILD Norræna félagsins í
Neskaupstað hefur nú í annað
sinn efnt til Norðurlandaferðar á
eigin vegum og að þessu sinni fór
31 manns hópur til Svfþjóðar,
Finnlands og Noregs, en ferðin
tekur alls tvær vikur.
í ferðinni verða vinabæir Nes-
kaupstaðar í Sviþjóð og Finnlandi
heimsóttir, en það eru Eskilstuna
og Jyváslkylá. Fyrst verður komið
til Svíþjóðar, þaðan verður farið
yfir til P'innlands og ekið þaðan
gegnum til Sviþjóðar til Noregs
og suður til Óslóar, en ferðin end-
ar i Eskilstuna, þar sem hún
reyndar hefst. Fararstjóri Norð-
firðinganna verður Olra Pedersen
frá Eskilstuna.
Sumarbústaðarland
til Sölu í Grímsnesi. Stærð 1.3 ha. Landið er
afgirt og vegur að því.
Uppl. í síma 74308 og 84960.
íbúðareigendur
Höfum kaupendur að öllum
stærðum íbúða. Vantar sér-
staklega sérhæðir. Skipti í
mörgum tilfellum möguleg.
Fasteignaumboðið,
Pósthússtræti 13, sími 14975.
Heimir Lárusson 76509.
Kjartan Jónsson, lögfr.
Til sölu
fasteignin Rauðarárstígur 1
Eignin er kjallari, þrjár hæðir og ris. Á fyrstu
hæð er tízkuverzlun og radioverzlun, á annarri
hæð er skrifstofuhúsnæði, á þriðju hæð eru
tvær þriggja herbergja íbúðir og í risi eru 6
einstaklingsherbergi. Kjallarinn samanstendur
af góðu lagerplássi og geymslum. Grunnflötur
hússins er um 1 60 fm.,
Brunabótamat hússins er kr 44.803.000.-.
Allar upplýsingar veita fasteignasalan Norðurveri, Há-
túni 4A, símar 21870, 20998 og Ingi R. Jóhannsson,
lögg. endsk. Klapparstíg 26, sími 22210.
Vaganjan sigr-
aði í Sao Paulo
NÝLEGA er lokið f Sao Paulo í
Brazilíu sterku alþjóðlegu
skákmóti með þátttöku sex
stórmeistara.
Urslit urðu þessi: 1.
Vaganjan (Sovétríkjunum) 10
v. af 13 mögulegum. 2.
Quinteros (Argentínu) 9 v.
3—5. Benkö (Bandaríkjunum),
Miles (Englandi) og Razuvajev
( Sovétríkjunum) 8 v. 6.—8.
Kaplan (Bandaríkjunum),
Rosha og Segal (báðir Braziiiu)
7v. 9. Bronstein (Argentínu) 6
v. 10. Camara 5 v. 11.—12.
Riemsdyk og Trois (báðir
Braziliu) 4 V4 v. 13.—14.
Sanguinetti (Argentínu) og
Chaves (Brazilu) 3'/í v.
Við skulum nú líta á eina af
vinningsskákum sigurvegar-
ans:
Hvitt: Vaganjan (Sovét-
ríkjunum)
Svart: Trois (Braziliu)
Kóngsindversk vörn.
1. d4 — g6, 2. c4 — Bg7, 3. e4
— d6, 4. Rc3 — Rf6, 5. f4
(fjögurra peða árásin) 0-0 6.
Rf3 — c5, 7. d5 — e6, 8. dxe6
(hvassari en jafnframt vafa-
samari leið er 8. Be2 — exd5, 9.
ef!?) Bxe6, 9. Bd3 — Bg4 (Eftir
9 . . . Rc6, 10. f5! Bd7, 11. Bg5
fær hvítur sterka sókn) 10. h3
— Bxf3, 11. Dxf3 — Rc6, 12. 0-0
— a(> 13. Bd2 — Hb8, 14. Ilael
— Rd7, 15. b3 — b5 16. Khl (Ef
16. cxb5 — Rd4!) Rd4 17. Df2
— b4? (Áætlun svarts er of
hægfara. Til greina kom 17 . ..
bxc4 18. Bxc4 — Rb5) 18. Rd5
— a5, 19. f5! f6 (þvingað, því
annars leikur hvitur sjáifur 20.
f6) 20. Be3 — Re5, 21. Bbl —
Rec6, (Svarta staðan er einnig
öllu lakari eftir 21 ... Rdc6, 22.
Hdl) 22. fxg6 — hxg6, 23. Dg3!
Re5 (Svartur tapar nú peði, en
ekki gekk 23 ... De8 vegna 24.
Dxd6 né 23 ... Kh7 vegna 24.
e5! Rxe5 25. Hxe5 — dxe5, 26.
Bxg6+ — Kg8, 27. Dh4) 24.
Bxd4 — cxd4 25. Hdl — a4
(Svartur getur ekki valdað peð-
ið og reynir því að þreifa fyrir
sér um gagnfæri) 26. Hxd4 —
axb3 27. axb3 — Ha8, 28. Rf4!
De8, 29. Hxd6 — Ha3.
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
abcda fgh
30. Re6! — Rxc4, 31. Rxf8 —
Rxd6, 32. Rxg6 — Rxe4, 33.
Bxe4 — Dxe4, 34. Hel — Db7,
35. He8+ Svartur gafst upp, því
að eftir 35 . . . Kh7 kemur 36.
He7.
Eini stórmeistari Kúbu-
manna, Guillermo Garcia, hef-
ur tekið forystu á minningar-
móti Capablanca á Kúbu.
Sovétmanninum Jozef Dorf-
man, sem lengi vel var i efsta
sæti, hefur ekki vegnað vel upp
á siðkastið. Fyrst gerði hann
fimm jafntefli i röð og tapaði
síðan jafnteflislegri biðskák
við landa sinn Romanishin.
Sænski stórmeistarinn Ulf
Andersson fór hægt af stað, en
er nú kominn í toppbaráttuna.
Stada efstu manna eftir 14 um-
ferðir, en alls verða tefldar 17
umferðir á mótinu, var þessi:
Rafael Vaganjan,
einn efnilegasti stór-
meistari Sovét-
manna í dag.
I. Garcia (Kúbu) 11 v. 2—3.
Dorfman (Sovétrfkjunum) og
Andersson (Sviþjóð) 10í4 v. 4.
Romanishin (Sovétrikjunum)
9'/i v. og biðskák. 5. Rodriguez
(Kúbu) 8'/i v. 6. Lechtynski
(Tékkóslóvakiu) 9. v. 7.
Ermenkov (Búlgaríu) 8i4 v. og
biðskák. Þátttakendur eru alls
18.
★
Að lokum skulum við Ifta á
lok einnar skákar Karpofs á
alþjóðlega skákmótinu í Las
Palmas, þar sem hann sigraði
með yfirburðum.
Svart: Karpov (Sovétríkj-
unum)
Hvítt: Tatai (ítalíu)
23... Dd3! 24. exd3 (Staða hvits
er einnig töpuð eftir 24. Re3 —
Dxc2, 25. Rxc2 — Bxb2. Svartur
hefur einnig unnið tafl eftir 24.
Dd2 — Dxd2+,25. Kxd2 —
Had8+,26. Kel og nú getur
hann valið um 26. .. Hc8 með
hugmyndinni 27. . . Hc2 og
26. ..Bf3) exd3+ 25. Kd2 —
IIe2 + , 26. Kxd3 — Hd8+, 27.
Kc4, (Ekki gengur 27. Bd5 —
Hxd5+, 28. Kc4 — Hxc2, 29.
Kxd5 vegna Bf3 + ) Hxc2+ 28.
Kxb4 — IIcd2!, 29. f3 — Bf8 + ,
30. Ka5 (Eini leikurinn, eftir
30. Kc3 — H8d3 + , 31. Kc4 —
Be6+, vinnur svartur mann).
Bd7! Nú hótar svartur bæði
31. .. Hxg2 og 31... Bc5 með
máti. Hvítur getur ekki varist
báðum þessum hótunum og
gafst því upp.
★
Nú stendur yfir í Skákheimil-
inu við Grensásveg Boðsmót
Taflfélags Reykjavikur 1977.
Mótið er alls átta umferðir og
er telft eftir Monrad-kerfi.
Starfsemi Taflfélagsins er
því í fullum gangi, þó hásumar
sé, því að hin vinsælu fimmtán
mínútna mót fara ávallt fram á
þriðjudögum með mikilli þátt-
töku og sama er aó segja um tíu
minútna mótin á fimmtudög-
um.
Að loknum sex umferðum í
boðsmótinu var staða efstu
manna þessi: 1. Sigurður
Herlufsen 6 v. 2. Egill Þórðar-
son 5 v. 3. Sævar Bjarnason 4‘A
v.
28644 fT7’W4.l 28645
Okkur vantar
3ja herb. íbúð í vesturbæ, Fossvogshverfi, eða
Neðra-Breiðholti, fyrir fjársterkan kaupanda.
Einnig að 3ja herb. risíbúð í Hlíðunum.
Ennfremur leitum við að 4ra herb. íbúð í
Langholts- eða Heimahverfi.
Vinsamlega hafið samband við skrifstofuna
strax.
SÍdrCP fasteignasa1
Öldugötu 8
sí«iar: 28644 : 2864 5
V.
Soiumaður
Finnur Karlsson
heimasfmi 76970
Þorsteinn Thorlacius
Viöskiptafræðingur
Prestastefnan að
Eiðum í næstu viku
PRESTASTEFNA Íslands hefst
með messu í Egilsstaðakirkju n.k.
þriðjudag kl. 10:30 og eftir há-
dcgið flytur biskup yfirlitsræðu
sína. Að öðru leyti fer presta-
stefnan fram á Eiðum og sfðdegis
þennan fyrsta dag prestastefn-
unnar verður lagt fram álit starfs-
háttanefndar þjóðkirkjunnar og
verður það eitt aðalmál hennar.
Sr. Jón Einarsson, formaður
starfsháttanefndarinnar, mun
ásamt sr. Þórhalli Höskuldssyni
fylgja álitinu úr hlaði og síðan
verður það rætt í umræðuhópum.
Séra Eric H. Sigmar verður
gestur prestastefnunnar og flytur
hann erindi um sálgæzlu kl. 17:30
á þriðjudaginn og um kvöldið
munu hann og kona hans, frú
Svava, syngja á kvöldvöku. Af
öðrum atriðum þar má nefna frá-
sögn Þórarins Þórarinssonar,
fyrrv. skólastjóra og sr. Sverrir
Haraldsson les eigin ljóö.
Á öðrum degi prestastefnunnar
munu umræðuhóparnir starfa
áfram og síðdegis verður nióur-
stöður þeirra kynntar og almenn-
ar umræður. Sr. Erie H. Sigmar
flytur erindi og nefnist það leiðir
til árangurs í sálgæzlu og um
kvöldið er kvöldvaka i umsjá
Prestskvennafélags íslands, en
aðalfundur þess verður sama dag
kl. 14.
Prestastefnu íslands lýkur síð-
an fimmtudag 30. júní og eftir
hádegi verður aðalfundur Presta-
félags íslands.
Tvö synoduserindi verða flutt i
útvarpi, sr. Björn Jónsson ræðir
um líf og starf sr. Odds V. Gísla-
sonar og sr. Þorvaldur K. Helga-
son mun greina frá þingi lút-
herska heimssambandsins í Daar-
es Salam, sem hann sat.