Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 16
16 MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNI 1977 áStAuDoPiíKeR . . A I IV ð U C ISJONVARPI AFGREIÐSLUSALUR Aðal- bílastöðinni i Keflavík: Stúlka talar í síma og um leið og hún afgreiðir bílstjóra og kallar upp nöfn þeirra. Hún er að tala við vinkonu sína: „Fyrirgefðu, þetta er svo sem ágætt þarna upp frá ef maður passar sig á að drekka ekki of mikið. Ferlega varstu full i fyrrakvöld — þú varst alveg komin á herðablöð- in. . . “ Önnur stúlka gægist í gegn- um afgreiðslugatiö og biður um leigubíl. Einn leigubílstjór- anna, sem er víð spilaborð í biðsalnum stendur upp og seg- ist ekki keyra ,,svona“ fólk. Það er Erlingur Gíslason leikari. Stúlkurnar tvær eru ungar leik- konur, önnur nýúrskrifuð úr Leiklistarskóla íslands og hin enn við nám. Þaö, sem á sér stað á Aðal- stöðinni í Keflavík þessa dgana, er upptaka á hundruðustu „próduktsjón" sjónvarpsins; inum“. Ætti því fæstum að dylj- ast um hvað efni leikritsins snýst, alla vega að hluta. Björn Bjarman, höfundur leikritsins, var nærstaddur, er blaðamaður og ljósmyndari reyndu að ná tali og eða mynd af herra upptökustjóra Tage Ammendrup við störf ásamt að- stoðarfólki i þar til gerðu myndstjórnarherbergi í rútunni. Ammendrup hefur líklega gleymt „stefnumóti” sínu við Morgunblaöiö. Að visu eru fjög- ur ár liðin síöan ákveðið var að taka Póker til sýninga og því betra að láta hendur standa fram úr ermum, svo árin verði ekki að áratug. „Komið og takiö myndir seinna stelpur," sagði upptöku- stjórinn önnumkafni. Höfðum við gleymt aö kynna okkur? Að visu vorum við sjálfar að vinna okkar störf. . . Sigmundir Örn Arngrímsson leikur eitt aöalhlutverkíð og Björn Bjarman. Helga Pálmadóttir við upp- töku. Leigubílstjórar að tafli: Flosi Ólafsson og Erlingur Gtsla- son. Að baki þeim eru Ragnheiður Arnardóttir og Lísa Pálsdóttir. Sigmundur Örn Arngrims- son leikur leigubílstjórann Alla. Sitjandi eru Björn Bjarman og Kolbrún Jarls- dóttir „myndveljari". sjónvarpsleikrit eftir Björn Bjarman, sem heítir PÓKER. Pókerinn var skrifaður árið 1972 og samþykktur af útvarps- ráði ári síðar. Upptökur á Ieik- ritinu hófust hins vegar ekki fyrr en i júníbyrjun og standa fram til sumarleyfis sjónvarps- ins, sem hefst í byrjun júli. Leikstjóri er Stefán Baldursson og stjórnandi upptöku Tage Ammendrup. Það var sá síðar- nefndi sem Morgunblaðsmenn mæltu sér móti við klukkan 2 eínn eftirmiðdag nú í vikunni. Fýrir utan Aðalbílastöðina í Keflavík stóð rúta merkt sjón- varpinu, frá henni Iágu svo ótal leiðslur inn í biösal byggingar- innar, þar sem upptaka á áður- nefndri senu fóru fram, en Helga Pálmadóttir er sviðs- stjóri. Þar sátu leikararnir FIosi Ólafsson, Jón Hjartarson og Elingur Gíslason makinda- legir við borðjálk einn og tefldu — líklega ekki nógu áliðið dags til að spila póker. Afgreiðslu- stúlkan (Ragnheiður Arnar- döttir) þuldi hins vegar áður- nefnda rullu og nefndi í grið og erg hina og þessa klúbba á „Vell- Ljósmyndir: Emilía kom hann upp í rútuna í þann mund, sem viö vorum að stíga út og bað Auðbjörgu förðundar- dömu ríkissjónvarpsins að púðra sig áður en hann gengi inn í upptökusalinn. Sigmund- ur leikur leigubflstjórann Alla, sem fluttist að vestan með konu sinni til Keflavíkur. Hann hafði fengið nóg af því að vera til sjós og kýs sér annað hlutskipti. Þóru konu Alla leikur Valgerð- ur Dan. Annað stórt hlutverk er í höndum Róberts Arnfinnsson- ar, sem leikur kaptein í banda- ríska varnaliðinu á Keflavíkur- flugvelli, sem á sér ástmey f Kópavogi. og er sú leikin af Kristbjörgu Kjeld. „Engin upp- taka fer fram í stúdíói, heldur allar þar, sem þær eiga að eiga sér stað, svo sem hér i Keflavik, i blokk I Kópavogi, á „Vell- inum“ og á leiðinni milli Kefla- víkur og Reykjavikur“, sagði Björn Bjarmann. Og um hvað snýst svo leikrit- ið? „Ja þetta er hugsað sem raunsönn lýsing á ástandinu. Því ástandi, sem skapast a því að spila póker ög þeim póker, sem við tökum öll þátt i. Af því dregur leikritið nafn sitt". Þetta er fyrsta leikritið, sem Björn Bjarman skrifar en hann hefur skrifað áður tvær skáld- sögur: „Tröllin" og ,,í Heið- inni“ auk ótal blaðagreina og smásagna. Ein smásagna hant heitir ,,Fjárhættuspilið“ og upp úr henni sauð hann saman leik- ritið. Aðspurður um hvort Miðnes- heiðin og aðstæður þar, séu honum hugleikið viðfangsefni, svarar Björn með jái og þvi ekki. Á Keflavíkurflugvelli hafi hann unnið lögfræðistörf fyrir bandaríska flugherinn, i Keflavík hafi hann einnig unn. ið sem framkvæmdastjöri hjá bílastöð, þannig að aðstæður ættu að vera honum vel kunn- ar. Um Póker segir hann: Við erum öll að spila póker við ameríkanann og báðir aðilar tapa að mínu mati, líkt og kan- inn og leigubílstjórinn í leikrit- inu. Sú eina, sem ber sigur úr býtum þar er eiginkona leigu- bilstjórans, þ.e. þegar hann ákveður að hætta akstrinum og pókerspilinu." segir Björn. Blaðamaður náði að glugga i handritið og sá þar m.a. að Þóra leit á „Völlinn" sem einhvers- konar' ógnvekjandi belg, sem svelgdi Alla hennar með húð og hári. Já, Þóra þessi að vestan hafði náttúrulega aldrei á völl- inn stigið og þvi ekki komiö nálægt ástandinu á þann hátt. Spyrjum við Björn þá, hvort Þóra eigi að tákna fjallkonuna, íslandið og leikritið sé ekki bara einföld ádeila á dvöl varnaliðsins hér. „Ég er ekkert að halla á ameríkann i þessu verki. Það er margt gott í fari bandaríkjamanna og ég lærði ýmislegt af því að vinna fyrir þá, til dæmis að pila póker. Spila póker og beita sálarfræð- inni (!). En það er erfitt að spila póker ef maöur hefur andúð á leiknum eins og Alli leigubílstjóri, sem verður að taka þátt í pókerspilinu nauð- ugur/viljugur. Pöker svipar til eiturlyfjaneyslu, taki maður þátt i spilinu er erfitt að kúpla sig út úr þvi aftur. Þegar ég vann fyrir kanann Franihald á bls. 25 Því miður mátti upptöku- stjórinn Tage Ammendrup ekki vera að því að brosa framan í Ijósopið og náðist því aðeins í hálfmynd. Einnig má sjá í aðra öxl leikstjórans Stefáns Baldurssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.