Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977 Síðasta ævintýrið Um kvik- myndir Jan Halldoffs og „frelsið” SIGURÐUR SVERRIR PALSSON Det sista áventyret, sænsk, 1974 Leikstjóri: Jan Halldoff. Jimmy (Göran $tangertz) er 26 ára gamall og hefur hlotið mjög „borgaralegt" uppeldi, þar sem til- finningar eiga að vikja fyrir „réttri" hegðun á réttu augnabliki Jimmy hefur aldrei náð fullkomnu valdi á þessu sjónarspili og meðan hann gegnir herþjónustu (í upphafi myndarinnar) á hann i erfiðleikum með að tileinka sér þær reglur, sem þar gilda Þegar hann kemur úr herþjónustunni bíður æskuvin- kona hans eftir honum og fram undan er trúlofun og lokasprettur ! námi En Jimmy fær sér vinnu við kennslu til að verða fjárhagslega sjálfstæður, fellir hug til einnar stúlkunnar í nemendahópi sínum og reynir með litlum árangri að fresta trúlofuninni. En skólakerfið hefur ekki, fremur en herinn, rúm fyrir tilfinningar og þó skólastjór- inn vilji ekki viðurkenna það bein- linis, er Jimmy leystur frá störfum vegna þessa ástarsambands Að sjálfsögðu getur kærastan ekki liðið þetta frjálsræði unnustans, en það versta er að Jimmy getur heldur ekki liðið það að Helfrid (Ann Zacharias), stúlkan sem hann er hrifinn af. sofi stöku sinnum hjá öðrum strák. Jimmy er þannig bundinn I báða skó: hann leitar eftir tilfinningalegu frelsi innan þjóðfélagskerfis sem hefur komið sér upp alls konar hleypidómum og fordómum gegn tilfinningalegri hegðun, en er jafnframt sjálfur haldinn þessum sömu hleypidóm- um vegna uppeldis síns. Með eigingirni sinni og tilraunum til að vera hann sjálfur, lendir hann sí og æ upp á kant við almennar um- gengnisvenjur, sem lúta ekki hans eigin lögmálum Hann fær þá til- finningu, að allir aðrir séu að ráðskast með hann (samanber atr- iði hjá augnlækninum, þar sem læknirinn þykist vita betur en Jimmy, hvaða gleraugu henta honum ), og þegar hann ímyndar sér, að hann sé að verða blindur (táknræn áhrif frá umhverfinu. sem ætíð þrengir að honum?) er hann fluttur á geðsjúkrahús. Þar verður á vegi hans enn eitt kerfið en við þessu kerfi á Jimmy engan mótleik. Út úr þessu kerfi, geð- sjúkrahúsinu, kemst hann ekki lif- andi nema á einn hátt með þvi að verða útskrifaður „heilbrigður", þe með því að haga sér eftir sömu lögmálum og fjöldinn, með Ann Zacharias og Stangertz í SISTA AVENTYRET. öðrum orðum að hann viðurkenni þær leikreglur. sem aðrir fara eftir i öllum mannlegum samskiptum, jafnvel þó sumar af þessum leik- reglum séu í eðli sínu óheilbrigð- ar. Jimmy spyr lækninn í lokin, hvort hann sé á einhverri leið með að teljast heilbrigður og læknirinn svarar honum með þeirri spurn- ingu, hvort hann vilji heldur fá jákvætt eða neikvætt svar. Þegar Jimmy segist að sjálfsögðu vilja fá jákvætt svar, segir læknirinn hon- um. að þar með hafi hann sjálfur ákveðið bata sinn Sjálfviljugur gengst hann undir settar leikregl- ur, jafnvel þær sem brjóta i bága við hans eigin hugmyndir og til- finningar Aðeins með því að hlita óheilbrigðum reglum, telst Jimmy heilbrigður Þetta er megininntak- ið í mynd Halldoffs og finna má likingu með þessari sænsku mynd og t.d bresku myndinni Family Life eftir Ken Loach, sem fjallaði um svipað efni, þó endirinn væri neikvæður og ádeilan beindist fremur að lyfjanotkun við geð- lækningar í báðum þessum myndum og mörgum öðrum, er um að ræða ungt fólk, sem fellir sig ekki við það Iffsmunstur, sem aðrir hafa búið til. þar sér í því gallana en megnar ekki að hafa nein áhrif á þá til batnaðar. Jimmy bregst of harkalega við þessum göllum og þessu oki umhverfisins og hegðun hans hlýtur því að verða fordæmd af öðrum. í þessu sambandi minnist ég orða, sem höfð voru eftir Joseph Losey i viðtali, þar sem hann talaði um hið takmarkaða frelsi og sagði þá m.a., að hægt væri að berjast við þessar takmarkanir innan frá og víkka þar með hringinn aðeins, en um leið og farið væri út fyrir mörkin, væri öll barátta vonlaus. Það er ef til vill táknrænt i sam- bandi við Síðasta ævintýrið að hún skuli vera gerð i sænsku þjóð- félagi Orðið „frelsi einstaklings- ins" hefur sennilega á fáum stöð- um verið meir til umræðu og á jafnfáum stöðum hefur verið gert jafnmikið til að reyna að tryggja það í framkvæmd. En eins og Jan Halldoff kemst að í þessari mynd sinni (og í öðrum eldri myndum sínum) er þetta „frelsi" háð æði miklum takmörkunum, þar sem frelsi einstaklingsins er bundið við vilja stærri hóps. Og þessi stærri hópur, þjóðfélagið, hefur sínar óbeinu aðferðir til að beygja vilja einstaklingsins undir sinn eigin Þess vegna verður það niðurstaða myndarinnar. að þetta svokallaða „frelsi" sé í rauninni aðeins í orði en ekki á borði. Jan Halldoff gerði sinar fyrstu myndir 1965, en það voru stutt- myndir er nefnast Háltimme og Nilson Til 1 974 hefur hann síðan gert 10 myndir að þessari meðtal inni 1967 gerði hann myndina Livet ár stenkul og fjallar hún um hegðunarmynstrið, líkt og Síðasta ævintýrið Þar er sagt frá ungri konu, Britt, sem er fráskilin með eitt barn. Hún kynnist hóp ungl- inga i gegnum barnfóstru sína, sem er 1 7 ára gömul og tekur þátt í ýmsum uppátækjum með þeim, sem öll beinast í þá veru að storka viðteknum hefðum og kerfisbund- inni hegðun Halldoff lýsir hegðun unglinganna hins vegar einnig vægðarlaust en uppátæki þeirra eru á engan hátt skipulögð eða þeim yfirvegað beint i ákveðna átt. Aðgerðir þeirra geta jafn auðveld- lega orðið neikvæðar eins og jákvæðar Árið 1 969 gerir Halldoff mynd- ina En dröm om frihet en þar er sagt frá nokkrum dögum i lifi tveggja ungra afbrotamanna. Seg- ir myndin frá flótta þeirra undan lögreglunni, þar sem þeim er gef- inn persónulegur bakgrunnur, en hins vegar segir myndin jafnframt frá viðbrögðum blaða og almenn- ings, sem einfalda málið með við- teknum hleypidómum, og dóms- kerfinu. þar sem rökhyggja og kaldar staðreyndir yfirgnæfa til- finningar og brjóstvit Stig Björk- man segir um myndina „Draum- urinn um frelsið er goðsögn Innst inni vita Janne og Stickan (af- brotamennirnir) að þetta er merg- urinn málsins. Samt sem áður freista þeir ótrauðir gæfunnar upp að því marki, sem verðir laga og réttar hafa sett sem umgjörð En dröm om frihet flettir ofan af þessum takmörkunum Myndin er saga um glataðan blekkingarvef." Halldoff hefur jafnframt gert nokkrar myndir í léttum dúr og fyrir rúmu ári síðan sýndt Háskóla- bíó eftir hann myndina Firmafest- en (Skrifstofufyllerí), en þessar myndir hafa ekki hlotið náð fyrir Framhald á bls. 25 Jan Ilalldoff til vinstri, leiðbeinir Göran Stangertz i Inger Taube og Lars IIansson I LIVET AR STENKUL. Stig Törnblom IEN DRÖM OM FRIHET. SISTA AVENTYRET. — Minnisverð kirkjuhátíð Framhald af bls. 33 sambandi, að rifja hér upp nokkra þætti úr sögu kirknanna í Siglufirði frá liðnum tímum. Upp- runalega var sóknarkirkja byggð- arinnar á Siglunesi. Þar voru þá allmargir bæir, útræði töluvert og hákarlaveiðar stundaðar þaðan af miklu kappi um langa hrið. Árið 1614 var kirkjan flutt frá Siglunesi að Hvanneyri, inni í firðinum, eftir mikið slys, sem orðið hafði á kirkjufólki 1613, á áðfangadagskvöld, er um 50 manns fórust í snjóflóði, sem féll á það í Nesskriðum. Á Hvanneyri voru lengst af torfkirkjur, eins og þá tiðkaðist, þar sem nú er gamíi kirkjugarðurinn á Hvanneyri, en fyrsta timburkirkjan var byggð þar 1834, en hún laskaðist í of- viðri 1855, en var þó ekki tekin niður fyrr en ný kirkja hafði ver- ið byggð á Siglufjarðareyri 1890, en þá var byggð tekin að myndast á eyrinni. Árið 1932 var svo núverandi steinkirkja reist af mikilli fram- sýni og dugnaði þeirra manna, er stóðu fyrir þeirri byggingu. Á kirkjuloftinu var gagnfræðaskóli Siglufjarðar til húsa um nærfelt 20 ára skeið. Eins og ég gat um í upphafi hefur kirkjan nú hlotið gagn- gerða viðgerð og endurbætur. Ber þar einna mest á hinum steindu gluggum, sem settir hafa verið í kirkjuna. Eru gluggar þessir gerðir af þýzkri lístakonu, Mariu Katzgrau, en unnir af fyrirtækinu H. Oidtmann í Linnich í Þýzka- landi. Virðist verk þetta allt hafa tekist með ágætum, og eru glugg- ar þessir mikil prýði í kirkjunni. Allt ber þetta vott um ræktarsemi siglfirðinga við kirkju sína og myndarskap þeirra. Auðvitað hefur þetta ekki kom- ið af sjálfu sér, en hefur kostað bæði fé og fyrirhöín. Samvinnan innan sóknarnefndarinnar og við prestana, sem verið hafa þar sið- ustu árin, hefur veríó með ágæt- um og því hefur tekist svo vel til sem raun ber vitni. En í sambandi við þessar framkvæmdir hefur höfuðþunginn hvílt á herðum for- manns sóknarnefndarinnar, frú Kristinar Þorsteinsson, sem oft hefur sýnt ótrúlegan dugnað og lagni, að ráða fram úr þeim vandamálum, sem svona fram- kvæmdum eru samfara. Fjársafn- anir hafa gengið furðu vel, og lánsstofnanir hafa veitt góðan stuðning og fyrirgreiðslu, ekki hvað sist Sparisjóður Siglufjarðar og stjórnendur hans. Það er ánægjulegt, að geta sagt frá þessu myndarlega framtaki og góðu samvinnu i sambandi við þessa myndarlegu kirkjuhátíð, mætti það sannarlega verða öðr- um til hvatningar og eftirbreytni. ★ Það er alkunnugt, að siglfirð- ingar hafa átt í töluverðum erfið- leikum hin síðari ár, einkum i sambandi við atvinnulífið þar á staðnum. Þetta er mjög skiljan- legt, þegar það er athugað, að atvinnuvegur, eins og síldveiðarn- ar, sem Siglufjörður hafði byggst á, lagðist á fáum árum nærri al- gjörlega í rúst og finna þurfti að mestu nýjar leiðir í atvinnumál- um staðarins. Nú er hinsvegar bjartara yfir öllu og íbúum aftur tekið að fjölga, eftir útfall það, er varð þar á timabili. Það var vissulega mjög ánægju- legt, að koma nú til Siglufjarðar eftir nærri 9 ára fjarveru, og sjá aftur Siglufjörð baðaðan i sól- skini og veðurblíðu og heyra um bjartsýni og framfarahug ibú- anna. Nokkur snjór var enn i fjalla- hlíðunum og allt niður í garðana við húsin, en þar á milli voru grænir blettir, og blóm að gægjast upp úr moldinni, og léttir lækir skoppuðu niður hliðarnar. Daginn áður en við hjónin fór- um frá Siglufirði, stóðum við um stund á kirkjutröppunum. Kirkju- kiukkan sló sex og stef úr „Kirkjuhvoll" lagi sr. Bjarna Þorst. hljómaði yfir byggðina. Sólin baðaði fjörðinn og tónarnir báru þakklæti okkar yfir byggðina, þakklæti fyrir ánægju- lega hátíðisdaga og fyrir það að fá að hitta aftur góða vini og minn- ast ánægjulegs samstarfs, fyrir rúmurn aldarfjórðungi eða á ár- unum 1935—51. Við hjónin sendum siglfirðing- um bestu kveðjur og þakkir. Óskar .1. Þorláksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.