Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1977
Norðmenn auka
stöðugt framlög til
eflingar útflutnings
UNDANFARIN ár hefur
hið opinbera í Noregi veitt
mikinn og vaxandi fjár-
hagslegan stuðning við
verkefni, sem miða að því
að auka útflutning á
norskri framleiðslu og
þekkingu. Ilér er ekki um
niðurgreiðslu á útflutn-
ingi að ræða heldur að-
gerðir til að „bæta sam-
keppnishæfni norskra
fyrirtækja gagnvart fyrir-
tækjum í öðrum löndum,
sem einnig njóta fjárhags-
legs stuðnings til út-
flutningsaðgerða“, að því
er segir f nýlegri grein í
tímaritinu „Norges uten-
rikshandel“.
í greininni er gerð grein fyrir
núverandi stuðningi opinberra
aðiia við eflingu útflutnings og
áformum um nýjar aðgerðir til að
veita norskum útflutningsiðnaði
sömu samkeppnisaðstöðu og iðn-
aður samkeppnislandanna býr
við. Eins og kemur fram í umsögn
Úlfs Sigurmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Útflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins, þá eru Norð-
menn komnir þó nokkru lengra í
þessum efnum en íslendingar.
Utflutnings
ábyrgð og
gengistrygging
Norskum fyrirtækjum gefst
kostur á lánum, allt að 12 mill-
jörðum norskra króna, vegna út-
flutnings á iðnaðarvörum sem
ekki eru staðgreiddar. Þessi upp-
hæð var hækkuð f tveimur áföng-
um í fyrra úr fimm milljörðum og
er búizt við að lánsfjárheimildin
verði hækkuð frekar á þessu ári,
en það er talið æskilegt til að
auka útflutning á fjárfestingar-
vörum, sem seldar eru gegn löng-
um greiðslufresti.
Gengistrygging var tekin upp í
Noregi árið 1975 til að draga úr
hættunni á gengistapi fyrirtækja,
sem eiga útistandandi skuldir er-
lendis, vegna gengisbreytinga.
Útflutningslánastofnunin, sem
einnig annast útflutningsábyrgð-
arlánin, sér um þessar gengis-
tryggingar og hefur 3 milljarða
norskra króna til ráðstöfunar
vegna þeirra. Til þess að fyrir-
tæki fái gengisbætur, þarf gengis-
bryting að vera þó nokkur, eða
ekki minni en 3% og greiðslutími
viðskiptasamnings ekki skemmri
en 12 mánuðir.
Vörusýningar
A þessu ári hefur Útflutnings-
ráð Noregs yfir 11.6 milljónum
norskra króna að ráða, sem ráð-
stafað er í samráði við viðskipta-
ráðuneytið til að auka sölu á
norskum vörum og þekkingu til
annarra landa. Meir en helming-
ur þessarar upphæðar fer til
styrktar þátttöku norskra fyrir-
tækja í vörusýningum erlendis.
Er meginreglan sú að greidd eru
50% af kostnaði vegna markaðs-
öflunar og sýningarþátttöku.
Tilboð og
aðlögun
Reynt er að hvetja norsk fyrir-
tæki, til dæmis verkfræðiskrif-
stofur, til að bjóða í verkefni er-
lendis með veitingu ábyrgðar þar
sem kostnaður hefði annars staðið
í veginum. Er veitt trygging
vegna væntanlegs kostnaðar við
gerð tilboða í stærri verkefni og
eru 5 milljónir norskra króna til
ráðstöfunar í því skyni. Má veita
styrki sem nema allt að 50% af
kostnaði, við tilboðsgerð ef fyrir-
tækið fær ekki verkefnið.
Undir stjórn iðnaðarráðuneytis-
ins er svokallaður aðlögunarsjóð-
ur. Hann var stofnaður árið 1963 í
þeim tilgangi að aðstoða iðnfyrir-
tæki viö að aðlagast nýjum að-
stæðum vegna aðiidar að EFTA
og viðskiptasamninga við EBE.
Nú veitir sjóðurinn fjármagn til
aðstoóar fyrirtækjum, sem vilja
endurskipuleggja starfsemi sína
til að aukuútflutning og til sölu-
herferða erlendis og í Noregi á
sviðum þar sem um samkeppni
við erlenda aðila er að ræða.
Dæmi um þetta er stuðningur við
meiriháttar söluherferð fyrir
norsk húsgögn 1 Svíþjóð í fyrra.
Sjóðurinn veitir jafnframt stuðn-
ing við opnun söluskrifstofa er-
lendis. Til þessa hefur hann yfir
17.2 milljónum norskra króna að
ráða auk 5.5 milljóna, sem veittar
eru fyrirtækjum, sem eiga í sér-
staklega harðri samkeppni við er-
lend fyrirtæki á heimamarkaði.
Útflutningur
til
þróunarlanda
Norsk yfirvöld leggja nú mikla
áherzlu á þróun nýrra markaða
fyrir norskar iðnaðarvörur í þró-
unarlöndunum. í því skyni hafa
verið sett eða stendur til að setja
lög og reglugeröir, sem bæði fela í
sér fyrirgreiðslu og stuðning við
norsk fyrirtæki, sem vilja hasla
sér völl í þróunarlönldunum, og
beina aðstoð við þróunarlönd,
sem að miklu leyti er í formi gjafa
eða aðstoðar, inn á kaup á norsk-
um iðnaðarvörum. Kveðið er á
um, að sem mestur hluti af aðstoð
í formi varnings eða tækja skuli
vera norsk framleiösla, svo fremi
sem það verður þiggjandanum
ekki óhagkvæmt. Þannig var hlut-
ur norskrar framleiðslu 90% af
heildarvörusendingum vegna að-
stoðar við þróunarlöndin árið
1976 og nam verðmæti hennar
110—120 milljónum norskra
króna.
í ár fara Norðmenn frekar inn á
þá braut að tengja þróunarlanda-
aðstoð sína útflutningsstarfsem-
inni og hafa þeir meðal annars
veitt 70 milljónum norskra króna
til bygginga skipa í Noregi, sem
verða hluti af aðstoð við Indónes-
fu.
Meðal annarra aðgerða er beinn
stuðningur, sem tekinn hefur ver-
ið upp við fyrirtæki, sem hyggja á
útflutning til þróunarlanda eða
sem hafa áform um að fjárfesta í
þróunarlöndunum. Sérstaklega er
stefnt að þvf að auka útflutning á
vörum, þjónustu og þekkingu,
sem þróunarlöndin hafa ríka þörf
fyrir en jafnframt reynt að beina
aðstoðinni til greina, sem eiga f
erfiðleikum og er skipasmíðaiðn-
aðurinn ekki sízt hafður í huga.
Norðmenn
komnir lengra
Úlfur Sigurmundsson, fram-
kvæmdastjóri Útflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins, sagði Morgun-
blaöinu að töluvert skorti á að
íslendingar væru komnir eins
langt í þessum efnum og Norð-
menn, þó að um miklar framfarir
hefði verið um að ræða hér á
undanförnum árum.
Hann sagði að útflutnings-
ábyrgð væri til á íslandi, en að
lítil eftirspurn hefði verið eftir
henni. Kvaðst hann ekki minnast
þess að fleiri en tveir aðilar hefðu
sótzt eftir slíkri ábyrgð, ullarút-
flútningsfyrirtæki og Bátalón
vegna sölu á'bátum til Indlands.
Astæðuna fyrir þessari litlu eftir-
spurn taldi hann vera þá, að
ábyrgðin virtist hér vera meira
sniðin að fjármögnun fjárfesting-
arvöru fremur en neyzluvöru,
gagnstætt því sem væri á Norður-
löndunum, en þar gæti fyrirtæki
fengið fjármögnun með litlum
fyrivara, ef pöntun er fyrir hendi.
Gengistryggingu sagði Úlfur
hins vegar vera óþekkt fyrirbæri
hér á landi.
Hvað snerti vörusýningar er-
lendis, kvað Úlfur aðstöðuna hafa
jafnazt verulega frá því i fyrra.
Þá hóf Iðnrekstrarsjóður í sam-
vinnu við Útflutningsmiðstöðina
að veita styrki til þátttöku i vöru-
sýningum erlendis, sem væru
mjög sambærilegir við það sem
gerist í Noregi. Þessir styrkir ná
yfir helming af gólfleigu, helming
af uppbyggingu sýningardeildar
og helming af ferðakostnaði eins
starfsmanns og eru þeir að lang
mestu leyti sniðnir eftir norsku
reglunum.
Tilboðsaðstoðin, það er að segja
styrkir, sem nema allt að 50% af
þeim útgjöldum, sem aðilar verða
fyrir þegar þeir bjóða í verkefni
erlendis, en fá þau ekki, er
óþekkt hér á landi. Það mál ætti
hins vegar að vera sérstaklega
íhugunarvert, sagði Úlfur, bæði
vegna þess að islendingar búa yf-
ir sérþekkingu á sviðum jarðhita-
nýtingar og sjávarútvegs auk
þess, sem mikil almenn verk-
fræðiþekking er hér á landi, sem
gæti leyst af hendi verkefni er-
lendis.
Varöandi norska aðlögunarsjóð-
inn sagði Úlfur svipaða aðstoð
hafa verið veitta af Norræna iðn-
þróunarsjóðnum og Iönrekstrar-
sjóði, en að hann hefði ekki til-
tækar upplýsingar um f hve rík-
um mæli.
,,Við leggjum ekki sérstaka
áherzlu á útflutning iðnvarnings
til þróunarlanda og starf íslend-
inga í þróunarlöndunum hefur,
gagnstætt því sem er um ná-
granna okkar á Norðurlöndunum,
ekki verið tengt viðskiptahags-
munum, heldur þvert á móti. Hér
er hins vegar um stórmál að ræða,
sem framvegis er vert að gefa
sérstakan gaum.“ sagði Úlfur.
Seðlabankinn gefur hættumerki:
Nýmyndun peninga
veldur uppsveiflu
eftirspurnar
Frá áramótum hefur veruleg
aukning peningamagns átt sér
stað, enda hefur nvmyndun
peninga verið nær óhindruð, ef
frá er talið tiltölulega lítið mót-
vægi af völdum innlánabind-
ingar og greiðslna í Verðjöfn-
unarsjóö fiskiðnaðarins. Fyrstu
fjóra mánuði ársins jókst pen-
ingamagn um 32.7%, sem er
nær þrefalt hraðari aukning en
á sama tfmabili f fyrra, en þá
nam hún 11.4%. Þetta keniur
fram í sfðasta tölublaði Ilag-
talna mánaðarins, sem Seðla-
hankinn gefur út.
Á tímabilinu janúar til aprfl
loka jókst peningamagn um
7644 milljónir króna (2173
m.kr. 1976) og komst upp f
31.03 milljarða, en peninga-
magn að meðtöldu sparífé jókst
um 13453 milljónir króna (4438
m.kr. 1976) og nám f apríllok
91.08 milljörðum króna.
Við slíkar aðstæður er ástæða
til að óttast óhóflega aukningu
útlána banka, sem ýtir undir
aukna eftirspurn á vöru og
þjónustu og leiðir þar með til
aukinnar gjaldeyriseyðslu
vegna aukins innflutnings og
almennra verðhækkana.
í Hagtölunum er einmitt bent
á það að upplýsingar um gjald-
eyrissölu bankanna síðustu
mánuði bendi til þess að eftir-
spurn fari vaxandi. í janúar og
febrúar í ár var gjaldeyrissala
2%, meiri en sömu mánuði í
fyrra, og síðustu tölur sýna að
gjaldeyrissalan hafi í maí verið
33.5% meiri en í maí 1976 og
samsvarar það 40—50% aukn-
ingu ef reiknað er í krónum.
Ávísanaskipti, sem talin eru
gefa vísbendingu um umsvif í
viðskiptum, hafa sömuleiöis
aukizt mjög greinilega frá mán-
uði til mánaðar. Var daglegt
meðtaltal þeirra í apríl síðast
liðnum 63% hærra en í apríl í
fyrra.
48% aukning innlána
Ef uppsveifla eftirspurnar og
gjaldeyriseyðslu, sem hafin er,
heldur áfram virðist óhjá-
kvæmilegt að hin jákvæða þró-
un innlána innlánsstofnana
stöðvist. Frá því í ársbyrjun til
aprílloka jukust heildarinnlán
um 15.3%, sem samsvarar 48%
aukningu á ári. Ef svo fer sem
nú horfir mun gjaldeyrissala
bankanna draga í vaxandi mæli
úr innlánamynduninni og hafa
neikvæð áhrif á gjaldeyrisstöðu
og lausafjárstöðu bankanna, að
því er segir í Hagtölunum.
Umsjón: Pétur J. Eiríksson
-
Hydro-power Offshore Shipbuilding
Petrochemicats• FPC • Robots Design
NORWAY
JfiEXPORTS
Norway Exports er vandað rit, sem norska útflutningsráðið gefur út til
kynningar á norskum útflutningsvörum.