Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977
■ SIMAR
|P 28810
car rental 24480
bílaleigan
GEYSIR
BORGARTÚNI 24
LOFTLEIDIR
I '= I' '1
BILALEIGA
C 2 1190 2 11 38
Mínar bestu þakkir og blessunar-
óskir til allra þeirra sem sendu
mér gjafir á 85 ára afmæli mínu,
1 2. júní s.l.
Steinurw
Þorgi/sdóttir.
Skip—Bátar
20 tonha eikarbátur byggður
'72 með 230 h.a vél.
30 tonna eikarbátur byggður
'76 með 240 hestafla vél 150
tonna stálskip byggt '62. IVIeð
600 hestafla vél. Tilbúið til
veiða.
228 tonna stálskip. Byggt '59
með 800 hestafla vél.
199 tonna stálskip byggt '64
með 660 hestafla vél.
Höfum verið beðnir að útvega:
10—12 tonna bát.
60-—70 tonna skip.
100 tonna stálskip.
Höfum ennfremur góðan kaup-
anda að 200—300 tonna stál-
skipi.
Opið í dag frá 9—5.
AÐALSKIPASALAN
VESTURGÖTU 17.
Simar: 28888 og 26560.
Heimasímar: 7551 1 og 51 1 1 9.
Hjálparstarf
medal kvenna
med brjóst-
krabbamein
A FUNDI I Norræna húsinu á
þriðjudaKskvöld kl. 20.30 greinir
frú Else Lunde frá Óslö frá
hjálparstarfi sfnu meðal kvenna I
Noregi, sem fengið hafa krabba-
mein í brjóst, og kynnir samtök,
sem stofnuð hafa verið þar f landi
í þessu samhandi.
Fundur þessi er opinn öllum
sem áhuga hafa en frú Lunde
hpfur starfad af miklum áhuga i
Noregi að málefnum þeirra, sem
gengizt hafa undir erfiða
lækningameðferð svo og að trygg-
inga- og félagsmálum sjúklinga.
Frú Lunde mun einnig flytja er-
indi um sama efni á þingi nor-
rænna röntgentækna og röntgen-
hjúkrunarkvenna, sem haldið
verður að þessu sinni hér á landi
um mánaðarmótin. Að loknum
fundi verða ókeypis veitingar f
kaffiteríu Norræna hússins.
Útvarp Reykjavfk
L4UG4RD4GUR
25. júní
MORGUNNINN
7.00 IVIorgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Knútur R. Magnússon
les „Svaninn", ævintýri eftir
Sigurbjörn Sveinsson.
Tilkynningar kl. 9.00. Létt
lög milli atriða.
Óskaliig sjúklinga kl. 9.15:
Kristfn Sveinbjörnsdöttir
kynnir.
Rarnatími kl. 11.10: Gunnar
Valdimarsson stórnar tfman-
um og grennslast fyrir um
hvað foreldrar lesa fyrir
börn sín og hvað börnin sjálf
velja sér einkum að lestrar-
efni. Auk stjórnanda koma
fram: Ilelga Þ. Stephensen,
Ásgeir Ilöskuldsson og Helgi
Iljörvar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilky nningar.
12.25 V'eðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SIÐDEGIÐ
13.30 Utvarp frá Háskóla-
hátíð. Háskólarektor, Guð-
laugur Þorvaldssoú, flytur
ræðu. Heiðursdoktorar út-
nefndir og Háskólakórinn
syngur.
14.40 Laugardagur til lukku.
Svavar Gests sér um síðdegis-
þátt í tali og tónum. (Inn 1
hann falla íþróttafréttir, al-
mennar fréttir kl. 16.00 og
veðurfregnir kl. 16.15).
17.00 Létt tónlist.
17.30 Rimur af Svoldarbar-
daga eftir Sigurð Breiðfjörð;
— III. þáttur. Hallfreður Örn
Eiríksson cand. mag. kynnir.
Guðmundur Ólafsson og Pét-
ur Ólafsson kveða.
18.00 Tónleikar. TiJkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Iréttaaukar.
Tilkynningar.
19.35 Laugardagsgrín.
Endurflutt brot úr skemmti-
þáttunum „Söng og sunnu-
dagsgríni", sem voru á dag-
skrá fyrir tíu árum í umsjá
Magnúsar Ingimarssonar. —
Síðari þáttur._______________
KVÖLDIÐ______________________
20.00 Strengjakvartett nr. 9 í
C-dúr op. 59 nr. 3,
„Rasúmovský-kvartettinn**
eftir Beethoven. Búdapest-
kvartettinn leikur.
20.30 Vinir mínir að vestan.
Jón Bjarman safnar saman
og kynnir efni í tali og tónum
eftir nokkra Vestur-
Islendinga. Lesari með hon-
um: Ilelgi Skúlason. — Síð-
ari þáttur.
21.30 Illjómskálamúsík frá
útvarpinu í Köln. Guðmund-
ur Gilsson kynnir.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Danslög.
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
25. júni ustu laga sinna, þar á meðal
18.00 íþróttir. I msjónarmað-
ur Bjarni Felixson.
Hlé
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.30 Læknir á ferð og flugi
(L). Breskur gamanmynda-
flokkur. Lokaþáttur. Allt er
gott, sem endar vel. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson.
20.55 Auðnir og óbyggðir.
Breskur fra'ðslumynda-
flokkur. Farið um freðmýr-
ar Kanada t fylgd með
náttúrufra'ðingnum
Anthony Smith. Þýðandi og
þulur Ingi Karl Jóhannes-
son.
21.25 Dr. Hook & The
Medicine Show (L). Hljóm-
Sylvia’s Mother og Cover of
The Rolling Stone.
22.10 Angelica framka. (La
prima Angelica). Spænsk
blómynd. Leikstjóri Carlos
Saura. Aðalhlutverk Jose
Luis Lopez Va/.quez, Fern-
andi Delgado og Lina Cana-
lejas.
Luis Cano er maður á fimm-
tugsaldri. Ilann fer í heim-
sókn til fra'ndfólks síns,
sem hann dvaldist hjá á
unga aldri á tímum borgara-
styrjaldarinnar á Spáni. Þar
hittir hann Angelicu, æsku-
ástina sfna. Atburðir taka
nú að rifjast upp fyrir Luis,
sem hann taldi löngu
gleymda. Þýðandi Sonja
Diego.
Dagskrárlok.
J
23.55
W^iííiíííííímSS^SSmMimamikMvm mmm i
Spœnskar œskuástir
Vinir mínir
ad vestan
kl. 20.10
Vestur-
Islenzkt
útvarps-
efni
í KV;ÖLD er á dagskrá útvarps-
ins þáttur með ýmsu efni eftir
Vestur-Islendinga. Það er Jón
Bjarman, sem hefur gert þenn-
an þátt og er þetta sá síðari af
tveimur, sem hann gerði í til-
efni af komu \;estur-Islendinga
hingað til lands nú í sumar.
1 fyrri þættinum minntist
Jón tveggja látinna manna,
þeirra Björgvins Guðmunds-
sonar og Vhgfúsar Guttormsson-
ar, en í kvöld mun hann flytja
m.a. ævisögubrot eftir Dr.
V'aldimar líyland og Helgi
Skúlason leikari les smásögu
eftir William D. Valgarðsson
rithöfund, sem heitir ,,í Mani-
toba“.
Þess má geta að dr. Valdimar
Eyland verður sæmdur heiðurs-
doktorsnafnbót í dag í Háskóla
íslands.
i þættinum verður einnig
flutt tónlist eftir Vestur-
islendinga.
Jón Bjarman.
LAUGARDAGSKVIK-
MYND sjónvarpsins að
þessu sinni er nýleg
spönsk bíómynd eftir
næstþekktasta leikstjóra
Spánar á eftir Bunuel,
Carlos Saura. Efnisþráð-
ur myndarinnar er sá, að
miðaldra maður fer í
heimsókn til fólks sem
hann eyddi miklum hluta
æsku sinnar hjá. Þaö var
á tímumborgarastyrj-
aldarinnar og hann hefur
ekki séð þetta fólk síðan.
Þessi fjölskylda, sem
hann heimsækir, studdi
falangista en hans eigin
fjölskylda lýðræðissinna.
Dóttir gestgjafa hans,
Angelica, var æskuást
hans og raunar sú eina í
lífi hans. Þegar hann,
’Luis Cano, hittir hana
aftur rifjast upp ýmsir
atburðir úr fortíðinnj og
er myndin að miklu leyti
byggð upp á endurminn-
ingum hans.
Þegar myndum er
brugðið upp úr æsku
Cano er hann ætíð sýnd-
ur sem fullorðinn maður
og sömuleiðis nokkrar
aðrar persónur, en þær
persónur sem hann
minnist aðeins sem barna
eru börn í æskuatriðun-
um. Meðal þeirra sem
Cano sér sem fullorðna
menn i minningum sín-
um er núverandi eigin-
maður Angelicu, en Cano
sér hann þá sem föður
hennar.
Þessa skekkju í aldri
sumra persóna myndar-
innar gerir hana á stund-
um flókna en gefur henni
jafnframt sérkennilegan
blæ. Þess má geta að í
grein í vikuritinu Time
um tvær myndir eftir
Saura, sem birtist í upp-
hafi þessa mánaðar, er
talið að þessi mynd sé að
nokkru leyti að minnsta
kosti byggð á minningum
hans sjálfs.
Að lokum er skylt að
taka fram að þessi mynd
er vart við hæfi barna.