Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNI 1977 29 Ungir Kópavogs- búar á sjóinn ÆSKULÝÐSRÁÐ Kópavogs hef- ur ákveðið eð efna til starfs- fræðslu fyrir þá unglinga í Kópa- vogi, sem hafa áhuga á sjávarút- vegi. í því skyni hefur vélbátur- inn Kári Sólmundarson verið tek- inn á Ieigu, en það er 250 tonna bátur. Er ætlunin að fara n.k. þriðjudag með tvo 30 manna hópa út í Faxaflóa þar sem dvalizt verð- ur við handfæraveiðar og starf sjómannsins kynnt. Þá verður einnig farið með unglinga í frysti- hús á höfuðborgarsvæðinu eins og Isbjörninn og hraðfrystihúsið á Kirkjusandi. Fyrirkomulag starfsfræðslunnar verður þannig, að þeir sem fara á sjóinn á þriðju- Sprengja grandaði vélinni BridKrtown. Barhados. 22. júnf. Reuter. BERNARD St. John, flugmála- ráðherra Barbados, skýrði sér- stakri þingnefnd landsins frá þvl í gær að sprengja hefði valdið þvi að kúbönsk farþegaflugvél fórst á Karabiska hafinu skammt frá Barbados í október f fyrra. lVIeð vélinni fórust 73 menn. Sagði ráð- herrann að sprenging hafi orðið aftarlega í farþegarýminu, en við það kviknaði eldur í vélinni og hún steyptist I sjóinn. Ekki sagði St. John útilokað að sprenging- arnar hefðu verið tvær. Þingnefndin hefur skýrt frá því að tveir menn frá Venezuela, sem nú sitja í fangelsi í Caracas, séu grunaðir um að hafa komið sprengju fyrir í vélinni, sem var af gerðinni DC-8, og hafa þeir verið ákærðir fyrir skemmdar- verk. Fidel Castro, forseti Kúbu, hef- ur sakað bandarísku leyniþjón- ustuna CIA um aöild að tilræðinu. Farþegaþotan var á leið frá Guyana til Kúbu þegar flugstjór- inn tilkynnti um sprengingu um borð 6. október í fyrra. dagsmorgun fara i frystihúsið eft- ir hádegi, en þeir sem voru í frystihúsunum fyrir hádegi fara þá á sjóinn. Pétur Ólafsson, sem um langt skeið hefur unnið að starfsfræðslu sjómanna, hefur undirbúið dagskrána fyrir Æsku- lýðsráð Kópavogs. Meirihluti Dana í móti EBE-aðild Kaupmannahöfn 23. júní. frá fréttaritara Mhl. Erik Larsen. SAMKVÆMT Gallupskoðana- könnun Berlingske Tidende er nú meirihluti Dana andvfgur aðild landsins að Efnahagsbandalagi Evrópu. 43% aðspurðra Dana sögðust vera andvíg aðildinni, en 39% hlvnt henni. Þegar þjóðarat- kvæðagreiðsla fór fram um málið f oktöber 1972 voru 57% með aðild að EBE en 33% á móti. Samkvæmt þessu hefur þvi orð- iö veruleg breyting á afstöðu al- mennings til bandalagsins. Aðeins helmingur þeirra, sem eru hlyntir áframhaldandi aðild Dana að EBE, er því fylgjandi að veita þingi bandalagsins aukin völd. Þetta atriði er talið skipta miklu máli, þvi Þjóðþing Dana verður að taka afstöðu til þessa atriðis á næsta þingtimabili. arinnar fengi af henni hærra af- gjald. Hliðstætt á sér stað um t.d. námur og olíulindir. Þessar ein- földu staðreyndir eiga hins vegar ekki við i sjávarútvegi. Grund- vallarreglan i sjávarútvegi er sú, að aðgangur að fiskimiðum er öll- um frjáls og fyrir veiðarnar þarf ekkert gjald að greiða, er sé hlið- stætt jarðarafgjaldinu, sem ábú- andi jarðar þarf að greiða eiganda hennar, eða leigu fyrir námu eða oliulind. Fiskimið verða ekki heldur keypt eins og bújarðir, einfaldlega vegna þess, að enginn hefur slegið eign sinni á þau, þannig að hann hafi rétt til þess að selja þau. Dæmin, sem rakin voru í grein- inni og ég endurtek auðvitað ekki hér, áttu að skýra, hvaða áhrif það hefur, að fiskimiðin eru sam- eign, að öllum er frjálst að sækja sjóinn án þess að greiða nokkuð fyrir það. Ef borin eru saman tvö mið, misjafnlega gjöful, má t.d. gera ráð fyrir því, að 100 sóknar- einingar á gjöfulli miðunum geti skilað, 20 millj. kr. afla á ákveðn- um tíma, en að 133 sóknareining- ar þurfi til þess að ná sama afla á sama tíma á lakari miðunum. Undir venjulegum kringum- stæðum er að sjálfsögðu fremur leitað á gjöfulli miðin. Tilhneig- ing verður til þess, að sókn sé aukin á þau, þangað til afrakstur á sóknareiningu er orðinn hinn sami á báðum miðunum. En þá hefur afrakstur á sóknareiningu á gjöfulli miðunum lækkað. Það ber vott um ofveiði. Aukin sókn hefur rýrt heildaraflaverðmætið og afrakstur á hverja sóknarein- ingu. Samfara þessu á sér stað van- nýting á lakari miðunum. Þetta sýnir, að sé sókn í fiskstofn aukin umfram hagstæðastan afla, rýrn- ar aflinn og þar með aflaverðmæt- ið. Sú viðbótarsókn„ sem skerðir aflann á gjöfulli miðunum, veldur því einnig, að aflaverðmætið minnkar á lakari miðunum. Það, sem hér þarf auðsjáanlega að koma í veg fyrir, er, að sókn sé aukin á auðugri miðin. 1 því skyni þurfa að vera fyrir hendi skilyrði til stjórnunar á málefnum sjávar- útvegsins. Innan fiskveiðilögsögu er það að sjálfsögðu verkefni rikisvaldsins að annast slíka stjórnun. En einnig mætti hugsa sér, að samtök á sviði sjávarút- vegs gerðu með sér frjálst sam- komulag um tilteknar ráðstafanir á sviði slikrar stjórnunar. Varð- andi veiðar á úthafinu er slfk stjórnun einvörðungu möguleg á grundvelli alþjóðasamninga. I greininni er vakin athygli á þeirri stjórnunaraðferð, sem nú er rædd í vaxandi mæli með fisk- veiðiþjóðum og t.d. Kanadamenn hafa beitt, þ.e. að nota veiðileyfi sem stjórnunartæki og láta greiða fyrir leyfin. Bent var á að slíkt yrði að sjálfsögðu ekki skattur á sjávarútveginn í heild, því að hann gæti fengið allar tekjurnar af veiðileyfunum. Dæmunum í greininni var ætlað að sýna, hvernig beita mætti slíkri stjórn- unaraðferð. í þeim var auðvitað gert ráð fyrir þvi, að tekjur sjó- manna yrðu að vera hliðstæðar tekjum i landi, án þess að nokkur afstaða væri tekin til þéss, hverj- ar þær tekjur þyrftu eða ættu að vera. En megintilgangur greinar- innar var sá, að leiða nokkur rök að þvi, að sú meginniðurstaða nú- tímafiskihagfræðinga sé rétt, að tengsl séu milli ofveiðivandamáls- ins og efnahagsskipulags sjávar- útvegsins, þ.e. þeirrar staðreynd- ar, að fiskimiðin eru sameign og að grundvallarreglan er sú, að að- gangur að þeim er frjáls og ótak- markaður. Adatfundur Krabbameinsfélags Is/ands: „Leitarstöðvarnar hafa unnið stórmerkt starf" — sagði formaður félagsins, dr. Ólafur Bjarnason AÐALFUNDUR Krahhameins- félags íslands var haldinn 13. maí 1977. Á fundinn mættu fulltrúar frá 13 krabbameins- félögum, auk stjórnar og starfs- manna. í skýrslu formanns félagsins, dr. Ölafs Bjarnasonar prófess- ors, kom fram að félagið hefur haldið uppi starfsemi í svipuðu formi og undanfarin ár. Leitar- stöð félagsins hefur fengist við leit að krabbameini í leghálsi og skipuleg leit að krabbameini í brjóstum hefur einnig verið gerð síðast liðin þrjú ár. „Það er nú ekki lengur neinum vafa undirorpið", sagði Ólafur, „að leitarstöðvarnar hafa unnið stórmerkt starf og árangur af starfsemi þeirra hefur komið greinilega í ljós með lækkaðri dánartínði úr leghálskrabba- nteini og verulegri fækkun á hinum alvarlegri tilfellum". Á árinu 1976 dóu aðeins 5 konur úr leghálskrabbameini. Engin af þeim hafði mætt til hópskoð- unar. Þess skal getið að þegar dánartalan var sem hæst.hér á landi vegna þessa sjúkdóms, ár- ið 1969, dó 21 kona úr honum. Alls voru skoðaðar 11.932 kon- ur á s.l. ári í hópskoðunum en starfsemin nær til 35 staða á landinu. Greint var krabba- mein í brjósti hjá 12 konum, hjá 10 konum krabbamein i legi og eggjastokkum og forstigs- meinsfélaganna hefur að mestu leyti hvílt á herðum Krabba- meinsfélags Reykjavikur. Hef- ur starfið fyrst og fremst beinst að baráttunni gegn reykingum og einkum farið fram i barna- og unglingaskólum. Tvö önnur krabbameinsfélög, Krabba- meinsfélag Snæfellsness og' Ktabbameinsfélag Siglufjarð- ar, hafa sinnt fræðslustarfi og haldið námskeið fyrir þá sem vilja hætta aö reykja en síðar- nefnda félagið hafði um það samvinnu við Hjartavernd. Fréttabréf um heilbrigðismál kom tvisvar út á s.l. ári og með nokkuö nýju sniði. Ákveðið hef- ur verið að halda útgáfu blaðs- ins áfram og er prófessor Ólafur Bjarnason ritstjóri þess nú. Valin hefur verið 12 manna ritnefnd. f'yrirhugað er að blaðið komi út reglulega fjór- um sinnum á ári, en upplag þess er 6000 eintök. Á fundinum var skýrt frá því aó áhugi væri fyrir að stofna samtök mcðal fólks sem gengið hefur undir erfiðar lækninga- aðgerðir eða fengið sjúkdóms- greininguna krabbamein. Undirbúningur er þegar hafinn aö stofnun slíkra samtaka. P'or- maðurinn lýsti þvi yfir að Krabbameinsfélag íslands mundi standa við bakiö á slík- um félagsskap ef óskað yrði eft- ir þvi. ölafur Örn Arnarson læknir og Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri. Að loknum aöalfundi var haldin fræðslufundur. Þar fluttu Jónas Hallgrímsson yfir- læknir erindi um lungna- krabbamein og um tíðni ýmissa annarra krabbameina og Auö- ólfur Gunnarsson læknir flutti erindi um tilraunastarfsemi varðandi ónæmislækningar á illkynja æxlum. Á aðalfundinum voru sam- þykktar eftirfarandi ályktanir: 1. „Aðalfundur Krabba- meinsfélags tslands, haldinn 13. mai 1977, beinir peim til- mælum til heknaráða Borgar- spítalans, Landakotsspflalans og Landspitalans, að þau taki til athugunar hvort ekki þyki fýsilegt aö konia á fót sam- starfshóp læknaniöanna sem vinni að skipulagningu krabba- meinslækninga og samrænt- ingu á flokkun, greiningu og meðferð illkynjaðra æxla." 2. „Aðalfundur Krabba- meinsfélags íslands, haldinn 13. maí 1977, beinir þeim til- mælurn til heilbrigöismálaráð- herra að hann skipi nefnd sér- fróðra manna til aö gera tillög- ur nm framtiðarfyriruomulag krabbameinslækninga hér á landi." 3. „Aðalfundur Krabbameins- félags Islands, haldinn i Frá aðalfundi Krabbameinsfélags tslands. t ræðustúl er formaður félagsins, dr. Ólafur Bjarnason. breytingar i leghálsi fundust hjá 10 konum. Hjá frumrann- sóknarstofu félagsins eru skoð- uð sýni frá ieitarstöðvum og sjúkrahúsum og hefur sú starf- semi aukist stöðugt. í sambandi við krabbameins- skrána gat formaðurinn þess að öll sú samvinna sem félagið hefur við aörar rannsóknar- stofnanir, erlendar sem inn- lendar, væri meira og rninna byggð á efniviö úr krabba- meinsskránni en starfsemi hennar nýtur ýmissa erlendra styrkja til vísindastarfsemi. Samvinna krabbameinsfélag- anna á Norðurlöndum hefur þetta árið beinst að því að standa sameiginlega að ályktun og áskorun til sjónvarps og út- varpsstöðva á Norðurlöndum, hugsanlega í gegnum Nordvision, varöandi fræðslu og útbreiðslustarfsemi og er ætlunin að nýta þessa fjölmiðla haustið 1978 i þessu skyni. Fræðslustarfsemi krabba- Gjaldkeri félagsins, Hjörtur Hjartarson forstjóri, las upp og lagöi fram endurskoðaða reikn- inga fyrir árið 1976. Niður- stöðutölur á rekstrarreikningi voru 25 milljónir króna og er það hækkun frá fyrra ári um 5.7 milljónir króna. Framlag á fjárlögum ríkisins var stærsti tekjuliðurinn, rúmlega 13 milljónir. Næst koma framlög krabbameinsfélaganna, rúm- lega 6.5 milljónir króna. Gjafir og áheit námu rúmlega 1.5 milljón króna. Margar gjafirn- ar voru tengdar 25 ára afmæli félagsins en það var á s.l. ári. Prófessor Ölafur Bjarnason var endurkjörinn formaður. Ur stjórninni áttu að ganga dr. med. Friðrik Einarsson og Matthfas Johannessen ritstjóri. Þeir voru báðir endurkjörnir. Aörir í stjórn eru: Erlendur Einarsson forstjóri, Helgi Elías- son fv. fræðslumálastjóri, Hjörtur Hjartarson forstjóri, Jónas Hallgrímsson yfirlæknir. Reykjavík 13. maí 1977, fagnar samþykkt laga um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreyking- um. Þakkar fundurinn heil- brigðismálaráðherra og ríkis- stjórn flutning lagafrumvarps- ins á Alþingi og þingmönnum eindreginn stuðning viö rnáliö. Fundurinn væntir þess að samkvæmt heimild í lögunum verði sem fyrst settar víðtækar skoröur við reykirigum f húsa- kynnum sem eru til al- menningsnota, svo og í hvers konar farartækjum sem rekin eru gegn gjaldtöku. Jafnframt heitir fundurinn á stjórnvöld og landsmenn alla að iryggja að ákvæðum laganna urn algjört bann við tóbaksaug- lýsingum verði framfylgt. Fundurinn þakkar árangurs- rikt starf Santstarfsnefndar um reykingavarnir og væntir mik- ils af þeirri nýju nefnd sem skipa ber samkvæmt liigunum til að annast framkv;emd þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.