Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480 Þeir sem tapa og þeir sem græða Iforystugrein Morgunblaðsins í gær var bent á, að samningar þeir, sem gerðir voru í vikunni á vinnumarkaðnum, væru verðbólgusamningar og óhætt væri á slá því föstu, að verðbólgan mundi aukast en ekki minnka á næstu mánuðum og misserum. Ástæðan er til að staldra við þessa bláköldu staðreynd og rifja upp hverjir hagnast á þessari þróun og hverjir tapa á henni með hliðsjón af því, að þing Alþýðusambands íslands samþykkti sl. haust að í þessum kjarasamningum ætti fyrst og fremst að bæta hag láglaunafólks. í hópi lág- launafólks í landi okkar eru ekki bara þeir sem taka laun fyrir unnin störf heldur og einnig vaxandi hópur lífeyris- Þega. Þeir sem tapa á verðbólguþróuninni sem framundar er í kjölfar þessara kjarasamninga eru hinir lægstlaunuðu og lífeyrisþegar og sparifjáreigendur. Reynslan sýnir aö óðaverðbólga kemur verst niður á láglaunafólki og líf- eyrisþegum. Hvaöa ráðstafanir sem gerðar eru til þess aö tryggja hag þeirra, sem verst eru settir í óðaverðbólgu, duga þær aldrei til fullnustu. Ein versta afleiðing óða- verðbólgunnar er sú, að kjaramunurinn verður stöðugt meiri. Það er þróun, sem gengur þvert á allt það, sem við höfum reynt að byggja upp í þessu landi á siðustu áratugum, það þjóðfélag jafnræðis í lífskjörum, sem við höfum reynt að koma á fót. Nú kann þvi að vera haldið fram, að svo tryggilega hafi verið gengið frá vísitölu- ákvæðum í þessum kjarasamningum, að kaupmáttur launa hinna lægstlaunuðu hafi verið tryggður. Sann- leikurinn er þó sá, að frá miðjum næsta vetri mun vísitalan hækka samkvæmt prósentu og í vaxandi óða- verðbólgu þýðir það, að launamunurinn tekur stökk- breytingum. Láglaunafólk og lífeyrisþegar, hafa ekki fjármagn eða aðstöðu til að verða sér úti um fjármagn til þess að taka þátt í verðbólguleiknum. Þess vegna mun þessi hópur þjóðfélagsþegna halda áfram að tapa á næstu árum í lífskjarakapphlaupinu. Svo vill til, að það eru ekki sízt aldraðir lífeyrisþegar og láglaunafólk, sem safnar sparifé í banka. Hinir öldruðu vilja með því tryggja sér öryggi f ellinni og láglaunafólkið, sem hefur svo lítið handa á milli, gerir tilraun til þess að skapa sér eitthvað fjárhags- legt öryggi með því að leggja fjármuni til hliðar, þótt ekki séu miklir. Hver króna, sem í dag er lögð í banka með þessum hætti, er greidd til baka með minni krónu. Þannig heldur þetta fólk enn áfram að tapa og hefur engin tækifæri til þess að taka þátt í þeim verðbólguleik, sem staðið hefur hér býsna lengi og á eftir að blómstra mjög á næstu mánuðum. Niðurstaðan af kjarasamningunum er því sú að þeir sem áttu að fá bætt kjör og fá það kannski á pappírnum eða fyrst í stað eins og kjarasamningarnir líta út, verða þeir, sem raunverulega tapa þegar til lengdar lætur. En aðrir græða. Verðbólgubraskarar græða. Allir þeir, sem markvisst stefna að því að hagnast á verðbólgunni með ýmsum hætti með því að safna eignum sem hækka í verði í krafti lánsfjár, sem lækkar í verði, og hvort sem þetta er gert í stórum stíl eða smáum, hvort sem um er að ræða launþega eða atvinnurekendur, munu bæta við eignir sínar í krafti aukinnar verðbólgu. En þeir munu gera það á annarra kostnað. Þetta eru verðbólgubraskarar, stórir og smáir, sem allir höfðu hag af því að þessir kjarasamn- ingar yrðu það háir, að tryggt væri að verðbólga mundi aukast á ný, sem nú standa með pálmann í höndunum. Þetta eru ekki endilega einhverjir vondir „braskarar“. Þetta er talsverður hluti þjóðarinnar, sem hefur vanizt þeim hugsunarhætti, að verðbólgan ein geri fólki kleift að eignast eitthvað. Samfélagiö í heild tapar: Staða gjaldmiðilsins veikist, fjárflótti verður úr lánastofnunum yfir í steinsteypu, afkoma atvinnufyrirtækja mun versna stórlega og þjóðarbúskapur okkar íslendinga standa höllum fæti. Allt þetta vissu menn fyrirfram og kemur því engum á óvart. En hvernig má það vera, að ein bezt menntaða og bezt upplýsta þjóð í heimi höggvi þannig stöðugt í sama knérunn? i . VEIÐIÞA TTUR * ÉG HEF tekið að mér í sumar að sjá um vikulegan þátt í Mbl. um veiðar. Þetta á að vera nokkurs konar dægrastytting min og skemmtun þeirra sem hafa gaman af veiðum og úti- veru í frístundum sfnum, og ég vona að þátturinn verði til þess að auka veg stangaveiði- fþróttarinnar, bæði meðal þeirra sem iðka hana, og þeirra sem ekki hafa kynnst henni ennþá. í þessum fyrsta þætti fer vel á þvi að reyna að skilja í hverju fþróttin er fólgin, hvers vegna hún hefur náð svo al- mennum vinsældum og hvaða siðvenjur fylgja henni. Stangaveiði er íþrótt, bæði i hinum forna skilningi þessa orðs, sem nefndi það „íþrótt“ manns, sem hann gerði vel af kunnáttu, og hinum nýja, sem yfirleitt tekur til einhvers kon- ar aðgervis eða þrengri líkam- legrar merkingar. Stangaveiði- íþróttin er veiðiskapur. Henni hefur tekist að taka við nýjum og sífellt fjölmennari kynslóð- um og gefa þeim stað í náttúr- unni fyrir iðkun elstu löngunar mmannsins og frumþarfar hans, þeirrar að veiða. Að þessi löngun er elst sjáum við af því að það fyrsta sem barn lærir af sjálfu sér, er að taka hlut til sín og mynda orðið mitt, en milli þess að taka til sfn, að draga björg f bú og veiða, er aðeins eðlisbundinn stigsmunur. Stangaveiðiíþróttin svalar feg- urðarlöngun mannsins á mjög svipaðan hátt og frumlistirnar sjö. í tíma og rúmi leitar hún samræmis; forms, hraða og þroska. Og þar með má segja að kjarni stangaveiðinnar sé kom- inn, nefnilega íþrótt, veiði og fegurð. Annað sem menn finna í þessari skemmtun er einnig meira og minna almennt, en þó frekar bundið hverjum og ein- um fyrir sig; lundarfari hans, uppeldi, þörf og hæfileikum. Einn leitar einveru, annar félagsskapar og getur sjálfur valið hvort heldur hann vill. Eins getur sá maður haft ánægju af stangaveiði sem upp- eldis síns vegna metur lítils það sem er utan vega eða þéttbýlis, og af þörf manna og hæfileik- um ráðast ótal möguleikar. Einn leitar hraða og snerpu at- burðanna, hinna kviku stríðu toga og leiftrandi afls veiði- dýrsins. Annar yrkir ósjálfrátt við að hlusta á nið árinnar. Hinn þriðji verður þá fyrst kát- ur, þegar veiðin er treg og það reynir á hvort maðurinn er veiðimaður. Svo er það nostrar- inn, sem dundaði sér í allan vetur við að hnýta flugur, og heldur svo áfram að dunda sér sumarlangt eins og lítið barn í sandkassa. Og maðurinn, sem sífellt leitar nýrrar vitneskju um skordýr vatnanna og jurtir landsins og steinaríki þess. Stangaveiðiíþróttin býður þess vegna hverjum manni eitthvað við hans hæfi og ótal mörgum allt. Sú er ástæða vinsældar hennar. Hin þrengri merking stanga- veiðiíþróttarinnar, sú er lítur að atferli, felst í því að láta dýrið sækja agnið. Þessi skil- greining er ófrávfkjanleg og ein sönn, því í henni leynist kjarni skemmtunarinnar; íþrótt, veiði og fegurð. í meginatriðum stunda menn stangaveiðar á sama hátt. Mis- munurinn liggur aðallega í því hvers konar agn er notað, en einnig í því hvort rennt er fyrir lax eða silung. Enginn veit hvers vegna lax tekur agn er silungur bítur þeim mun frekar á sem agnið líkist meir náttúr- legri fæðu hans. Ásókn manna í ár, læki og vötn landsins fer því mjög eftir því hvort þeim er mikilsverðari hrikaleg átök hins ókrýnda konungs fisk- anna, laxins, eða ffngerð ástundun þeirrar kunnáttu að blekkja silung með sem bestri eftirlíkingu fæðuvals hans. Þessi ólíku náttúrulegu hegð- unarviðbrögð fiskanna valda því, að enn um langa framtíð mun stangaveiðiíþróttin taka við nýjum iðkendum og vera almenningsíþrótt. Um siðareglur stangaveiði- manna er það að segja að þær hafa sprottið af fordæmi hinna bestu drengja og áunnið sér sess sem óskráðar hefðir í sam- skiptum veiðimanna, eða öllu heldur sem ákveðið hugarfar þeirra. Þetta hugarfar rekur ætt sína titil virðingar og vel- vilja. Virðingar fyrir öðrum mönnum og veiðidýrinu og landinu. Við erum að sjálfsögðu ekkert annað en það sem við hugsum og framkoma okkar gagnvart hvor öðrum, veiðidýr- inu og umhverfi þess er mæli- kvarði á það sem með okkur býr hið innra. í veiðimanna- hópi erum við glaðir og reifir. Hjálpsamir og opinskáir félag- ar, sem jafnframt því að svala löngun okkar eftir frjálsri úti- veru og veiðiskap, leitum sam- ræmis mannsins við náttúruna. Lífið er skemmtilegt. J.Hj. Danskur kór á söng- ferðalagi hér á landi BLANDAÐUR kór frá skólabænum Haslev á Sjá- landi er á söngferðalagi hér á landi þessa dagana til 3. júlí n.k. Kórinn syngur í Reykjavík, Skálholti, Mývatnssveit, Húsavík, Olafsfirði og Akureyri. Kórfélaar eru 34 á aldrinum 15—32 ára og stunda nám eða hafa þegar lokið námi við mennta- skólann í Halsiev. Kórinn hefur m.a. haldið tónleika í Austurríki, Póllandi og Sovétrfkjunum. Kór- inn tók þátt í alþjóðlegri kóra- keppni í Vín á síðasta sumri, og hlaut þar góða dóma. Danska sjónvarpið fékk kórinn til að flytja nokkur lög á sjónvarpsdag- skrá s.l. gamlárskvöld vegna frammistöðu hans í kórakeppn- inni. Söngskrá kórsins hér álandi eru þjóðlög, negrasöngvar og lög eftir Bach, Bellmann, Mozart, Nielsen, Gunnar R. Sveinsson o.fl. Kórinn kemur fyrst fram í Reykjavík í dag. kl. 5 i Háteigs- kirkju. Á morgun, sunnudag, syngur kórinn í Skálholti og hefj- ast tónleikar kl. 5 siðdegis. Á mánudag verður kórinn á Norðausturlandi og syngur í Skjólbrekku, Mývatnssveit, kl. 9. Þriðjudaginn 28. júní eru tón- leikar kl. 9 í Húsavíkurkirkju. Miðvikudag 29. júní i Tjarnar- borg á Ólafsfirði á sama tíma. Lokatónleikar kórsins hér á landi eru í Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 30. júní kl. 20.30. Móttöku og skipulagningu ferðarinnar hér annast kór Menntaskólans f Hamrahlíð og á Norðurlandi, félagar úr Passíu- kórnum ásamt Tónlistarskólanum á Akureyri. Meðfylgjandi mynd er af kórn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.