Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNI 1977
21
ALHJiMhL
„Sterkasta vörn Vesturlanda er lifandi vitund vesturlandamanna
llfsgildi einstaklingshyggju og virSingar fyrir vlsindum."
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmsmmmimmmmsmmmmmmmmmmammm
eftir HANNES GISSURARSON
sofandahátturinn
Oft er um það deilt, hvar tslendingai
eigi að vera með jarðarbúum. Allir
telja að visu samvinnu okkar við aðrar
Norðurlandaþjóðir æskilega, en það
hefur verið mikið ágreiningsefni ís-
lenzkra stjórnmála í rúman aldarfjórð-
ung, hvort við eigum samleið með öðr-
um vesturlandaþjóðum i varnarmálum,
viðskiptamálum og menningarlegum
efnum — í Atlantshafsbandalaginu,
Fríverzlunarbandalagi Norðurálfu og
öðrun> samtökum vestrænna þjóða.
Enn eru til menn, kommúnistar eða
sameignarsinnar, sem telja, að Islend-
ingar eigi að tengjast Ráðstjórnarrikj-
unum og fylgiríkjum þeirra í viðskipta-
og varnarmálum, þótt þeim hafi reynd-
ar fækkað mjög siðasta áratuginn. Hin-
ir eru fleiri, draumlyndu sveimhugarn-
ir, sem horfa til „þriðja heimsins" eða
þróunarlandanna, halda hlutleysi Is-
Heródesarvöllur við Akrópólishæð.
legt, að mannkynssagan kann ekki að
greina frá mildara og mannúðlegra
skipulagi en á Vesturlöndum, i vest-
rænum lýðræðisríkjum nútimans —
þótt þvi fari líka fjarri, að það sé
gallalaust. Og á þeirri vargöld, sem
Hitler og Stalín, Brjesnjeff, Bókassa og
Amin athafna sig á, eru varnarstofnan-
ir einstaklinganna lífsnauðsynlegar.
VIRÐINGIN
FYRIR VÍSINDUNUM
Stéttaskipun Hindúa, rikisnýting
(sem er nú á dögum stundum nefnd
„þjóðnýting") ailra atvinnuvega með
Fornegyptum og Mesópótamiumönn-
um og forsjárstefna Inkanna í Vestur-
heimi eru til marks um, að einstakl-
ingshugsjónin var varla til með þessum
þjóðum. Annað sérkenni þeirra var, að
öll hugsun var lögð í læðing hjátrúar
og hleypidóma, þær höfðu að vísu vald
á tiltekinni tækni, en kunnu ekki vís-
indalega rannsókn. Með vísindin að
vopni lögðu vesturlandaþjóðirnar und-
um
VARNIR VESTURLANDA
lands í átökum Austur- og Vesturlanda,
einræðis- og lýðræðisrfkja, raunhæft
og krefjast „samstöðu" með þróunar-
löndunum. En flestir Islendingar eru
ósammála hvorum tveggja, sameignar-
sinnanum og sveimhuganum. Við vilj-
um langflestir treysta bræðraböndin
við þjóðir Vesturlanda, bæði í Norður-
álfu og Vesturheimi, hafa varnarsam-
vinnu við Bandarikjamenn og eiga við-
skipti og önnur samskipti við þá og
aðrar vestrænar þjóðir. Við teljum með
öðrum orðum tsland til Vesturlanda,
en hvorki til kommúnistalandanna né
þróunarlandanna.
Hvers vegna? Umfram allt vegna
þess, að hugsjónir okkar eru svipaðar
hugsjónum annarra vestrænna þjóða,
og hagsmunirnir fara einnig saman i
flestum efnum. Við höfnum kenningu
Marxs, sem er stjórnskipuð i Austur-
löndur.um, og þeirri samsteypu marx-
stefnu og þjóðernisstefnu, sem virðist
vera algeng í þróunarlöndunum. Menn-
ing tslendinga er vestræn menning. En
það er svo um vesturlandahugsjónina,
að hún hefur hætt að bera með ser
baráttuandann. Alkunna er, að hug-
sjón, sem verður að veruleika, breytist
í viðtekna skoðun — svo sjálfsagða, að
menn gleyma henni. Lýðræðissinnarn-
ir sofna, þvi að frelsið og lýðræðið er
sjálfsagt. Eitt virðist einungis geta vak-
ið þá af værum blundi: athafnasemi
andstæðinganna. Vissulega eru and-
stæðingar vestrænnar samvinnu á Is-
landi athafnasamir, þótt þeir fari
reyndar fáar ferðir til fylgis. „Her-
stöðvarandstæðingar“ hafa fengið í
fylkingu sina margan sakleysingjann,
þeir halda i sifellu fundi, syngja stjórn-
málasálma, ganga um nágrenni Reykja-
víkur og gefa út blöð. Dropinn holar
steininn, og þessum mönnum hefur,
þótt fáir séu, tvisvar tekizt að gera
hugðarefni sin að baráttumálum rikis-
stjórna — tveggja „vinstri" stjórna,
sem hafa setið á Islandi.
Ég held, að lýðræðissinnar þurfi
reyndar ekki að óttast afl sameignar-
sinna og sakleysingjanna, bandamanna
þeirra. í>að er litið enda er málstaður-
inn fráleitur. Lýðræðissinnar á Islandi
þurfa fremur að óttast sofandahátt
sjálfra sin. Ef þeir missa sjónar á þeim
hugsjónum eða verðmætum, sem
kenna má við menningu Vesturlanda,
ef þeir halda ekki vöku sinni, heldur
sofna, fer svo að lokum, að kommúnist-
um verður að ósk sinni um varnarlaust
Island. Sannleikurinn er sá, að sterk-
ustu varnir Vesturlanda eru lifandi
vitund lýðræðissinna um hugsjónir sin-
ar — um vestræna menningu. Og i
þessari grein ætla ég að fara fáeinum
orðum um hana.
SIÐUN OG MENNING
Orðið ,,menning“ hefur verið misnot-
að og ofnotað eins og mörg önnur lofs-
yrði, og þess vegna er vandaverk að
finna merkingu þess. En þó má i upp-
hafi gera einfaldan greinarmun á siðun
og menningu. Það var Sigurður Nordal,
sem gaf þessum greinarmuni islenzk
nöfn. Siðun — sem Englendingar kalla
„civilization" — er fólgin í háttum
raanna, atvinnuháttum, umgengnis-
venjum og öðru slíku. Einhver siðun er
sameiginleg öllum hópum manna, sem
komnir eru af hirðingjastiginu, hættir
að reika um óbyggðir til aðfanga. Hún
er reglukerfi þeirra, til dæmis tækni-
legt vald þeirra yfir náttúrunni. En
menning — sem ensk tunga á orðið
„culture" um — er annars eðlis. Hún
er fólgin í þroska einstaklinganna, af-
stöðu þeirra til lífsgilda eins og frelsis,
auðs og heilsu, verðmætamati þeirra og
hugsjónum. Svo er menning sem innri
maður. Og menningin skilur menn frá
dýrum, mannabyggð frá býflugnabú-
um. Hún veitir mönnunum „þegnrétt í
ljóssins ríki“, eins og Einar Benedikts-
eon kvað. Hana má greina í bókmennt-
um og öðrum listum, í verkum spá-
manna, listamanna, heimspekinga og
visindamanna: Þessi verk eru til marks
um menningu stundar og staðar. Og
það er í slíkri merkingu, sem ég nota
orðin „menning Vesturlanda". Menn-
ing Vesturlanda er sú afstaða upp-
lýstra einstaklinga til manns og heims,
sem hefur smám saman verið að verða
til á Vesturlöndum og átti upphaf sitt
með Grikkjum hinum fornu. Þeir
reistu eina stoð hennar, Gyðingar aðra
og norrænir menn hina þriðju. Hennar
vegna viljum við vinna með öðrum
vestrænum þjóðum, og Atlantshafs-
bandalagið var stofnað af illri nauðsyn
til þess að verja hana, þótt það sé
vitanlega lika hagsmunabandalag. Við
eigum sameiginlegan menningararf,
sem er okkar að ávaxta — lifsgildi, sem
menn gleyma stundum i dægurglaumn-
um.
En hver eru sérkenni vestrænnar
menningar? Hver eru þessi lifsgildi, og
hvers vegna eru þau eftirsóknarverð?
Ég held, að tilraun til þess að svara svo
viðamikilli spurningu í stuttri blaða-
grein geti varla tekizt vel, en þó ber að
telja tvær hugsjónir öðrum fremur
vestrænar: einstaklingshugsjónina og
virðinguna fyrir vísindunum. Lifsmátt-
ur menningar Vesturlanda er í þeim
fólginn.
EINSTAKLINGS
HUGSJÓNIN
Grikkir höfðu grun um það, að ein-
staklingurinn með réttindum sinum og
skyldum væri til, og forngriski fræðar-
inn Prótagóras kom fleygum orðum að
þessum grun: „Maðurinn er mæli-
kvarði allra hluta.“ En þessi grunur
varð ekki að fullri vissu fyrr en i
boðskap kristinnar trúar um helgi
mannsins — um manninn sem sálar-
veru, um mannkynið sem bræðralag
einstaklinga. Þessi mannréttindahug-
sjón er öllum öðrum mikilvægari i
stjórnmálum, þótt Vesturlandaþjóðir
séu einar um það nú á dögum að viður-
kenna hana. Lýðræði er sú stjórnskip-
un, sem er rökrétt að henni gefinni.
Afdrifarikasta bylting mannkynssög-
unnar var, held ég, gerð, þegar ein-
staklingurinn kom til sögunnar, steig
fram úr hjörðinni. En allar byltingar
geta af sér gagnbyltingarmenn, og hóp-
hyggja af ýmsum stærðum og gerðum
hefur jafnan verið andstæða einstakl-
ingshyggjunnar. Steinaldarmenn hóp-
uðust saman i ættbálka, kommúnistar í
stéttir og fasistar i kynþætti cða þjóðir.
En einstaklingshyggjusinnar draga
menn ekki í slika dilka, mannkynið er
fyrir þeim ein heild sjálfstæðra ein-
staklinga. Og vandi stjórnmálanna er
að mati þeirra að setja reglur um sam-
skipti þessara sjálfstæðu einstaklinga.
Forsenda frjálslyndrar stjórnmála-
skoðunar og almennra mannréttinda er
einstaklingshugsjónin, trúin á frum-
rétt allra mann til frelsis. Þessari hug-
sjón hafna fasistar og kommúnistar, og
hún er að engu höfð í rikjum þeirra,
bæði i kommúnistalöndunum og lönd-
um þriðja heimsins. Og það gerir gæfu-
mun þeirra og hins frjálsa heims Vest-
urlanda. En kynlegt er það, að margir
Vesturlandabúar, bæði fasistar og
kommúnistar og jafnvel þeir, sem kalla
sig „menntamenn", láta ekkert tæki-
færi ónotað til þess að reyna að koma
óorði á einstaklingshugsjónina. Þeir
samsama hana hóflausri eigingirni eða
ofurmennatrú, þótt öllum sé það vitan-
ir sig hálfan heiminn. Og þeirra vegna
hafa þær brotið af sér bönd eymdarinn-
ar. Margir vesturlandamenn gleyma
þvi, að forsenda farsældarrikisins er
iðnvæðingin, og hún var og er reist á
vísindalegri hugsun. Vísindin er sann-
kallað ævintýri mannsandans, til vitnis
um óþrjótandi hugarflug hans.
En þau eiga sína andstæðinga eins og
einstaklingshugsjónin. Bæði fasistar
og kommúnistar hafa reynt að njörva
þau niður við kenningar sinar eða
kreddur. Sannleikur visindanna verð-
ur að víkja fyrir stjórnskipuðum stóra-
sannleika: Nazistar höfnuðu til dæmis
afstæðiskenningu Einsteins sem „gyð-
inglegri“ og kommúnistar erfðafræði
Mendels sem „borgaralegri". (Þess má
geta, að i Tímariti Máls og menningar
var árið 1950 birt löng ritgerð til varn-
ar þessum stóradómi um „borgaralega“
erfðafræði). Þeir reyna að gera úr vis-
indunum andlausa tækni, gera visinda-
manninn að þjöni valdsins. Og á Vest-
urlöndum óttast sértrúarmenn og
sveitasælupostular þau, af þvi að þeir
þekkja þau hvorki né skilja. Vísindin
eru bundin einstaklingshugsjóninni
föstum böndum, þvi að vaxtarbroddur
þeirra er hugkvæmni visindamann-
anna sem einstaklinga, til vísinda þarf
rannsóknarfrelsi, afskiptaleysi (eða
lágmörkun afskipta) rikisvaldsins.
Málsvörn vísindanna er annað brýn-
asta verkefni lýðræðissinnans nú á
dögum, er rökhatrið færist i sifellu i
aukana.
VAKAN ER
STERKASTA VÖRNIN
Ég hef í þessu spjalli gert örlitla
grein fyrir þeim tveimur verðmætum,
sem kalla má vestræn — verðmætum,
sem gera menningu okkar þess virði að
verja hana. Ég held, að öllu öðru mikil-
vægara sé að missa ekki sjónar á þeim,
þvi að sterkustu rökin fyrir samvinnu
okkar við önnur Vesturlönd eru fólgin
i sameiginlegri menningu okkar. Því
fer vitanlega fjarri, að Atlantshafs-
bandalagið og önnur varnar- og við-
skiptasamtök vestrænna þjóða séu
holdtekjur þessara hugsjóna. Þau eru
ófullkonnn eins og allar stofnanir
mannsins. Til skamms tíma voru til
dæmis tvö bandalagsriki okkar, Port-
úgal og Grikkland, undir einræðis-
stjórn. Og stjórnarfarið í Tyrklandi
hefur varla verið til fyrirmyndar. En
ef menn virða menningu Vesturlanda,
ber þeim að styðja varnarstofnanir
hennar. En þeir verða einnig að átta
sig á þvi, að engar stofnanir geta gegnt
hlutverki sinu nema einstaklingarnir
innan þeirra hafi til þess vit og vilja.
Bandarikjamenn biðu ósigur i Indó-
Kina vegna þess, að þeir börðust ekki
fyrir hugsjónum. Maðurinn verður að
trúa á eitthvað, og þess vegna er sem
fyrr sagði i þessari grein sterkasta vörn
Vesturlanda lifandi vitund vestur-
landamanna um það, sem er i húfi —
um menningu Vesturlanda, lífsgildi
einstaklingshyggju og virðingar fyrir
visindunum.
Vísinda-
maðurinn
Milton
Friedman
tekur
viS
Nóbels-
verSlaun-
um í
hagfræSi
1976.