Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNI 1977 7 Kjarasamning- ar — loksins Kjarasamningar hafa nú loksins tekizt á grundvelli sáttatillögu sáttanefndar, sem lögð var fram fyrir meir en mánuði. Ljöst er að vísu, að samningar þess- ir eru verðbólguhvetj- andi og þýða óhjá- kvæmilega meiri verð- bólgu á samningstíma- bilinu, einkum á sfðari hluta þess, en hér hefur verið sfðustu tvö miss- erin. Engu að sfður er mikilvægt að deilan skuli nú loksins leyst án algerrar stöðvunar verðmætaframleiðslu f þjóðarbúinu, sem hlýt- ur f bráð og lengd að verða að standa undir þeim lffskjörum er þjóðin skammtar sór á hverjum tíma. Tvennt hlýtur að vekja athygli varðandi lyktir þessarar deilu, hvaða skoðanir sem menn annars hafa á áhrifum samninganna á efnahags- og verðlags- þróun í landinu. Ilið fyrra er, að það tókst að hindra það að kjaradeil- an yrði gerð að meiri- háttar stéttaátökum f landinu, með allsherj- arverkfalli og langtfma stöðvun verðma'tasköp- unar, f þeim tilgangi fyrst og fremst að knýja löglega kjörna rfkis- stjórn frá völdum, eins og Þjóðviljaklfkuna f Alþýðubandalaginu dreymdi um. Hin síðari staðreyndin er sú, að lyktir samninganna nú eru nær þær sömu og fólust f sáttatilboði sáttanefndar fyrir meir en mánuði. Sáttanefnd- in lagði sem sé til lykil- lausnina upp f hendur manna fyrir meir en mánuði, en óþjálir, „hefðbundnir“ vinnu- hættir, eða aðrar orsak- ir, töfðu samninga þrátt fyrir það vikum saman. Er ekki kominn tími til að huga að nýjum vinnubrögðum á þess- um vettvangi? Afstaða rfkisstjórnar frá upphafi hefur skipt sköpum um, að unnt var að ná samningum án langvarandi vinnu- stöðvana og meiri hátt- ar röskunar á efnahag þjóðarheildar. Þáttur hennar felst m.a. f skattalækkun (nýju skattþrepi), meiri nið- urgreiðslum á nauð- synjum, umbótum á sviði Iffeyris- og trygg- ingamála, fbúðabygg- ingum, stefnumörkun á sviði hollustuhátta og örvggis á vinnustöðum o.fl. Rfkisstjórnin var- aði að vfsu allan tfmann við hættum verðbólgu- áhrifa, ef of stórt stökk yrði tekið. Nú verður hins vegar að horfast í augu við orðinn hlut og gera allt sem f mann- legu valdi stendur til að draga úr neikvæðum áhrifum samninganna — en treysta þau já- kvæðu. Ekki má styggja Sovétríkin! Vfðavangur Tfmans fjallar í gær um einok- un kommaforystunnar í Alþýðubandalaginu á starfsemi svokallaðra „herstöðvaandstæð- inga“ — og vitnar í þvf sambandi til „Verka- lýðsblaðsins", sem einn af sérhópum róttæki- inga gefur út. Er eftir- farandi birt upp úr þessu vinstra sinnaða blaði: „Ekki fæst samþykkt á ráðstefnum samtak- anna yfirlýst andstaða við útþenslu Svoétrfkj- anna. .. beinn áróður er rekinn fvrir sósíal- heimsvaldastefnu í dag- skrá Straumsvfkur- göngu... vinir Varsjár- bandalagsins fá óáreitt- ir að reka áróður gegn þeim öflum í heiminum sem raunverulega vinna f.vrir alþýðuna og friðinn. .. starf alþýðu- bandalagsforystunnar miðar að þvf að beina öllu afli herstöðvaand- stæðinga ofan í kjör- kassa." Svo er nú það! Rannsóknar- blaðamennska? Tíminn vitnar í gær til könnunar, sem nem- endur við Menntaskól- ann á Akureyri gerðu þar á staðnum. I orða- lagi Tímans verður nið- urstaðan stundum kyndug. Ilann segir m.a.: „Fólk, sem býr í yngstu hverfunum, virðist njóta betri lána- fyrirgreiðslu, þ.e. skuldar yfirleitt meira en fólk í elztu hverfun- um.“ Það er merkileg rannsóknarblaða- mennska — eða hitt þó heldur — að fólk, sem býr f nýbyggðum hús- um, skuldi meira en hinir, sem búa í göml- um og niðurgreiddum húsum! Könnun skólanem- anna er á flestan hátt lofsverð og eftirteklar- verð. En „rannsóknar- blaðamennskan" la-tur ekki að sér ha-ða. þegar hún fer að vinna úr nið- urstöðunum. I I GUÐSPJALL DAGSINS: Lúkas 15, 1 —10: Ilinn týndi sauður. LITUR DAGSINS: Grænn. Táknar vöxt. Einkum vöxt hins andlega Iffs. LANGHOLTSPRESTAKALL Guðsþjónusta kl. 2 siðd. (ath. breyttan messutíma). Séra Áre- lius Níelsson. IIJÁLPRÆÐISHERINN Helg- unarsamkoma kl. 11 árd. Hjálp- ræðissamkoma kl. 8.30 síðd. Óskar Jónsson. BÚSTAÐAKIRKJA Guðsþjón- usta kl. 11 árd. Séra Ólafur Skúlason. KIRKJA ÖIlAÐA-safnaðarins Messa kl. 11 árd. (síðasta messa fyrir sumarleyfi). Séra Emil Björnsson. LAUG ARNESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur. KÓPAVOGSKIRKJA Messa kl 11 árd. Séra Birgir Ásgeirsson prédikar. KAPELLA St. Jósepssystra í Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJ ARD ARKIRKJ A Guðsþjónusta kl. 10 árd. Séra Gunnþór Ingason. kAlfatjarnarkirkja Kirkjudagur. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 2 síðd. Prestur Séra Páll Þórðarson. Sóknarnefnd. GRINDAVÍKURKIRKJA Messa kl. 11 árd. Sóknarprest- ur. ÚTSKÁLAKIRKJA Messa kl. 2 siód. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA Guðs þjónusta kl. 10.30 árd. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA Messa kl. 2 siðd. Séra Grímur Grimsson messar. Sóknarprest- ur. EYRARBAKKAKIRKJA Guðs- þjónusta kl. 10.30 árd. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA Messa kl. 1C 30 árd. Séra Björn Jónsson. DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Hjalti Guðmundsson. ARBÆJARPRESTAKALL Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 árd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. GRENSÁSKIRKJA Guðsþjón- usta kl. 11 árd. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. IIALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPlTALINN Messa kl. 10 árd. Séra Karl Sigurbjörns- son. FRÍKIRKJAN Reykjavík. Messa kl. 11 árd. Séra Þor- steinn Björnsson. IIÁTEIGSKIRKJA Messa kl 11 árd. Séra Arngrímur Jónsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN Guðs- þjónustur helgarinnar verða á á sumarmóti Fíladelfiu í Kefla- vik. Einar J. Gíslason. DÓMKIRKJA KRISTS Kon- ungs, Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 siðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 siðd. ÁSPRESTAKALL Messaó verð- ur kl. 2 siöd. i Stokkseyrar- kirkju (safnaðarferð). Lagt af stað kl. 9 árd. frá Sunnutorgi á sunnudagsmorgun. Séra Grim- ur Grimsson. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1977 SJÓNARMIÐ SJÁLFSTÆÐIS- MANNA Samgöngu og byggðamál Sjálfstæðiaflokkirinn vill skapa og viðhalda jafnvægi i byggð landsins. Farsælast er, að byggðir og borQ eflist jafnt og dafm i nútíma þjóð- félagi Slik byggðaþróun stuðlar að góðri nýtingu á auðlindum þjóðar- innar Framkvæmd byggðamála skal fela i sér það markmið, að bætt sé og jöfnuð aðstaða til búsetu i hinum ýmsu byggðarlögum og komið i veg fyrir, að lifvænlegar byggðir leggist i eyði Tortryggni og metingur milli strjálbýlis og þéttbýlis er óvinafagn aður, sem ber að forðast Afstaða stjórnmálamanna og fólksins i land- inu þarf að mótast af sanngirni og yfirsýn með hag þjóðarheildar fyrir augum Góðar samgöngur á landi, sjó og i lofti eru frumskilyrði þess, að unnt sé að byggja landið allt og nýta gæði þess til hagsældar fyrir þjóð ina Samgöngumálin eru þannig órjúfanlega tengd vexti og viðgangi byggða landsins i bráðog lengd Helztu markmið i byggða- og samgöngumálum eru 1. Nauðsynlegt er, að mörkuð verði heildarstefna i samgöngumál- um, er taki til fólks og vöruflutninga á landi, sjó og i lofti Þörf er stór- átaka á þessu sviði sem forgangs- verkefnis, þegar náð er stærstu áföngum i orkuvæðmgu landsins Áherzla verði lögð á að athuga. hvernig vörudreifing um landið verði framkvæmd með hagkvæm ustum hætti með sérstöku tilliti til þeirra landshluta, þar sem erfiðleik- ar séu mestir á þessu sviði Hafnar- bótasjóður verði efldur og létt byrði þeirra hafnarsjóða. sem verst eru settir Endurskoðuð verði lög um landshafnir Áherzla sé lögð á bættan öryggis búnað flugvalla 2. Unnið verði. að aukinni fjöl breytni atvinnulifs i landinu, er tryggi sem jöfnust kjör og félagslega aðstöðu Skortur á ibúðarhúsnæði úti á landsbyggðmni stendur viða i vegi fyrir fólksfjölgun og eðlilegri þróun atvinnulifsms Skipulag húsnæðis- mála þarf jafnan að verka hvetjandi til eðlilegrar byggðaþróunar 3. Lögð skal áherzla á. að byggðir landsins séu sjálfum sér nógar i menntunarlegu tilliti á sem flestum sviðum Styðja ber starf sjálfboðaliða og áhugamanna á sviði menningarmála og gæta þess jafn framt, að Þjóðleikhús og Sinfóniu hljómsveit sinni skyldum sinum við landsbyggðina, og að miðlað sé eftir föngum hvers konar list um landið 4. Viðundandi heilbrigðisþjón usta er eitt af frumskilyrðum fyrir byggðajafnvægi Baett vegaþjónusta á milli einstakra byggðarlaga og rnn- an þeirra er þar mikilvægur þáttur ásamt fullnægjandi sjúkraflugsþjón- ustu 5. Haldið verði áfram, og hrað- að svo sem unnt er. gerð byggða áætlana i samráði við sveitarfélögin og i samræmi við stefnu og mark mið stjórnvalda í byggðamálum Jafnframt verði hraðað ákvörðun um dreifingu opinberrar þjónustu um landið Mikið hefur þegar áunnizt i fram kvæmd byggðamála Þegar horft er til framtiðar blasa þó við mörg og ærið stór viðfangsefni Leggja ber áherzlu á. að unnið sé með mark vissum og skipulegum hætti að úr- lausn þeirra Handahófskennd vinnubrögð og vanhugsaðar ákvarð anir um fjárfrekar framkvæmdir mega ekki viðgangast Ráðdeild og forsjálni. ásamt gaumgæfilegri at- hugun á hagkvæmni og arðsemi verða að ráða ferðinni. til þess að tryggð sé skynsamleg nýtmg fjár magnsins fiverju sinni Við framkvæmd byggðastefnu. sem annarra mála, skal hafa i huga. að nauðsynlegt er að taka mið af ástandi efnahagsmála hverju sinni Við gerum ekki allt i einu og þurfum að kunna okkur hóf i framkvæmda hug og kröfugerð Traust atvinnulíf, heilbrigt mannlif i öllum íslands byggðum, er mark mið, sem Sjálfstæðisflokkurinn mun enn sem fyrr beita sér að i krafti hugsjóna sinna um frelsi og framfar ir til handa öllum landsmönnum i sveit og við sjó Ferðamál Fjölþætt þjónusta við ferðamenn á íslandi hefur aukizt mjög á siðustu árum og hefur af henni vaxið þýð ingarmikil atvinnugrein. sem veitir fjölda fólks vinnu og færir þjóðarbú inu álitlegar tekjir i erlendum gjald eyri. Þessi þróun hefur orðið á til tölulega skömmum tima og má segja, að i ferðamálunum hafi sann azt glögglega, hve miklu einkafram takið fær til leiðar komið, þegar það fær að njóta sin Með tilstuðlan einkaframtaks og stjórnvalda hefur tekizt að gera ísland að eftirsóttu ferðamanna landi Meðal helztu verkefna i ferða málum á næstu árum verður að leggja áherzlu á eftirfarandi Unmð verði skipulega að kynn ingu á íslandi erlendis. þanmg að sá árangur. sem þegar hefur náðst i þvi efni, spillist ekki, heldur verði unníð að enn frekari eflingu ferða mennsku ísland hefur nú á allra siðustu timum hlotið mikla kynn ingu sem alþjóðlegur móts og fundarstaður í ferðamálakynnmgu verður að leggja sérstaka áherzlu á þá aðstöðu. sem ísland hefur upp á að bjóða fyrir fámenna og meðal stóra fundi eða ráðstefnur Aðilum i ferðamálarekstri sé tryggður greiðari aðgangur að stofn lánum en verið hefur og með hlið stæðum lánskjörum og aðrar at vinnugreinar njóta Unnið verði að eðlilegri dreifingu ferðamannastraumsins um landið með þvi að bæta aðstöðu fyrir ferða fólk i þeim landshlutum. þar sem skortur er á gistirými og annarn þjónustu. sem ferðamenn sækjast eftir Eru þetta tvimælalausir hags munir ibúa viðkomandi byggðarlaga og myndi auk þess draga úr hættu á hugsanlegum náttúruspjöllum á þeim tiltölulegu fáu en mjög fjöl sóttu ferðamannastöðum. sem nú eru vinsælastir Höfuðáherzla verði logð á vernd un islenzkra nátturuverðmæta vegna aukinnar ferðamennsku Einkum á þetta við um hálendi íslands og þá staði i byggð, sem nú eru fjölsóttast ir Með skipúlegum aðgerðum þarf umhverfið ekki að biða tjón af aukn um ferðamannastraumi á islandi Tekið verði fullt tillit til þarfa inn lendra ferðamanna. sem með bætt um efnahag. stóraukinni bifreiða eign og framförum í vegamálum muni í siauknum mæli leggja leið sina til allra landshluta Skipuleggja þarf fleiri áningar- og gistisvæði fynr tjaldbúa i heppilegu' umhverfi með hreinlætisaðstöðu og nauðsyn legustu þjónustu Jafnan liggi fyrir áætlun um fjár magnsþörf ferðamálanna og nauð synlegt gistirými. sem reyndar er grundvöllurinn fyrir þvi. að á íslandi verði kleift að taka á móti erlendum ferðamönnum á komandi árum Þegar er hörgull á gistirými yfir sumarmánuðma, þrátt fyrir veruleg ar framkvæmdir við hótelbyggmgar hin siðustu ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.