Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1977 GRANI göslari Annaðhvort er þetta á sviði fuglafræðinnar eða snjómaðurinn er kominn í bæinn! Ertu búinn að hleypa kettinum út? Já, hann er farinn suður í há- skóla — að kenna — en ég á von á honum aftur mjög bráð- lega' BRIDGE „Eg veit að mitt fegursta ljóð hefur annar ort” Umsjón: Páll Bergsson Þekktasta spilakona breta er Rixi Markus. Hún hefur unnið flesta titla, sem keppt er um í bridgeheiminum og auðvitað tók hún þátt f þeim hluta Philip Morris Evrópubikarkeppninnar, sem spilaður var f London stuttu eftir páska. Hún spilaði spilið, sem sýnt er hér að neðan en það kom einmitl fyrir í keppni þessari. Norður gaf og norður — suðui voru á hættu. Norður S. AK10983 h. A(;6 T. K L. Kl)7 Austur * S. 742 H. 82 T. A98742 L. 108 Suður S. 5 H.109742 T. 1)1052 L. A42 Suður, Markus, varð.sagnhafi i þrem gröndum eftir þessar sagn- ir: norður — einn spaði, suður — eitt grand og norður þrjú grönd en austur og vestur sögðu alltaf pass. Útspil laufafimm. Áður en suður lét frá blindum athugaði hún vel spilið. Og minn- ug þess, að gott er að segja and- stæðingunum sem minnst um eigin hendi með spilamennsku sinni og nýta sér þannig fávisku þeirra tók hún slaginn heima og átti þá ekki aðra innkomu á hend- ina. Síðan spilaði hún spaða. Vest- ur gat alls ekki vitað að þetta var einspil og lét lágt. En suður fékk slaginn á áttu blinds. Og þegar spaðinn féll voru tíu slagir orðnir öruggir. En ekki sakaði að reyna að fá enn fleiri. Eftir að hafa tekið spaðaslagina, en vestur lét í þá þrjú lauf, spilaði suður tígul- kóngnum frá blindum. Austur tók á ásinn og spilaði aftur tígli. Nú urðu slagirnir tólf þegar gosinn kom í drottninguna. 690 fyrir spil- íð og hreinn toppur. Metþátttaka varð í keppni þess- ari. Hún var skipulögð með það í huga, að hámarksfjöldi þátttak- enda yrði 200 pör. En það reynd- ist ekki nóg. Alls urðu 35 pör frá að hverfa þó að nægilegt rými væri fynr nSHÆ á spilastaðnum, sem var Europa Hotel. Vestur S. D(i6 II. KI)5 T. (»6 L. (i9653 „I einu Ijóði Steins Steinars, Eir, stendur þessi ofanritaða setn- íng, og sker sig raunar út úr efni kvæðisins, eins og hún eigi þar alls ekki heima. En athyglisverð er þessi ljóðlína vegna þess, að hún bendir til sambands skálds- ins út fyrir sjálfan hann. Hann segir beinlinis að annar hafi ort fegursta ljóð sitt. Og þetta er ein- mitt það, sem oft mun gerast. Ljóðin eins og spretta þá fram I huga skáldsins, án þess það þurfi sjálft að hugsa eða hafa fyrir að setja það saman. Það kemur eins og tilbúið, eins og einhver annar hafi ort og síðan þrýst þvi inn i vitund skáldsins. Slík ljóð mætti kalla innblásin. Þeim er eins og blásið í brjóst skáldsins, án þess að hann eigi þar mikinn hlut að máli. Hugsambönd og önnur líf- geislunarsambönd eru orðin stað- reynd, og eru nú rannsökuð viða um heim, en fyrstur til að upp- götva þau og skýra visindalega var dr. Helgi Pjeturs, snemma á þessari öld. Orð og setningar berast óvænt inn í huga okkar frá öðrum mönn- um. Skáld munu oftast vera næm- ari fyrir þessum aðsendu áhrifum en ýmsir aðrir. Oft munu þau standa í allnánu hugsambandi við eitthvert annað skáld, og stund- um og raunar oftast mun þar vera um að ræða fast samband við framliðið skáld, sem nú á heima á öðrum hnetti, eins og allir, er héðan flytjast. Lifgeislunarsambönd milli hnatta munu vera algengari, en vitað er um með vissu, og hugsam- bönd eru þar veigamikill þáttur. Innblásin ljóð skáldanna er að rekja til náinna hugsambanda við skáld, sem heima eiga á öðrum hnöttum og hafa þar tekið mikl- um framförum i þessari listgrein. Ingvar Agnarsson." Ekki veit Velvakandi hvort allir koma til með að samþykkja þá hugmynd bréfritara, að allir fari ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER rramnaiassaga eiiir tsernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir 44 ha-ð og tók með vinstri hönd um ha>gri handlegg. — Einu sinni, sagði hann hægt og beindi byssunni allan timann að Peter — einu sinni hélt ég að þessi póiitfska starfsemi, sem Cornelius Pande og hans líkar fást við, va-ri það eina rétta. Mér fannst og ég trúði þvf að við yrðum að vinna undirbúningsstörfin í skólunum, í háskólunum, í verksmiðjunum, í stéttarfélög- unum. Ilægt og sfgandi mynd- um við leggja undir okkur allar Ivkilstöður í hákninu og afla okkur nauðsvnlegrar vin- semdar verkamannanna. Nú trúi ég þessu ekki lengur. Verkamennfrnir vilja ekki sjá Cornelius Pande og byliinguna hans. Verkmennirnir eru satt bezt að segja saddir og pattara- legir og ánægðir með þetta allt. Þessi lefð liggur þar af leiðandi ekki fram á við. Auðvitað vit- um við. að verkamennirnir eru misnotaðir, en þeir vilja það kannski sjálfir. Ég hugsaði með mér að kannski va‘ri aðeins um eitt að ræða, að ögra svo samfélaginu að það vrði smám saman að herða á lögum og þar af leiddi að smám saman kæmi að því að við gætum ásak- að það fyrir fasisma. Það gæti orðið til að verkamennirnir vöknuðu af dvalanum. En hv*ernig áttum við að fara að þessu. Það er hara með ofbeldi sem siíkt nær fram að ganga. — Svo að þú heldur það? — Ég veit það. — Ég hef hevrl þetta fyrr. Munurinn á okkur er að þú trúir þessu kjafta-ði, en það geri ég ekki. — Það er ekki spurning um að trúa, heldur að sjá hlutina og atburðina í réttu og sönnu Ijósi. — Hamingjan sanna! Þvilíkt froðusnakk. Ég vissi ekki að þú værir svona galinn. Frede svaraði ekki. — Þú ert galinn. — Ilann sagði það líka. — Hver. — Maður sem ég kannast við. Það var reyndar enginn merkis- maöur. Hann var satt að segja alger hálfviti. Hann var einn af þeim sem na>r sér eiginlega ekki á strik fyrr en sem Ifk. —■ Svei mér þá ef ég hef geö i mér til að hlusta á þetta kjafl- a-ði í þér. Frede lækkaói bvssuna. — Ég held ég levfi þér að fara. sagði hann. — Ekki vegna þess ég sé tilfinningana>mur. en kannski va-ri það skynsam- legra ef þú sendir lögregluna á mig. Þeir myndu ráðast að mér með skotheldum vestuni og bvssum. Ég sé þá fyrir mér læðast um skóginn og tala östyrkir í labb-rabb-ta‘kin sín eins og þeir eigi lífið að leysa. Sjónvarpið kemur á ha>la þeim til að tryggja að borgarastéttin fái hryllingaskammtinn sinn með kvöldmatnum. (>g blaða- mennirnir safnast saman I aðal- ba-kistöðvum lögreglunnar. Þar er einhver blöðruselur í lögreglubúningi og segir þeim allt af létta um hvað Hemmer er hadtulegur. Bang. Bang. Gaman, gaman. — Lena hefði átt að hevra til þin. — Hvers vegna? — Ilenni hefði skilist hvað þú ert vitiaus. — Helddurðu að hún viti það ekki ? Mig minnir þú segja einhverja neikva*ða hluti eftir henni. — Hún sagðist hafa beyg af þér. Og hún sagði að þér fynd- ist ástin subbuleg. — Ég átti ekki við það al- mennt, sagði Frede kuldalega. — Ég átti við hennar ást. — En samt bar hún virðingu fyrir þér að sumu leyti. Ilún hittir svo mörg flón að þrátt fyrir alit finnst henni þú vera eftirsóknarverður. Þaö er eitthvað við þig, skilst mér. Hún talaði um þörfina fyrir hreinleika sem byggi f þér. Og hún sagði þú ættir þér draum. f fvrsta skiuti sá Peter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.