Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 10
10 MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNI 1977 Grelnlng á vfmuglðfum al ymsu tagi ler hægl vaxandl Oft er frá því greint í blöóum að nú sé nýtt hassmál á ferðinni og að grunur leiki á að fikniefni séu í sendingum, sem lögreglan hefur lagt hald á. En hvernig er svo gengið úr skugga um að svo sé? Rannsóknastofa Háskóla Islands í lyfjafræði veitir lögreglu og dóm- stólum þá þjónustu, sem til þarf til aö sanna hvaða efni sé þarna að finna og í hve miklu magni. Þar fer fram rannsókn á sýnum, sem lögregluyfirvöld senda vegna slikra mála, og eru niðurstöður siðan tilkynntar viðkomandi dómsaðilum. Þegar fréttamenn Mhl. bar þriöjudaginn 10. maí að garði í rannsóknastofunni, sem er að mestu til húsa í gömlu háskóia- byggingunni, voru þar fjögur slík mál til afgreiðslu. Tvö sýnin sem verið var að greina i svonefndum gasgreini, voru kannabisefní. En þarna fór líka fram greining á amfetamíni. Og þennan dag hafði einmitt veriö lokið rannsókn fyrsta kókainmálsins, sem rann- sóknastofan hefur fengið. En fleira var þarna á ferðinni. Unnið var að ákvörðun á áfengisinni- haldi í blóði þeirra ökumanna, sem lögreglan haföi tekið yfir helgina, grunaöa um ölvun við akstur. Og loks var þarna stúlka til rannsóknar haustið 1969. Þor- kell telur að fram að þeim tima hafi neyzla á kannabisefnum og LSD verið næsta óþekkt hér á landi. Siðustu árin hefur tala sýna af þessu tagi þó staðið í stað, verið um 40 á ári. Telja þeir Þor- kell og Jakob að neyzla þessara vimugjafa hafi farið hægt vax- andi. En taka fram um leið, að yfirgnæfandi vandamál i sam- bandi við neyslu vímugjafa sé þó enn sem fyrr áfengið. Greiníngin á kannabisefnum er tiltölulega einföld. segja þeir mér. Ur hassi eru greind 3 efni i fyrrnefndum gasgreini, þ.e. 1. kannabidiól 2. tetrahýdro- kannabínól og 3. kannabínól og svo 4. efnið, sem notað er til viðmiðunar, metýltestósterón. Þegar niðurstaða greiningarinnar er metin til sakar, þá er það efni nr. 2, sem ræður úrslitum. Magnið, sem fengist hefur af vímugefandi efninu tetrahýdró- kannabínól í sýnunum, er mjög mismunandi, hefur reynzt allt frá 0,4—0,5% og upp i 8—9%. Um það vita þeir sem kaupa venju- lega ekki fyrirfram. Gæðamunur vörunnar er greinilega mikill. Blaðamanni voru i rannsókna- stofunni sýnd nokkur sýni. Lélegasta varan var líkust grófu heitin, sem við erum að ræða um. Hassish er mun sterkara, meira af vímugefandi efni, og er aðallega unnið úr blómhluta plöntunnar. Marihuana er veikara og i þvi ber meira á blað- og stöngulhlutum plöntunnar. Er hassið mest reykt í pípu, en marihuana i sigarett- um. Þá þekkist hassolía, unnin úr plöntunni, sem er blandað í tóbak. LSD-sýnin, sem rannsóknastof- unni í lyfjafræði berast frá lög- regluyfirvöldum, eru að því leyti erfiðari viðfangs en kannabis- sýnin, að þar er jafnan um svo lítið magn að ræða i hverjum skammti. Við fengum að sjá nokkur sýni. Þetta er að sjá eins og daufir blettir á þerripappír, og útlinur þeirra ekki vel af- markaðar. LSD er notað í ör- smáum töflum eða uppleyst á þerripappírsbúti. Þannig er það látið út í kaffi eða annan drykk, og neytt á þann hátt. Sögðu þeir Þorkell og Jakob að vandinn væri að finna þetta litla magn. Stundum eru sýnin lituð til að villa um fyrir þeim, sem leita, en þá er efnið erfiðara í greiningu. Áhrif af LSD eru mjög mismun- andi, sumir fá af neyzlunni jákvæðar kenndir, en aðrir upp- lifa skelfingu i vimunni. Rann- ekki þó svo að nægt öryggi fáist innan skynsamlegs tíma við rann- sóknir á öllum efnum. Okkur vantar tæki til að hraða vinnunni. Eins og er, getur tekið nokkra daga að fá endanlega niðurstöðu. Það tæki, sem ég tel okkur einnig vanta og hefi augasiað á, kostar a.m.k. 5 milljónir króna og þær liggja ekki á lausu. — Okkur vantar í rauninni þetta dýra tæki, hélt Jakob áfram og rökstuddi það með dæmi. — Ef vió fáum t.d. sýni, sem grunur leikur á að innihaldi amfetamin, þá greini ég það og finn kannski að það innihaldi 26% af þvi efni. En samt hefur ekki verið svarað hvað hin 74% eru. Og greining- unni er í rauninni ekki lokið fyrr en við vitum hver þau öll eru. Með þessu umrædda tæki, væri hægt að greina á skömmum tíma hvaða efni þarna er um að ræða. Auk þess kvað Jakob það vera þeim fjötur um fót, að rann- sóknarstofan er á þremur stöðum í húsinu og að auki á fjórða staðn- um uppi yfir leikfimishúsi háskól- ans. Það gæti veriö æði tafsamt. 1 frekari umræðum um þetta kom fram, að oft liggur á grein- ingu. Jakob sagði að komiö heföi fyrir að hann væri kallaður út um miðja nótt til að hefja greiningu, Litið inn í rannsóknastofu H.Í. í lyfjafræði, sem rannsakar slík sýni fyrir lögreglu og dómstóla Jakob Kristinsson deildarstjóri og próf. Þorkell Jóhannesson skoða þrjú sýni, þar sem LSD er leyst upp á þerri- pappirsbúti. frá rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins önnum kafin við að greina í gasgreini magn ýmissa efna í loönumjöli, svo sem DDT, sem þýskir kaupendur krefjast nú vottorða um. Forstööumaður rannsóknastof- unnar, prófessor Þorkell Jóhannesson, sérfræðingur i lyfjafræði og eiturefnafræði, og Jakob Kristinsson eand. pharm. adjunkt i eiturefnafræði við háskólann og deildarstjóri réttar- efnafræðideildar rannsókna- stofunnar, veittu okkur upplýsingar um þennan þátt starfsins. Fyrstu sýnin af þessu tagi komu Eftir helgina bárust rannsóknastofunni 46 blóð- sýni úr ökumönnum, sem grunaðir voru um ölvun við akstur. Hér er Kristín Magnúsdóttir axam.pharm. að ákvarða alkóhólinnihaldið í blóð- inu. Jakob Kristinsson, deildarstjóri réttarefnafræði- deildarinnar, við svonefndan gasgreini, sem not- aður er við greiningu kannaibsefna. alfa-alfa að sjá. Þá voru þarna hassmolar og einnig mulið hass, sem reykt er f pípu. Þarna var líka i reglulegum „neytendaum- búöum“, steypt stykki með gæða- merki, frá Nepal. Talið er að hvergi fáist betra kannabis en frá konungsríkinu í Himalajafjöllum. Samheitið kannabis er notað fyrir hvern þann hluta hass- plöntunnar, sem inniheldur hið vímugefandi efni tetrahýdró- kannabínól. Hins vegr er venjan að skipta kannbis a.m.k. í tvennt, þ.e. hassish og marihuana, út- skýra þeir Þorkell og Jakob, en er í ljós kemur fáfræði blaða- mannsins við að greina sundur sóknastofa í lyfjafræði fær nokkur sýni á ári af LSD frá lögreglunni. Og er afar sjaldgæft að ekki reynist vera LSD í þeim að sögn Jakobs. Þá berst alltaf nokkuð af amfetamínsýnum á hverju ári. Aðallega er þetta smyglað amfeta- min i duftformi, en einnig hafa verið sendar til greiningar am- fetamíntöflur, upprunnar i lyfja- búðum. Duftið er ýmist tekið inn eða í nefið og stundum notað i sprautum. Pedidin og megadon hafa einnig komiö til greiningar í rannsóknastofunni. Morfín hefur rannsóknastofan einu sinni fengið til rannsóknar. Og kókain- sýni, sem innihélt 100% kókaín- klóríð, hefur nú verið greint þar í fyrsta sinn, svo sem áður var sagt. Hins vegar hefur heróin ekki enn komið til greiningar til þessa. Við litum í kring um okkur í rannsóknastofunni, sem býr við mikil þrengsli og spurðum Jakob hvort tækjakosturinn væri fullnægjandi til þeirra verkefna, sem hann hefur á hendi, sem er m.a. greining á öllum vímugjöf- um, sem lögreglan í landinu, og þá mest i Reykjavík og dómsmála- yfirvöld þurfa á að halda. — Að vissu marki, svaraði hann. Þau tæki, sem við höfum, eru góð en og stundum koma boðsend sýni utan af landi, sem liggur á. Auk þess sem ganga þarf úr skuggá um það hvað er í sýnum, sem lögreglan hefur undir hönd- um og grunar að innihaldi ávana- og fikniefni, kemur fyrir að rann- sókna er þörf á því, hvort sliks efnis hefur verið neytt og hvort þau séu í blóði hlutaðeigandi. Til dæmis ef bílstjóri er tekinn undir stýri, grunaður um ölvun, en reynist ekki hafa áfengi í blóóinu. Þá getur þar verið um önnur efni að ræða. T.d. var nýlega fjallað um blóðsýni úr manni, sem hafði velt bíl, en ekki reynzt ölvaður. Kom í ljós við rannsókn,, að hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.