Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 39
Frí býður Gísla Halldórssyni á Evrópukeppnina Frjálsíþróttasambandið hefur boðið Gfsla Ilalldórssyni, forseta Iþróttasambands ís- lands, með frjálsfþróttaliðinu til Kaupmannahafnar til að vera viðstaddur undankeppni Evrópumótsins í frjálsum fþróttum þar um helgina. Þá hefur FRÍ nuddara til að vera með landsliðinu meðan á keppninni stendur og er þetta f fyrsta skipti, sem samhandið gerir slfkt. Halldór Matthfas- son, islandsmeistari f 15 km. skfðagöngu og langhlaupari, hefur þegar hafið störf sem nuddari í landsliðsins. Unglingakeppni í Grafarholti N.K. SUNNUDAG mun Golf- klúbbur Reykjavfkur gangast fyrir opnu unglingamóti f golfi á Grafarholti. Leiknar verða 18 holur með og án for- gjafar. Þátttökurétt eiga allir félagar f golfklúbbum innan G.S.Í., 18 ára og yngri. Þátt- töku skal tilkynna f sfma 84735. Mótið hefst kl. 14.00 á sunnudag. Hjúkrunargolf á Nesvellinum GOLFKEPPNI lækna verður háð á Nesvellinum næstkom- andi þriðjudag og hefst klukk- an 19.00. Keppt verður með og án forgjafar. Rétt til þátttöku hafa læknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar og lyfja- fræðingar. Jónsmessumót hjá kylfingum KYLFINGAR gleðjast yfir því f kvöld að sól er nú hæst á lofti og verður hvfti boltinn sieginn af teigum á golfvöllum um allt land fram eftir nóttu. Gera kylfingar sér reyndar ýmislegt annað til gamans á þessum merkisdegi en að slá golfbolt- ann, sem þó er að sjálfsögðu aðalatriðið. Jóhanna sterk- ust hjá konunum, OPIN kvennakeppni f golfi fór fram hjá Golfklúbbi Reykja- víkur f Grafarholti um sfðustu helgi. Var vel mætt til keppn- innar, en verðlaun gaf Halldór Jónsson, umboðsmaður Wella á íslandi. Jóhanna Ingólfs- dóttir, GR, sigraði án forgjafar á 90 höggum, en Inga Magnús- dóttir, GK og Kristfn Pálsdótt- ir, GK, komu f næstu sætum, 2 og 4 höggum lakari. Með forgjöf sigraði Ágústa Guðmundsdóttir, GR, á 78 höggum nettó, en þær Kristín Þorvaldsdóttir, NK, og Hanna Gabríelsson, GR, komu f næstu sætum. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1977 39 ÉL Þorvaldur FH-markvörður bjargar meistaralega í leiknum gegn ÍBV, en lið Eyjamanna verður I sviðsljósinu gegn Víkingum í dag. (Ljósm. Sigurgeir.) Víkingar mæta Eyja- mönnum í dag og fjór- ir leikir í 2. deild VÍKINGUR og ÍBV leika á Laugardalsvellinum klukkan 14 I dag og er þetta eini leikur 1. deildarinnar um helgina. í 2. deild fara hins vegar fram fjórir leikir í dag. Á Neskaupstað leika botnliðin Þróttur N og Reynir Á klukkan 14, ÍBÍ og Selfoss leika á ísafirði á sama tfma, Völsungur og Þróttur R leika á Húsavfk klukkan 16 og fjórði leikurinn í 2. deildinni f dag verður á milli KA og Reynis Sandgerði á Akureyri klukkan 1 6. í gærkvöldi léku Ármann og Haukará Laugardalsvellinum. Staðan f 1. deildinni er nú þessi: Nauðsyn að aðalleik- vangurinn fái hvíld FORRÁÐAIVIENN reykvísku knattspyrnufélaganna, sem eiga ið í 1. deildinni, eru mjög óánægð með að þurfa að leika alla leiki sfna á efri Laugardalsvellinum, eins og ákveðið mun hafa verið. Telja þeir félögin verða fyrir talsverðu fjárhagstjóni meðan leikið er á efri vellinum, þar sem þar er lítil aðstaða fyrir áhorfendur og nánast engin aðstaða fyrir leikmenn liðanna. Hafa Fram, KR, Valur og Víkingur sent borgarstjóra, Birgi ísleifi Gunnarssyni, bréf þar sem farið er fram á að allir heimaleikir Reykjavíkurfélaganna í 1. deild verði á aðalleikvanginum í Laugardal. Vilja félögin fá svar við þessari ósk sinni fyrir 28. júnf, eða fyrir þriðjudag. Morgunblaðió bar þetta mál i ' Akranes 10 7 1 2 1 7 6 1 5 Valur 10 6 2 2 15:8 14 Víkingur 9 4 4 1 9:7 1 2 Keflavik 10 4 3 3 12:13 10 Breiðablik 10 4 2 4 13 12 10 ÍBV 9 4 1 4 10 9 9 Fram 10 2 4 4 12:14 8 FH 10 3 1 6 12:16 7 KR 10 2 2 6 15:18 6 Þór 10 2 2 6 11:21 6 r Flest mörk hafa eftirtaldir skorað Ingi Björn Albertsson, Val 6 Kristinn Bjömsson. ÍA 6 Pétur Pétursson, ÍA 6 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV 6 Sumarliði Guðbjartsson. Fram 6 Heiðar Breiðfjröð, UBK 4 Börkur Invarsson, KR 3 Guðmundur Þorbjörnsson, Val 3 Framhald á bls 22 gær undir Birgi ísleif Gunnars- son borgarstjóra og sagði hann að hann hefði falið iþróttafulltrúa, íþróttaráði og vallarstjóra að finna lausn á þessu máli i sam- vinnu við bréfritara. — Ástæðan fyrir því að leikir í 1. deild i Reykjavík i sumar fara fram á efri vellinum er sú að tvö síðast- liðin ár hefur völlurinn farið mjög illa vegna mikillar úrkomu sagði Birgir. Völlurinn hefur ekki fengið nauðsynlegan tíma til að jafna sig og gróa upp eftir þær viðgerðir, sem framkvæmdar hafa verið. Vallarstjóri hefur lagt á það áherzlu að aðalleikvangurinn fái eins mikla hvíld í sumar og unnt er og það er ástæðan fyrir því að leikirnir eru settir á efri leik- vanginn. Knattspyrnuvöllurinn þar er sízt lakari en sá neðri, en ég skal játa að þar vantar aðstöðu fyrir áhorfendur, sem tekur tíma að byggja upp, sagði Birgir ísleif- ur Gunnarsson borgarstjóri. Fjölgar hjáVal HELDUR hefur fjölgað í herbúðum handknattleiksmanna f Val undan farna daga. Þorbjörn Jensson hefur tilkynnt félagaskipti úr Þór á Akur- eyri í Val og verður löglegur með sínu nýja félagi eftir einn mánuð. Verður spennandi að sjá hvernig Þor- björn spjarar sig með Val og þá einnig Brynjar Kvaran, bráðefnilegur markvörður úr Stjörnunni, sem ný- lega hefur'gengið frá félagaskiptum. Trúlegt er að fleiri leikmenn eigi eftir að skipta um félög á næstunni og heyrst hefur að KR-ingar fái eitt- hvað af nýjum leikmönnum. Hefur í þvf sambandi verið rætt um Björn Pétursson úr Gróttu f KR og jafnvel Örn Guðmundsson markvörð ÍR-inga I handknattleik og meistaraflokks- mann KR í knattspyrnu. FRI þurfti að fá lánað fyrir fargjaldi Evrópumeistarans íslendingar taka þátt í Evrópukeppni landsliða i frjálsum íþróttum í Kaup- mannahöfn um næstu helgi. Kcppt verður I undanrásum karla og kvenna. Þjóðirnar, sem eigast við f karlafiokki eru Danmörk, írland, lsland, Luxemburg og Portúgal. t kvennaflokki keppa Grikkland, ísland, Noregur og Portúgal. Þrjár fyrstu þjóðir f hvorum riðli halda áfram keppni í þremur undanúrslitariðlum, en þá skipa alls 24 þjóðir. Nokkur von er til þess, að ísland komist áfram a.m.k. f karlaflokki, en lítið má útaf bera. Telja verður það allgóðan árangur að vera meðal 24 bestu frjálsfþrótta- þjóða Evrópu af 32 þjóðum, sem eru í Evrópusambandinu. Það er því til nokkurs að vinna fyrir frjálsfþróttafólkið og ég er þess fullviss, að árangur lið- anna verður góður, hvort sem þeim tekst að komast i undan- úrslit eða ekki. En við vonum það besta. Fjölmiðlar hafa gert að því skóna i vor og sumar að frjálsar íþróttir séu i framför hér á landi, mikil gróska sé f þessari íþróttagrein á ný. Þetta er að mörgu leiti rétt, landsliðið hef- ur sennilega aldrei verið eins sterkt og jafnt og nú, og við höfum aftur eignast evrópu- meistara. Þá er sjálfsagt að það komi hér skýrt fram, að frjáls- ar íþróttir eru eina íþrótta- greinin á íslandi, sem hlotið hefur evrópumeistaratitla, alls fjóra talsins. Einu olympisku verðlaunin. sem ísland hefur hlotið vann einnig frjáls- fþróttamaður. En hvernig er svo hlúð að þessari fþróttagrein, sem 6 þús- und ungmenni iðka um allt land? Áðeins knattspyrna og handknattleikur hafa fleiri iðk- endur samkvæmd upplýsingum ÍSÍ. Því miður verður að segja eins og er, að öll aðstaða og möguleikar á skipulögðu starfi er sla-m. Framlög opinberra að- ila eru ekki nema brot af því sem tiðkast í nágrannalöndum okkar. — En hvernig næst þó sá árangur. sem hér er um fjall- að? Með gffurlegu sjálfboða- starfi áhugasamra leiðtoga og þjálfara, sem starfa af einskær- um áhuga á málefnum íþrótt- anna. Að óglevmdum dugnaði íþróttafólksins, sem flest æfir þrotlaust við erfiðar æfingar. Það er nánast furðulegt. hvað þetta fólk leggur á sig mikið erfiði og nær góðum árangri mcira að segja evrópumeistara- titli. Keppinautar Hreins 11a11 - dórssonar á Evrópumótinu á Spáni I vetur hafa þjálfara og sérfra>ðinga að vild. Fæstir þeirra stunda fulla vinnu, ef þá nokkra, enda er íþróttaþjálfun toppmanna í dag þannig upp- byggð, að nálgast fullt starf. Þess má geta, að fjárskortur Með sigurbros á vör heilsast þeir örn Eiðsson og Hreinn Hall- dórsson á Keflavfkurflugvelli er Hreinn kom úr sigurferðinni til Spánar. A milli þeirra eru Jóhanna Þorsteinsdóttir, eiginkona Hreins, og Einar Frfmannsson, sem var Hreini til aðstoðar f Spánarferðinni. (Ijósm. RAX). Frjálsiþróttasambandsins var það alvarlegur í vetur, þegar Hreinn var sendur til Spánar, að sambandið varð að slá fyrir fargjaldinu! Þegar danska landsliðið f kastgreinum keppti hér á dög- unum við fslenska landsliðið og tapaði 17:27 bárust fjármál danska sambands og þess fslenska í tal. Danir fá f ár um 20 mílljónir fsl. frá rfkinu. og þeim fannst það of Iftið, en Frjálsfþróttasamhand Íslands fékk 973 þúsund krónur. Dönskum fannst þetta ótrúlegt og bókstaflega efuðust um að við færum með rétt mál. Þó að ýmis Ijón séu á veg- inum hjá íslensku frjáls- íþróttafólki setur það markið hátt og við skulurn vona að það nái langt, bæði f keppninni í Kaupmannahöfn um helginaog á iiðrum stórmótum sumarsins. Örn Eiðsson. Slönar- horn ÖRN EIÐSSON, formaður Frjálsíþrðttasambands Islands, skrifar í dag fyrsta pistil sinn undir nafninu „SJÓNARIIORN44. Mun Örn skrifa slíka pistla einu sinni í viku í sumar eins og Ellert B. Schram, for- maður KSl. Fjallar Örn í dag um þátttöku frjáls- íþróttafólks í Evrópukeppni í frjálsum íþróttum og ræðir „hið eilífa steinbarn“ íþróttaforystunnar á Islandi, fjárskortinn sem er að sliga nokkur sérsam- bandanna og heldur starfsemi þeirra í lágmarki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.