Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK
137. tbl. 64. árg.
LAUGARDAGUR 24. JUNÍ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
86 pólitísk-
um föngum
sleppt gegn
lausnargjaldi
Bonn, 24. júní. NTB.
VESTUR-þýzka stjórnin greiddi f
gær lausnargjald fyrir 86 póli-
tfska fanga f Austur-Þýzkalandi,
aó þvf er Die Welt skýrir frá f
dag. Yfirvöld f Vestur-Þýzkalandi
hafa hvorki viljað staðfesta þessa
fregn né vfsa henni á bug, en
fangakaup af þessu tagi hafa
jafnan farið fram með leynd.
Talið er að það sem af er þessu
ári hafi 136 pólitískum föngum f
Austur-Þýzkalandi verið sleppt
gegn gjaldi, en á sama tíma í fyrra
voru þeir orðnir yfir 300.
Glazunov
meinað að
sýna öll
verk sín
Moskvu, 24. júni,
Reuter. AP. NTB.
SOVÉZK yfirvöld hafa meinað
málaranum Ilya Glazunov að
sýna fjögur verka sinna á opin-
berri sýningu sem staðið hefur
til að halda á verkum hans.
Glazunov hefur nú gert það að
skiiyrði fvrir þvf að nokkurt
verka hans verði sýnt, að ein
þessara fjögurra mynda verði
með á sýningunni, en þetta er
grfðarstórt málverk, þar sem
getur að Ifta andlit ýmissa
þekktustu manna tuttugustu
aldarinnar sem tengd eru sam-
an f litafantasfu listamanns-
ins. Glazunov sagði við væst-
ræna fréttamcnn f dag, að mál-
verk þetta væri mcrkasta verk-
ið af þeim fjórum sem yfirvöld
vilja ekki leyfa honum að sýna
og án hennar yrði engin sýn-
ing.
Myndin heitir „Leyndardóm-
ar 20. aldarinnar" og þar má
þekkja andlit Stalíns, Maos,
Bítlanna, Leníns, Alexanders
Solzhenitsyns, Nikulásar síð-
asta Rússakeisara, auk Hitlers,
Mussolínis og Churchills. „Ég
hef hugsað um þessa mynd i 10
ár,“ sagði Glazunov við frétta-
menn, og Nína kona hans bætti
þvi við að myndin væri höfuð-
verk hans.
Glazunov var í hópi „ungra
reiðra listamanna" á timum
Khruschevs, en er nú meðlim-
ur í opinberu bandalagi
sovézkra listamanna og er
Framhald á bls 22
Amin kominn
í leitirnar
Nairobi, Kenya,
24. júni. AP. Reuter.
IDI AMIN Ugandaforseti er nú
kominn í leitirnar og í dag hitti
hann sendinefnd bandarískra
blökkumanna á eyju i Viktoríu-
vatni og var sagður leika við
hvern sinn fingur. Þá var sagt að
hann hefði spilað á harmóniku
fyrir gestina. Bandaríkjamenn-
irnir sem flestir eru blaðamenn
eru fyrstu útlendingarnir sem
Amin hittir um nokkurt skeið eða
frá þvi hann fór í felur eftir að
tilraun var gerð til að ráða hann
Framhald á bls. 22
Fundi OECD í París lokið:
Reynt að örva efna-
hagslíf Vesturlanda
Paris, 24. júní. AP. Reuter.
FUNDUR fjármálaráðherra og
annarra háttsettra embættis-
manna OECD rfkjanna tuttugu og
fjögurra ákvað f dag að grfpa til
frekari aðgerða til að blása Iffi í
efnahagslff landanna í þeirri von
að takast megi að vinna bug á
vaxandi atvinnuleysi f þessum
helztu iðnrfkjum heimsins.
Akveðið var að stefnt skyldi að
þvf að hagvöxtur f löndunum yrði
að meðaltali 5% á þessu ári, en
sýnt er þó að mörg lönd verði
fjarri þessu marki. í sameigin-
legri yfirlýsingu fundarins segir
að haldinn skuli sérstök ráðstefna
háttsettra embættismanna til að
fjalla um atvinnuvandamál ungs
fólks, en það mál sé sérlega að-
kallandi.
Búizt hefur verið við þvf-að
atvinnuleysi í löndum OECD auk-
ist enn á þessu ári og að i árslok
verði allt að 16 milljónir manna
atvinnulausar i löndunum nema
til komi sérstakar aðgerðir stjórn-
valda. Talið er að 40% atvinnu-
Framhald á bls 22
Simamynd AP
Skólabörn f Soveto f Suður-Afrfku með grjóthnullunga f höndum
meðan óeirðirnar f borginni stóðu sem hæst. Tiltölulega hljótt og
rólegt var f borginni f gær, en aivopnuð lögregla var við öllu búin.
Sovétmenn og Egyptar:
Talsmaður egypzku stjórnarinnar
sagði í dag að lftið hefði miðað á
fundum Fahmis utanrfkisráð-
herra Egypta og sovézkra ráða-
manna f Moskvu fyrr í júnf um
bætta sambúð rfkjanna.
Tilkynnt var f Kairó í dag að
bandariski bílaframleiðandinn
General Motors mundi í samstarfi
við sameiginlega hermálastofnun
nokkurra Arabalanda setja upp
hergagnaverksmiðju i einhverju
landanna, þar sem m.a. verði
framleiddir herjeppar og aðrir
vagnar. Arabalöndin sem hér eiga
hlut að máli eru Egyptaland,
Saudi-Arabía, Qatar og Samein-
aða arabíska furstadæmið. Hafa
þau einnig samið við framleiðend-
ur herþyrla og orustuflugvéla um
framleiðslu þessara vopna. Ekki
hefur verið ákveðið hvar verk-
smiðjunum verður valinn staður,
en talið er liklegast að þær verði í
Egyptalandi.
Arabaríkin fjögur hófu með sér
þetta samstarf um hergagnaiðnað
á árinu 1975 til að reyna að
minnka innflutning vopna frá
öðrum ríkjum. Frakkar hafa þeg-
ar fallizt á að veita tækniaðstoð
við framleiðslu þessa.
Kafró, Moskvu, 24. júní. AI*. Reuter.
EKKI er útlit fyrir að Brezhnev
forseti Sovétrfkjanna og Sadat
Egyptalandsforseti eigi með sér
fund á þessu ári, að þvf er heim-
ildir f Moskvu og Kairó herma.
Sameiginlegur Afríku-
her gegn Rhódesíu?
Libreville, 24. júní. AP. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Einingarsamtaka Afrfkurfkja, William
Eteki Mboumoua, lagði f dag að aðildarrfkjum samtakanna að koma
upp sameinilegum herstyrk, sem nota mætti til að verjast hugsanleg-
um árásum herja Rhódesfu og Suður-Afrfku. Mozambique hefur þegar
orðið fyrir árásum Khódesfumanna og hætta er talin á að önnur rfki
sem landamæri eiga að Rhódesfu verði einnig fyrir árásum.
Mboumoua flutti þessa tillögu
sina á fundi ráðherra sem eru að
undirbúa toppfund samtakanna
sem haldinn verður í Libreville
og hefst annan júlf nk. Hann hef-
ur áður komið fram með svipaðar
hugmyndir en þær hafa ekki
fengið mikinn hljómgrunn meðal
leiðtoga Afrikurikja, en viðhorf
þeirra kunna þó að hafa breytzt
sakir atburðanna i Mozambique.
Mozambique hefur farið fram á
það að um innrás Rhódesíumanna
í landið verði fjallað í öryggisráði
Sameinuðu Þjóðanna og hefur
verið á það fallizt og er gert ráð
fyrir að málið verði rætt þar í
byrjun næstu viku. Forseti
Mozambique, Samora Machel,
lýsti þvf yfir i dag að Rhódesiu-
menn hefðu drepið 1432 óbreytta
borgara og sært 527 frá því I maí
1976. Rhódesiustjórn hefurviður-
kennt að hafa sent herleiðangra
inn i Mozambique tvisvar í þess-
um mánuði.
Ekki horfur á
bættri sambúð
Kvikmyndafíbnum sem sýna
líf í Gulag smyglað frá Sovét
ÞESSA dagana er verið að birta
f tsrael heimildir um Gulag-
eyjaklasann, sem vart eiga sinn
lfka, að því er brezka blaðið
The Observer skýrir frá um
helgina. Hér er um að ræða
8mm kvikmyndafilmur, sem
sýna Iffið f fangabúðum, fang-
elsum og geðveikrahælum víðs-
vegar f Sovétrfkjunum, og hafa
þær verið skeyttar saman f heil-
lega heimildarkvikmynd.
Myndirnar eru teknar f lit og
tekur heimildarkvikmyndin
um það bil 30 mfnútur í sýn-
ingu. Inn á milli atriðanna er
skeyttt viðtölum við sex fyrr-
verandi fanga f Sovét, sem nú
eru búsettir f tsrael. Meðal
þeirra er Avraham Shifrin, sem
dæmdur var til dauða fyrir
njósnir f þágu Bandarfkjanna
og israels. Dauðadómi hans var
sfðar breytt f 10 ára fangelsi og
4 ár í útlegð.
Eitt óhugnanlegasta atriði
myndarinnar er frá leynilegri
bænasamkomu Babtista í borg-
inni Mogilev í Hvita-Rússlandi.
Þegar þátttakendur neituðu að
hverfa af vettvangi þegjandi og
hljóðalaust, tók KGB-foringi
upp byssu og hleypti af. Kona
varð fyrir skotinu og særðist
illa. Fólkinu tókst að yfirbuga
KGB-manninn og náði af hon-
um KGB-skirteininu. Skirteinið
er sýnt í myndinni, svo og at-
burðarásin. Meðal svipmynda,
sem brugðið er upp, er mynd
frá geðveikrahæli, þar sem ung-
ur maður, greinilega með fullu
viti, sker sig úr hópi vitfirringa,
önnur þar sem um 200 föngum
er smalað til vinnu, myndir af
fangaflutningum þar sem úlf-
hundar eru til taks, enn ein þar
sem gefur að Iíta Nadesju
Shumuk, úkraínskan þjóðernis-
sinna, sem handtekin var ásamt
eiginmanni sínum árið 1974.
Framhald á bls 22