Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBOK 137. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 86 pólitísk- um föngum sleppt gegn lausnargjaldi Bonn, 24. júní. NTB. VESTUR-þýzka stjórnin greiddi í gær lausnargjald fyrir 86 póli- tfska fanga f Austur-Þýzkalandi, að þvf er Die Welt skýrir frá f dag. Yfirvöld f Vestur-Þýzkalandi hafa hvorki viljað staðfesta þessa fregn né vfsa henni á bug, en fangakaup af þessu tagi hafa jafnan farið fram með leynd. Talið er að það sem af er þessu ári hafi 136 pólitískum föngum í Austur-Þýzkalandi verið sleppt gegn gjaldi, en á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir yfir 300. Glazunov meinað að sýna öll verk sín Moskvu, 24. júní, Reuter. AP. NTB. SOVÉZK yfirvöld hafa meinað málaranum Ilya Glazunov að sýna f jögur verka sinna á opin- berri sýningu sem staðið hefur til að halda á verkum hans. Glazunov hefur nú gert það að skilyrði fyrir þvl að nokkurt verka hans verði sýnt, að ein þessara fjögurra mynda verði með á sýningunni, en þetta er grfðarstórt málverk, þar sem getur að lfta andlit ýmissa þekktustu manna tuttugustu aldarinnar sem tengd eru sam- an f litafantasfu listamanns- ins. Glazunov sagði við væst- ræna fréttamenn f dag, að mál- verk þetta væri merkasta verk- ið af þeim f jórum sem yfirvöld vilja ekki leyfa honum aðsýna og án hennar yrði engin sýn- ing. Myndin heitir „Leyndardóm- ar 20. aldarinnar" og þar má þekkja andlit Stalíns, Maos, Bítlanna, Leníns, Alexanders Solzhenitsyns, Nikulásar sið- asta Rússakeisara, auk Hitlers, Mussolínis og Churchills. „Ég hef hugsað um þessa mynd i 10 ár," sagði Glazunov við frétta- menn, og Nína kona hans bætti því við að myndin væri höfuð- verk hans. Glazunov var I hópi „ungra reiðra listamanna" á tímum Khruschevs, en er nú meðlim- ur í opinberu bandalagi sovézkra listamanna og er Framhald á bls 22 Amin kominn í leitirnar Nairobi, Kenya, 24. júní. AP. Reuter. IDI AMIN Ugandaforseti er nú kominn í Ieitirnar og í dag hitti hann sendinefnd bandarískra blökkumanna á eyju í Viktoríu- vatni og var sagður leika við hvern sinn fingur. Þá var sagt að hann hefði spilað á harmóniku fyrir gestina. Bandaríkjamenn- irnir sem flestir eru blaðamenn eru fyrstu útlendingarnir sem Amin hittir um nokkurt skeið eða frá því hann fór í felur eftir að tilraun var gerð til að ráða hann Framhald á bls. 22 Fundi OECD í París lokið: Reynt að örva efna- hagslíf Vesturlanda Paris, 24. júní. AP. Reuter. FUNDUR fjármálaráðherra og annarra háttsettra embættis- manna OECD rfkjanna tuttugu og fjögurra ákvað f dag að grfpa til frekari aðgerða til að blása lffi f efnahagslff landanna í þeirri von að takast megi að vinna bug á vaxandi atvinnuleysi f þessum helztu iðnrfkjum heimsins. Ákveðið var að stefnt skyldi að þvf að hagvöxtur f löndunum yrði að meðaltali 5% á þessu ári, en sýnt er |x"> að mörg lönd verði fjarri þessu marki. 1 sameigin- legri yfirlýsingu fundarins segir að haldinn skuli sérstök ráðstefna háttsettra embættismanna til að fjalla um atvinnuvandamál ungs fólks, en það mál sé sérlega að- kallandi. Búizt hefur verið við því- að atvinnuleysi í löndum OECD auk- ist enn á þessu ári og að f árslok verði allt að 16 milljónir manna atvinnulausar i löndunum nema til komi sérstakar aðgerðir stjórn- valda. Talið er að 40% atvinnu- Framhaldábls22 Sovétmenn og Egyptar: Ekki horfur á bættri sambúð Simamynd AP Skölabörn f Soveto f Suður-Afrfku með grjóthnullunga f höndum meðan ðeirðirnar f borginni stóðu sem hæst. Tiltölulega hljótt og rólegt var f borginni f gær, en alvopnuð lögregla var við öllu búin. Kafrð, Moskvu, 24. júnl. AP. Reuter. EKKI er útlit fyrir að Brezhnev forseti Sovétrfkjanna og Sadat Egyptalandsforseti eigi með sér fund á þessu ári, að þvf er heim- ildir f Moskvu og Kairó herma. Sameigmlegur Afríku- her gegn Rhódesíu? Libreville. 24. junf. AP. Reuter. FRAMKVÆMDASTJORI Einingarsamtaka Afrfkurfkja, William Eteki Mboumoua, lagði f dag að aðildarrfkjum samtakanna að koma upp sameinilegum herstyrk, sem nota mætti til að verjast hugsanleg- um árásum herja Rhódesfu og Suður-Afrfku. Mozambique hefur þegar orðið fyrir árásum Khódesfumanna og hætta er talin á að ónnur rfki sem landamæri eiga að Rhódesfu verði einnig fyrir árásum. Mboumoua flutti þessa tillögu sína á fundi ráðherra sem eru að undirbúa toppfund samtakanna sem haldinn verður í Libreville og hefst annan júlf nk. Hann hef- ur áður komið fram með svipaðar hugmyndir en þær hafa ekki fengið mikinn hljómgrunn meðal leiðtoga Afríkuríkja, en viðhorf þeirra kunna þó að hafa breytzt sakir atburðanna í Mozambique. Mozambique hefur farið fram á það að um innrás Rhódesíumanna í landið verði f jallað í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna og hefur verið á það fallizt og er gert ráð fyrir að málið verði rætt þar í byrjun næstu viku. Forseti Mozambique, Samora Machel, lýsti þvf yfir í dag að Rhódesfu- menn hefðu drepið 1432 óbreytta borgara og sært 527 frá því í maí 1976. Rhódesfustjórn hefur viður- kennt að hafa sent herleiðangra inn í Mozambique tvisvar f þess- um mánuði. Talsmaður egypzku stjói narinnar sagði f dag að Iftið hefði miðað á fundum Fahmis utanrfkisráð- herrá Egypta og sovézkra ráða- manna f Moskvu fyrr í júnf um bætta sambúð rfkjanna. Tilkynnt var í Kairó í dag að bandaríski bílaframleiðandinn General Motors mundi i samstarfi við sameiginlega hermálastofnun nokkurra Arabalanda setja upp hergagnaverksmiðju i einhverju landanna, þar sem m.a. verði framleiddir herjeppar og aðrir vagnar. Arabalöndin sem hér eiga hlut að máli eru Egyptaland, Saudi-Arabfa, Qatar og Samein- aða arabíska furstadæmið. Hafa þau einnig samið við framleiðend- ur herþyrla og orustuflugvéla um framleiðslu þessara vopna. Ekki hefur verið ákveðið hvar verk- smiðjunum verður valinn staður, en talið er liklegast að þær verði í Egyptalahdi. Arabaríkin fjögur hófu með sér þetta samstarf um hergagnaiðnað á árinu 1975 til að reyna að minnka innflutning vopna frá öðrum rikjum. Frakkar hafa þeg- ar fallizt á að veita tækniaðstoð við framleiðslu þessa. Kvikmyndafilmum sem sýna líf í Gulag smyglað frá Sovét ÞESSA dagana er verið að birta I fsrael heimildir um Gulag- eyjaklasann, sem vart eiga sinn lfka, að því er brezka blaðið The Observer skýrir frá um helgina. Hér er um að ræða Siiim kvikmyndafilmur, sem sýna Iffið f fangabúðum, fang- elsum og geðveikrahælum vfðs- vegar f Sovétrfkjunum, og hafa þær verið skeyttar saman í heil- lega heimildarkvikmynd. Myndirnar eru teknar f lit og tekur heimildarkvikmyndin um það bil 30 mfnútur í sýn- ingu. Inn á milli atriðanna er skeyttt viðtölum við sex fyrr- verandi fanga í Sovét, sem nú eru búsettir i tsrael. Meðal þeirra er Avraham Shifrin. sem dæmdur var til dauða fyrir njósnir f þágu Bandarfkjanna Kona með skotsár, sem hún hlaut, er KGB-foringi skaut á þátttakendur f bænasamkomu f Hvfta-Rússlandi. og tsraels. Dauðadðmi hans var sfðar breytt f 10 ára fangelsi og 4 ár í útlegð. Eitt óhugnanlegasta atriði myndarinnar er frá leynilegri bænasamkomu Babtista í borg- inni Mogilev í Hvita-Rússlandi. Þegar þátttakendur neituðu að hverfa af vettvangi þegjandi og hljóðalaust, tók KGB-foringi upp byssu og hleypti af. Kona varð fyrir skotinu og særðist illa. Fólkinu tókst að yfirbuga KGB-manninn og náði af hon- um KGB-skirteininu. Skirteinið er sýnt í myndinni, svo og at- burðarásin. Meðal svipmynda, sem brugðið er upp, er mynd frá geðveikrahæli, þar sem ung- ur maður, greinilega með fullu viti, sker sig úr hópi vitfirringa, önnur þar sem um 200 föngum er smalað til vinnu, myndir af fangaflutningum þar sem úlf- hundar eru til taks, enn ein þar sem gefur að líta Nadesju Shumuk, úkrainskan þjóðernis- sinna, sem handtekin var ásamt eiginmanni sínum árið 1974. 1 lamhalcl á l.ls 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.