Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULI 1977 5 1 Ráðstefna sveitarfél- aga um iðnaðarmál SAMBAND íslenzkra sveitarfé- laga efnir til tveggja daga ráð- stefnu f Reykjavík um sveitar- stjórnir og iðnaðarmál dagana 26. og 27. sept. Ráðstefnan er haldin í samráði við Iðnkynningu f Reykjavík og íslenzka iðnkynn- ingu og tengist iðnkynningu, sem þá stendur yfir í Reykjavík. Fyrr á þessu ári hefur dagur iðnaðarins verið haldinn á sjö stöðum á landinu, i Kópavogi, i Borgarnesi, á Sauðárkróki, á Ak- ureyri, á Húsavik, Egilsstöðum og Selfossi. Á ráðstefnunni verða dregnar saman helztu niðurstöð- ur, sem fram hafa komið í umræð- um þessum. Jafnframt verður rætt um hlutverk sveitarstjórna varðandi iðnþróun, og framsögu- menn valdir jöfnum höndum úr röðum sveitarstjórnarmanna og talsmanna iðnaðarins. Við undirbúning ráðstefnunnar mun sambandið leita samstarfs við helztu samtök iónaðarins og stofnanir, sem fjalla um iðnaðar- mál og þátttakendum á ráðstefn- unni gefst kostur á að heimsækja iðnfyrirtæki á höfuðborgarsvæð- inu og ræða við forráðamenn þeirra. 2 tonn af dýnamíti 1 kjallara Slokkhólmi. 27. júlf. AP. SÆNSKA lögreglan sagði f dag að hún hefði fundið rúmlega tvær lestir af dýnamfti sem hryðju- verkamenn hefðu falið í húsa- kjallara í útborg Stokkhólms og nægt hefðu til að sprengja upp 20 fjölbýlishús. Sprengiefnið fannst í sambandi við rannsókn í máli hryðjuverka- manna, sem fyrirhugað hefur ver- ið að leiða fyrir rétt 8. ágúst vegna samsærisins um að ræna ráðherranum Önnu Gretu Lejon í maí, en verður lfklega að fresta vegna þessarar sfðustu uppljóstr- unar. Helmingi sprengiefnisins var stolið i síðasta mánuði frá vega- gerðarmönnum, en afgangnum frá ýmsum stöðum á síðustu sex mánuðum. Enginn hefur verið handtekinn vegna þjófnaðarins en nokkrir yfirheryðir. Tólf menn úr hryðjuverkahópnum hafa ver- ið ákærðir vegna samsærisins gegn frú Lejon. Lögreglan hefur auk þess fund- ið marga lykla sem lögreglan tel- ur að geti leitt til þess að þeir finni meira af útbúnaði hryðju- verkahópsins. Hinir ákærðu voru einnig með marga lykla á sér, en neita að segja að hverju þeir gagni. „Við höfum áhyggjur af því sem við höfum fundið og finnum næst,“ segir sænska lögreglan. W,*: - jí< V&W t Simifrá skipbborði ,USTURSTRÆt' i 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.