Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 165. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 29 JULl 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „VELHEPPNUÐ KJARNOBKUTILRAUN“. — Hsinhua, hin opin- bera fréttastofa Kina hefur sent frá sér þessa mynd með þeim ummælum að hún sýni „velheppnaða tilraun með vetnissprengju“. Fréttastofan segir ekki hvenær né hvar tilraunin var gerð, en Kínverjar munu hafa sprengt kjarnorkusprengju eftir að liua Kuo-feng formaður tók við embætti. A miðri myndinni eru slag- orðasjöld sem á stendur „við fögnum ákaft vígslu Ilua Kuo-feng, sem leiðtoga flokksins og frelsishersins“. Fremst á myndinni eru hermenn. Sfmamynd AP. Bhutto laus úr fangelsi Islamabad 28. júlf — Reuter. HERFORINGJASTJÖRNIN i Pakistan sleppti í dag úr haldi Zulfikar Ali Bhutto, fyrver- andi forsætisráðherra. Hann var tekinn fastur þegar herinn hrifsaði af honum völdin fyrir þrem vikum. Fimmtán öðrum stjórnmála- leiðtogum var einnig sleppt, en þeim hafði verið haldið í stofu- fangelsi síðan valdaránið þann 5. júlí, en það kom i kjölfar fjögurra mánaða skálmaldar í landinu. Mohammed Zia-ul-haq, hers- höfðingi, setti á herlög eftir valdatökuna, til að binda endi á stjórnmálaóeirðirnar, sem kostað höfðu 350 manns lífið. Andstæðingar Bhuttos héldu því fram að hann hefði hag- rætt kosningaúrslitum sér í vil og olli það óeirðunum. RAm. 28. júli. AP. Reuter. SÓMALlUMENN sögðu f dag að flugvélar þeirra hefðu skotið nið- ur þrjár eþfópfskar þotur af gerð- inni F. 5 og flutningaflugvél af gerðinni C—130 Hercules hlaðna fallhlffahermönnum sfn megin landamæranna f Ogaden- eyðimörkinni. Með þessari loftorrustu segja Sómalfumenn að þeir hafi í fyrsta skipti dregizt inn f átökin f Ogaden-eyðimörkinni þótt Eþfópfumenn hafi haldið þvf fram að sómalskir hermenn hafi tekið þátt f bardögunum þar og sómalska stjórnin hafi stutt bar- áttu skæruliða gegn eþfópfska stjórnarhernum. Abdullah Egal Nur, sendiherra Sómalíu í Róm, sagði blaðamönn- um að Sómalíumenn væru reiðu- búnir að þiggja tilboð Bandarikja- manna um hernaðaraðstoð ef því Garter | fylgdu engin skilyrði sem ógnuðu fullveldi þeirra. En hann sagði að Sómalia mundi viðhalda nánu sambandi við Rússa, sem hafa I hingað til séð þeim fyrir vopnum, I og að Sómalíumenn mundu í engu breyta stefnu sinni nema þeir yrðu neiddir til þess. Skæruliðar Frelsisfylkingar | Vestur-Sómalíu héldu því fram að þeir hefðu fellt og tekið til fanga rúmlega 1.000 eþíópíska hermenn I orrustu um Dagbur, hernaðar- Iega mikilvægan bæ í Harar- héraði um 160 km suður af Har- geisa. Staðhæfingar þeirra gefa til kynna að Eþíópíuher sé í varn- arstöðu á 170.000 ferkm. svæði. Eþfópiumenn segja að bardag- arnir hafi breiðzt út frá Ogaden til fylkisins Bale vestur af eyði- mörkinni. Þar segja skæruliðar að 810 eþíópískir hermenn hafi verið felldir, 10 bæir hafi fallið og átta eþiópískir skriðdrekar hafi verið eyðilagðir. Eþiópiumenn segjast aftur á móti hafa þurrkað út fjöl- mennt lið innrásarmanna á þess- um slóðum og sakar Sómalíustjórn um að hafa sent þangað sveitir úr fastaher sínum. Carter: átelur r Israels- menn Washington, 28. júlí. AP. JIMMY Carter forseti gagnrýndi f dag nýtt landnám tsraelsmanna á vesturbakka Jórdan og kvað það hindrun f vegi fyrir friði. Hins vegar sagði Carter á blaða- mannafundi að ryðja mætti úr vegi þessum hindrunum og reyna að semja um leiðir að binda enda á deilur Araba og ísraelsmanna. í Moskvu sakaði fréttastofan Tass Bandaríkjamenn um að hafa hvatt israelsmenn til að viður- kenna búsetu Gyðinga á þremur Framhald á bls 22. Viðræður um bann við kjarnorkutilraunum Washington 28. júlí — Reuter. JIMMY Carter, Bandarfkjafor- seti, sagði í dag að Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin myndu hefja formlegar samningaviðræð- ur um algert bann við kjarnorku- tilraunum þann 3. október. Er vonazt til að það verði til þess að bann við kjarnorkutilraunum neðanjarðar verði haft með í hugsaniegum sáttmála. Takmarkaða bannið við kjarn- orkutilraunum frá árinu 1963 tek- ur aðeins til sprenginga í and- rúmsloftinu, neðansjávar og i himingeimnum. Samningsaðilar hafa hins vegar ekki getað komið sér saman um bann við sprengju- tilraunum neðanjarðar. Carter sagði blaðamönnum að viðræður landanna þriggja í Genf lofuðu það góðu að hægt yrði að hefja formlegar viðræður. Hins vegar ætti eftir að leysa vandamál varðandi meðanjarðar tilraunir. Hann lét í ljós von um að önnur lönd tækju þátt í tilraunum til að koma á algeru kjarnorkutilrauna- banni. Bandaríkjamenn hafa krafizt banns á öllum kjarnorkutilraun- um neðanjarðar, en Sovétmenn hafa fram til þessa krafizt þess að kjarnorkutilraunir í friðsamleg- um tilgangi verði leyfðar. Banda- ríkjamenn segja hins vegar að tilraunir í friðsamlegum tilgangi geti haft hernaðarlegt gildi og að erfitt sé að greina á milli þessara tveggja atriða. Dollarinn hækkar Sómalir sigra í loftorrustu Metfjöldi soyétkafbáta sunnan við Lsland í vor Briissel, 28. júlí. Reuter. UM 100 rússneskir kafbátar streymdu inn á Atlantshaf I vor og liðsafli NATO átti fullt í fangi með að fylgjast með þess- ari miklu sýningu f flotamætti Rússa, að þvf er haft var eftir' heimildum f Briissel f dag. Bandarfskir og brezkir kaf- bátar, sem venjulega elta rúss- neska kafbáta, réðu ekki við ástandið og bandalagið varð að grfpa til annarra og óhagkvæm- ari ráða til að fylgjast með mörgum skipanna. „Fleiri sovézkum kafbátum var teflt fram á svæðinu milli Norður- Amerfku og Evrópu en nokkru sinni fyrr,“ sagði háttsettur leyniþjónustustarfsmaður. Venjulega hafa Rússar aðeins sjö kafbáta á Atlantshafi, þar af fjóra af gerðunum Delta og Yankee búna kjarnorkueld- flaugum. En i æfingum Rússa, sem fóru fram í april, sigldu 89 kafbátar inn á Atlantshaf eða rúmur fjórðungur rússneska flotans sem er 325 skip. Hvorki meira né minna en 40 skip sigldu á hafinu suður af Islandi, á hafsvæðum sem Bandaríkjamenn verða að flytja herlið og vistir yfir til Evrópu ef til styrjaldar kemur. I fylgd með kafbátunum var mikill fjöldi ofansjávarskipa, þar á meðal flugvélaskipið Kiev. Langfleygar herflugvél- ar, þar á meðal nokkrar hinna 400 Backfiresprengjuflugvéla sem Rússar nota, flugu yfir æf- ingaflotann frá stöðvum sínum í Murmansk. Flestir kafbátanna, sem tóku Framhald á bls 22. Delta-kafbátur. London 28. júlí — Reuter. STAÐA bandarfska dollarsins styrktist nokkuð í kvöld eftir að leiðandi bandarískur bankastjóri, David Rockefeller, hvatti til bandarískra aðgerða til að stöðva verðfall hans. Mikil eftirspurn var ennþá eftir fterlingspundi, en það tók að hækka ört eftir að Englandsbanki rauf sjö mánaða gamla bindingu þess við dollarann. Bankinn reyndi þó að halda niðri eftir- spurn í von um aó geta haldið dollarnum stöðugum. Bandarísk stjórnvöld hafa lítið viljað aðhafast vegna falls dollar- ans upp á siðkastið og virðast þau líta svo á að það geti orðið til aó draga úr greiðsluhalla landsins með þvi að gera bandariskar vör- ur ódýrari erlendis. David Rockefeller, sem er stjórnarformaður Chase Manhatt- an Bank, sagði i viðtali við Reuter i New York að sig dollarsins hefði dregið úr greiðsiuhalla Banda- rikjanna, hins vegar væri það ekki raunhæft þar sem það væri ekki í samræmi við góða stöðu bandarískra efnahagsmála. Sagði Rockefeller að ekki yrði komizt hjá þvi að gripa inn í verðþróun dollarsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.