Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULl 1977 15 setið á alþingi sem fulltrúi Vesturlandskjördæmis. Á Alþingi beitti Jón sér mjög fyrir framgangi hagsmunamála byggðarlaganna í Vesturlands- kjördæmi, sem eru mörg og með margbreytilegar þarfir. Almælt er i kjördæminu að gott hafi verið til hans að leyta um úrlausn vandamála bæði einstaklinga og sveitarfélaga. Þarfir atvinnuveg- anna, bæði til lands og sjávar, stóðu huga hans nærri, en blóm- iegt atvinnulíf er undirstaða góðra lífskjara og framfara. Jón Árnason var ötull baráttumaður fyrir stækkun landhelginnar og friðun fiskimiða fyrir rányrkju og fagnaði hverjum áfanga í þeim efnum. Jón Árnason átti sæti i fjárveit- inganefnd og var um mörg ár formaður nefndarinnar. Engin ein nefnd á alþingi vinnur jafn mikið starf og fjárveitinganefnd og mestur þungi hvílir á herðum formanns nefndarinnar. Starf þetta vann Jón Árnason með miklum ágætum og skörungsskap. Þess var áður getið að Jón Árnason var mikiil félagsmála- maður. 1 tengslum við störf sín tók hann mikinn þátt i félagsmál- um útvegsmanna og hraðfrysti- húsaeigenda. Jafnframt var hann um árabil formaður félags síldar- saltenda á Suð-Vesturlandi og átti sæti í stjórn Samábyrgðar íslands á fiskiskipum. Hann var stjórnar- formaður Sementsverksmiðju ríkisins. Einnig var hann stjórnarformaður Skallagríms hf., sem gerir út farþegaskipið Akra- borg, og í stjórn Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Akraness hf. Ibúar i Vesturlandskjördæmi sakna nú forystumanns í málefn- um kjördæmisins og fjölmargir syrgja góðan og einlægan vin. Sjálfstæðismenn í Vesturlands- kjördæmi þakka Jóni Árnasyni mikið og gott starf, sem var unnið af heilum hug. Við minnumst Jóns Árnasonar sem framsækins drengskaparmanns, sem gott var með að vera. Eiginkonu Jóns, Ragnheiði Þórðardóttur, börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum færi ég innilegar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau á stund sorgarinnar. Jósef II. Þorgeirsson. Inn við Vesturgötu á Akranesi, upp af fjörunni við Krókalón, stendur litið snoturt hús, sem ber heitið Lindarbrekka. Hús þetta byggði afi minn, Árni Árnason trésmiður árið 1914. Flutti hann í það sama ár ásamt konu sinni, ömmu minni Margréti Finnsdótt- ur og f jórum sonum þeirra hjóna, Finni, Aðalsteini, Jóni Ágústi og Lárusi Bjarna sem þá voru á aldr- inum fjögurra til níu ára. Einnig ólu þau hjón upp systurdóttur Margrétar, Gíslínu Kristjánsdótt- ur, sem kom til þeirra kornung, eftir að hafa misst móður sína. Þá var líka á heimilinu Sesselia Bjarnadóttir, móðir Margrétar. Næstu 15 árin bjó þessi fjölskylda í Lindarbrekku og þar áttu bræð- urnir sín bernsku- og uppvaxtar- ár. Voru þeir þá og lengi síðan kenndir við húsió af Akurnesing- um og nefndir „Lindarbrekku- bræður". Sem fulltíða menn áttu þeir síðan allir lengstum eftir að helga Akranesi starfskrafta sina, þrir sem iðnaðarmenn og einn sem forystumaður í atvinnu- rekstri og stjórnmálum. Tryggð þeirra við sina heimabyggð hefur ávallt verið sterk og sú taug römm, sem batt þá unga átthögun- um. Nú er einn bræðranna horfinn úr hópnum, Jón^Árnason, alþing- ismaður. Hann lézt á Sjúkrahúsi Akraness aðfararnótt 23. júlí, eft- ir erfið veikindi og stranga legu. Jón var fæddur á Ökrum 15. janúar 1909, og á Akranesi átti hann heima alla sína ævi. Ungur að árum hóf hann verzlunarstörf og sina eigin verzlun stofnaði hann aðeins 23 ára gamall. Síðar tók hann við stjórn verzlunar tengdaföður sins, Þórðar Ás- mundssonar, og varð fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélagsins Ásmundar og Hraðfyrstihússins Heimaskaga. Fyrir nokkrum ár- um stofnaði hann með Þorsteini syni sínum Fiskiðjuna Arctic, sem vinnur grásleppuhrogn til út- flutnings. Störf Jóns voru þvi lengstum bundin sjávarútvegi og mátti hann þar reyna bæði mót- byr og meðbyr, sem svo tíðum skiptast á í þessum undirstöðuat- vinnuvegi landsmanna. Að þeim störfum sem öðrum gekk hann af miklum dugnaði og þrautseigju. Með hógværð og yfirvegaðri ákveðni réði hann fram úr hinum margvislegasta vanda, sem ávallt hviiir á herðum þeirra, sem veita fjölþættum atvinnurekstri for- stöðu. Má víða sjá þess merki á Akranesi, þar sem Jón Arnason lagði hönd að verki við uppbygg- ingu og eflingu atvinnulifsins. Hæfileikar Jóns til forystu komu snemma fram. Sem ungl- ingur stofnaði hann með félögum sinum á Vestur-Skaganum Knatt- spyrnufélag Akraness og varð fyrsti formaður þess. Hann var líka einn af stofnendum Skátafél- ags Akraness. Mest áttu þó félags- störf hans eftir að verða á vett- vangi stjórnmála. Ungur var hann valinn formaður Sjálfstæðisfélags Akraness og gegndi þar forystu um áratuga skeið. Þegar Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942 var hann kosinn bæjarfulltrúi og átti síðan sæti í bæjarstjórn til 1966. Hann var forseti bæjar- stjórnar Akraness í 8 ár og i bæj- arráði átti hann sæti i 20 ár. Sum- arið 1959 var hann kosinn á al- þingi, sem þingmaður Borgfirð- inga og aftur um haustið, sem þingmaður Vesturlandskjördæm- is. Atti hann siðan sæti á alþingi til dauðadags. Á alþingi starfaði hann að margvíslegum málum, sem ekki verða rakin hér. For- maður fjárveitinganefndar al- þingis var hann i mörg ár. Auk starfa sinna á alþingi tók Jón Árnason mikinn þátt i störfum útvegsmanna og sat í stjórnum ýmissa samtaka þeirra. Þá átti hann sæti i stjórnum ýmissa stofnana og fyrirtækja, svo sem Rafmagnsveitna ríkisins og Sem- entsverksmiðju ríkisins, svo og stjórnum ýmissa félaga. Skal það ekki rakið nánar hér, en þess get- ið, að oft var það með ólíkindum, hvernig honum tókst að rækja af dugnaði og samvizkusemi öll þau margþættu félagsstörf, sem á hann hlóðust, til viðbótar atvinnu hans, enda var vinnudagurinn oft langur. Jón Arnason kvæntist 3. ágúst 1933 Ragnheiði Þórðardóttur frá Grund á Akranesi. Ragnheióur er dóttir hinna mætu hjóna, Þórðar Ásmundssonar og Emelíu Þor- steinsdóttur, sem bæði eru látin fyrir all mörgum árum. Jón og Ragnheiður áttu fjögur börn. Elzt er Emilía, gift Pétri Georgssyni, netageróarmanni á Akranesi. Næstur er Þorsteinn sem nú veit- ir forstöðu Fiskiðjunni Arctic, sem þeir feðgar komu á fót á Akranesi fyrir nokkrum árum og áður er minnzt á. Hann er kvænt- ur Margréti Þórarinsdóttur. Þá er Margrét gift Guðjóni Margeirs- syni starfsmanni hjá Steinvör h.f., Reykjavík. Yngst er Petrea, gift Kristni Guðmundssyni, tæknifræðingi. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Jón og Ragga voru einstaklega samhent hjón. Frændgarður þeira beggja á Akranesi er stór og vinahópurinn fjölmennur. Þrátt fyrir það var sá hópur aldrei of stór til þess, að ekki væri nægjan- legt rými og allir velkomnir á heimili þeirra á Grund, enda var gestrisni þeirra einstök. Viðmót þeirra hjóna var með þeim hætti, að öllum leið vel í návist þeirra. í hugum þeirra, sem kynntust þeim vel voru þau svo nátengd hvort öðru, að nöfnin „Jón og Ragga" voru oftast nefnd I sömu andrá, rétt eins og verið væri að tala um eina manneskju. Ég byrjaði þessar linur með því að minnast á „Lindarbrekku- bræður". Samstaða þeirra var mikil og bræðraböndin óvenju sterk. Jón valdist úr þeirra hópi til forystu, fyrst i bæjarmálum og síöan landsmálum. Hversu vel sem menn vilja, þá fylgir ávallt barátta þátttöku í stjórnmálum. Sökum sinna mannkosta naut Jón almenns trausts, sem stöðugt fór vaxandi með árunum. 1 stjórn- málabaráttunni átti hann sér fjöl- mennan hóp fylgismanna, sem báru til hans óskorað traust og i þeim hópi, sem fylgdu honum dyggilega voru bræður hans þrir. En það var ekki aðeins i stjórn- málum, sem þeir bræður stóðu saman, heldur í lífinu öllu. Ef einhver þeirra átti við vanda að etja snéru þeir ávallt bökum sam- an. Áhrifin úr foreldrahúsum hafa fylgt þeim alla ævi og á bræðraþel þeirra hefur aldrei borið skugga. Að leiðarlokum þakka bræðurnir og fjölskyldur þeirra Jóni alla hans ræktarsemi og tryggð á liðnum árum. Við frá- fall hans er brostinn hlekkur, en minningin um góðan bróður þeirra lifir áfram. Ég hef of margs að minnast af frænda mínum Jóni, til þess að geta g^rt þeim minningum nokk- ur viðhlitandi skil i þessum fáu orðum. Ég vil þó ekki ljúka þess- um línum, án þess að minnast á söngrödd hans og hversu söng- elskur hann var. Hann hafði háa og bjarta tenórrödd. í fjölda mörg ár sungu þeir saman hlið við hlið bræðurnir Jón og Finnur, bæði í Karlakórnum Svanir og eins i Kirkjukór Akraness og þar söng Lárus bróðir þeirra líka. Nú er söngur Jóns „hljóður og horfinn“, en frá hinu liðna berast ómar minninganna um góðan mann, sem lokið hefur giftusamlegri ævi. Sérstakar kveðjur flyt ég Röggu og börnunum frá föður minum sem nú liggur á sjúkrahúsi og á þess ekki kost að fylgja bróður sinum til hinztu hvíidar. Eg og fjölskylda mín biðjum guð að blessa ástvini Jóns. Megi minn- ingin um ástj-íkan eiginmann, föð- ur og afa vera þeim huggun harmi gegn. Árni Grétar Finnsson. Borgfirðingar hafa oft sýnt að þeir eru félagshyggjumenn. Þannig tóku þeir höndum saman beggja vegna Hvítár, árið 1863, og lögðust á eitt að Akranes fengi löggildingu sem verzlunarstaður. Stóðu að þessu 228 héraðsbúar sunnan Hvitár og 50 búendur i Mýrasýslu. Er skemmst að greina frá þvi að eftir talsverð átök á Alþingi og utan þess fékkst lög- gildingin, hinn 16. júni 1864. Þar var rennt hinum fyrstu stoðum undir vöxt og viðgang Akraness sem þéttbýliskjarna innan Borgarfjarðarhéraðs. I kjölfar aukinna umsvifa á sviði verzlunar, jókst einnig útvegur Akurnesinga. Kom fyrsti dekk- báturinn 1872 og fyrsta bryggjan var byggð í Steinsvör árið 1895. Urðu Akurnesingar þó enn um langa hrið að stunda sjó við slæm lendingarskilyrði. í þessu lítt mótaða byggðarlagi fæddist Jón Árnason árið 1909. Það varð hlutskipti hans allt frá æskuárum að taka sjálfur drjúg- an þátt i mótun þeirrar byggðar, úr smáþorpi í eitt myndarlegasta bæjarfélag þessa lands. Hvorttveggja var um Jón Árna- son að hann var að upplagi harð- frískur maður til orðs og æðis, en hefur auk þess snemma tileinkað sér þá athyglisverðu iðjusemi, sem lengi hefur þótt einkenna mannlíf á Akranesi. En hann varð líka áhugasamur félagsmálamaður eins og frændur hans og fyrirrénnarar. Ungur varð hann forvigismaður æskunn- ar á Akranesi, stofnaði t.d. með öðrum skátafélag og knattsþyrnu- félag, en þar varð hann einnig fyrsti formaður. Hefur góður ávöxtur orðið af þvi sáðkorni, svo sem kunnugt er. Hann var og fyrsti formaður félags ungra sjálfstæðismanna, er þvi félagi var hleypt af stokkunum og fylgdi hann því eftir ævilangt með þátt- töku I samtökum Sjálfstæði- manna og miklu starfi á vegum flokks þeirra. Einnig má geta þess að er stofnað var byggingasam- vinnufélag á Akranesi varð Jón Arnason þar í fararbroddi og hafa margir íbúar Skagans notið góðs af því starfi. Það má segja að það hafi verið mjög við hæfi að fyrstu störf Jóns hafi verið á verzlunarsviðinu. Þar byggði hann á þeim grunni, sem byggðarlagið grundvallast öðrum þræði á, aðdráttum nauðsynja, sem síðan var dreift á Akranesi upp um sveitir héraðsins. 1 þessu starfi fékk Jón góða yfirsýn yfir atvinnuhætti, lif og starf á Akra- nesi og nærsveitunum. Sá hann og glögglega þörfina á framförum og skildi snemma hvilik nauðsyn það var heimabyggð hans, héraði og landinu öllu, að framfarir i atvinnu- og menningarmálum yrðu sem jafnastar. Að ekki lægju eftir þýðingarmiklir þættir þjóðlifsins á meðan stöku greinar næðu langt fram úr öðrum þátt- um. Hætt er við að slíkar fram- faraspirur kali. Þó hefur reynslu- leysi og ef til vill skortur á yfirsýn stundum tafið eða torveldað fram- þróun. Þetta sjónarmið skýrir það hve Jón lagði jafnan ríka áherzlu á alhliða þróun, jafnt i atvinnu- málum og menningarmálum. Á sama tíma og Jón Árnason reyndi að éfla og bæta aðstöðu til útvegs, beitti hann sér t.d. fyrir umbótum í samgöngumálum og heilbrigðismálum. Taldi hann að seint yrði ofbrýnt fyrir mönnum nauðsyn jafnrar þróunar. Hann áleit t.d. síður hættu á því að fjármunir almennings kæmu eigi að notum eða færu forgörðum ef slík sjónarmið fengju að ráða. Þetta var í senn varfærin en fast- mótuð pólitik og búmannleg hyggja. Frá árinu 1936 starfaði Jón Árnason við fyrirtæki tengdaföð- ur síns, Þorðar Ásmundssonar. Þorður var áhugasamur um hverskyns framfarir. Má t.d. geta þess að hann var fyrstur manna hér á landi til þess að flytja inn landbúnaðardráttarvél. Hafði framtak Þórðar mikil áhrif á Jón og örfaði hann til framkvæmda. Urðu þeir mágar, Jón Árnason og Július Þorrðarson síðar framkvæmdastjórar fyrirtækja Þórðar Asmundssonar. Allt frá þeim tíma má segja að Jón Árna- son hafi helgað sig málefnum út- vegsins og fiskvinnslu. Nú síðast stofnaði hann niðurlagningar- fyrirtæki á Akranesi. Sagði hann við þau timamót að fábreytnin í atvinnuháttum girti fyrir að margir þroskuðust við störf, sem þeir væru við hæfi. Þekking og starfslagni væri þjóðarauður, sem betur hagnýttist við fjölbreyttara atvinnulíf. Meðan atvinnulífið er fábreytt nýtast ekki hæfileikar þjóðarinnar og margir verða að stunda störf, sem þeir eru ekki hneigðir fyrir. Ur þessu vildi Jón bæta. Er þjóðskörungurinn Pétur Ottesen lét af þingmennsku 1959 tók Jón Arnason við af honum. Það var vissulega ekki heiglum hent að koma i hans stað. En allt fór það vel og reyndist Jón vaxa i starfi formanns fjárveitinga- nefndar. Það varð hann sjálfstæð- ur í verkum, enda virti hann mik- ils þá reglu þingræðisins að lög- gjafinn færi með f járveitinga- valdið. Aldrei var sagt um a að hann beitti þar áberandi ágengni og kom hann þó mörgu málinu fram. Énda var það skapi hans samboðnara að beita rökum en ráðríki. Var það mat þeirra, er gerst þekktu að störfin í fjárveit- inganefnd hefðu orðið Jóni til sæmdar. Á sinni tíð var það fyrir samstarf og baráttu þingmanna Borgar- fjarðarhéraðs, þeirra Péturs Otte- sen og Bjarna Asgeirssonar að Sementsverksmiðja ríkisins var staðsett á Akranesi. Er Pétur Ottesen lézt kom Jón Árnason í stjórn verksmiðjunnar. Honum hafði þá lengi verið ljóst hve mikilvægt þa ð er fyrir ísland sem ekki hefur trjávið og ekki annað byggingarefni, að farsællega tæk- ist til um byggingu og rekstur þessa fyrirtækis. Sýndi hann það og I verki er á reyndi, að hann variótrauður liðsmaður, sem gætti hags verksmiðjunnar eftir beztu getu. Var honum lika ljóst að Sementsverksmiðjan er einn helsti hyrningarsteinn lífsafkomu fólksins á Akranesi. Með tilkomu hennar var rennt nýrri stoð undir atvinnulífið þar. Fólkið þurfti ekki lengur að eiga nær allt undir veðri og afla. Fleira bauðst. Þótt Akranes hafi orðið sjálf- stætt bæjarfélag árið 1942 rofnaði ekki sambandið við héraðið. Margþætt samstarf hefur verið með þeim aðilum, sem mynda hið forna Borgarfjarðarhérað, þ.e. sýslunum tveim og Akranesi. Má þar t.d. nefna samstarf um raf- orkumál og samgöngumál, en þessir aðilar standa að rekstri Andakilsárvirkjunar og útgerð Skallagrims h.f. Sem bæjarfull- trúi á Akranesi studdi Jón Árna- son baráttu Haraldar Böðvarsson- ar fyrir þvi að Akurnesingar gerðu sameignarsamning við sýsl- urnar um byggingu orkuversins við Andakílsfossa. Síðar flutti Jón frumvarp á Alþingi í samvinnu við aðra um virkjun Kláfoss i Hvitá. Var Jón Árnason einn þeirra, sem áleit ekki þörf á að ríkið ætti öll orkuver og vildi hann að héruðin gætu staðið á eigiin fótum í þeim efnum. Taldi öryggi i þvi að fá orkuna frá orku- verum, sem eru í ólíkum lands- hlutum. I heild varð starf Jóns Árnason- ar farsælt fyrir land og lýð. Hann lyfti engum sérstökum Grettistök- um. En fjöldi þeirra góðu mála, sem hann studdi af ráðum og dáð er mikill og mörgu framfaramáli kom hann i höfn, ýmist einn eða með öðrum velviljuðum mönnum. Hjálpsemi hans og greiðvirkni var og við brugðið. Það er engin leið að telja hér upp öll verk hans. En því til viðbótar, sem drepið hefur verið á, má þó minna á baráttu hans í lokaáfanga land- helgismálsins. Og margur sjómað- urinn mun líka lengi minnast bar- áttu hans fyrir friðun Faxaflóa fyrir dragnót. Vestlendingar munu minnast þess að hann studdi dyggilega byggingu fjórðungssjúkrahússins á Akra- nesi og heilsugæzlustöðvar i Borgarnesi. Líka má minna á margvíslegar hafnarbætur á Snæ- fellsnesi. Ekki má gleyma þvi gifurlega starfi, sem Jón hefur af hendi leyst með stuðningi við fólk, sem til hans leitaði. Þannig mætti geta margra mála, sem settu svipmót á starfsferil hans. Lengst mun samt uppi minning- in um góðan dreng og þróttmik- inn stjórnmálamann, sem allir ær- legir menn, samherjar og and- stæðingar, voru sammála um að hefði vaxið af hverju viðfangs- efni, ævilangt. Sá dómur mun lengst standa óhaggaður. Jón Árnason var á ýmsa lund litríkur persónuleiki og var oft skemmtilegt með honum að vera. Man ég eftir þvi í mörgum ferðum okkar, að hann gat sagt frá mönn- um og málefnum af græzkulaus- um húmor og á góðum stundum hló hann oft svo smitandi hlátri að menn komust i glatt skap. Hann hafði gleðivaka i sjálfum sér og þurfti engan framandi hvata, enda var hann frávikalaus bindindismaður ævilangt. Hann hafði einkar gaman af söng og var reyndar ágætur söngmaður sjálf- ur. Var hann um margra ára skeið félagi í karlakórnum „Svönum“ á Akranesi. Gæfumaður var Jón. Giftur sæmdarkonunni Ragnheiði Þórð- ardóttur. Reyndist hún honum stoð og stytta í öliu starfi og öllu þeirra lífi. Lifir hún mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra hjóna. Heimili þeirra einkenndist ávallt af hlýleika og glaðværð, enda komu þar margir. Ég lýk þessum orðum með þvi að þakka Jóni Árnasyni nær tveggja áratuga náið og gott sam- starf. Hann gerði jafnan mestar kröfur til sjálfs sín og var vopna- bróðir, sem fór ávallt að drengi- legum leikreglum. Ragnheiði, börnum hennar og fjölskyldu allri sendum við hjön einlægar kveðjur. Asgeir Pétursson Jón Árnason alþingismaður og formaður fjárveitinganefndar er látinn. Með honum er fallinn í valinn einn þeirra fjölmörgu ís- lendinga, sem kunnað hafa að nýta sér gott veganesti i skóla lifs og athafna og vaxa af hverju unnu verki. Jón naut ungur trúnaðar og vinsælda og vanda- söm og raunar vanþakklát störf, sem á hann hlóðust efldu traust hans og vinsældir meðal þeirra, er honum kynntust, leituðu til hans með vandamál sín eða höfðu við hann önnur almenn sam- skipti. Sá er þetta ritar kynntist Jóni Árnasyni fyrst og fremst sem for- manni fjárveitinganefndar Al- þingis undanfarin ár. Jón hafði langa reynslu af störfum i fjár- veitinganefnd og þar nýttust eðliskostir hans og starfsreynsla sérlega vel. Hann var einkar lag- inn maður að laða saman ólik sjónarmið, hlustaði vel á rök sam- herja sem andstæðinga og virti álit þeirra jafnframt því sem hann hafði fyllstu einurð til að Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.