Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULl 1977 Vestfjarða Grein og myndi Á sunnudagskvöldi var rennt f hlað á skóla- og kirkjusetrinu Núpi f Dýrafirði til þess að rabba við Vilborgu Guðmunds- dóttur, bóndakonu og Ijósmóð- ur, en ails hefur hún tekið á móti u.þ.b. 300 börnum f Dýra- firðinum og hefur það þó að- eins verið aukahandtak sam- hliða bústörfum. Það var gest- kvæmt þetta kvöld hjá Vil- borgu og Hauki Kristinssyni manni hennar, fólk úr ýmsum áttum hafði sótt þau heim, en við Vilborg tókum tal saman f bókaherbergi. Vilborg hefur búið að Núpi f 25 ár. „Eg flutti mig aðeins um set þegar ég kom hingað,“ sagði hún, „þvf ég er frá Hjarðardal í Dýrafirði og átti heima þar. Lengst af vorum við hér með 3 kýr og 100 kindur, en nú er þetta komið niður í 1 kú og 30 kindur. Þetta er bara fyrir okkur eftir að við fórum að gaufa við þetta tvö ein. Við ákváðum að hætta bú- skapnum að mestu, það tekur enginn við, leiðir barnanna liggja f aðrar áttir eins og geng- ur, en við eigum eina dóttur búsetta á Isafirði. Já, ég hef alið minn aldur í Dýrafirðinum, fyrst við búskap- inn heima og síðan hér. Bú- skapurinn er manns grundvöll- ur og ennþá er ég þeirrar skóð- unar að maður standi frjálsari fótum í þeirri atvinnugrein, heldur en á mölinni eða malbik- inu. Nú liggja auðveldari leiðir og léttari fyrir unga fólkið, heldur en búskapurinn býður upp á og það er menntakerfið sem leggur linuna, en þó hygg ég að við þurfum alvarlega að staldra við í þeim efnum og gá að okkur. Finnst búskapurinn gefa meira frjálsræði en mölin og malbikið Það þykir bindandi að vera f búskapnum, en mér finnst það hins vegar meira frjálsræðf, heldur en að vera bundinn við mínúturnar i föstum vinnu- tíma. Mér finnst það afslapp- andi að geta hlaupið í störfin eftir hendinni þótt ýmislegt sé auðvitað meira bundið en ann- að. Menn eru þó sjálfs síns herrar." „Töpum persónuleika ef við höngum í ógnarhraóanum" morgun, er ekki f stfl íslenzks þjóðfélags. Allt er fært inn á þetta óskaplega kerfisbákn þar sem allt er fært á vélum út og inn. Það er manni jafnvel gleði að frétta af unglingum sem láta vera að taka með sér útvarp í útileguna". „í þágu hamingju- ríkara mannlífs“ „Hefur barnsfæðingum fækkað hér á svæðinu?“ „Já, þeim hefur fækkað, þær eru orðnar nokkru færri en þær voru. Það er eitt kerfið. Mannlifið er bundið í kerfi, fjölskylduáætlun. Mér finnst eðlilegra að ungt fólk veiti sér barn fyrst og síðan hús og bil o.sv.frv., en ekki öfugt. Þetta er orðin svo ofboðsleg hagsmuna- starfsemi. Ef til vill er þetta gamaldags, en ég hygg að það verði drýgra til lengdar bæði fyrir einstaklingana og þjóðina í heild, drýgra í þágu hamingju- ríks mannlífs. Við eldra fólkið höfum vanrækt miklu meira en okkar foreldrar gerðu í þvi að Mjólkurbrúsi til kælingar f bæjarlæknum að Núpi „Þú ert sem sagt ekki alveg inni á línu verðmætakapp- hlaupsins?" „Ég held að hann geti orðið svolitið hættulegur fyrir lífið þessi ógnarhraði, því. ef við höngum í honum töpum við persónuleika. Ef við höfum ekki tíma til þess að rækta okk- ar eigin persónuleika og finna frið i náttúrunni, þá er illt á ferðinni. Að finna frið í sambúð við landið og náttúruna er hreint sálaruppeldi og engin kjarabót getur orðið á við það. Við eigum að gefa okkur tfma fyrir börnin, gefa okkur tíma til þess að fara með þeim út úr bílnum og kynna þeim það land sem við byggjum. Við verðum að kenna þeim að lifa lífinu. ekki bara læra. Mannlífsins vegna verðum við að hægja á, látum hagfræðina ekki gleypa okkur. Við leggjum of litla áherzlu á það hjá unglingunum i æsku að skapa þeim friðar- stundir. Þótt þau taki út sín gönuhlaup á unglingsárunum eins og við höfum öll gert, þá gengur það yfir og þá geta þau aftur búið að því sem þeim var kennt og kynnt í bernsku. Of- skipulagningin í kjarakerfinu og lifskapphlaupinu er ofboðs- leg, þetta kaup fyrir þessi hand- tök og punktur. Svo hleypur maður út frá lifinu jafn nakinn og maður kom. Ég held að við eigum eftir að líða tjón af allri þessari sérhæfingu, það deyr eitthvað í fólki þegar svona er látið. Uti í heimi er moð af allskyns kerfum og við reynum að gleypa eins mikið af þeim ómeltum og mögulegt er. Okkar litla þjóðfélag þolir ekki þenn- an graut, hann er ekki fyrir Islendinga. Að fylgja lífinu eftir frá vöggu til grafar Þegar hér var sjúkraskýli var hægt að fæðast og deyja hér heima, en nú eru þessi öru læknaskipti, ekkert ákveðið og fótunum kippt undan þjónust- unni. Öllu gamla fólkinu á að þeyta burtu. Það er ekki orðið pláss fyrir það nema á útkjálk- um mannlífsins. Þetta er óeðli- legt. Ég held að við gerum okk- ur ekki grein fyrir því hvað við förum mikils á mis við að fylgja eftir lífinu frá vöggu til grafar. Eitt í dag og annað á morgun, einn læknirinn í dag, annar á VilborgGuðmundsdóttir Rabbað við Vilborgu Ijósmóður og bóndakonu á Núpi leggja til gott fararnesti með rólegra og friðsamara lífi. Við höfum gert meira af því að mata okkar unga fólk í stað þess að láta það spreyta sig sjálft og erum við þó ekki síður með góðan efnivið en áður. Njöta landsins og kyrrðarinnar Mitt ráð er að unga fólkinu verði kennt að njóta þess lands sem það býr í, kynna því nátt- úru landsins og möguleika, kynna því kyrrðarstundir i kirkju. Þótt unga fólkið lendi á „strauinu“, þá er það aðeins tímabundið, en það er ægilegt þegar ungt fólk getur ekki eytt einu einasta kvöldi í ró og næði. Það hlýtur að vera heimilanna fyrst og fremst að skapa löngun eftir tómstundum unglinganna og það eru fyrst og fremst heimilin sem eiga að stuðla að slíku þótt það kosti eitthvert rusl og ryk í sambandi við það sem börnin vinna að. Það er illt mein ef ætlazt er til þess í al- vöru í kerfinu að allar tóm- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.