Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULl 1977 Verðlagsnefnd taldi nauðsynlegt að taka stefnumarkandi ákvörð- un um útfærsluna á sérkröfunum „ÞAÐ IVIÁ segja að þessi af- staða verðlagsnefndar sé grund vallarregla og nefndin mun engan bilbug láta á sér finna, þótt gffuryrðum sé beint að henni. Þótt ekkert annað hefðist upp úr þessu en það, að svona feluleikur með kjara- samninga endurtæki sig ekki, þá tel ég það verulegan ávinn- ing“, sagði Georg Ölafsson, verðlagsstjóri, f samtali við Mbl. í Mbl. hefur komið fram í samtölum við verðlagsstjóra, að verðlagsnefnd telur að taxtaút- reikningar Sambands málm- og skipasmiðja og rafverktaka virðast þýða í reynd ,,að í stað 2,5% hækkunar vegna sér- krafna komi 10%“ og að með þessu hafi „átt í skjóli leyndar að velta um 7,5% aukahækkun yfir á neytendur". Mbl. spurði verðlagsstjóra fyrst, hvort ein- hugur ríkti i verðlagsnefnd um afstöðuna. „Þetta er meirihlutaákvörð- un“, sagði verðlagsstjóri." Að henni standa sex af níu fulltní- um. Ég tel rétt að það komi fram, að í umsókn sinni til verðlags- nefndar notaði Samband málm- og skipasmiðja nú nýjan við- miðunartaxta, sem í reynd þýð- ir 28,7% hækkun frá því sem fyrir var, en ef 2,5% og 18.000 krónunum hefði verið bætt of- an á eldri viðmiðunartaxtann, þá hefði það þýtt 21,3% hækk- un. Hæsti launataxti þeirra ásamt launatengdum gjöldum var fyrir samningana 986 krón- ur á klukkustund. Að viðbætt- um 2,5% og 18.000 krónum á mánuði verður hann 1159 krón- ur, sem er 17,5% hækkun, en hæsti taxtinn eftir útreikning- um þeirra verður 1261 króna á klukkustund, sem er 27,9% hækkun frá því sem áður var. Þannig fá þeir í reynd sömu % hækkun á sín hæstu laun eins og samið var um að kæmi á lægstu verkamannalaun, sem voru 70.000 kr. á mánuði. Nú má auðvitað segja sem svo, að væru mjög fáir starfs- menn í þessum nýja viðmiðun- artaxta þeirra, þá mætti færa dæmið út til jafnaðar, þannig að heildaráhrifin yrðu 2,5%, eins og undirrituð bókun sátta- — segir Georg Ólafsson, verðlagsstjóri nefndar gerði ráð fyrir. En nú er því ekki að heilsa, þar sem svo virðist, að flest allir falii undir þennan hæsta taxta, og fái því í reynd um 28% kaup- hækkun í stað 21%. Afleiðing- um af þessum samningi vill samband Málm- og skipasmiðja velta yfir á neytendur með hækkun útseldrar vinnu. Verðlagsnefnd getur ekki fallizt á slík vinnubrögð og tel- ur að iðnmeistarar verði sjálfir að bera ábyrgð á gerðum sin- um.“ —En nú sýnir könnun dr. Kjartans Jóhannssonar, að tals- vert vantar á nauðsynlega álagningu. „Ég tel að ekki eigi að blanda inn í þetta mál víðtækri könnun á álagningarþörf iðnfyrirtækja og meistara, sem staðið hefur yfir að undanförnu. Könnun dr. Kjartans var gerð á vegum Þjóðhagsstofnunar, samkvæmt beiðni Viðskipta- ráðuneytisins, og verður tekin til meðferðar i verðlagsnefnd á næstu mánuðum." —En nú hefur það komið fram, að mönnum þykja verð- lagsyfirvöld sein að taka skýrslu dr. Kjartans til athug- unar. „Það segir sig sjálft, að stjórnvöld hefðu ekki lagt út í þann kostnað, sem athuguninni fylgdi, ef ekki væri ætlunin að gera eitthvað með hana. Þessi álagningarmál eru öll í athugun og skýrsla dr. Kjartans verður væntanlega notuð sem umræðugrundvöllur i framtíð- inni“. —Þýðir þessi afstaða meiri- hluta verðlagsnefndar, að sú hækkun, sem hún hefur leyft, sé fyrirtækjunum næg? „Um það má deila. Hún kann að koma eitthvað misjafnt nið- ur á fyrirtækjum, en verðlags- nefnd taldi nauðsynlegt að taka stefnumarkandi ákvörðun um útfærslu á sérkröfum." í kjölfar nýgerðra kjarasamn- inga sendi ríkisstjórnin verð- lagsyfirvöldum þau tilmæli, að fyrirtæki skyldu, fyrst um sinn að minnsta kosti, sjálf bera hluta þess kostnaðar, sem leiddi af kjarasamningunum. Verðlagsnefnd hefur tekið ákvarðanir í samræmi við þessi tilmæli, og þær ákvarðanir gengið jafnt yfir þau fyrirtæki sem síðan hafa verið afgreidd. Það sama gildir að sjálfsögðu um hækkunarbeiðni Sambands málm- og skipasmiðja, þótt það samband eitt sér geti ekki sætt sig við ákvarðanir stjórnvalda. Allt tal um valdníðslu og lög- brot í þessu sambandi er ekki svaravert. Það getur varla ork- að tvímælis, að verðlagsnefnd á að ákveða, hvað fer út í verðlag- ið. Það hefur hún gert sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri." —fj- keppni á Vind- heimamelum HESTAMÓT Skagfirðinga verður haldið að Vind- heimamelum um verzl- unarmannahelgina. Hefst mótið á morgun með for- keppni gæðinga i tveimur flokkum, en því næst verð- ur undankeppni kappreiða. Dagskrá sunnudagsins hefst klukkan 14 með hóp- reið hestamanna í félags- búningum og síðan annast séra Hjálmar Jónsson á Bólstað helgistund. Að henni lokinni verður keppni unglinga og síðan lýkur gæðingakeppni. Loks verða svo úrslit í kappreið- um. Alls taka 200 hross þátt í hinum ýmsu keppnisgreinum mótsins, og 50 hlaupahross koma úr öðrum héruðum, m.a. úr Múlasýslum, Eyjafirði, Borgarfirði og Reykja- vík. Verða þarna í keppni öll fljót- ustu hross á landinu. Keppt verð- ur um hæstu peningaverðlaun sumarsins, en að auki um verð- launagripi. Metverðlaun í skeiði nema 100 þúsund krónum. Skag- firzkir hestamenn eru við því búnir að taka á móti f jölda gesta. (fréttatilk.vnning). Sovézki flotinn sagður vamarlið Skógurinn, sem á að rffa f Norður-Svfþjóð, veldur ennþá deilum. Tvisvar að undanförnu hefur lögregla orðið að fjarlægja mótmæla- fólk úr skóginum. Hér er verið að fjarlægja konur og börn sem hlekkjuðu sig við vöruflutningabifreið. Mótmæli þeirra báru þann árangur að hætt var við fyrirætlanir um að dreifa efni úr þyrlum til að eyða skóginum. Þingmenn gegn flugvélasölu Moskvu, 28. júlí. — Reuter. YFIRMAÐUR sovézka norðurflotans, Vladimir Chernavin flotaforingi, sagði í viðtali við Tass í dag að sovézki sjóherinn væri ætlaður til varnar en ekki árásar. Hann sagði að Sovétríkin væru „mikið flotaveldi“ sem þyrftu mikinn flota til að verja landið. Hann sagði aö sovézki flotinn „stæði vörð um öryggi landsins, allra sósíalistaríkja og frið í heiminum". Ummæli flotaforingjans Belfast, 28. júlí. Reuter. VOPNAIILÉ var samið f dag f innbyrðis átökum liðsmanna trska lýðveldishersins en skotbar- dagar héldu áfram þrátt fyrir samkomulagið. Fjórir biðu bana og að minnsta kosti 14 særðust í skotbardögum sem hófust í gær og eiga rætur að rekja til ágreinings hins opinbera arms IRA og Provisional-armsins um leiðir til að binda enda á yfir- ráð Breta. virðast stangast á við kenn- ingar sem yfirmaður hans, Sergei Gorshkov flotafor- ingi, setti fram i bók í fyrra. Gorshkov sagði að flotamáttur Rússa sýndi að þeir gætu notað heimshöf- in í þágu uppbyggingar kommúnisma. Hann sagði að það væri fyrst og fremst sjóherinn sem hefði verið búinn kjarnorkuvopnum sem sigra mætti óvininn með á öllum heimsálfum og á öllum heimshöfunum. í viðtalinu við Tass sagði Chernavin flotaforingi að kjarnorkukafbátar búnir Bardagarnir héldu áfram þegar fulltrúar deiluaðila reyndu að koma á vopnahléi ásamt kaþólsk- um klerkum og stjórnmálamönn- um. Fjórir menn særðust í bardög- um meðan á viðræðunum stóð og skothríðin hélt áfram þegar Provisional-armurinn hafði til- kynnt að lýst hefði verið yfir vopnahléi. eldflaugum og tundur- skeytum væru „helzta tæk- ið til að leysa af hendi und- irstöðuverkefni sjóvarna“. Hann sagði að flugher flot- ans, sem hefur verið efldur á síðari árum, hefði „opnað nýja möguleika á því að Framhald á bls 22. Vidbúnir nýjum skógareldum Santa Barbara, 28. júlí. — Reuter. SLÖKKVILIÐSMENN um ger- valla Suður Kaliforníu voru við öllu búnir í dag til að koma í veg fyrir að skógareldarnir, sem í gær eyðílögðu 200 heim- ili og skemmdu 185 önnur, tækju sig upp að nýju. Yfir- völd segja að leikfangs flug- dregkí hafi orðið valdur að eld- inum. Þrjú þúsund manns flúðu heimili sín á þriðjudagskvöld undan eldinum.'sem breiddist ört út í hvössum vindi, en gróð- ur var mjög þurr. 35 manns urðu fyrir meiðslum og tjónið er metið á 20 milljónir dollara. Yfirvöld óttast að ef vind- hraði eykst aftur þá geti eldur- inn tekið að geysa að nýju. Ibúar svæðisins, þar sem eldurinn herjaði, tóku að snúa aftur til heimila sinna í gær, margir aðeins til að íeita í rúst- um þeirra. Svæðið, þar sem aðallega stóóu dýr einbýlishús er nú nánast svört auðn. Washington, 28. júlí. Reuter. FYRIRÆTLANIR Carters for- seta um að selja Iran sjö ratsjár- flugvélar (Awacs) urðu fyrir al- varlegu áfalli f dag þegar utan- ríkismálanefnd fulltrúadcildar- innar samþykkti með naumurn meirihluta að leggjast gegn þeim. Nefndin samþykkti með 19 at- kvæðum gegn 17 að leggjast gegn fyrirætlun forsetans þrátt fyrir áskorun frá Cyrus Vance utan- ríkisráðherra sem sagði að sala flugvélanna væri I þágu hags- muna Bandarikjanna og jafnvæg- is i Miðausturlöndum. Einn sat hjá. Söluna er aðeins hægt að stöðva ef meirihluti beggja þingdeilda leggst gegn henni. Málið fer nú fyrir fulltrúadeildina. Utanríkis- máladeild öldungadeildarinnar tekur afstöðu til málsins í kvöld. Þingið hefur frest til 6. ágúst til að stöðva söluna, annars kemur hún til framkvæmda. Fyrstu vél- arnar á að afhenda 1981. Andstæðingar sölunnar í báð- um þingdeildum leggja áherzlu á að þingið þurfi meiri tima til að vega og meta pólitískar og tækni- legar hliðar sölunnar. Utanríkis- málanefnd öldungadeildarinnar reyndi i gær að afstýra árekstrum við Carter forseta með því að fela Hubert Humphrey öldungadeild- armanni að skrifa honum bréf með tilmælum um að hætta við söluna til bráðabirgða. Vopnahléi lýst yfir í Belfast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.