Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULÍ 1977 25 nefndinni hversu hörðu hann beitti sjálfan sig og hvað vilja- þrek hans var óbilandi. Þá flugu mér oft i hug þessar hendingar úr ljóði Matthiasar Jochumssonar, sem flutt var þegar afhjúpaður var minnisvarði, sem Austfirðing- ar reistu Otto Wathne: Hvert sinn er hraustum hugur vill hugast. biðji þinn svipur sffellt sér hljóðs. En Jón Árnason er horfinn sjónum. Við sem eftir stöndum minnumst í dag þess sem var og ekki kemur aftur. Við þökkum það að eiga góðar minningar um kynni okkar og samfylgd við hann, sem nú er kvaddur hinztu kveðju. Sérstakar þakkir viljum við, þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins sem unnum með Jóni Arna- syni í fjárveitinganefnd síðustu misserin, færa honum að leiðar- lokum. Það samstarf var náið, svo sem að líkum lætur, en það var um leið heillt og traust og lær- dómsrikt. Kæra Ragnheiður. Við hjónin vottum þér og þínum innilegustu samúð og biðjum þann guð, sem ræður lifi og dauða að styrkja ykkur og styðja í hinni sáru raun. Steinþór Gestsson. í dag, föstudaginn 29. júlí, er gerð frá Akraneskirkju útför Jóns Árnasonar, alþingismanns. Hann lézt á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 23. júlí, eftir erfiða sjúkdómslegu. Jón Ágúst, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur á Akra- nesi 15. janúar 1909. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Finns- dóttir og Arni Arnason, bygging- armeistari. Jón ólst upp í for- eldrahúsum ásamt þremur bræðr- um, þeim Finni, AðaTsteini og Lárusi og fóstursystur, Gíslinu. Hann naut þeirrar menntunar, sem á hans uppvaxtarárum stóð til boða, stuttur barnaskóli og nokkurra mánuða unglingaskóli, en hugur hans stóð til frekari mennta og 18 ára gamall fór hann til Reykjavikur og var þar við bókhaldsnám. Að námi sínu loknu hóf hann stjörf hjá Guðjóni Jónssyni, kaup- manni á Staðarfelli á Akranesi, og var þar í 4 ár. Þá stofnsetti hann sina eigin verzlun og rak hana til ársins 1936, er hann gerðist verzl- unarstjóri við verzlun Þórðar Ásmundssonar og gegndi þvi starfi um áraraðir. Árið 1943 gerðist hann jafnframt fram- kvæmdastjóri við útgerðafélagið Ásmund h.f. og Hraðfrystihúsið Heimaskaga h.f., og gegndi þeim störfum til ársloka 1970. Hugur Jóns hneigðist snemma til félagsmála og hann var alla tíð mjög félagslyndur maður, og naut sín vel í góðum félagsskap. Hann var söngmaður góður, hafði mikla og bjarta tenorrödd og var ávalt til í að „taka lagið“, ef svo bar undir. Hann hafði yndi af söng, og starfaði með karlakórnum „Svan- ir“ og Kirkjukór Akraness i ára- raðir. Á yngri árum gerðist hann stofnandi Skátafélags Akraness og Knattspyrnufélags Akraness og var fyrsti formaður þess. Þeg- ar tækifærin gáfust síðar á æfinni til þess að styðja við hreyfingar sem þessar, áttu þær góðan tals- mann sem Jón var. Eftir að Jón var orðinn þátttak- andi i hinum mikla atvinnu- rekstri þeirra fyrirtækja, sem áð- ur eru nefnd, fór ekki hjá þvi að slikur maður léti til sín taka á félagsmálasviði sjávarútvegs og fiskvinnslu. A Akranesi varð hann fljótlega mjög virkur í þeim félögum og fyrirtækjum, sem voru í snertingu við þessar starfs- greinar. Má þar nefna: Útvegs- mannafélag Akraness, Vinnuveit- endafélag Akraness, Vélbátafélag Akraness og í stjórn Sildar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness h.f. var hann kosinn 1944 og hef- ur átt sæti þar siðan, lengst af sem stjórnarformaður. 1 hinum ýmsu heildarsamtökum sjávarút- vegs og fiskvinnslu átti Jón sæti sem stjórnarmaður, og yrði of iangt mál að rekja það hér. Innan þessara samtaka allra naut hann míkils trausts og virðingar, sem meðal annars má marka af þvi, að honum var falin fundarstjórn á aðalfundum samtaka þessara um árabil. Enn er ótalinn sá félagsmála- þáttur, sem Jón helgaði krafta sína og það nær eingöngu síðustu æviárin, en það voru stjórnmálin. Hann var ungur þegar hann gekk i raðir sjálfstæðismanna og starfaði mikið í Sjálfstæðisfélagi Akraness, en Jón var einn af frumkvöðlum að stofnun þess. Ár- ið 1942 var hann kosinn af lista Sjálfstæðisflokksins í Bæjar- stjórn Akraness, en það var fyrsta bæjarstjórnin, sem kosinn var á Akranesi. Hann átti sæti i bæjar- stjórn til kosninganna 1970, en þá óskaði hann eftir að láta af bæjar- fulltrúastörfum. 1 þau 28 ár, sem Jón átti sæti í bæjarstjórn, sat hann lengst af í bæjarráði eða í 20 ár og forseti bæjarstjórnar var hann í 12 ár. Engum dylst, að maður sem gegnt hefur slíkum trúnaðarstörf- um jafn lengi og Jón gerði i Bæjarstjórn Akraness, hlýtur að hafa notið mikils trausts og hafa haft mikil áhrif á gang mála og uppbyggingu bæjarfélagsins. Á þessum árum var mótun Akra- ness hvað mest. Staðurinn var að breytast úr fátæku sjávarþorpi í snyrtilegan athafnabæ. Ég ætla ekki að fara að rekja störf Jóns að bæjarmálum á Akranesi í einstök- um atriðum, en fullyrða má að hann vann málefnum Akraness heilshugar, hvort heldur var i bæjarstjórn eða á öðrum vett- vangi. Hann var ávallt reiðubúinn að vinna að öllu því, sem Akra- nesimátti til heilla verða. Þetta skal sérstaklega þakkað. Þegar Pétur heitinn Ottesen lét af þingmennsku fyrir Borgfirð- inga 1959, eftir rúmlega 40 ára þingsetu, var Jón Árnason valinn sem frambjóðandi í héraðinu. Hann var fyrst kosinn á þing sem þingmaður Borgfirðinga i vor- kosningunum 1959, svo í haust- kosningunum sama ár sem þing- maður Vesturlandskjördæmis. Jón Árnason gerði sér vel ljóst, þegar hann tók að sér þing- mennskuna, að til mikils var af honum ætlazt. Honum var mikill vandi á höndum að taka við af fyrirrennara sinum, Pétri Ottesen, sem setið hafði öllum öðrum lengur á Alþingi, og verið þar manna atkvæðamestur. Það var því ekki auðvelt fyrir nýliða að koma i hans stað. En Jón brást ekki. Hann komst ntjög fljótt inn i störf Alþingis og haslaði sér þar þann völl, að hann mun tvimælalaust verða talinn i hópi hinna hæfustu þingmanna. Hann starfaði i mörgum þing- nefndum og formennsku hafði hann á hendi i áhrifamestu nefnd þingsins, fjárveitinganefnd, í mörg ár. Störf i fjárveitinganefnd eru mjög mikil og mæðir þar mik- ið á formanni, ekki eingöngu með- an þing situr heldur einnig milli þinga. Jóni var einnig ljóst, að skyldur þingmanna eru fleiri en að stija á Alþingi. Hann var óþreytandi við að ferðast um kjördæmið og kynn- ast sem bezt mönnum og málefn- um, sjá þannig með eigin augum hvernig hann gæti orðið sem bezt að liði í hagsmuna og framfara- málum kjördæmisins. Þetta kunnu íbúar Vesturlands vel að meta og naut Jón mikils trausts i kjördæminu. í einkalífi sinu var Jón Arnason mikill hamingjumaður. Þann 3. ágúst 1933 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Ragnheiði Þórð- ardóttur frá Grund á Akranesi. Foreldrar hennar voru hjónin Þórður Ásmundsson, útgerðar- maður, og Emilía Þorsteinsdóttir. Ragnheiður bjó manni sínum fagurt heimili og hefur gestrisni og alúð á ávallt setið þar i fyrir- rúmi. Á heimili svo starfssams manns, sem Jón var hefur mikið mætt, en þar og i öllum störfum var Ragnheiður honum mikill styrkur. Þeim hjónum varð fjög- urra barna auðið, en þau eru: Emilía, búsett á Akranesi, gift Pétri Georgssyni framkvæmda- stjóra, Þorsteinn, framkv.stj. búsettur á Akranesi, kvæntur Margréti Þórarinsdóttur, Margrét, búsett í Reykjavík, gift Guðjóni Margreissyni framkv.stj. Petrea Ingibjörg, búsett í Reykja- vík, gift Kristni Guðmundssyni tæknifræðingi. Nú þegar leiðir skilja, vil ég færa Jóni Arnasyni þakkir fyrir hans traustu vináttu við mig og mína. Eftir lifir minningin um góðan dreng. Við hjónin sendum eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörn- um og öðrum venzlamönnum inni- legar samúðarkveðjur. ' aldimar Indriðason Nágrannar frá minum fyrstu búsetuárum á Vesturgötu 50, Akranesi, eru með stuttu millibili að kveðja þennan heim og hverfa fyrir stóra tjaldið inná svið eilífð- arinnar. Við sem munum Skipa- skaga frá þeim árum, munum að sjálfsögðu eftir því fólki, sem setti svip á bæinn sinn. Eg og trúlega fleiri eigum geymda mynd í hugskoti okkar af ýmsum góðum Akurnesingum, sem komu mjög við sögu síns samfélags, bæði þá og síðar. Menn sem hlotið höfðu traust samborgara sinna til að fara með það vald sem til þurfti, bæði til að vinna að félags- málum bæjarins og eins til að vera í forystusveit bæði i félags- og atvinnumálum. Jón Árnason sem nú er kvaddur vann mikinn hluta ævinnar við fjölþætt störf fyrir fjöldann. Það þarf enga lof- gjörð að skrá nú um hann látinn vegna þessarar fjölþættu þjón- ustu fyrir samtíðarmenn og sveit- unga, þar tala verkin miklu skírar og bera betra vitni en fátækleg orð' Menn sem hljóta traust svo lengi sem Jón Árnason til mikilla trúnaðar- og ábyrgðarstarfa eru ekki til starfsins kjörnir æ ofan i æ nema vegna þess að þeir eiga traust fölksins. Ég tel eitt stærsta vitni þess, hverjar vinsældir hann vann sér með verkum sínum og drengskap í hvívetna, að þegar okkar dáði þingskörungur Pétur Ottesen lét af löngu og farsælu starfi sem þingmaðúr Borgfirð- inga, skyldi hann velja Jón Arna- son sinn eftirmann. Það veit ég að margir veltu vöngum yfir því, hver skyldi valinn eftirmaður þessa þjóðþekkta þingskörungs, sem Borgfirðingar voru stoltir af að eiga sem sinn fulltrúa á æðsta fundarstað þjóðarinnar og máttu sannarlega vera það. Að sjálf- sögðu hafa ekki allir verið á eitt sáttir hver skyldi settur i þann heiðurs-sess. En lausnin kom, fast mótuð og ákveðin, eins og við mátti búast frá þeim aldna höfð- ingja, það var Jón Árnason sem stólinn skyldi setjast i. Sumum, sem ekki voru öllum málum kunnugir, hefur þótt þetta ótrú- leg ákvörðun og jafnvel að þarna hafi þeim gamla yfirsézt. En hver er svo reynslan? Hún er bezti dómarinn. varð J.A. að taka við mjög vandasömu • og erfiðu hlutverki, af fyrirrennara sinum t.d. sem formaður fjárveitinga- nefndar alþingis. Þingmenn, og það stjórnmálaandstæðingar Jóns Arnasonar, hafa sagt í mín eyru, Jón stóð sig með prýði og var alla tið að vinna á, hvað traust og vinsældir varðaði, reyndar vin- sæll þingmaður meðal sinna sam- . tiðarmanna. Þetta hlutverk sem Jón varð þarna að sjá um var þó stórt og vandasamt. En það sann- aðist þar, sem ætíð að sá sem er trúr, heill i starfi og vingjarnleg- ur maður frá náttúrunnar hendi, Framhald á bls. 29 SKIPULAGÐAR HOPFERÐI EINSTAKLINGSFERÐIR Öllalmenn feröaþjónusta Samvinnuferðir Pfen Austurstræti 12 Rvk. simi 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.