Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULI 1977
—JónArnason
- Minningarorð
Framhald af bls. 15
mynda sér sjálfstæðar skoðanir á
hinum fjölbreytilegustu vanda-
málum. Hann var glöggur að
greina milli aðalatriða og auka-
atriða og gæddur ríkri réttlætis-
kennd. Hreinskiptni hans og orð-
heldni efaði enginn, þeir þættir
voru svo ríkur hluti af manninum
sjálfum, að ekki þurfti um að tala.
Hress og glöð lund, reglusemi og
frábær starfselja áttu giftu-
drjúgan þátt i að móta góðan sam-
starfsvilja og heilbrigt andrúms-
loft i fjárveitinganefnd, svo að oft
varð vart greint hvernig menn
skiptust í stjórnmálaflokka þegar
Jón leiddi nefndina til ákvarðana-
töku um hin flóknustu vandamál.
Áhugamál Jóns Arnasonar voru
fjölþætt og kom það vel fram í
þvi, hversu náið hann fylgdist
með framkvæmdum á vegum
ríkisins viðs vegar um landið.
Sjávarútvegur og úrvinnsla
sjávarafurða hygg ég að hafi ver-
ið honum hugstæðari en önnur
atvinnumál, en allt sem að hans
dómi horfði til bættra lífskjara og
betra lifs í landinu lét hann sig
miklu varða. Þá voru honum sér-
staklega hugleikin vandamál
þeirra sem á einhvern hátt voru
illa settir til að taka fullkomlega
eðlilegan þátt í önn hins daglega
lifs.
Við fráfall Jóns Árnasonar er
manni efst í huga söknuður yfir
því, að svo góðum dreng og starfs-
sömum skyldi ekki vera lengra
lífs auðið, og þakklæti fyrir þær
minningar, sem manninn lifa. Jón
var örlátur maður að gefa af sjálf-
um sér. Þess munu margir njóta,
þótt maðurinn sé allur.
Fyrir hönd fjárveitinganefndar
leyfi ég mér að flytja Jóni Arna-
syni þakkir fyrir frábært sam-
starf og heillaríka forystu. Eigin-
konu hans og börnum og öðrum
vandamönnum flyt ég einlægar
samúðarkveðjur.
Ingi Tryggvason
Andlát Jóns Árnasonar alþm.
frá Akranesi kom okkur vinum
hans, sem áttum því lífsláni að
fagna að starfa með honum og
hafa af honum náin kynni, ekki
alls kostar á óvart. Hann hafði átt
við mikil veikindi að stríða um
skeið og gengið undir marga
erfiða uppskurði og að lokum
varð okkur ljóst hvert stefndi.
Engu að síður er okkur sár harm-
ur í hug við fráfall þessa svip-
mikla, sístarfandi heiðursmanns
og í raun ljósara en ella hversu
skarð það sem hann skilur eftir
sig verður vandfyllt.
Kynni mín af Jóni Árnasyni
hófust þegar ég tók sæti á Alþingi
haustið 1971 og fór ég þá fljótlega
að leita ráða hjá honum i nýju
starfi, enda fáir menn, sem betra
var til að leita með hugðarefni sin
og vandamál en hann. Síðustu ár-
in starfaði ég með honum í fjár-
veitinganefnd, en hann gengdi
formennsku hennar. Það var mér
ógleymanlegur skóli að kynnast
Jóni i þessu vandasama og eril-
sama starfi þar sem mannkostir
hans nutu sín til fullnustu;dreng-
skapur og heiðarleiki gagnvart
andstæðingum jafnt og samherj-
um, ljúfmannleg kimni ásamt
með ákveðni og röggsemi, enda
ávann hann sér óskorað traust og
vináttu meðnefndarmanna sinna.
Aðrir munu verða til þess að
minnast æviatriða Jóns og marg-
vislegra starfa innan þings og ut-
an. Ég vil sérstaklega minnast
hans og þakka honum störf hans i
þágu islenzks lagmetisiðnaðar og
samtaka hans. Jón Arnason hafði
mörg hugðarefni. Ein hugsjóna
hans var að fullvinna islenzk hrá-
efni fremur en flytja þau óunnin
úr landi. Þannig vildi hann m.a.
stuðla að blómlegum og vaxandi
atvinnurekstri í landinu til efling-
ar atvinnu og tekjuauka fyrir
þjóðarbúið. Hann kom á fót Fisk-
iðjunni Arctic h.f. á Akranesi árið
1967, en hún framleiðir einkum
kaviar úr grásleppuhrognum og
sýður niður þorskhrogn. Þor-
steinn, sonur Jóns, hefur haft þar
á hendi verkstjórn og unnið að
uppbyggingu fyrirtækisins með
föður sinum.
Vegna forystuhæfileika sinna
varð Jón snemma einn af forvígis-
mönnum framleiðenda lagmetis
og var einn ötulasti frumkvöðull
að stofnun samtaka þeirra á árinu
1972 og undirbúningi á stofnun
Sölustofnunar lagmetis á því ári.
Hann var annar af tveim fulltrú-
um framleiðenda i stjórn sölu-
stofnunarinnar frá upphafi til
dauðadags. Eftir að ég var skipað-
ur formaður þeirrar stjórnar á
árinu 1975 kynntist ég störfum
Jóns þar, óþreytandi elju hans og
ósérplægni í baráttunni fyrir vel-
ferð iðngreinarinnar og sölustofn-
unarinnar. Hann lét sér svo annt
um stofnunina, að hann mátti
heita þar daglegur gestur og
kynntist þar öllu starfsfólki. Hans
er þar nú sárt saknað.
Stjórn Sölustofnunar lagmetis
og starfsfólk þakka Jóni Árnasyni
af alhug ómetanleg störf hans í
þágu stofnunarinnar og lagmetis-
iðnaðarins og færa konu hans,
Þorsteini syni hans og öðrum að-
standendum innilegustu sam-
úðarkveðjur. Persónulega þakka
ég Jóni að leiðarlokum ógleyman-
leg kynni, einlæga vináttu og sam-
starf. Eg færi Ragnheiði konu
hans og börnum þeirra innileg-
ustu samúðarkveðjur mínar og
konu minnar. Guð blessi okkur
öllum minningu Jóns Árnasonar.
Lárus Jónsson.
Leiðir okkar Jóns Árnasonar
lágu saman á Alþingi sumarið
1959. Við vorum þá báðir ný-
kjörnir á þing. Jón var kjörinn
alþingismaður Borgfirðinga og
síðan Vesturlandskjördæmis og
hafði því er hann lést 23. júli
s.l. setið á Alþingi í 18 ár.
Þá þegar hófst náið samstarf
og vinátta á milli okkar Jóns,
sem reynst hefur mér mikils
virði. Við fráfall hans horfi ég
þvi á bak góðum vini og sam-
verkamanni, sem ég bar þeim
mun meira traust til sem sam-
skipti okkar urðu nánari.
Störf formanns fjárveitinga-:
nefndar eru tvimælalaust með
erfiðari störfum, sem unnin eru
á Alþingi. Þau eru og afar um-
fangsmikil en að sama skapi
áhrifarík.
Jón Árnason valdist fljótt til
þeirra starfa og fyllti að allra
dómi sæti formanns fjárveit-
inganefndar með þeim hætti að
vart verður á betra kosið. Það
staðfestir og sýnir hið mikla
traust sem Jón Árnason naut á
Alþingi að hann var fulltrúi
sjálfstæðismanna í fjárveit-
inganefnd allan' sinn þing-
mannsferil og gegndi for-
mennsku nefndarinnar í heilan
áratug eða lengur en nokkur
annar alþingismaður hefur
gert, og var þannig áhrifamikill
í mótun og framkvæmd fjár-
mála ríkisins á því tímabili.
Þegar Jón Árnason tók sæti á
Alþingi hafði hann um árabil
verið forystumaður i heima-
byggð sinni Akranesi og valinn
þar til fjölmargra opinberra
trúnaðarstarfa af samborgur-
um sinum, auk þess hafði hann
kornungur gerst forystumaður
i atvinnulífinu og á þeim vett-
vangi verið þátttakandi i heild-
arsamtökum atvinnuveganna.
Drengskapur og trygglyndi
samfara háttvisi og hreinskilni
var það veganesti sem Jón
Arnason og bræður hans höfðu
þegið i föðurgarði hjá Arna tré-
smið Arnasyni og konu hans
Margréti Finnsdóttur og reynd-
ist það honum happadrjúgt til
brautargengis eins og lífsferill
hans ber vitni um, jafnframt
sem við hlið hans stóð eigin-
kona hans Ragnheiður Þórðar-
dóttir Ásmundssonar og reynd-
ist honum hinn trausti lífsföru-
nautur sem með dugnaði sínum
og árvekni gerði honum kleift
að sinna þeim fjölmörgu störf-
um sem hann var kvaddur til að
gegna.
Samstarf fjármálaráðherra
og formanns fjárveitinganefnd-
ar hlýtur ætíð að vera mjög
náið og á miklu veltur að það
byggist á gagnkvæmu trausti.
Það var mér þvi mikils virði
þegar ég tók við embætti fjár-
málaráðherra að Jón Árnason
var á ný kjörinn formaður fjár-
veitinganefndar. Heilsteyptari
mann gat ég ekki hugsað mér
til samstarfs sem oddvita fjár-
veitinganefndar enda ein-
kenndust störf hans öll af ósér-
hlífni og drengskap.
Þannig mun ég ætið minnast
með þakklæti vinar mins Jóns
Árnasonar alþingismanns frá
Akranesi, og bið honum bless-
unar Guðs. Við Sigrún sendum
samúðarkveðjur til Ragnheiðar
og fjölskyldunnar.
Matthias Á. Mathiesen.
Nokkur kveðjuorð til vinar
míns Jóns Arnasonar, er lézt 23.
þ.m. hér á sjúkrahúsinu á Akra-
nesi. Þakka ég honum fyrir sam-
veruna í starfi og i leik í 50 ár.
Fyrir utan aðalstarf okkar Jóns
við verzlun og útgerð, áttum við
sameiginleg áhugamál í fþróttum,
söng og mörgum félagsmálum,
ferðalög hér heima og erlendis,
þar féll aldrei neinn skuggi á. Jón
var alltaf hin styrka stoð og vildi
allt fyrir alla gera, sannur leiðtogi
hér á Akranesi í bæjarmálum og á
alþingi, og sparaði aldrei krafta
sina til þess er betur mátti fara.
Jón var sérstaklega barngóður og
nærgætinn við gamalt fólk og alla
er minna máttu sín, og hafði
fölskvalausa ánægju af að hjálpa
þeim sem hjálpar þurftu með,
hver sem í hlut átti. Að leiðarlok-
um vil ég og fjölskylda mín færa
þakkir fyrir öll árin sem við átt-
um samleið. Margs er að minnast
og margar ánægjustundir áttum
við saman sem munu ylja okkur í
framtíðinni. Siðast en ekki sízt
þökkum við Jóni fyrir hvað hann
var ávallt góður börnum okkar og
barnabörnum, sem munu ætíð
minnast hans sem hins skemmti-
lega og góða vinar. Að síðustu
vildi ég óska ástvinum hans að sú
bjartsýni, sem ávalt fylgdi Jóni,
jafnvel síðustu og erfiðustu dag-
ana, þegar hann sá bláan himin
bak við drungaleg ský, megi
fylgja ykkur öllum um ókomin ár.
Ég óska honum góðrar ferðar til
æðri heima, þar sem andi hans
mun starfa á lífsins vegi, í trú von
og kærleika.
Ölafur F. Sigurðsson.
Kveðja frá Rótarýklúbbi
Akraness.
Er það sannleikur? — Er það
drengilegt? — Eykur það velvild
og vinarhug? Er það öllum til
góðs? —
Þannig hljóðar hið svonefnda
fjórpróf Rótarýhreyfingarinnar. I
ljósi þessara orða er okkur
Rótarýmönnum ætlað að lifa og
starfa. Þetta vissi hinn látni fé-
lagi okkar, Jón Arnason alþingis-
23
maður, manna bezt. Þessi orð og
þjónustuhugsjón Rótarý var hon-
um leiðarljós og vegvisir í lífi og
störfum. Hann lagði i hvivetna
áherzlu á sannleika og dreng-
lyndi, velvild og vinarhug og allt
það, sem gat orðið öðrum mönn-
um til góðs og byggð hans og þjóð
til blessunar og heilla.
Jón Arnason var einn af stofn-
endum Rótarýklúbbs Akraness
fyrir tæpum þrjátíu árum og for-
seti klúbbsins 1954— 55. Hann
var alla tíð áhugasamur, ötull og
góður félagi. Lengst af hafði hann
100% mætingu á fundum. Jafnvel
þótt hann dveldist langdvölum i
Reykjavík vegna starfa sinna á
Alþingi, hugsaði hann ávallt um
að mæta á Rótarýfundum, ef ekki
í eigin klúbbi, þá annars staðar.
Hann vildi lyfta klúbbnum sínum
upp, ekki aðeins með þvi að mæta
manna bezt, heldur einnig með
ötulu starfi og góðum félagsanda.
Hann var traustur og ósérhlífinn
félagsbróðir, lagði jafnan gott til
mála og var ávallt reiðubúinn til
starfs og fórnar.
I dag drúpum við Rótarýbræður
hans höfði í hjartans þökk og
bæn. Með þessum fáu orðum vilj-
um við leggja lítinn þakkarsveig
að minningu látins bróður og
heiðursmanns. Við minnumst
hans með mikilli virðingu og
þakklæti sem eins hins bezta
félagsbróður og vinar. Hann fann
það og vissi, að „það gleður og
þroskar að hugsa og vinna vel“,
eins og segir i Rótarýsöng klúbbs-
ins okkar, og hann hafði svo oft
sungið með sinni miklu og góðu
söngrödd. Hann var vissulega i
hópi þeirra góðu og framsýnu fé-
lagsbræðra, sem hófu merkið og
ruddu brautina fram á leið til
meiri hamingju og bjartara og
fegurra mannlífs.
Við Rótarýfélagar þökkum hon-
um störfin, kynnin og. samfylgd-
ina. Við blessum minningu hans
og tökum heilshugar undir orðin:
„Gott er að signa göfuKmenni,
gjalda blessun minning hans,
dreifa skini yfir enni,
ilmi um brjóst hins fallna manns.
Guð blessi minningu Jóns Árna-
sonar og gefi eiginkonu hans,
börnum og öðrum ástvinum styrk
og huggun.
F.h. Rótarýklúbbs Akraness.
Jón Einarsson. Saurbæ.
Vinur minn Jón Árnason, al-
þingismaður, er látinn. Það koma
margir til með að sakna hans.
Þjóðin þekkti hann sem alþingis-
mann, formann fjárveitinga-
nefndar Alþingis og af fleiri
störfum i þágu þjóðarinnar. En
nánustu vinir hans vita að hann
var mikið meira. Hann vildi öllum
vel og Var mjög félagslyndur.
Þrátt fyrir hin miklu störf hans á
Alþingi, gegndi hann störfum sín-
um sem heimilisfaðir afburða vel.
Þeir furða sig á því, sem þekktu
hann og vissu hverju hann afkast-
aði í þjóðmálum, að hann skyldi
Framhald á næstu sfðu
6ALLABUXUR FRA FALMERS
LAUGAVEGI 47 SÍMI17575