Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLl 1977 t ODDRÚN ÞORKELSDÓTTIR, Freyjugötu 47, Reykjavik. andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði, 28, þ m Guðrún Runólfsdóttir, Þorgeir P. Eyjólfsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir og afi HANNES FRIÐSTEINSSON fyrrverandi skipherra Kárastíg 9. lést í Landsspítalanum 27 júlí. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna Magnea Sigurðardóttir Björgvin Kr. Hannesson, Hrafnhildur Einarsdóttir, Ástríður Hannesdóttir, Viggó Einarsson Dóra Hannesdóttir. Móðirokkar, GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR. Haðalandi 19, Reykjavík. andaðist í Landspítalanum 27 júlí Engilbert Þorvaldsson Jóhanna Þorvaldsdóttir Sigurjón Þorvaldsson Elin Þorvaldsdóttir. Hrafn Jónsson —Minningarorð F. 26. nóvember 1927 D. 19. júlf 1977. Hrafn var sonur Sólborgar Sigurðardóttur og Jóns Ragnars Þorsteinssonar, skósmiðs. Hrafn var barnfæddur Reykvíkingur. Ólst hann upp hjá móður sinni til 10 ára aldurs, en vegna veikinda hennar var hann sendur að Skaftafelli í Öræfum, til Jóns í Hæðunum, en ári siðar lézt hún og varð það til þess að hann dvald- ist í Öræfum fram yfir fermingar- aldur. Kom hann síðan suður á bernskuslóðir eftir nokkurra ára dvöl hjá góðu fólki. Hann stanzaði stutt á æskuslóðum, gerðist far- maður á norskum skipum, sigldi samfleytt í 6 ár kringum hnöttinn oftar en einu sinni. Þetta voru fyrstu sporin hans Krumma í leit að því óvænta, og taldi hann sjálf- ur eins og við vinir hans að hann hefði lög að mæla þegar hann sagði að þetta hefði verið sér ómetanlegur skóli og gott vega- nesti í áframhaldandi lífsbaráttu. Lífið er margslungið og við vitum að hann hefði kosið að falla fyrir ljánum á annan hátt. En eitt sinn skal hver deyja, það eiga allir víst. Við vitum hins vegar æsku- félagar hans að hann var alltaf sáttfús þótt eitthvað slettist uppá vinskapinn, vildi láta glaðværð og létta lund ráða dagfarslega. Það er mikill sjónarsviftir að Krumma og sorglegt að horfa á bak honum í blóma lífsins, hann sem var búínn að koma sér svo vel fyrir, rak eigið verkstæði, hafði eignazt litla, fallega íbúð og erfið- ustu hjallar hins eilifa brauðstrits með tilheyrandi mannlegum áhyggjum stórlega léttir. En við félagar hans bæði eldri og yngri vitum að hann kærir sig ekki um neitt hugarvíl, þar var svo ólíkt honum meðan hann var meðal okkar, að slíkt festist ekki á blaði til minningar um hann. Hins veg- ar léttir það hugi skyldmenna hans og vina og allra þeirra er kynntust honum að allt er hann lagði hönd að, hvort sem það var til sjós eða lands fórst honum frábærlega úr hendi. Margir munu þeir nú i dag sem aka um borg og byggð á gljáandi bílum sínum sem bera vitni um frábært handbragð hans í sínu fagi. Einn- ig megum við minnast þess hversu barngóður hann var. öll börn hændust að honum, barns- sálin er næm og aðhyllist ekki nema það sem gott er. Sorglegt að Krummi skyldi ekki fá að njóta nöfnu sinnar og frænku sem nú er að verða tveggja ára. Við von- t Elskulegur sonur okkar, bróðir og dóttursonur, INGÓLFUR BJARNI JAKOBSSON lést af slysförum þann 25 júli Guðrún Ingólfsdóttir Jakob GuSvarSarson Guðvarður Þ. Jakobsson SigurSur B. Jakobsson Ingólfur Bjamason + Útför ástkærs sonar okkar og bróður ASGEIRS ÞÓRS SIGURÐSSONAR Grýtubakka 18 er lést af slysförum 20 júli, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 2 ágúst kl. 1 30 Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna SigurSur V. Magnússon Erla H. SigurSardóttir Kristin Ármannsdóttir GuSný Sigurðardóttir Grótar Sigurðsson Helena Sigurðardóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu JÓNU ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR. Guðmundur Dagfinnsson, Sveinn Guðmundsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Borgþór Jónsson, Salvör Guðmundsdóttir, Jón Jónsson, barnaborn og barnabarnabörn. Skrifstofur vorar verða iokaðar eftir hódegi í dag vegna jarðarfarar JÓNS ÁRNASONAR, alþingismanns. Sölustofnun Lagmetis Skrifstofur vorar verða lokaðar frá hádegi á dag, vegna jarðarfarar JÓNS ÁRNASONAR, alþingismanns. Samábyrgð Islands á fiskiskipum Minningarorð - Ragn- heiður M. Söebech Föstudaginn 22. júlí 1977 lézt á Akureyri föðursystir mín, Ragn- heiður M. Söebech. Ragnheiður var fædd í Reykjar- firði í Strandasýslu, dóttir hjón- anna Karólínu F. Söebech og Friðriks F. Söebech, bónda þar. Af stórum barnahópi þeirra hjóna er nú aöeins ein dóttir eftir á lífi, Stefanía S. Söebech, gift Hall- birni Jónssýni, en þau eru búsett í Reykjavík. Ung aö árum giftist Ragnheiður Hallgrími Þorvaldssyni á Akur- eyri, en varð ekkja eftir fárra ára sambúð, með þrjár dætur, Sigríði, Karólínu og Höllu. Ragnheiður var með afbrigðum glæsileg kona alla tið og þrátt fyrir háan aldur og hnignandi heilsufar siðustu árin, bar hún sig afar vel. Hún hafði yndi af ferðalögum og fór víða, bæði utan lands og innan, var sannkölluð heims- dama. Eg minnist þess að er ég fór norður á Strandir fyrir fimmtán árum með jarðneskar leifar föður míns, en hann hafði ákveðið að láta jarðsetja sig hjá foreldrum þeirra í kirkjugarðinum í Árnesi á Ströndum, þá kom Ragnheiður norður til að fylgja bróður sínum siðasta spölinn. Ekki datt okkur annað i hug en að þetta yrði Ragn- heiði erfitt ferðalag, en það reyndust óþarfa áhyggjur. Fljótlega tók hún alla forystu Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á þvt, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á 1 miðvikudagsblaði, að berast 1 slðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu llnuhili. Tveir Islendingar á fund kennara þriðja heimsins 1 Líbýu „Ég verð að játa að ég er svolít- ið hræddur við stríðslætin milli Egypla og Líbýumanna, en vona að allt verði um garð gengið þeg- ar að kennarafundinum kemur,“ sagði Hjálmar Arnason kennari við Flensborgar- fjölbrautarskólann ( Hafnarfirði, en Hjálmar mun sækja fund kennara þriðja heimsins, sem haldinn veróur í Líbýu I byrjun október n.k. ásamt Birni Þor- steinssyni kennara vió Mennta- skólann í Kópavogi. Fara þeir fé- lagar á fundinn sem fulltrúar Félags menntaskólakennara, en félaginu var boðið að senda tvo fulltrúa á fundinn í Líbýu. Hjálmar Árnason sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að Félag menntaskólakennara væri aðili að ýmsum kennarasamtök- um úti í heimi og þaðan hefði komið boð um að senda tvo full- um að Guð gefi að hún beri nafn hans með sóma og geymi minning- una um góða drenginn, frænda sinn. Við getum ekki svo skilið við þessar fátæklegu linur að bera honum ekki kveðju frá frændsyst- kinum og öðrum skyldmennum, einnig frá hjartfólginni vinkonu hans sem syrgir hann sárum trega. Minningar lifa, ylja um hjartarætur, tár falla af brá, já, helzt um nætur. Tíminn græðir öll sár, trú á og vissa um endur- fundi, gefi öllum vinum hans og skyldmennum kraft og huggun við þetta átakanlega fráfall hans. Guð blessi hann og gefi honum góða heimkomu handan móðunn- ar miklu. Ilaukur og Ronni. og gerðist leiðsögumaður okkar, reið fremst í hópi og varð oft að biða eftir okkur yngri mönnun- um. Þar kom vel í ljós hversu dugleg ferðamanneskja hún var. Okkur hjónunum hefur alltaf fundizt Ragnheiður vera óvenju- leg kona. Sjálfstæð, skemmtileg, alltaf jákvæð og var ætíð gott að gera henni til geðs. Einhvern veginn fannst okkur hún aldrei verða gömul kona. Þegar von var á Ragnheiði í heimsókn urðu allir kátir og glað- ir, spilin dregin upp, og varð þá glens og gaman lengi kvölds. Siðast sáum við Ragnheiði viku fyrir andlát hennar, og er okkur ljúft að geyma minninguna um hana þar sem hún stóð teinrétt og glæsileg og veifaði til okkar i kveðjuskyni. Um leið og við kveðjum þessa ógleymanlegu heiðurskonu, vott- um við nánustu ættingjum henn- ar samúð okkar. Siggi ogLollý. trúa frá íslandi, og svo hefði einn- ig verið þegar sfðasti fundur kennara þriðja heimsins var hald- inn i Mexikó. Kvað Hjálmar fund- inn eiga að hefjast hinn 1. október n.k. og standa til 9 októ- ber, og borguðu Libýumenn ferð- ir og uppihald. Hann sagði að á fundinum yrði meðal annars rætt um rétt kennara sem flyttust úr einu landi í annað með það fyrir augum að þeir héldu réttindum sínum óskertum. Ennfremur stæði í dagsskrá að rætt yrði um hvort konur geti tekið við starfi karla og öfugt í ýmsum kennslu- greinum. Þá yrði mikið um nefndastörf og þar yrðu margvís- leg mál rædd. Sagði Hjálmar, að mörg þau mál sem rædd yrðu á fundinum snertu íslendinga ekki beint, en engu að síður hefði Fé- lag menntaskólakennara ákveðiö að þekkjast boðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.