Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLl 1977
31
Carter
vill selja
Sadat her
flugvélar
Washinglon, 27. júlí.
Heuter-AP.
STJÖRN Carters á um þessar
mundir viðræður við þingið um
sölu á herflugvélum til Egypta-
lands, að þvf er bandarfska utan-
rfkisráðuneytið skýrði frá f dag.
Sagði forsvarsmaður ráðuneytis-
ins að hér yrði um að ræða varn-
arútbúnað einvörðungu, og lagði
áherzlu á að Sadat Egyptalands-
forseti væri ekki lengur háður
Sovétrfkjunum og hefði í þvf sam-
bandi látið í Ijós ósk um að fá
hernaðartæki víðar að. >?æri það
augljóslega hagur Bandarfkj-
anna, að láta Sadat f té þá aðstoð,
sem unnt væri. Um leið var frá
þvf greint, að Súdönum, sem hafa
náin tengsl við Egypta, stæðu til
boða vopn í þágu varna landsins.
Að sögn The New York Times
eru flugvélar þær, sem stjórn
Carters vill selja Egyptum, 14
Herkúles herflutningavélar og 12
eftirlitsvélar, auk þess sem ætlun-
in er að láta í té fullkominn eftir-
litsútbúnað til notkunar í vélum,
sem Egyptar eiga fyrir, svo og
fjárhagsaðstoð til þjálfunar fyrir
menn þeirra í bandarískum her-
skólum.
í fyrradag gerði stórn Carters
þingnefnd grein fyrir því að þrátt
fyrir tilmæli Roberts Byrd, þing-
flokksformanns demókrata í öld-
ungadeildinni, um að ákvörðun
um sölu sjö Boeing 707 þotna með
fullkomnum radarútbúnaði —
AVACS — til írans yrði frestað
þar til á næsta ári, væri ætlunin
að af sölunni yrði á næstunni.
Bæði utanríkisráðuneytið og
varnarmálaráðuneytið í Washing-
ton hafa mælt með því að Iran fái
AVACS-vélarnar, og segir stjórn-
in að mótmæli stofnunar þeirrar
er hefur eftirlit með opinberum
fjárveitingum í Bandaríkjunum,
séu villandi og byggð á ónákvæm-
um upplýsingum.
Færeysku
handfærabátarnir
Fjöldinn ekki
takmarkaður
— Verða að fara
eftir samningnum
„FJÖLDI handfærabáta frá Fær-
eyjum hér við land er ekki tak-
markaöur og reyndar er engin
takmörkun á fjölda veiðiskipa
þar innan 200 milna fiskveiðilög-
sögunnar. Hins vegar er aðeins
ákveðið magn sem þeir mega
veiða hér árlega en það er 8000
lestir af þorski og 9000 lestir af
öðrum tegundum, eða 17000 lestir
alls,“ sagði Jón B. Jónasson,
deildarstjóri í Sjávarútvegsráðu-
neytinu, þegar Morgunblaðið
spurði hann hvernig veiðum fær-
eyskra handfærabáta á tslands-
miðum væri háttað.
Jón B. Jónasson sagði, að þegar
handfærabátarnir væru á veiðum
við Island þyrftú þeir að tilkynna
sig daglega til Landhelgisgæzl-
unnar og fengi hvert skip leyfi
hverju sinni til veiða hér. Kvað
hann sjávarútvegsráðuneytið
ekki hafa fengið tölu frá Færeyj-
um um hvernig afli handfærabát-
anna skiptist milli skipa, heldur
kæmu þaðan aðeins heildarveiði-
tölur.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
2H0r0unþI«þiþ
Ætla að framleiða
eigin snyrtivörur
Ný snyritvöruverzlun hefur
verið opnuð undir nafninu
Nana og er hún til húsa við
Völvufell í Breiðholti. Eig-
endur hennar eru Bryndís
Friðþjófsdóttir og Edda
Sigurðardóttir og tók Ijósm.
Mbl. ÓI.K.M. þessa mynd af
þeim í nýju verzluninni.
Segjast þær Edda og Bryn-
dís munu leggja áherzlu á
góða þjónustu og eru með á
boðstólum snyrtivörur unnar
úr efnum beint úr náttúr-
unni, svo sem Germain
Monteil, Juvena, og Yves
Rocher.
Með haustinu verður opn-
uð snyrtistofa í sama hús-
næði og mun sú veita sams-
konar þjónustu og aðrar
snyrtistofur. Þá hyggjast þær
stöllur bráðlega hefja fram-
leiðslu á eigin vörum, unnum
úr náttúrulegum efnum og
jurtum.
Koma nýjar Vórur
• Kjólar
• Mussur
• Blússur »
• Banídaskór
• Töskur
T OfUOfl. Ofl
sími 25580