Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, F0STUDAGUR 29. JÚLI 1977 jOHNSO’'1 tveimur teskeidum af kaffíbæti á mó íi sex matskeiðum af kafti í einu lítra af vatni. Ef þú ert einn af þeim, sem aidrei færð nóg af kaffi, seni er mátuíega sterkt og gott. þá getur verið gott að vita af l.l’DVKi DAVID kaffiba'ti. \leð f.EDVIG DAVID kaffibæti blandaröu kaffið éftir þinum eigin smekk - og sparar um leið! Það fer ekki mikið fyrir ÍA DVIG DAVID í litlu plastpokunum en hann levnir á sér! KAFFIBÆTISVERKSMIÐJA (>. JOHNSON & KAABF.R H.l Jón Árnason alþingismaður1 hefur tokið lífshlaupi sínu. Hann lézt á sjúkrahúsinu á Akranesi hinn 23. júli s.l., 68 ára að aldri. Þótt dauða hans bæri ekki að án aðvörunar og hann væri kominn hátt á sjötugsatdur, þá erum við samstarfsmenn hans harmi slegn- ir við þau umskipti sem orðið hafa. Við ólum þá von i brjósti að lífsvilji hans og lifsþróttur mætti enn um sinn fagna sigri. Sú von hefur brugðizt. Kynni okkar Jóns hófust fyrir tiu árum, þegar leiðir okkar lágu saman á Alþingi. Þar áttum við setu í sömu þingdeild og sinntum starfi saman í ýmsum þingnefnd- um, meðal annars í fjárveitinga- nefnd, en hann var formaður hennar þegar hann lézt. 1 þingsöl- unum var Jón ekki málrófsmaður, en þegar þau mál voru til um- ræðu, sem hann taldi mestu varða, þá var hann fljótur til svara þegar honum þótti umræð- an ganga þvert á hugmyndir sínar eða ræðumenn ekki virða stað- reyndir. Þá var hann rökvís og einarður i málflutningi og kapps- fullur en jafnan fullkomlega hátt- vís. Menn báru virðingu fyrir Jóni Árnasyni, virtu einbeitni hans og hreinskilni. Eins og áður sagði var Jón Árnason formaður fjárveitinga- nefndar um árabil. Á þvi starfs- sviði innan Alþingis ætla ég að hæfileikar hans hafi notið sín bezt. Nefndin er fjölmenn og ákvarðanir, sem hún tekur, eru gjarnan afgerandi um fjárhags- mál einstaklinga og stofnana. Formaður hennar þarf að vera viðsýnn en kunna að gæta hófs og festu. I því efni brást Jón ekki vonum manna né trausti flokks sins og umbjóðenda. Hann leitað- ist við að leiða nefndina til sam- eiginlegra ákvarðana og komst í þvi efni æði langt. Þekking hans á fjármálastjórn og reynsla af starfi i fjárveitinganefnd, allt frá 1959, leiddi til farsællar stjórnar hans á störfum nefndarinnar. Hann var tillitssamur við pólitiska andstæð- inga jafnt og samherja sína, svo að menn treystu honum og undu verkstjórn hans i nefndinni vel, af þeim sökum meðal annars. — Það var háttur Jóns að bregða á glettni og gamanmál inn á milli á nefndarfundum. Það létti oftlega andrúmsloftið og var gert með þeim hætti að erfiðleikum í sam- starfi var bægt frá og málin einatt skoðuð í nýju ljósi. Jón Árnason hafði marga þá kosti til að bera sem gera menn að sjálfkjörnum oddvitum samferða- manna sinna. Hann hafði á unga aldri þjálfað hug sinn og hönd í röðum skáta og iþróttamanna. Hann var hófsmaður i hvitvetna og glaðsinna og jafnlyndur, enda tók hann aldrei gleði sína að láni og þrufti þvi ekki að greiða fyrir hana eftir á. Jón var vinnusamur maður, kappsfullur og fylginn sér og hagsýnn í bezta lagi. Og athygli vakti það og aðdáun síðustu mán- uðina sem hann starfaði með Ólafur Sigurðsson. Þessum mönn- um öllum á ég mikið að þakka. Sem fulltrúi þjóðarinnar á Alþingi var Jón stórvirkur. Hann hafði þá kosti þingmanns að þekkja vel sögu þjóðarinnar, þekkja landið, gjörþekkja aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar og þarfir landsmanna. Margir munu telja, að í atvinnumálum hafi Jón haft mestan áhuga á landbúnaði og sjávarútvegi, en að iðriaður hafi ekki verið hans hugðarefni. Því fór fjarri. Jón var einn ákafasti maður, sem ég hefi þekkt, um fullvinnslu íslenzkra afurða. Þetta sýndi hann í verki með þvi að stofna fyrir um það bil 11 árum Fiskiðjuna Arctic h.f., á Akranesi. Þessi verksmiðja hefur síðan framleitt Jökla kaviar og soðið niður þorskhrogn. Framleiðslan hefur aukizt ár frá ári, og varan notið vinsælda fyrir gæði. En þrátt fyrir hans miklu störf i félags- og stjórnmálum var þó annað, sem hann mat mest. Það var konan, frú Ragnheiður, börn- in Þorsteinn, Emelía, Margrét og Petra, svo og tengdabörn og barnabörn. Góður Guð, blessaðu frú Kagn- heiði, börnin, tengdabörnin og barnabörnin. Innilegustu samúðarkveðjur senda Sigrfður, Sigurður II. Egilsson og börnin. hafa tíma fyrir fjölskylduna, bridge. söng og laxveiðar. Á æskuárum var hann einskon- ar æskulýðsfulltrúi síns byggðar- lags. og meðal annars stofnandi knattspyrnufélags Akraness og var lyrsti formaður þess. í félags- málum lá leið hans í bæjarstjórn, og formaður bæjarstjórnar var hann um langa hrið. Á heimili hans ríkti hin mesta framtaks- semi og reglusemi. Það er því ekki að furða þótt hinn aldni þingjöfur, Pétur Ottesen, skyldi benda á Jón Árnason sem sinn eftirmann til Alþingis. Kynni okkar Jóns hófust er ég hóf störf hjá Landssambandi ís- lenzkra útvegsmanna árið 1950. Þá var hann í stjórn samtakanna og Innkaupadeíldar L.Í.U. Strax á fyrstu samstarfsárum okkar fékk ég mikið álit á Jóni. Hann hlust- aði gjarnan á röksemdir manna fyrir sínu máli, þótt á öndverðu máli væri, flutti síðan sina ræðu, fjallaði um sín rök, en tók ávalt tillit til þeirra, sem á öndverðu máli voru, og rakti næstum þeirra ræður. Málalok urðu á ýmsa vegu, en aldrei heyrði ég Jón rífast við menn eða kasta hnjóðsyrðum að nokkrum. Það er því ekki að furða, að á aðalfundum útvegs- manna og fiskútflytjenda óskuðu fundarmenn eftir Jóni í fundar- stjórastarf. Um 20 ára skeið stjórnaði hann aðalfundum út- vegsmanna og freðfiskút- flytjenda. Endurkjörinn hefði hann ekki verið nema af því hann þótti frábær stjórnandi og sann- gjarn. Þegar ég hóf störf hjá L.l.Ú. kynntist ég forvigismönnum út- gerðar og fiskvinnslu á Akranesi. Margir þeirra urðu með árunum mínir beztu vinir. Á meðal þeirra, sem nú eru farnir i ferðalag auk Jóns, eru atorku- og framtaks- mennirnir Haraldur Böðvarsson, Sturlaugur H. Böðvarsson, Þorvaldur Ellert Asmundsson og Viðflytju úr Bankastrætinu að Grensásvegi 11 þann 1. ágúst. Málarinn hf. Leðurlíkijakkar kr. 5.500 Terylenebuxur kr. 2.400 Úlpur nýjar gerðir frá kr. 4.225 Bolir kr. 635. Skyrtur 1.875 Sokkar kr. 1 50 o.fl. ódýrt Opið til kl. 7 föstudaga og til kl. 12 laugardag. Andrés, Skólavörðustíg 22. Nýkomnir tjakkar fyrir fó/ks- og vörubffa frá 1-20 tonna MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Bílavörubúðin Fjöðrin h.f Allt til að grilla Útigrill og allt sem þeim fylgir: grill- tengur, viðarkol og uppkveikjulög- ur. Ekkert af þvi má gleymast þegar ætlunin er að njóta Ijúffengs mat- ar undir beru lofti. Lítið á sumar- og ferðavörurnar á bensínstöðvum Shell. Olíufélagið Skeljungur hf I H ii § i| fp •ý*'-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.