Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULI 1977 Samleikur á flautu og sembal AÐRIR sumartónleikarnir í Skálholti voru haldnir 23. júlí, s.l. og léku Manuela Wiesler og Helga Ingólfs dóttir verk eftir Mozart, Telemann og Hándel. Samleikur þeirra var frá- bær en misræmi í styrk hljóðfær anna, sem sumpart var vegna þess að tónsvar krikjunnar magnaði flaututóninn óeðlilega mikið og að sembalinn er frekar tóndaufur en styrkinn mætti ef til vill auka með því að nota svo nefnda fjögurra fóta- rödd og um leíð gera tónblæ hljóð- færisins skýrari, olli því að mjög oft lá við algjöran einleik flautunnar og samspil stefja á milli hljóðfæra var ekki í góðu jafnvægi. Tónleikarnir hófust á Sónötu í B-dúr K. V. 10. en samkvæmt númeraröð verksins hef- ur Mozart trúlega verið um 8 ára þegar hann samdi það. Sónöturnar í C-moll eftir Telemann og i e-moll eftir Hádel eru stórbrotnar i tónferli, sérstaklega fyrsti kaflinn i Hádel- sónötunni.Tónleiknum lauk með sónötu i F-dúr K. V. 13 eftir Mozart. Báðar sónötur Mozarts, sem upp- runalega eru samdar fyrir fiðlu enda á Menuettum, sem er skipt í Menuetto primo og secondo. Menuetto secondo stendur fyrir það sem einnig var nefnt Trio. Þarna er kaflaröðun sónötunnar ekki kominn i það form, sem seinna varð, nefnilega að enda hana á rismiklum og hröð- um lokakafla. Þrátt fyrir vöndun á tilþrifamiklum lokakafla i báðum sónötunum, talar hinn ungi Mozart svo fallegt mál að unun er á að hlýða. Sérstaklega mætti nefna Menuettinn i seinni sónötunni, svo einfaldur og látlaus sem hann er. Manuela Wiesler og Helga Ingólfs- dóttir eru frábærir flytjendur og mættu hljómplötu útgefendur huga þar að. Sembal og flaututónlist nýtur vaxandi vinsælda og Manuela og Helga eru gáfaðir listamenn og því ekki að efa að fengur yrði af útgáfu á tónflutningi þeirra. Um næstu helgi verða tónleikar sem flytjendur nefna Af mörgu er aS taka. Á þessum tónleikum syngur Hubert Seelow söngva úr Þorlákstið- um, fimm lög eftir A. de Mudarra og þrjá þýzka söngva. Snorri Örn Snorrason leikur undir á lútu og leikur auk þess einleik, bæði á lútu Framhald á bls. 27 Skál- holts- hátíðin SKÁLHOLTSHÁTÍÐIN var haldin s.l. sunnudag og lauk með samkomu í kirkjunni síðdegis. Það er ekki venja að rituð sé gagnrýni um kirkju- athafnir, en undirritaður telur þó rétt að svo sé að þessu sinni, því sam- koman var að mestu tónleikar og auk þess frumflutt islenzk orgelverk eftirdr. Hallgrím Helgason. Samkoman hófst með samleik Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfs dóttur á Sónötu í e-moll eftir Hándel, þeirri sömu og þær fluttu á sama stað daginn áður. Það er svo með flutning tónlistar að sama verkið endurnýjast við hvern flutning og þannig var t.d. 1. kaflinn allur annar og glæsilegri en daginn áður. Að loknum flutningi sónötunnar hélt Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra ræðu, þar sem hann meðal annars fjallaði um það hvort menning sem verður til í fátækt og einangrun geti staðið af sér auðsæld og víðsýni nútímans og sá þar á marga meinbugi, en einnig mörg merki þróttmikillar sköpunar og við- náms. Á eftir ræðunni fluttu Manu- ela og Helga Sónötu í F- dúr K.V. 13 eftir Mozart og var flutningur þeirra frábær. Það eru ekki til mörg íslenzk Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Hallgrimur Helgason orgelverk og þv! verulegur fengur að hverju nýju verki. A8 þessu sinni frumflutti Glúmur Gylfason orgel- leikari Partitu yfir sálmaiagið FaSir vor, sem á himnum er, eftir dr. Hall- grim Helgason. Tónmál Hallgrtms fellur vel að trúarlegum viðfangsefn- um og er undirrituSum minnisstæS Mótetta fyrir blandaðan kór. yfir sálmalagið Grátandi kem ég nú GuS minn til þin. Mótettan er frábærlega vel gerð og verðugt viðfangsefni fyr- ir þá kóra sem vanda vilja val sitt. Partita er röð af tilbrigðum og beitti Hallgrimur þar margvislegum kontrapunktiskum listbrögðum, eins og t.d. lengingu og styttingu stefja. sem sérstaklega var fallega útfærð i þrirödduðum þætti. Það væri skemmtilegt að heyra verkið leikið á stórt orgel, sérstakl- ega siðasta tilbrigðið, sem er byggt upp sem stækkandi hljómbálkur svo verkið endaði mjög tignarlega. Glúmur Gylfason er vaxandi orgel- leikari og hefur getið sér orð fyrir vandaðan flutning. Að loknum ritningarlestri og bæn, sungu samkomugestir Son Guðs eru með sanni, en trompetleikararnir Lárus Sveinsson og Sæbjörn Jóns- son léku með. Jón Ásgeirsson Sumar- tón- leikar SUMARTÓNLEIKAR eru viða erlend- is mjög vinsæl skemmtan, en hér á landi hefur slík starfsemi átt erfitt uppdráttar, sennilega vegna þess að yfir sumartimann þarf svo mörgu að sinna. sem ekki er hægt að slá á frest og verður aðeins unnið, að allir séu samtaka. Iðkun listar hefur gjaman verið skákað gegn vinnu- nauðsynlnni til að undirstrika til- gangsleysi listiðkunar. Listiðkun er samofin öllum störf- um mannsins, jafnvel þar sem arð- semin er látin sitja i fyrirrúmi. Um- hverfisvernd, aðstaða á vinnustöð- um. garðrækt einstaklinga og hegð- un manna á almannafæri bera vitni um tilfinningu fyrir jafnvægi og feg- urð , miklu fremur en hvað sé rétt eða rangt. Muninn á réttu og röngu skynja menn mjög sterklega sem fallegt eða Ijótt og án þess. hafa lög og reglur mjög takmarkað gildi. Fyrir utan það að list er samofin öllu atferli mannsins, er hún og mótandi langt umfram það sem merkjanlegt er i ytri formum og endalaus upp- spretta tilfinningalegrar upplifunar. Það er augljóst að mjög djúp skynjun er ávöxtur langrar ögunar og ihygli en grunnlæg skynjun er meira áber- andi og oftast notuð til aferlislegrar örvunar og upplifunin þvi meira sprottin af sefjandi þáttum atferlis- ins en listin aðeins notuð sem hvatn- ing. eins og gerist t.d. i dansi og alþýðlegum söng. Lestur skemmti- bóka og ásókn i æsandi myndefni er af sömu rótum og bergmálar oft all harkalega i hegðun fólks. Mótandi áhrif á tilfinningar manna er eitt af þvi sem nú er farið að veita athygli, vegna erfiðleika i framkvæmd laga og réttar, sem víða er á undanhaldi vegna þess að skilningurinn á réttu og röngu er ekki i samræmi við tilfinningar manna fyrir réttu eða röngu. „Ég var alla tíd afskap- lega mikið á móti nótum” Símon með gftarinn. „— Maður heldur gftarnum alveg upp að hjartanu.** (Ljísm. Mbl.Emilla). það var einn þessara sjald- gæfu sólardaga hér sunnan lands, þegar hálfbert fólk eigr- ar um stræti höfuðborgarinnar jafn ókunnuglegt og útlending- ar, að ég ók sem leið liggur upp í Breiðholt til fundar við Símon llelga ívarsson gítarleikara. Ilann er nú í sumarleyfi hér á landi, en stundar nám við hinn heimsþekkta tónlistarháskóla „Hochschule fur Musik und darstellenda Kunst“ í Vfnar- borg. Símon tók brosandi á móti mér í dyrunum á íbúöinni klæddur eftir veðri. Þegar inn var komið spurði hann hvort hann ætti ekki að laga kaffi og mótmælti ég þvi ekki. Þetta skapaði þó strax all verulegt vandamál, þar sem eitt þessara firna merkilegu apparata sem laga kaffi sjálf var til í eldhús- inu, en hvorugur okkar hafði næga tæknilega þekkingu til að stjórna því. Það hafðist þó eftir nokkra stund og miklar bollaleggingar að koma apparatinu af stað. Þá þótti okkur sem okkur væri ekkert að vanbúnaði og ákváðum að tylla okkur út í sólina og fara út í garð eins og heimsspekúlantar f útlöndum gera gjarnan. Því næst setti ég mig í stell- ingar og hóf að spyrja Símon í þaula um ævi og uppvöxt. — Ég fæddist 9. mars 1951 inni á salerni á Fæðingardeild- inni í Reykjavík, það voru svo mikil þrengsli að annar staður var ekki til, byrjaði hann. — Móðir mín er Katrín Sím- onardóttir, hún er úr Þingvalla- sveit, en faðir minn er ívar Björnsson úr Borgarfirðinum. Við bjuggum fyrst á Melhaga, en þegar ég var fimm ára flutt- um við í Hamrahlíðina. — Ég man aldrei eftir þvi að mig langaði til þess að læra á hljóðfæri, hér fyrr á árum, það var ekki fyrr en ég var orðinn 17 ára eða þar um bil að ég keypti mér gitarómynd og fór að gutla eitthvað á hann, hljóma og þess háttar, bara sem undirspil undir söng. Ég fór með hann á útisamkomur og glamraði mikið þar. Ég var alla tíð afskaplega mikið á móti nót- um, það var eitthvað verið að reyna að pota þessu inn í mann í barnaskóla og það þótti mér lítt skemmtilegt. Þegar ég fann að ég kunni ekki nóg á gítar, ákvað ég að læra meirá, og fór til Gunnars H. Jónssonar og bað hann að taka mig í tíma. Ég sagði honum að ég vildi bara læra fleiri hljóma og hann sam- þykkti að kenna mér. „Nú vil ég spila melódíuna“ — Við höfðum þetta þannig að hann spilaði melódíur úr ýmsum þekktum lögum, t.d. eft- ir Bítlana eða Simon og Garfun- kel, en ég spilaði hljóma undir. Svo einn daginn fann ég það að mig langaði að spila meira svo ég sagði við Gunnar; — nú vil ég fá að spila melódíuna. Hann samþykkti það, en sagði mér að þá myndi ég neyðast til að læra nótur og það varð svo að vera. Þar með hóf ég eiginlegt gítar- nám við Tónskóla Sigursveins, 19 ára að aldri. Þar stundaði ég svo nám í 5 ár og útskrifaðist þaðan eftir 8. stigs próf vorið 1975. — Um áramótin 1971—’72 kom ég fram í áramótaþætti sjónvarpsins. Það var svolítið sniðugt. Ég var byrjaður í und- irbúningsdeild Iðnskólans og einn daginn fór ég með gítarinn með mér í skólann vegna þess að ég ætlaði með hann i viðgerð strax á eftir. Nú einhvern veg- inn fór það svo að það myndað- ist þarna auður timi og ég hugð- ist náttúrlega nýta hann til æf- inga. — Ég fór því að spila á gítar- inn þarna i Iðnskólastofunni og Tróels Bentsen sem kenndi dönsku, heyrði þetta og fékk mig til að halda smá hljómleika í skólanum nokkru sfðar. Ég gerði það, við mjög góðar undir- tektir og þá bað Tróels mig að koma í reynsluupptöku í sjón- varpinu, því hann var einmitt að vinna þennan áramótaþátt þá. — Ég mætti í sjónvarpið og spilaði nokkur lög og það varð úr að þeir notuðu eitt lag. — Ég fann það fljótt að Iðn- skóiinn átti ekki við mig og ég ákvað að helga mig algerlega gítarleik. Ég gerði það og komst sem sagt mjög hratt í gegnum skólann, enda var ég afskap- lega strangur við sjálfan mig i sambandi við æfingar og æfði alltaf jafn mikið á sumrin og á vaturna. Ég var f gítarkennara- deild Tónskóla Sigursveins og kenndi dálítið á gítar með nám- inu og fékk þar með nokkra aura, svo kenndi ég lika á sumr- in. — Ég var nú, held ég, af ýms- um álitinn hálfskrýtinn að vera að paufast þetta i klassíkinni, en ég lét það ekkert á mig fá enda fannst mér sjálfum ég hafa fundið rétta hillu, í lifinu meina ég. „Þetta er ansi hreint virðulegur skóli“ — Það var svo strax um haustið 1975 að ég fór til Vinar- borgar og þar hef ég dvalið undanfarna tvo vetur. — Þetta er ansi hreint virðu- legur skóli, það sækja hann m.a. nemendur bæði frá Banda- rikjunum og Englandi, en í báð- um þessum löndum eru geysi- þekktir tónlistarháskólar. Þessi skóli í Vín heitir „Hochschule fiir Musik und darstellende Kunst“ og þar er kennt á öll möguleg og ómöguleg hljóðfæri og einnig er þar kennd leiklist. — Jú, þetta eru afskaplega finir prófessorar sem kenna þarna, t.d. Karl Scheit, sem er aðalkennari minn, hann er mjög þekktur bæði fyrir kennslu, gitarleik og útgáfur á nótnabókum. Þetta byrjaði náttúrlega á inntökuprófi og það gekk ágætlega. Allt í einu mundum við eftir kaffinu og Símon greip til skjótra aðgerða til að við gæt- um teygað það þarna úti á bletti. Það gekk mætavel og innan skamms sátum við enn á / Rætt við Símon Helga Ivarsson gítarleikara, sem stundar nám í Vínarborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.