Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULÍ 1977 fólk í fréttum Myrti móður og átta börn + Neðri myndin sýnir lögreglu- menn i Bethany i Connecticut i Bandaríkjunum færa 29 ára gamlan mann, Lorne Acquin að nafni, til ríkisfangelsisins í New Haven. Er maðurinn sak- aður um hroðalegustu morð, sem framin hafa verið i fylk- inu. Síðastliðinn föstudag var slökkviliðið kallað að ibúðar- húsi i bænum Prospect i Con- necticut, þar sem eldur var laus. Fundu slökkviliðsmenn- irnir móður, sjö börn hennar og litla frænku i húsinu, öll látin. Kom í ljós við nánari athugun að þau höfðu öll verið myrt. Efri myndin sýnir móðurina, Cheryl Beaudoin, 29 ára, ásamt börnum sínum sjö, Debra Ann 9 ára, Sharon Lee 10 ára, Frederick Allen 11 ára, Roderick 6 ára, Paul Albert 8 ára, Holly Lyn 5 ára og Mary Lou 4 3ra. Frænka þeirra, Jennifer Santoro 6 ára, fannst einnig í húsinu myrt. Heimilisfaðirinn, Frederick Beaudoin, var við störf á nætur- vakt í Pratt & Whittney flug- hreyflaverksmiðjunum, þegar honum var skýrt frá afdrifum fjölskyldu sinnar. Gott að vera komin heim „ÞETTA hefur verið stórkost- legt,“ segir ungfrú Noregur, Áshild Ottesen við komuna til Fornebu-flugvallar. Hún hefur dvalið þrjár annasamar vikur á Santo Domingo í Karabiska haf- inu sem fulltrúi Noregs í Miss Universe- fegurðarsamkeppninni. Hún var ekki meðal þeirra fimm sem komust í úrslit. „Mér er svo innilega sama,“ segir As- hild, „ég hefði ekki haldist við þarna degi lengur. Við fórum á fætur klukkan sex á hverjum morgni og eftir morguhverðinn vorum við umkringdar af blaða- mönnum og ljósmyndurum. Á þessum þrern vikum höfðum við aðeins einn dag sem við máttum ráðstafa að eigin vild. Hver okkar hafði sérstaka gæslumanneskju sem fylgdist með okkur allan sólarhringinn og auk þess var alltaf fjöldi lífvarða á næstu grösum.“ As- hild er meinatæknir en hefur auk þess unnið sem ljósmynda- fyrirsæta en hefur aldrei áður ferðast utan Skandinaviu. „Það var enginn tími til að fara i skoðunarferðir eða stunda sjó og sólböð. Ef við töluðum við einhvern lengur en hálftima var viðkomandi beðinn um að fara. Við máttum hvorki reykja né drekka opinberlega. En við máttum borða eins og okkur langaði til. Ég hef lifað á kök- um og ananas," segir Ashild, en það virðist ekki hafa haft nein áhrif á línurnar. Strigaskór sterkari — endingar betri UPPREIMaÐIR BLÁIR ST. 23—26 ST. 27 — 29 ST. 30—33 PÓSTSENDUM LAGIR GRÆNIR OG RAUÐIR EINNIG EINLITIR BLÁIR OG RAUÐIR ST. 23—26 ST. 27 — 29 ST. 30—33 Heildsala — Smásala Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugavegi 74, simi 17345. Skóverzlunin Framnesvegi 2. LEGO EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.