Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLI 1977 39 VERÐ AÐEINS KR. 42.900.- Hljómdeild KARNABÆR LAUGAVEGI 66, 1. HÆÐ Simi trá skiptiborði 28155 Helgi Helgason og Ingi Bjöm Albertsson kljást um boltann, Diorik Olafsson I markinu er vi8 öllu búinn. Tveir sffiastnefndu beztu leikmennirnir i gær- kvöldi. (Ijósm. FriBþjófur). ert -----|--------- Kylfingam- ir lentu í b-ríðli á EM tSLENZKU piltunum tókst ekki að komast áfram f hóp þeirra beztu á Evrópumóti unglinga f golfi, sem fram fer f Osló þessa dagana. Deilir fslenzka liðió næst sfðasta sæt- inu f keppninni með Hollend- " ingunum, báðar þjóðirnar hafa notað 803 högg. Fyrstu.tvo dag- ana var leikinn höggleikur og töldu fimm beztu af sex kepp- endum frá hverri þjóð. Tekur nú við hofukeppni á milli þjóð- anna, sem leika hér eftir f tveimur hópum. 1 a-hópi leika Svíþjóð (754), Frakkland (759), Italfa (761), Noregur (766), trfand (774), Danmörk (776), Spánn og Austurrfki (786). t b-riðli leika V-Þýzkaland (789),Sviss (792), Finnland (802), tsland og IIol- land (803) ogBelgfa (816). Ingi Björn lagði Víkinga að velli INGI Björn Albertsson var Víkingum erfiSur Ijár i þúfu i leik Vikings og Vals i bikarkeppni KSÍ i gærkvöldi. Eftir daufan fyrri hálfleik, lifnaði yfir leiknum i seinni hálfleiknum og síSasti stundarfjórSungur leiksins var æsispennandi. SkoraSi Ingi Björn gott mark á 32. minútu hálfleiksins Vikingar gáfu sig ekki og Gunnar Örn skoraSi glæsilegt mark á markaminútunni, þeirri 43. Menn bjuggust almennt viS framlengingu, en enginn leikur er búinn fyrr en flautaS er og þaS fengu Vikingarnir aS reyna i gær. Á 45. minútunni skoraSi Ingi Björn aftur og tryggði liSi sínu sigur, því þó um 2 minútur hefSu fariS i tafir tókst Víkingum ekki aS kvitta aftur. Hetja Valsmanna i leiknum i gær- kvöldi var þvi svo sannarlega fyrirliði þeirra, Ingi Björn. Brenndu Vikingar sig á þvi, sem öll önnur lið gera — sleppa augunum af Inga Birni í augna- blik, en nógu lengi til að hann sé búinn að þefa uppi marktækifæri og skora áður en nokkur veit af. Leikurinn i gærkvöldi var leikinn á aðalleikvangin- um i Laugardal, en völlurinn þar er nú orðinn mjög góður Það háði þó að erfitt var að leika góða knattspyrnu i gærkvöldi, völlurinn glerháll eftir rign- ingarnar Hefði verið gaman að sjá leikmenn liðanna berjast i góðviðri eins og var á miðvikudaginn Valsmenn eru óneitanlega sigur- stranglegir í bikarkeppninni að loknum þessum leik Bæði er það að nú hafa þeir borið sigurorð af Vikingum, en . það hefur lengi verið sagt að það lið sem vinni Víking vinni bikarkeppnina. Að vísu brást þetta i fyrra, þá unnu Skagamenn Vikinga, en i úrslitum bik- arkeppni geta Skagamenn hreinlega ekki unnið, samanber 7 misheppnaðar tilraunir þeirra til þess, svo Skagahjá- trúin reyndist sterkari i fyrra. en Vík- ingshjátrúin Að öllu gamni slepptu þá eru nú Vikingur og Akranes fallin úr bikarkeppninni og þar með eru erfið Ijón úr vegi Valsmanna Þeir hafa bæði Islands- og bikarmeistaratitla að verja- og skyldi þeim ekki takast að verja þá báða? í fyrri hálfleiknum gerðist fátt mark- vert, leikurinn var rétt i meðallagi og undirritaður sá aðeins einu sinni ástæðu til að lyfta minnisbókinni Var það á 16. mínútu leiksins er Helgi Helgason átti kæruleysislega sendingu til Diðriks Guðmundur Þorbjörnsson komst á milli, en Diðrik varði vel skot hans úr þröngu færi. Strax á 5 minútu seinni hálfleiksins áttu Víkingar dauðafæri og Valsmenn heppnir að sleppa með skrekkinn. Þrumuskot Gunnlaugs fór i siðu Berg- sveins og þaðan i markstöngina. Sig- urður Dagsson var kominn úr jafnvægi og hefði knötturinn komið tommu inn- ar hefði Víkingstiðið verið komið með forystu í leiknum Fram að þessu hafði leikurinn verið í jafnvægi, en er leið á seinni hálfleikinn sóttu Valsmenn í sig veðrið og áttu nú hvert færið öðru hættulegra, þó svo að þeir væru ekkert meira með knöttinn Guðmundur Þorbjörnsson komst i gegnum Víkingsvörnina á 1 7 minútu, en Diðrik varði vel skot hans. 5 minút- um siðar komst Ingi Björn i gegn, en skaut framhjá úr dauðafæri. Á 31. minútunni ver Diðrik snilldarlega hörkuskot Bergsveins, en minútu síðar mátti hann sækja knöttinn i netið. Guðmundur lagði þá knöttinn snyrti- lega inn á Inga Björn, sem var í dauðafæri og gat hreinlega ekki annað en skorað. 1:0fyrirVal. Á 43. rininútu seinni hálfleiksins tókst Vikingum að kvitta með mjög góðu markí. Eiríkur Þorsteinsson lék upp völlinn hægra megin og er hann nálgaðist vitateiginn gaf hann yfir i vitateiginn hinum megin. Þar kom Gunnar Örn að á fullri ferð og hörku- skot hans fór örugglega i hliðarnetið. Bæði fyrri mörk þessa leiks voru gull- falleg. Valsmen.. zo. u ekki á því að láta leikinn fara i framlengingu og á 90 minútu leiksins skoraði Ingi Björn Al- bertsson aftur. Nú eftir fyrirgjöf frá Herði frá hægri. Varði Diðrik að visu skot hans, en af honum fór knötturinn upp i loftið og i markið Vikingar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað á „slysatimanum ', en skot Gunnars Arn- ar fór yfir Valsmarkið. leikurinn var á enda, sigur Vals i höfn. 2:1. Eftir atvikum voru þetta sanngjörn úrslit, en Vikingar hefðu þó allt eins getað hreppt bæði stigin i leiknum og enginn hefði getað sagt neitt við jafn- tefli og framlengingu. Beztir i liði Vals að þessu sinni voru að sjálfsögðu Ingi Björn, sem hreinlega bjargaði báðum stigunum. Atli Eðvaldsson átti góðan leik og af varnarmönnum Vals voru þeir Guðmundur og Dýri beztir. en vörn liðsins átti i heild góðan leik og gaf hvergi eftir Diðrik Ólafsson átti stórleik í marki Vikings og er greinilega mjög góður um þessar mundir Við.mörkunum tveimur gat hann ekkert gert. Róbert var beztur í vörninni. á miðjunni börð- ust Eirikur og Gunnar ágætlega, en framlinan var bitlaus Óskar Tómasson lék nú að nýju i framlinu Vikings, en hefur greinilega ekki náð sér af meiðsl- unum Viðar Eliasson er hins vegar enn frá vegna meiðsla, en hann brák- aðist illa i leik Vikings við hans gömlu félaga i ÍBV er hann fékk spark frá Einari Friðþjófssyni Munar um fjar- veru þessara leikmanna. hvar væri Val- ur án Inga og Guðmundar? Dómari i leiknum var Guðmundur Haraldsson og komst hann vel frá sinu. Gunnar Örn Kristjánsson var bókaður i leiknum. Áhorfendur voru 1 396. —*'Í- G F — 1 704 H/E TaEKIÐ ER MEIRA EN BARA FERÐAT/EKI Auk margra aukahluta hef- ur það sérstakt mikrafón kerfi sem gerir þér kleift að syngja með þinni upp- áhaldshljómsveit eða söngvara. Í.EÐ Auto Stop Eða að búa til þinn eigin skemmtiþátt þar sem þú sjálfur kynnirinn. Automatic Level Control sér um að upptaka sé jöfn. Sjálfvirkur stoppari slekkur á tækinu þegar bandið er búið. SHARP GF — 1 704 er tæki sem vert er a8 skoða og hlusta á. Getur til kynna i upptöku þegar skipta þarf um rafhlöður. Auk fjölda annarra atriða sem skipta máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.