Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULl 1977 Jón Árnason alþingis- maður—Minningarorö Kveðja frá formanni Sjálfs tæðisflokksins Jón Árnason var athafna- maóur, sveitarstjórnarmaður, stjórnmálamaður, og valdist f forystu útvegs og viðskipta, bæjar og rikis. Vandi var á höndum að velja í framboð Sjálfstæðismanna í Borgarfirði, þegar Pétur Otte- sen lét af þingmennsku 1959, eftir að hann hafði gegnt því umboði lengur en nokkur þá- verandi þingmanna. En það segir mikið um mann- kosti Jóns Árnasonar, að i raun og veru voru ekki aðrir en hann verulega orðaðir sem arftakar Péturs Ottesen, þess mikla þingskörungs. Jón Árnason brást ekki von- um manna og hélt á ioft merki héraðs síns og flokks og þá ekki síður eftir kjördæmisbreyting- una, þegar umbjóðendum fjölg- aði og mismunandi hagsmuna tók að gæta í rfkara mæli en áður var. Auðvitað hlýtur Jón Árnason að vera Akurnesingum minnis- stæðari en öðrum. í forystu bæjarmála var hann ungur val- inn. Hafnargerð á Akranesi, sjúkrahúsbygging og Sements- verksmiðjan þar voru meðal þeirra framkvæmda, sem Jón Árnason iét sér annt um, en það voru ekki stórframkvæmdirnar einar, sem hann beitti sér fyrir, heldur og þær gerðir, sem i mörgu smáu skilja eftir sig spor í lifi einstaklinga byggðarinnar og í félagslifi öllu. Jón Árnason var þeirrar gerðar, að hlýja og hreinskilni, áhugi og dugnaður öfluðu hon- um virðingar og vina, án tillits til stjórnmálaskoðana. Menn líta því miður stundum ranglega á Alþingi sem hóp- rænt og vélrænt fyrirbrigði, en þeir, sem nær standa, gera sér grein fyrir, hve miklu hlutverki einstaklingurinn gegnir í þeim svokallaða útvalda hópi. Sem formaður fjárveitingarnefndar gegndi Jón Árnason forystu- og sáttasemjarahlutverki með slíkri sæmd, að orð var á haft. Sjálfstæðisflokkurinn kveður einn sinna bestu manna. Marg- ir okkar þakka mikla vinsemd. Byggðarlag og þjóðin öll eiga traustum manni á bak að sjá. Við sendum eiginkonu Jóns Arnasonar, Ragnheiði Þórðar- dóttur, og fjölskyldu þeirra samúðarkveðjur. Geir Hallgrímsson I dag fer fram útför Jóns Árna- sonar alþingismanns á Akranesi. Hann andaðist í sjúkrahúsi Akra- ness aðfaranótt laugardagsins 23. þ.m. Jón Ágúst Árnason fæddist á Akranesi 15. janúar 1909, sonur Árna Árnasonar byggingameist- ara og konu hans, Margrétar Finnsdóttur. Á Akranesi ólst hann upp i föðurgarði ásamt þrem bræðrum og einni fóstur- systur. Þar stundaði hann nám i barnaskóla og unglingaskóla Akraness, en síðar bókhaldsnám i Reykjavík um skeið. En á Akra- nesi var aðalstarfsvettvangur hans og heimili alla tíð. Hann vann að verzlunarstörfum hjá Guðjóni Jónssyni, kaupmanni, á árunum 1928—1932. Eigin verzl- un stofnsetti hann og rak 1932—1936. Þá varð hann verzl- unarstjóri við verzlun Þórðar Ásmundssonar og síðar lengi framkvæmdastjóri Utgerðarfél- agsins Ásmunds h/f og Hrað- fryslihússins Heimaskaga h/f. — Fyrir nokkrum árum stofn- setti Jón Fiskiðjuna Arctic h/f, á Akranesi, sem hann rak i félagi við son sinn Þorstein, sem nú veitir þvi fyrirtæki forstöðu. — Hinn 3. ágúst 1933 kvæntist Jón Ragnheiði Þórðardóttur, útgerð- armanns á Akranesi Ásmundsson- ar. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi: Emilia gift Pétri Georgssyni, Þorsteinn kvæntur Margréti Þór- arínsdóttur, Margrét gift Guðjóni Margeirssyni og Petrea gift Kristni Guðmundssyni. Tvö eldri börnin eru búsett á Akranesi, en yngri systurnar tvær í Reykjavík. — Á heimili Jóns og Ragnheiðar að Vesturgötu 41 á Akranesi var einlæg gestrisni jafnan í hávegum hofð, enda voru þeír margir, sem þangað lögðu leið sína. Jón Árnason var maður félags- lyndur að eðlisfari. Alla ævi vann hann mikið á sviði félagsmála. Á æskuárum var hann einn af stofn- endum Skátafélagsins á Akranesi og fyrsti formaður Knattspyrnu- félags Akraness. Síðar starfaði hann i Rotary-klúbb Akraness og Frímúrarareglunni. Fyrr á árum tók hann mikinn þátt í söng tón- listarmálum á Skaganum, m.a. i Karlakrónum Svönum. Hann hafði háa og bjarta tenórrödd, sem ekki brást honum meðan kraftar entust. Hann hafði yndi af söng og var jafnan til í að taka lagið, ef svo bar undir, í hópi þingmanna sem annars staðar. Var þá oft glatt á hjalla. Snemma hófust afskipti Jóns af sveitarstjórnarmálum heima í héraði. Akraneskauptún var tekið i tölu kaupstaða og gert að sér- stöku lögsagnarumdæmi með lög- um um bæjarstjórn á Akranesi nr. 45 frá 27. júní 1941. Jón var bæjarfulltrúi frá 1942—1966. Á þeim tíma var hann tvivegis for- seti bæjarstjórnar, þ.e. frá 1951—1954 og 1961—1966. 1 bæj- arráði átti hann sæti í tuttugu ár, eða þar til hann hætti opinberum afskíptum af bæjarmálum. Þá skal þess getið, að Jón Arna- son átti að baki sér langa og merka sögu í félags- og flokks- starfsemi Sjálfstæðismanna áður en þingmennska hans hófst. Verða þau margþættu störf ekki rakin hér, en nefna má sem dæmi frásögn Jóns sjálfs af því, þegar fyrst tókust náin persónuleg kynni með honum og Pétri Ottesen. „Þetta vildi til með þeim hætti“, segir Jón, „að þegar kom- ið var fram á árið 1931, þótti rétt að treysta samtök sjálfstæðis- manna á Akranesi, og var þá stofnaó Félag ungra sjálfstæðis- manna þar á staðnum. Við stjórn- arkjör fór svo, að það kom í minn hlut að verða fyrsti formaður þessa félags og upp úr þvi urðu kynni okkar Péturs eðlilega mjög náin“. — Árið 1959 var viðburðarríkt í íslenzkum stjórnmálum. Þá voru tvennar alþingiskosningar. Sam- þykkt var breyting á kjördæma- skipan landsins, þar sem horfið var frá einmenningskjördæmum, en uppteknar hlutfallskosningar í nokkrum stórum kjördæmum. Ýmsir aldnir stjórnmálamenn drógu sig í hlé en nýir komu fram á sjónarsviðið. Pétur Ottesen var einn þeirra, sem ekki gáfu lengur kost á sér til framboðs. Hann hafði þá verið þingmaður Borg- firðinga í 43 ár samfleytt og viður- kenndur þingskörungur. Þótti ekki heiglum hent að setjast i sæti hans. í þetta vandasama hlut- verk völdu sjálfstæðismenn í Borgarfjarðarhéraöi Jón Árna- son. Var hann kjörinn þingmaður Borgfirðinga eftir harða kosn- ingahríð vorið 1959. Sat hann á sumarþinginu 1959. 1 haustkosn- ingunum þetta sama ár skipaði Jón Árnason annað sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins i Vesturlandskjördæmi og var kjör- inn fjórði þingmaður Vestur- lands. Þegar Sigurður Ágústsson, er skipað hafði efsta sæti á lista sjálfstæðismanna á Vesturlandi, lét af þingmennsku árið 1967, þótti sjálfsagt, að Jón Árnason tæki sæti hans. Það öndvegi skip- aði hann síðan við vaxandi traust og vinsældir kjósenda í Vestur- landskjördæmi. Þingsaga Jóns Árnasonar er samfelld um 18 ára skeið. Hann sat á 20 þingum. Skoðun hans var sú, að þingmaður ætti að vera eða vera ekki. Var hann því lítt hrif- inn af þvi fyrirbæri, sem farið hefur ört í vöxt á siðari árum, þegar þingmenn láta varamenn sina koma inn á þing skamma stund „i forföllum". Hann tók þingmannsstarfið alvarlega. Á hann hlóðust margþætt störf. Hann átti alla tíð sæti í erfiðustu nefnd þingsins, fjárveitinga- nefnd. Formaður hennar var hann kjörinn haustið 1964, í upp- hafi hins 85. löggjafarþings, og hélt því starfi meðan heilsa og kraftar entust, ef frá eru talin vinstristjórnarárin 1971—1974. Hann sat í Efri deild Alþingis, gegndi þar um árabil varaforseta- störfum og átti sæti í nefndum þeim, sem f jalla um hin mikilvæg- ustu mál, svo sem fjárhags-, land- búnaðar-, samgöngu- og sjávarút- vegsmál. Hann var einn af allra fróðustu og reyndustu mönnum á Alþingi um allt, er laut að sjávar- útvegi og fiskvinnslu. Að sjálf- sögðu bar Jón hag heimabyggðar og kjördæmis mjög fyrir brjósti og barðist ótrauður fyrir þeim málum, er hann taldi horfa til heilla á þeim vettvangi. Á s.l. þingi var hann t.d. fyrsti flutn- ingsmaður að frv. til laga um virkjun Hvítár i Borgarfirði. Frá sjúkrabeði fylgdist hann með því frv. dag frá degi á leið þess um þingið og gladdist innilega, er það varð að lögum rétt fyrir þinglok. Auk hinna timafreku og erfiðu starfa á Alþingi bættust ýmis verkefni á herðar Jóni utan þings, sem hér verða ekki öll talin né nákvæmlega tilgreind. Nokkur dæmi skulu þó nefnd. Síðustu ár- in áttí hann sæti í stjórn Raf- magnsveitna ríkisins. Hann var í varastjórn Atvinnujöfnunarsjóðs og siðar Byggðasjóðs og Fram- kvæmdastofnunar rikisins. Þá gegndi hann fjölmörgum trúnað- arstörfum tengdum sjávarútvegi um lengri eða skemmri tíma, svo sem í beitunefnd, i stjórn Sam- ábyrgðar tslands á fiskiskipum og formaður þeirrar stjórnar frá 1. okt. 1974 og í stjórn Sölustofnun- ar lagmetisiðnaðarins. Ennfrem- ur var hann í stjórn Sementsverk- smiðju ríkisins og formaður að undanförnu, i bremsunefnd og samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. Einnig sat Jón í stjórn Skallagríms h/f., sem ann- ast rekstur Akraborgar, en hún siglir milli Reykjavíkur og Akra- ness. — Af framansögðu er ljóst, að mörgu hefur þurft að sinna á liðn- um árum og starfsdagur Jóns híaut oft að verða ærið langur og strangur. En það hjálpaði, að Jón var áhugásamur og röskur starfs- maður og alger reglumaður, mun aldrei hafa bragðað áfengi né tóbaksvörur. Hann mun og hafa verið heilsugóður fram á síðustu ár. Hann gat því litið yfir langan, viðburðarrikan og farsælan starfsdag. Hann bjó við barnalán og heimilishamingju í fæðingar- bæ sínum, sem hann unni og hafði séð umbreytast úr fátæku fiskimannaþorpi i blömlega byggð. Sjálfur hafði hann verið forgöngumaður eða þátttakandi í uppbyggingunni árum saman i hópi frænda og framtakssamra vina og atorkumanna. Þess vegna gat hann farið að unna sér hvíldar og hafði raunar ákveðið að hætta þingmennsku I lok þessa kjör- timabils á næsta ári. En þá urðu snögg og óvænt veðrabrigði og kallið kom fyrr en varði. Undan- farna mánuði varð hann að þola erfiða sjúkdómsraun. En það er huggun harmi gegn, að siðustu ævidagana fékk hann að lifa á Akranesi, þar sem vagga hans hafði áður staðið. Eitt sinn skal hver deyja og minnast má vísu- orða Steingrims: Und miðsumars himni sé hvílan mín. Hér skaltu, Island barni þinu vagga. — Ég kveð hinn látna með þakk- læti fyrir langt og ánægjulegt samstarf og góða samfylgd um byggðir Vesturlands á liðnum ár- um. Við hjónin sendum frú Ragn- heiði og börnum hennar innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim, svo og hinum fjölmenna ættingja- og vinahópi fjölskyldunnar, allrar blessunar á komandi árum. Friðjón Þórðarson. í dag er gerð frá Akraneskirkju útför Jóns Árnasonar, alþingis- manns á Akranesi, er andaðist á Sjúkrahúsi Akraness hinn 23. júli s.l. Jón Arnason var fæddur á Akranesi 15. janúar 1909 og voru foreldrar hans hjónin Margrét Finnsdóttir og Árni Árnason byggingameistari, sem mörgum Akurnesingum eru minnisstæð. Jón Árnason hóf ungur að vinna við verzlunarstörf, fyrst i annarra þágu, en stofnaði eigin verzlun árið 1932 og rak hana til 1936 er hann gerðist verzlunarstjóri hjá Verzlun Þórðar Ásmundssonar. Verzlun þessi var rekin i tengsl- um við útgerðarfélagið Ásmund hf. og Hraðfrystihúsið Heima- skaga hf. og varð Jón síðar fram- kvæmdastjóri þessara fyrirtækja, sem um langt árabil voru um- svifamikil í atvinnulífinu á Akra- nesi, og eitt þessara fyrirtækja, Hraðfrystihúsið Heimaskagi hf„ er enn rekið, en hin hafa hætt starfsemi sinni. Þó Jón Árnason léti af störfum framkvæmda- stjóra hjá áðurnefndum fyrir- tækjum var beinni þátttöku hans í vinnslu sjávarafurða ekki lokið. Hann stofnaði Fiskiðjuna Arctic hf. og rak hana af myndarskap til æviloka, en fyrirtækið sérhæfir sig í niðurlagningu sjávarafurða og hefur framleiðsla þess fengið mikið lof á undanförnum árum. Jón Arnason var mikill félags- málamaður og strax á unga aldri í frémstu röð forystumanna á því sviði. Þegar sjálfstæðismenn á Akranesi hófu félagsstarf var hann þar i fremstu röð og ætíð síðan mikilvirkur og áhrifarikur forystumaður. Jón var meðal stofnenda Skátafélags Akraness og hann var fyrsti formaður Knattspyrnufélags Akraness. Hann starfaði um árabil í Karla- kórnum Svanir og í Kirkjukór Akraneskirkju, en Jón hafði ágæta söngrödd og yndi af söng. Fjölmörg önnur félög á Akranesi nutu starfskrafta hans og forystu. Jón Arnason var kjörinn í Bæjarstjórn Akraness árið 1942 og átti þar sæti til ársins 1970 er hann gaf ekki lengur kost á sér til þeirra starfa. Hann sat í bæjar- ráði 1946 til 1966 og var forseti Bæjarstjórnar Akraness 1951—1954 og 1961—1970. Störf Jóns að bæjarmálum á Akranesi voru mikil og giftudrjúg. Hann hafð einlægan áhuga á framfara- málum bæjarfélagsins og var fundvís á leiðir til að leysa þau vandamál, er upp komu. Mikil breyting varð á Akranesi á þeim árum er Jón Árnason sat í bæjar- stjórn og framfarir hafa verið örar á stundum. Margir ágætir menn hafa þar Iagt hönd á plóg- inn, en fáir með betri árangri en hann. Þegar leið að alþingiskosning- um árið 1959 og ljóst varð að Pétur Ottesen viidi ekki lengur gefa kostá sér til þingmennsku völdu sjálfstæðismenn í Borgar- firði Jón Arnason til framboðs. Hörð barátta var í þessum kosn- ingum ekki aðeins i Borgarfirði, heldur einnig um allt land, en höfuðmál kosninganna var kjör- dæmabreytingin. Andstæðingar kjördæmabreytingarinnar í Borgarfirði töldu sig eiga leik á borði og gerðu hrið mikla að Jóni Arnasyni, en kjósendur i Borgar- firði völdu Jón til að taka við merkingu úr hendi Péturs Otte- sen og er þessi sigur eftirminni- legur. Síðan hefur Jón Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.