Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JCLl 1977
Sveik út tvær
milljónir með
gír ó - ávísunu m
Rannsóknarlögregla ríkisins
vinnur nú að rannsókn fjársvika-
máls og hefur maður verið úr-
skurðarður f allt að 30 daga
gæzluvarðhald vegna rannsóknar-
innar.
Að því er Njörður Snæhólm,
yfirlögregluþjónn, tjáði Morgun-
blaðinu í gær liggur fyrir að mað-
urinn hefur svikið út verulega
fjármuni nú um nokkurra mán-
aða skeið með giróávísunum, en
Njörður taldi ekki rétt að útlista
frekar hvaða ráðum maðurinn
hefði beitt i þessu skyni. Fjárhæð-
in, sem maðurinn hefur svikið út
með þessum hætti, er i kringum 2
milljónir króna, en ekki er Ijóst
hvort öll kurl eru þar komin til
grafar.
33 erlend fiski-
skip við landið
ÞRJÁTtU og þrjú erlend veiði-
skip voru við tsland í gærmorgun,
að þvf er Þröstur Sigtryggsson,
skipherra f stjórnstöð Landhelg-
isgæzlunnar, tjáði Morgunblað-
inu í gær.
Flest, skipanna eða 16, voru v-
þýzkir togarar þar af voru tveir á
siglingu. Þá voru 6 belgískir tog-
arar að veiðum allir við djúp-
kantinn úti fyrir Suðurlandi. 4
færeyskir togarar voru við landið,
tveir voru að veiðum á Stranda-
grunni og ætla ekki að vera við
þorskveiðar 2. til 8. ágúst, 1 var á
ufsaslóðinni suður af öræfa-
grunni og 1 var á heimleið. Þá
voru þrír færeyskir handfærabát-
ar við landið, tveir voru í höfn og
1 á heimleið, ennfremur var 1
færeyskur linuveiðari á heimleið.
2 norskir linuveíarar voru að
veiðum, annar var á Stokksnes-
grunni, en hinn á Reykjanes-
hrygg, 1 norskur linuveiðari var á
leið á miðin.
Samið við blaða-
menn í gærmorgun
Óskar Ólafsson, yfirlögregluþjónn, ásamt tveimur lögreglumönnum við hauginn af gjafapökkunum
Lögreglan gjafmild um
verzlunarmannahelgina
Um verzlunarmannahelgina
hyggst lögreglan f Reykjavík f
samvinnu við Umferðarnefnd
borgarinnar verðlauna um 1600
börn, sem verða f aftursætum
bifreiða er halda út úr borginni
um helgina, en eins og kunnugt
er þykir það brýnt öryggis
vegna að börn séu ekki í fram-
sætum bifreiða. Börnin fá f
verðlaun Iftinn bíl og orðsend-
ingu, sem þau eiga að koma
áleiðis til þess sem undir stýri
situr.
I fyrra hafði lögreglan sama
háttinn á nema hvað þá voru
verðlaunin sælgæti. Um verzl-
unarmannahelgina í fyrra voru
ökumenn einatt ekki undir
þessi afskípti lögreglunnar
búnir, og höfðu þá sett sig í
stellíngar að svara óþægilegum
spurningum og voru jafnvel
með ökuskírteinin á lofti. Þeg-
ar lögreglumenn stöðvuðu bíla
þeirra. Þá eins og nú átti lög-
reglan ekki annað erindi en að
færa börnunum í bílum þeirra
lítiðræði í vegarnesti og óska
þeim sem i bifreiðunum voru
góðrar ferðar.
SAMNINGANEFNDIR Blaða-
mannafélags tslands og Félags
blaðaútgefanda f Reykjavfk náðu
samkomulagi um kaup og kjör
blaðamanna á sjöunda tímanum f
gærmorgun, en þá hafði samn-
ingafundur staðið samfleytt frá
klukkan 10 árdegis f fyrradag.
Samkomulagið er f meginatriðum
byggt á rammasamningi ASÍ og
vinnuveitenda með þeirri undan-
tekningu þó að aðeins er um pró-
sentuhækkanir að ræða i samn-
ingnum, upphafshækkun og
áfangahækkanir.
Hlutur þorsks
í afla Vestur-
þýzkra togara
5,4% til 24,7%
STARFSMENN Land-
helgisgæzlunnar fóru
um borð í 4 v-þýzka tog-
ara í fyrradag til að
rannsaka veiðarfæri og
aflasamsetningu. Við
skoðun kom i ljós, að
vörpur togaranna voru
allar löglegar, þ.e. 155
mm möskvi. Þá kom í
ljós, að hlutur þorsks í
afla var frá 5,4% upp í
24,7%. Meðalafli togar-
anna i sólarhring hafði
verið frá 6 tonnum upp í
11,4 tonn.__________
/
Utlánaþakið
til ágústloka
t FRAMHALDI af fréttum Morg-
unblaðsins um stöðvun útlána að
mestu hjá viðskiptabönkunum
hafði Mbl. samband við Davfð
Ólafsson seðlabankastjóra í gær
og spurði hann hve lengi núver-
andi útlánaþak gilti. Sagði hann,
að núverandi útlánaþak væri til
loka ágústmánaðar.
Yfirleitt væri stefna i lánamál-
um ákveðin þrisvar á ári og þá til
fjögurra mánaða i senn. Sagði
Davíð að sem stæði væru ekki til
nýjar tölur um útlánaaukningu
bankanna, en þær yrðu tilbúnar
fljótlega upp úr mánaðamótun-
um.
I samningnum, sem gildir frá 1.
júlí síðastliðnum til 1. desember
1978 er endurskoðunarákvæði um
samræmingu launa blaðamanna
við laun fréttamanna rikisút-
varpsins. Aðilar urðu sammála
um að skipa 10 manna nefnd, 5
frá hvorum aðila, sem fjalla skuli
um samræminguna. Hún skal
hafa lokið störfum fyrir 20. janú-
ar og komist hún ekki að sam-
komulagi samhljóða, er hvorum
aðila um sig heimilt að segja upp
samningnum með viku fyrirvara.
Upphafshækkun blaðamanna-
samninganna er 20,95% og er þar
sérkröfuafgreiðsla innifalin, sem
kemur sem flöt prósenta á alla
launataxta Blaðamannafélagsins.
Við endurskoðunina er Blaða-
mannafélaginu siðan heimilt að
ráðstafa sérkröfuprósentunni
með sama hætti og tiðkaðist í
heildarkjarasamningum aðila
vinnumarkaðarins frá 22. júní.
Afangahækkanir eru siðan 4.3%
hinn 1. desember 1977. 4.1% hinn
1. júní 1978 og 3.2% hinn 1. sept-
ember 1978. Vísitöluákvæði
samningsins eru hin sömu og í
samningunum frá 22. júní.
Félagsfundur Blaðamannafé-
lagsins um samningana verður
haldinn í Nausti í dag klukkan
15.30.
Fékk tundurdufl í vörpuna
7 sml. suður af Reykjanesi
Tundurhólkurmn var heill
„>HÐ vorum á humarveiðum um
7 sjómílur suður af Reykjanesi
þegar tundurdufl kom upp i einu
halinu. Við sáum fljótt að belgur-
inn utan um það var allur rifinn,
þannig að við slökuðum því niður
á dekkið og gengum frá þvf þar,
og héldum sfðan áfram veiðum í
tæpan sólarhring áður en við
héldum til hafnar,“ sagði Jóhann
Pétursson, skipstjóri á Hegra KE
107, I viðtali við Morgunblaðið í
gær, en í gærmorgun kom Hegri
tii hafnar með tundurduflið. Lög-
reglan í Keflavfk kannaði fyrst
duflið, en sfðan tók sprengideild
varnarliðsins það í sína vörzlu,
þegar i Ijós kom að tundurhólkur
duflsins var enn heill.
Jóhann Pétursson skipstjóri
sagði í viðtalinu við Morgunblaðið
að þeir hefðu strax séð að belgur
duflsins var svo illa rifinn og
ryðgaður að duflið hefði verið
skotið á kaf á sínum tíma. Þeir
Kæra - og
gagnkæra
„STJÓRN Læknafélags Islands
hefur reynt að halda sem mest að
sér höndum f hinu svonefnda
læknatnáli sem nú er, en vegna
þess sem komið hefur fram f fjöl-
miðlum sfðustu daga ræddi
stjórnin málið bæði f gær og f
morgun. Þykir stjórn Læknafél-
ags fslands leitt að svona alvar-
legt mál skuli upphef jast og enn-
fremur mjög alvarlegt að læknir
skuli hafa uppi alvarlegar ásak-
anir á hendur starfsbróður f fjöl-
miðlum á meðan málíð er f athug-
un hjá réttum aðilum," sagði
Tómas Jónasson læknir, formað-
ur Læknafélags fslands, þegar
Morgunblaðið bað hann að segja
álit stjórnar Læknafélagsins á
kæru Birgis Guðjónssonar læknis
vegna ráðningu Þórðar Harðar-
sonar f stöðu yfirlæknis á lyf-
lækningadeild Borgarspftalans.
„Stjórn Læknafélagsins hefur
kynnt sér málavexti eftir föngum
og gerði það þegar í nóvember s.l.
án þess að aðhafast nokkuð þá og
núna aftur, vegna þess að það
hefur komið fram kæra og gagn-
kæra til stjórnar L.í. um brot á
siðareglum lækna og lögum
Læknafélags Islands," sagði Tóm-
as ennfremur.
Um slíkar kærur kvað Tómas
gilda þær reglur, að tækist stjórn
félagsins ekki að jafna ágreining
væri henni skylt að visa málinu til
gerðadóms. Afstaða stjórnarinnar
væri eins og áður í málum sem
þessu, að tjá sig ekki efnislega um
mál sem gerðardómur ætti að
fjalla um og dæma.
hefðu verið búnir að vera með
duflið á dekkinu i nokkurn tíma
þegar þeir hefðu heyrt fréttir um
virkt dufl austur í Þvottárskrið-
um. Þá hefðu þeir haft samband
við Landhelgisgæzluna, en þeirra
sprengisérfræðingar hefðu þá
verið staddir fyrir austan. Veðrið
hefði verið það gott, að þeir hefðu
tekið nokkur tog til viðbótar áður
en þeir héldu inn, enda engin
hætta þar sem allur ytri búnaður
duflsins, eins og sprengihettur,
hefði verið önýtur.
Enn heldur Guðlaug
uppi merki landans
„ÞETTA var ekki dagur okkar
Islendinganna, við töpuðum flest-
ir, nema Guðlaug, hún hélt sfnu
striki og vann sinn andstæðing,"
sagði Jón L. Árnason skákmaður
þegar Morgunblaðið ræddi við
hann á Norðurlandamótinu f
Finnlandi f gærkvöldi.
Sjálfur sagðist Jón hafa teflt
við Raaste frá Finnlandi og verið
með svart. Skákin hefði verið
flókin lengi framan af, en síðan
hefði hann leikið af sér í tíma-
hraki og gefið skákina eftir 40
leiki. Helgi Ólafsson hefði hins
vegar teflt við Tiavia frá Finn-
landi. Skákin hefði farið í bið og
væri staðan óljós. Sagði Jón, að
Ásgeir, Jónas, Áskell, Haraldur
og Egill hefðu tapað sinum skák-
um, en Erlingur Þorsteinsson
hefði náð jafntefli.
Guðlaug Þorsteinsdóttir vann i
gær Bengtson frá Sviþjóð og hefði
því unnið allar sínar skákir, 6
talsins. Væri hún í efsta sæti í
kvennaflokki ásamt Karmlin frá
Sviþjóð.
Staðan i meistaraflokki er nú
þessi, að efstur er Raaste með 7'A
vinning, þá kemur Hurme með 6
vinninga og betri stöðu i biðskák,
í 3.—5. sæti er Jón L. Arnason
með 6 vinninga. Nú eru 3 umferð-
ir eftir af Norðurlandamótinu.
BILVELTA
Akurevri 28. júlt.
BlLVELTA varð kl. 4 í nótt rétt
sunnan við brúna yfir Þorvalds-
dalsá á Árskógsströnd. Bfllinn
kom sunnan þjóðveginn og þegar
ökumaður sá beygjuna og brúna
framundan kom á hann fát og
hann missti vald á bílnum, sem
valt á toppinn og skorðaðist upp
við staur rétt hjá árgljúfrinu. Þar
lauk ökuferðinni. Blllinn
skemmdist mikið, en ökumaður
meiddist ekki. Hann var ölvaður
og réttindalaus og hafði tekið bíl-
inn ófrjálsri hendi. Sv.p.
Börkur búinn að landa
um 23001 af kolmunna
Neskaupslað, 28. júlí.
BÖRKUR kom hingað f
gærkvöldi með rösklega
100 lestir af kolmunna og
er skipið nú búið að landa
2300 iestum af kolmunna
frá því að veiðarnar hófust
hér úti fyrir Austfjörðum
um miðjan júlf.
Vegna þorskveiðibanns-
ins hafa trillur ekki verið á
sjó þessa vikuna, en hins
vegar er nægileg atvinna í
frystihúsinu enn sem kom-
ið er. Mjög gott veður er
hér í dag og fyrir hádegi
var hitinn kominn í 18 stig
í forSælU. Axgeir