Morgunblaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULl 1977
3
Forsvarsmenn Landsvirkjunnar:
Dráttur á endurskoðun gjaldskrár
kallar á enn meiri hækkun síðar
.. ÞVÍ ER ekki að neita að dráttur á endurskoðun gjaldskrér Landsvirkjunar
rýrir fjárhagsstöðu fyrirtakisins og getur veikt linstraust þess út i viS.
Slfkt drægi úr möguleikum Landsvirkjunar i a8 fjirmagna virkjanafram-
kvæmdir sinar meS hagkvæmum erlendum linum og væri þróun í þi itt
mjög varhugaverS meS tilliti til þess hlutverks sem Landsvirkjun hefur aS
gegna S raforkumilum þjóSarinnar." sögSu forsvarsmenn Landsvirkjunar,
þeir Eirikur Briem, framkvæmdastjóri. og Halldór Jónatansson. aSstoSar-
framkvæmdastjóri, i viStali viS MorgunblaSiS S gær, þar sem þeir voru
spurSir ninar um röksemdir Landsvirkjunar fyrir hækkunarbeiSni þeirri,
sem mjög hefur veriS til umræSu aS undanförnu. og ýmis önnur atriSi þar
aS lútandi auk þess sem fjallaS var i viStalinu um fjirhag Landsvirkjunar
almennt.
Eiríkur Briem, framkvæmdastjóri Landsvirkjunnar (t.v.) og
Halldór Jónatansson, aSstoðarframkvæmdastjóri.
Ljósm. Mbl. Fr.H.
Stjórn Landsvirkjunar ákvað að
hækka rafmagnsverð fyrirtækisins til
almenningsrafveitna um 1 5% frá 1.
ágúst nk en er vegna rikjandi verð-
stöðvunar háð samþykki rikis-
stjórnarinnar. Hækkunin kom þvi
fyrir gjaldskrárnefnd, sem ríkis-
stjórnin skipaði nýlega til að fjalla
um hækkunarbeiðnir opinberra fyrir-
tækja og hafnaði nefndin hækkun-
inni fyrir sitt leyti. Hins vegar voru
bæði iðnaðarráðuneytið og fjármála-
ráðuneytið meðmælt hækkuninni,
þannig að það kom til kasta rikis-
stjórnarinnar að úrskurða i málinu.
Á siðasta fundi rikisstjórnarinnar var
frestað að taka ákvörðun i málinu,
eins og komið hefur fram i fréttum.
ýt Viðræður við
Alþjóðabankann
Það kom fram hjá þeim Eiriki
Briem og Halldóri Jónatanssyni, að
bæði fjármálaráðuneytið og iðnaðar-
ráðuneytið hefðu kynnt sér gaum-
gæfilega fjárhagsstöðu Landsvirkj-
unar og röksemdir hennar fyrir
hækkunarþörfinni, m.a. með þátt-
töku í viðræðum við fulltrúa
Alþjóðabankans, sem fóru fram sið-
ast í Reykjavik í lok mai og snerust
um fjármál Landsvirkjunar almennt
og þar með arðgjöf fyrirtækisins
undanfarin ár með tilliti til skuld-
bindinga Landsvirkjunnar sam-
kvæmt lánssamningum við bank-
ann. Hefði það verið sjónarmið for-
svarsmanna bankans að enn vantaði
töluvert á að fjárhagsleg afkoma
Landsvirkjunnar væri jafn góð og
bankinn teldi æskilegt, ef ná ætti
þeim markmiðum lánssamnings
bankans og Landsvirkjunar, að
Landsvirkjun sé nægilega traust
fyrirtæki fjárhagslega til að geta fjár-
magnað virkjanaframkvæmdir sinar
með hæfilega miklu eigin fé úr
rekstri sínum og þá jafnframt án
þess að þurfa að taka lán meira en
góðu hófi gegndi. Niðurstaða þess-
ara viðræðna hafi orðið sú, að fyrsta
skrefið til úrbóta væri að hækka
rafmagnsverð Landsvirkjunnar til al-
menningsrafveitna um minnst 1 5%
frá og með 1. ágúst til að auka
hlutdeild eigin fjár Landsvirkjunar í
fjármögnun framkvæmda fyrirtækis-
ins, mæta auknum rekstrarkostnaði
á þessu ári og tryggja jafnframt
hæfilega arðgjöf í ár og vinna upp
arðgjafarhalla áranna 1974—76.
Aðilar að þessum viðræðum hefðu
að lokum orðið sammála um þessa
niðurstöðu og í framhaldi af því hafi
stjórn Landsvirkjunnar samþykkt
hækkunina fyrir sitt leyti að tilskil-
inni staðfestingu ríkisstjórnarinnar.
ýý Gjaldskrárnefnd
hafði ekki samband
við Landsvirkjun.
í Ijósi þess aðdraganda sem rakin
hefur verið á málinu, spurði
Morgunblaðið þá Eirík Briem og
Halldór Jónatansson hvort þeim
hefði komið á óvar afstaða gjald-
skrárnefndar. þar sem hún synjaði
hækkuninni, og svöruðu þeir því
báðir játandi.
„Við erum þeirrar skoðunar að
1 5% hækkun frá 1. ágúst n.k megi
ekki minni vera með tilliti til aukins
kostnaðar við rekstur og fram-
kvæmdir vegna þróunar verðlags-
mála það sem af er árinu, auk þess
að sem hækkunin felur í sér lausn á
vandamáli, sem Landsvirkjun hefur
átt við að glíma undanfarin þrjú ár í
sambandi við framkvæmd láns-
samninga sinna við Alþjóðabankann
þá dregur hækkun sem þessi mjög
úr hækkunarþörfinni á næsta ári. Til
að skýra þetta nánar er rétt að
eftirfarandi komi fram.
í lögum um Landsvirkjun er kveð-
ið svo á, að rafmagnsverð Lands-
virkjunar skuli við það miðað, að
eðlilegur afrakstur fáist af því fjár-
magni, sem á hverjum tíma er bund-
ið í rekstri fyrirtækisins. Einnig er í
sama lagaákvæði lögð sú skylda á
hendur Landsvirkjun að stefna að
því að skila nægilegum greiðsluaf-
gangi til þess að fyrirtækið geti
jafnan með eigin fjármagni og hæfi-
legum lántökum tryggt notendum
sinum næga raforku. Þessi ákvæði
hafa hingað til verið í heiðri höfð
með þeirri undantekningu að á ár-
unum 1974—1976 náðist ekki að
mæta arðgjafarkröfum lánssamn-
ings Landsvirkjunar og Alþjóða-
bankans, en þær voru á sinum tima
og eru enn taldar hæfilegar með
tilliti til þeirra almennu sjónarmiða,
sem lögum samkvæmt ber að leggja
til grundvallar við ákvarðanir á raf-
magnsverði Landsvirkjunar á hverj-
um tima og vikið hefur verið að
Arðgjafarhallinn, sem myndaðist
á árunum 1974—1976 nemur
529 millj. króna. Landsvirkjun hefur
gert hlutaðeigandi ráðuneytum fulla
grein fyrir úrlausn þessa vandamáls,
en einn liður i henni var umrædd
15% verðhækkun. Á hinn bóginn
hefur nefndin ekki óskað eftir við-
ræðum við Landsvirkjun um hlutað-
eigandi hækkunarbeiðni og ekki hafl
samband við Landsvirkjun um mál
þetta, svo Landsvirkjun hefur ekki
gefizt tækifæri til að skýra málavexti
fyrir nefndinni nema fyrir milligöngu
hlutaðeigandi ráðuneyta og getur
því ýmislegt hafa farið á milli mála
Beiðni Landsvirkjunar fylgdi
rekstraráætlun fyrirtækisins 197 7
og 1978 og í sérstöku fylgiskjali
með henni er gerð grein fyrir fjár-
hagsstöðu fyrirtækisins. Þá hefur
Landsvirkjun átt viðræður við fjár-
málaráðherra og iðnaðarráðherra og
ráðuneytisstjóra þeirra. sem hafa
fengið ýmsar viðbótarupplýsingar
frá Landsvirkjun og hafa ráðuneytin
ekki talið skorta rökstuðning fyrir
hækkunarbeiðninni'*
ýt Ekki víst að eins hag-
kvæm lausn gefist aftur.
í viðtali Morgunblaðsins við verð-
lagsstjóra á dögunum kom fram sú
röksemd gjaldskrárnefndar, að
Landsvirkjun ætti án verðhækkunar
að geta varið 400 milljónum króna
á þessu ári til að vinna upp arð-
gjafarhallann, óeðlilegt væri að
vinna hann upp að öllu leyti á þessu
ári og ef svo væri gert þá væri
væntanlega möguleiki á því að bók-
færa meira af bótum frá Járnblendi-
félaginu sem tekjur á þessu ári í stað
þess næsta. Þeir Eiríkur og Halldór
voru spurðir álits á þessari röksemd.
„Hér er þess í fyrsta lagi að geta,
að 15% hækkunin í ár er liður i
möguleika á úrlausn þessa vanda-
máls í eitt skipti fyrir öll á mjög
hagkvæman hátt fyrir viðskiptavini
Landsvirkjunar og er ekki víst, að
Landsvirkjun gefist á nýjan leik kost-
ur á svo hagkvæmri úrlausn Frest-
un á vandanum gerir hann ein-
göngu vandleystari Með umræddri
hækkun hefur Landsvirkjun gert sér
vonir um að þurfa ekki að hækka
rafmagnsverðið aftur fyrr en seint á
næsta ári, en sú hækkun verður
þeim mun hóflegri því fyrr, sem sú
hækkun, sem nú er beðið um. kem-
ur.
í umræddum- 400 millj. króna
felast 73 millj. króna, sem eru hluti
af bótum frá Járnblendifélaginu,
sem greiddar voru Landsvirkjun
1976 en bókfærast sem tekjur i ár.
Bæturnar námu alls 360 8 millj kr.
og að frátöldum fyrrnefndum 73
millj. króna verður mismunurinn
eða 287.8 millj. kr. færðar til tekna
1978, en bæturnar voru að öllu
leyti greiddar Landsvirkjun 1976
Tekjufærsla þeirra með þessu móti
er hins vegar í samræmi við bók-
haldsreglur sem gera ráð fyrir tekju-
færslu milli ára í samræmi við skipt-
ingu tekjutapsins frá ári til árs "
Áður var komið fram, að forsvars-
menn Landsvirkjunar telja 15%
hækkunina einn lið í þvi að stuðla
að hagkvæmri úrlausn arðgjafar-
vandamálsins, en í framhaldi af því
voru þeir Eiríkur og Halldór spurðir
að því að hvaða leyti úrlausn þessi
teldist sérstaklega hagkvæm fyrir
Landsvirkjun.
„í viðræðum við Alþjóðabankann
fellst hann á að breyta útreikningi
arðgjafarinnar Landsvirkjun í hag
þannig að hann telur aðra vélasam-
stæðu Sigölduvirkjunar ekki með
eignum í rekstri á þessu ári, enda
þótt sýnt þyki að hún komi i rekstur
1. desember n.k. Þá tekur bankinn
fyrstu vélasamstæðuna í eignir í
rekstri frá og með 1. júli 1 977 i stað
1. april 1977, er hún raunverulega
kom í rekstur. Fyrrnefnda ráðstöf-
unin lækkar meðaleign i rekstri úr
.um 28 milljörðum króna i tæpa 25
milljarða króna og sú síðarnefnda
flytur um 52 millj. króna úr afskrift-
um til hækkunar á nettó hagnaði Tíl
þessa hefur Landsvirkjun þurft að
ganga út frá því, að vél eitt komi i
rekstur hinn 1. april 1977 og vél 2
hinn 1. desember 1977 og miða
afskriftir og meðaleign í rekstri við
það, en eins og kunnugt er reiknast
arðgjöfin sem hundraðshluti hagn-
aðar (áður en vextir eru greiddir) af
meðaleign í rekstri. Samþykki bank-
Framhald á bls 22.
„Norrænir kristn-
ir menningardagar”
Horfur á mik-
illi kartöfluupp-
skeru í haust
Fjöldi þekktra
fyrirlesara—fjöl-
breytt dagskrá
NORRÆNIR, kristnir menningardag-
ar verða haldnir í Norræna húsinu
dagana 3. — 5. ágúst. en það er
stjórn Samnorrænu kirkjustofnunar-
innar (Nordiska Ekumeniska
Institutet) sem efnir til þessara
menningardaga i tengslum við a8al
fund sinn. sem haldinn er á Akureyri
þann 31. júlí. Biskup fslands. herra
Sigurbjörn Einarsson. boðaði til
blaðamannafundar og skýrði frá
þessu.
Samnorræna kirkjustofnunin stofn-
uð i Sviþjóð árið 1940. með þann
tilgang fyrir augum að halda kirkjulegu
sambandi Norðurlandanna á striðsár-
unum og virkja kirkjuna til aðstoðar, en
hún vann mikið starf áiþeim timum við
flóttamannaþjónustu og einnig voru
haldnir nokkrir leynifundir brezkra og
þýzkra kirkjumanna hjá stofnuninni i
striðinu.
Upphaflega stóðu einungis þjóð-
kirkjur Norðurlanda að þessari stofn-
un, en fyrir nokkrum árum var ákveðið
að bjóða öðrum kristnum deildum að-
ild og var það þegið Nú er tilgangur
Samnorrænu kirkjustofnunarinnar að
vinna að skipulegu samstarfi kristninn-
ar i heiminum íslendingar gerðust
formlegir aðilar að stofnuninni árið
1950
Stjórnarfundur hefur einu sinni áður
verið haldinn á íslandi, en það var
1972, en aldrei áður hefur verið efnt
til sérstakra menningardaga i tengsium
við aðalfund stofnunarinnar Norræni
menningarmálasjóðurinn hefur styrkt
að nokkru þessa menningardaga
Yfirskrift daganna er: Norræn
kristni í menningarumhverfi samtim-
ans (Nordisk kristenhet i samtidens
kulturmiljö).
Dagskrá er í stórum dráttum sú að
Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamála-
ráðherra setur dagana á miðvikudag kl
10 00 f.h. Þann dag verða haldnir þrir
fyrirlestrar og tala þá Haraldur Ólafs-
son, Jóhannes Metrópoliti, yfirmaður
orþódoxa á Norðurlöndum, og Anne-
Marie Thunberg Um kvöldið verða
tónleikar i Háteigskirkju, en þar flytja
kirkjuleg verk Marteinn Friðriksson og
Þorgerður Ingólfsdóttir.
Á fimmtudag verða fluttir fyrirlestrar
af Anne-Marie Aagaard, Ingmar
Ström, Peter Wilhelm Böckman og
herra Sigurbirni Einarssyni
Föstudaginn 5. ágúst flytja Hörður
Agústsson og Margareta Wirmark
fyrirlestra
Alls koma 1 7 manns frá Norðurlönd-
um á aðalfundinn og til fyrirlestraflutn-
ings
Aðgangur að öllum dagskrárliðun-
um er ókeypis og öllum heimill
Herra Sigurbjörn
Einarsson. biskup.
HORFUR eru á mjög góðri
kartöfluuppskeru á öllum
kartöfluræktarhéruðum
landsins ef ekki verða næt-
urfrost í ágústmánuði. I
hinum stærri kartöflu-
ræktarhéruðum var meira
sett niður af karöflum í
vor en oftast áður, t.d. var
nú sett niður í 330 hektara
lands í Þykkvabænum og
hefur aldrei áður verið svo
mikið land undir kartöflu-
ökrum þar.
Jóhann Jónasson, forstjóri
Grænmetisverzlunar landbúnað-
arins, sagði í viðtali við Morgun-
blaðið i gær, að útlit væri fyrir
mjög góða kartöfluuppskeru sem
stæði, en himnafaðirinn réði úr-
slitum eins og fyrri daginn. Kvað
hann menn hafa sett kartöflurnar
frekar seint niður i vor, en frá
þeim tíma hefði spretta verið ein-
staklega góð, bæði á Norður- og
Suðurlandi. Fyrir norðan hefði að
visu verið mjög þurrt lengi fram
eftir og fyrir sunnan vætusamt.
Magnús Sigurlásson i Þykkva
bæ kvað uppskeruhorfur þar vera
góðar, og mætti það þakka að ekk-
ert áfall hefði nú komið eins og í
fyrra. Þá eyðilagði hávaðarok um
vorið stóran hluta uppskerunn-
ar.“
Sagði Magnús að nú hefði verið
sett niður í 330 ha. lands og hefði
aldrei áður verið sett niður í yfir
300 hektara, þannig að mjög mik
ið af kartöflum ætti að koma frá
Þykkvabænum ef næturfrost
yrðu ekki í ágúst.
ÍSAL með 318 miUjón-
ir kr. í opinber gjöld
ÍSLENZKA álfélagið í
Straumsvík greiddi á
skattárinu 1976 liðlega
318 milljónir króna.
Af
þessari upphæð nam
framleiðslugjald 271.5
milljónum króna, en í því
gjaldi eru reiknuð þing-
gjöld, aðstöðugjald o.fl.
samkvæmt samningi
Sviss Aluminium við
ríkisstjórnina. Auk þess-
ara gjalda eru innifalin í
upphæðinni önnur gjöld,
svo sem launaskattur,
um 27.8 milljónir króna.
í skattskrá Reykjanes-
umdæmis fyrir 1977 kem-
ur aðeins fram lítill hluti
þessarar upphæðar, eða
30.7 milljónir.