Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 HVAÐ ER AÐ GERAST I KlNA? - ZORZA lýsir togstreitunni sem þar fer fram bak við tjöldin. Fréttamaður OBSERVER fjallar um heimsókn bandariska utanrikisráðherrans til. PEKING.... Þýðjngarmestu spurning- unni, sem iiggur fyrir hinum nýju ráðamönnum eftir flokks- þingið í Peking, hefur ekki reynzt auðvelt að svara. Það er þess vegna ljóst að vaidabaráttan i Kina heldur áfram, en sú barátta hefur ver- ið háð undir ýmsu yfirskini og á mörgum sviðum í valdatíð Mao, og er enn háð. Spurningin er sú hvort hern- aðaryfirvöldum i Kína eigi að leyfast að hirða meiri hluta þjóðarteknanna til þess að byggja upp voldugan her, undir þvi yfirskini að styrjöld við Rússa sé óhjákvæmileg innan skamms. Ef þessi hræðsla næði yfirhöndinni gætu afleiðing- arnar í upphafi orðið þær að aukin hergagnaframleiðsla í Kina stóryki spennuna að því marki að Kremlverjar gætu álitið sig þurfa að taka í taum- ana, þrátt fyrir annríki í valda- baráttunni heimafyrir. Lengi hefur verið rætt um þvi likar aðgerðir í Kreml, og seint á síðasta áratugnum létu ráðamenn í Moskvu í það skína við Bandaríkin að þessi ríki ættu að taka höndum saman í málinu áður en Kína steypti heiminum út í kjarnorkustyrj- öld. En sérfræðingar i málum Kína í Kreml hafa ávallt verið í minnihluta hingað til, vegna þess að her Kína, þótt mann- margur sé, hefur ekki verið þannig vopnum búinn að stór- veldi stæði ógn af honum. Hann hefur hingað til verið búinn Sumir áiita að þeir hafi séð hylla undir sigur hernaðar- sinna, eða að minnsta kosti þýð- ingarmikinn þátt þeirra, i skip- un flokksstjórnarinnar nýju, þar sem finna má niu hermann í 23 manna hópi, en slíkt getur þó aðeins talizt óverulegur árangur. Það er fimm manna kjarni í miðstjórninni sem hef- ur sterkustu völdin og i þessum innsta kjarna sýnist hervaldið alls ekki vera í meirihluta. Sé farið eftir völdum manna i röð, þá er annar valdamesti maður- inn Yen Chien-ying hershöfð- ingi, og hann er vissuiega áhrifamesti maðurinn á eftir Hua Kuo-feng, og er jafnframt aðal-ábyrgðarmaður fyrir núverandi stöðu Hua, sem framkvæmdastjóri flokksins. En þessi virðulegi hershöfð- ingi er varla liklegur til að hafa áhrif í þeirri baráttu, sem venjulega er undanfari ákvörð- unar um kínverka leiðtoga. Þriðji maðurinn í röðinni, Teng Hsiao-ping, sem áður var i ónáð, hefur nú tekið við virðingar- stöðu sinni eftir langt hlé og gegnir nú embætti æðsta manns, en er fyrst og fremst stjórnandi stjórnmála. Honum tókst að komast í þessa stöðu fyrst og fremst sem starfs- mannastjöri i þeim skiiningi að hann stæði fyrir kröfum hers- ins tii valda, þegar til sóð að hann tæki við völdum eftir dauða Mao. En aðaiáhugamál hans er framgangur fjármála og hann hefur hvað eftir annað verkum sem tóku ekkju Mao fasta og fjóra helztu fylgismenn hennar og fylgjendur þeirra. En hann er ekki neinn alvöru- hermaður — það er að segja enn sem komið er. Áhrif þessara fimm æðstu manna eru þess vegna ekki eins vænleg til árangurs og virzt gæti við fyrstu sýn, og það sama er að segja um flokksstjórnina sem heild, því fjöldinn allur er þar af eldri mönnum, jafnvel ellihrumum. Það eru menn sem steyptir hafa verið í hinu form- fasta móti herstjóra Kínverja og eru fyrst og fremst flokksfé- lagar. Skoðanir þeirra hafa Það sem Vance lærði í Kína Bandarikin og Kina hafa aft- ur tekið upp þýðingarmikil samskipti líkt og tveir tor- tryggnir, háifblindir risar. Ekki er sá árangur mikill sem bandaríski ráðherrann getur sýnt eftir ferð sina hálfa leiðina kringum knöttinn, en árangur er það samt. Þegar Cyrus Vance og leiðtogar Kinaveldis skiptust Cyrus Vance, utanrlkisráðherra kínverskum ráðamönnum. VICTOR ZORZA Nýja valda- baráttan í Kína sem varnarher og alls óviðbú- inn því að hefja árásarstyrjöld við Rússa. Hin hlið spurnmgarinnar er um það hvort þá fjármuní, sem herinn krefst, eigi ekki fyrst og fremst að nota til þess aö renna efnahagsstoðum undir þjóðar- búið. Ef landbúnaður Kina fær ekki það fé sem hann þarfnast svo nauðsynlega fer að lokum svo að mannfjöldinn verður of mikill til þess að landið geti haldið í honum lífinu, en Kina hefur einmitt verið þekkt fyrir mikla landbúnaðarframleiðslu. Iðnaður Kína hefur ekki notið þeirrar fyrirgreiðslu að hún nægi til að byggja þau tæki sem þurfa til að þróa landið nógu fijótt svo að það geti staðið jafn- fætis öðrum löndum, og landið mun fara að gliðna á saumun- um og klofna vegna þess þrýst- ings sem leiðir af fólksmergð- inni en hún er ekki langt undir billjón manna og eykst stöðugt. Merki þessarar baráttu, sem greinilega hefur mátt lesa milli lína í dagblöðum Kína sfðan Mao lézt, vekja þá spurningu hvort baráttan verði til lykta j leidd á flokksþinginu. En ræða hins núja leiðtoga, Hua Kuo- feng, sneiddi greiniiega af ráðnum hug hjá sérhverri ein- arðlegri lausn málsins, en vilji til slikrar lausnar hefur þó skotið upp kollinum í umræð- um þar eystra. Hann minntist á, en án allrar áherzlu, hina hefð- bundnu lausn, sem gerði ráð fyrir endurbótum á sviði iðnað- ar og varnarmála, og var þetta greinilega viðleitni hans til að gera lítið úr hlutunum eða til að sýna hlutleysi á meðan bar- áttan heldur áfram. itrekað þá skoðun sína að hann álíti þann framgang þýðingar- mestan í þróun mála i Kina, þótt hann hafi jafnframt verið í orði stuðningsmaður hersins og við kröfur þeirra. mjög verið skiptar undanfarna áratugi og ósamræmið togar þá vafalaust í gagnstæðar áttir i málum framtíðarinnar. En á meðan áhrif hernaðar- sinna til verulegrar aukningar Bandaríkjanna, á fundi með THE OBSERVER á meiningarlitlum en ljúfum orðum þá var það aðeins upp- haf þeirra samskipta sem gætu haldið áfram með frekari skoð- anaskiptum, sem munu treysta þríhyrninginn milli Moskvu, Peking og Washington. Fyrstu samskiptin milli hátt- settra embættismanna stjórnar Carters og kínversku leiðtog- anna hafa þegar leitt í ljós nokkrar nýjar hugmyndir sem bandaríska utanrikisþjónustan þarf að velta fyrir sér og melta. Þýðingarmest var sú tiifinn- ing að Kína sé einmitt nú að ná sér eftir augljjósa, grimmilega valdabaráttu á stjórnmálasvið- inu. Flokksformaðurinn Hua Kuo-feng virðist hafa sigrað Þrír æðstu menn Kína. Hua Kuo-feng, Yeh Chien-ying og Teng Hsiao-ping. Fjórði maðurinn, Li Hsien- nien, er aðaivarnaráðherra en menntun hans á sviði fjármála er meiri en svo að hann hætti sér út í ógöngur í fjárveitingum til hermála. Maður númer 5 er Wang Tung-hsing hershöfðingi, en gegnir slíkri stöðu aðeins vegna þess að hann var yfir- maöur lífvarðar Mao. Þegar baráttan hófst um hver skyldi verða eftirmaður Mao vann hann heilshugar með Hua og skipaði þeim mönnum fyrir vopnabúnaðar Kína eru ekki vissari en þetta, eins og bezt sést á vanmætti ieiðtoganna til að beina fjármálunum í þá átt, þá gæti þessi þræta vissulega haft mögnuð áhrif á næstu bar- áttu, sem nú stendur fyrir dyr- um. Jafnveler sýnileg streita milii tveggja þeirra sterkustu meðal þessara fimm æðstu manna, því Hua Kuo-feng hefur að ráði tafið fyrir áætlunum Teng Hsiao-ping um að ná full- Framhald á bls. 23 þar, en gagntekni hans af þess- ari stjórnmálabaráttu rennir stoðum undir það álit að þar hafi ekki mátt miklu muna. Bandaríkjamenn eru nú að endurlesa 81 blaðsíðu skjal, skýrslu eftir Hua til 11. flokks- þings Kommúnista sem lauk um það leyti er heimsókn yanee bar aö. Þar hafa heimamál algjöran forgang, og ef um eitthvert áriðandi utanríkismái er að ræða fyrir Kínverja, þá er það ótti þeirra við innrás af hendi Ráðstjórnarríkjanna. Bandarikin komust á þá skoð- un — sem bæði var örvandi og niðurlægjandi — að samskipti við Bandaríkin séu ekki ákaf- lega mikilvæg fyrir Kina nú i svipinn, nema þá til varnar gegn Rússum. Hálfu mikilvægari fyrir Kin- verja var sýnilega endir sthórn- málabaráttunnar innanlands. Verið getur að Hua hafi farið með ýkjur í áherzluskyni, en opinber lýsing hans á heima- stjórnarmálum virðist alls ekki ósenniieg: „Þessi stórsigur forðaði flokki okkar frá meiri- háttar klofningu, landi okkar frá blóðugum átökum... fólki okkar frá mikilli ógæfu og bylt- ingu okkar frá meiriháttar und- anhaldi." Kínaveldi virðist hafa komizt hjá slæmum afleiðingum menn- ingarbyltingarinnar, og til merkis um þá lausn mála er maðurinn sem hefur endur- vaknað sem varamaður Hua, Teng Hsiao-ping. Þessi smávaxni, seigi maður var í fyrstu röð þeirra meðlima kommúnista, sem Vance hitti og það þótti merki þess að Kina væri full alvara með að við- halda tengslum sínum við Bandaríkin. Teng var sá einasti af komm- únistaleiðtogunum, sem virtist hafa mannleg viðhorf og eftir- tektarverða persónutöfra. 14 rétta veizluborð í ríkmannleg- um salarkynnum Sumarhallar- innar nálægt Peking blasti við augum þegar Teng rakti fyrir veizlugestum, sem sátu við hlaðin langborð, minningar sín- ar um gönguna miklu og minnt- ist jafnvel á fyrrverandi ónáð sína í stjórnmálum og endur- hæfingu. Hua er aftur á móti feitlagn- ari maður, stffur í framkomu og virðulegur. Hann er ættaður frá æskustöðvum Mao Tse-tung í Hunan, og virðist meðvitað reyna að líkjast hinum fyrrver- andi formanni. Hua hefur bollulaga, rauðar kinnar, er feitlaginn en með hátt enni og sýnist aðeins skorta vörtuna undir neðri vör til að geta verið tvíburabróðir Mao. Vance sagði síðar að ferð sfn til Peking hefði verið „nytsöm og hreinskilin“ og mikilsverð vegna þess að hún kom á sam- bandi við leiðtoga kommúnista sem mun vonandi verða varan- legt. En einföldustu og hörkuleg- ustu einkenni þessa framtíðar- sambands eru þau að Bandarik- in og Kina eru reiðubúin til að halda áfram að notfæra sér hvort annað, aðallega sem stjórnmálalegt mótvægi gegn Ráðstjórnarríkjunum. Hua sagði þetta berlega, þeg- ar hann endurtók kenningu Lenins er hann viðhafði á þingi flokksins: „Valdamesta óvininn er að- eins hægt að sigra með því að notfæra sér ýtrustu aðferðir, og með þvf að nýta til hins ýtrasta, varlega en af nákvæmni og kunnáttu, sérhvern veikleika, jafnvel hið smæsta ósamræmi meðal óvi-narins. . . með því að notfæra sér jafnvel hið minnsta tækifæri til að vinna vináttu fjöldans, þrátt fyrir það að þessi fjöldi sé aðeins til um stundarsakir, sé reikull, óáreið- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.