Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 5 AsgerLund Christiansen. Sellóleikur í Norræna húsinu Á morgun leikur hinn kunni danski sellóleikari ASGER LUND CHRISTIANSEN í Nor- ræna húsinu við undirleik Þor- kels Sigurbjörnssonar. A efnis- skránni eru verk eftir Samraar- tini, Beethoven, Vagn Holmboe og Peter Heise. Asger Lund Christiansen er fæddur áriö 1927 i Kaupmanna- höfn og er af gamalli tónlistarætt. Hann nam sellóleik við konung- lega tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn hjá Paulus Bache og við Accademia Chigiana í Siena á Italíu hjá C: spar Cassado árin 1943—1948. Eftir fyrstu tónleika sína í Bern 1947 hefur Asger Lund Christiansen verið einleik- ari í Danmörku og Evrópu, m.a. leikið með Filharmóníusveit Berlínar. Hann lék um tiu ára skeið með Erling Bloch kvartettinum og fyrsta Danska kvartettinum og 1956 tók hann þátt í stofnun hins heimsfræga Strokkkvartetts Kaupmannahafnar (Köbenhavns Stygekvartet), sem hefurleikið víða í Evrpópu og Ameríku. Asger Lund Christiansen var Framhald á bls. 23 þarf þó ekki að þýða að megin- kvikan hafi verið á þessu dýpi, það er nóg að sprunga eða kvisl hafi misgengið og einhver kviku- ögn hafi spýtzt eftir þeirri sprungu og upp í holuna. Það þarf ekki að hafa verið mikill massi, en sýnir okkur að það er ekki djúpt á kvikunni. — Við erum að gera núna ná- kvæmar mælingar á landrisinu en það er alltaf gert eftir hvert sig. Hæðarmælingar eru i gangi vitt og breitt um Námafjallssvæðið, Ásgeiri I>. Árnasyni gengur illa ÁSGEIRI Þ. Árnasyni skákmanni hefur gengið mjög illa i heims- meistaramóti unglinga ýngri en 20 ára, en það skákmöt fer nú fram i Innsbruck í Austurríki. Að loknum átta umferðum hefur As- geir tvo vinninga og er í einu af neðstu sætunum en keppendur eru 48 að tölu. Ásgeir hefur tapað fimm siðustu skákum sinurn. As- geir er sem kunnugt er bróðir Jóns L. Árnasonar, sem um þess- ar mundir tefiir í heimsmeistara- móti unglinga 17 ára og yngri í Cagnes i Frakklandi. ÞORSTEINN Geirsson deildar- stjóri hefur verið skipaður skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins frá 1. nóvember n.k. Tekur hann við starfinu af Höskuldi Jónssyni, sem sama dag tekur við stöðu ráðunevtisstjóra. Þorsteinn Geirsson er 36 ára gamall, fæddur 15. febrúar 1941. Hann lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands árið 1966 og hæsta- réttarlögmaður varð hann árið 1972. Þorsteinn hefur verið starfsmaður fjármálaráðuneytis- ins frá 1. desember 1971 og hann hefur verið settur skrifstofustjóri síðan 1974. Axel Björnsson, jarðeðlisfræðingur: Hlíðardalinn og Kröflusvæðið og haldið er áfram þyngdarmæling- um, sem verið er að gera á svæð- inu. Aðrar stofnanir vinna við ná- kvæmar lengdarmælingar og það verður ekki fyrr en um næstu helgi, að við fáum almennilega mynd af þvi sem var að gerast. Þá getum við fyrst sagt hvenær næst má búast við nýrri hrinu, hvort það verður eftir einn, tvo eða þrjá mánuði. pyrsta ágizkun sagði að það yrði eftir þrjá mánuði, en landmælingar þar sem verið er að gera gefa okkur væntanlega ná- kvæmari tímasetningar, sagði Axel Björnsson jarðeðlisfræðing- ur að lokum. Þorsteinn Geirsson skipaður skrifstofu- stjóri Líkur á gosi í Bjarnarflagi minnkuðu við síðustu umbrot VIÐ SIÐUSTU atburði telja ýms- ir jarðfræðingar, að líkur á eld- gosi í Bjarnarflagi hafi minnkað. Hins vegar hafi líkur aukizt á að eldgos kunni að verða nær Kröfluvirkjun en varð í síðustu viku er eldgos varð um 3 km. norðan við Leirhnjúk og um 10 km norðan við Kröflu. Vísinda- menn vinna þessa daga að ná- kvæmum mælingum á umbrota- svæðinu nyrðra og í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Axel Björnsson, jarðeðlisræðingur, að í lok þessarar viku yrði væntan- lega unnt að segja með meiri ná- kvæmni en áður fyrir unt hvenær tíðinda mætti vænta á þessu sviði. Morgunblaðið átti í gær viðtal við Axel Björnsson um þróunina nyrðra og fer það hér á eftir: Hugmynd okkar er sú að hraun- kvikan hlaupi úr kvikuhólfinu undir Kröflusvæðinu til norðurs eða suðurs og hún hljóp í fyrsta skiptið þegar hún hljóp alla leið norður í Kelduhverfi, sagði Axel. Siðan hljóp hún að Hrútafjöllum, næst að Gæsafjöllum og siðan allt- af skemmra og skemmra til norð- urs þangað til að ekki var meira pláss fyrir norðan, þá hljóp hún i suður. — I apríl í vor hljóp hún suður í Bjarnarflag og miðja virka svæð- isins var þá í Bjarnarflagi, núna er miðja hins virka svæðis norðan við Bjarnarflag í Hrossadal eða Hlíðarfjalli. Greinilega norðan við miðju þess svæðis sem var virkast í apríl og þetta bendir til að þetta sé komið upp undir brún Kröfluöskjunnar. Út frá þessu mætti álíta að sprungusveimur- inn til suðurs sé að fyllast lika, eins og til norðurs. Nú ef virknin heldur áfram, aðstreymi kviku að neðan heldur áfram eins og und- anfarin tvö ár, þá gæti maður hugsað sér að ekkert pláss væri nema beint upp i loftið. — Eldgosið nú þremur kíló- metrum norðan við Leirhnjúk varð á Öskjubrúninni, sem nær þetta langt norður. Gígurinn er i raun á brún öskjunnar, þannig að segja má að þetta gos á fimmtu- daginn hafi orðið innan öskjunn- ar. Langlíklegast er að verði eld- gos, verði það á sprungunni, sem liggur í gegnum Leirhnjúk og þarna norður eftir og þvi ekki alveg við Kröfluvirkjunina. Hraunið hefur alltaf komið upp á þessari gossprungu og ef það kemur þarna upp hraun, þá er líklegast að það komi upp á henni, en ég held að við höfum enga möguleika ennþá til að segja hvar á henni, norðan til eða sunnan til. Nálægt Kröfluvirkjun eða fjær. — Það má segja, ef þessi hug- mynd er rétt, að líkurnar á gosi í Bjarnarflagi hafi eitthvað minnk- að við siðustu atburði. I síðustu umbrotum var kvikan ekki langt undir yfirborðinu og kemur reyndar upp um borholu, sem er að ég held 1200 metra djúp. Það Torgið efst á blaði, þegar fariö er í bæinn til fatakaupa! AUGLVSiNGADEILDIN < LJOSM STUDtO 28 Hentugur skólafatnaður UNITEX MITTIS MARGAR STÆRÐIR KR. 9.220,- EITT VERÐ UNITEX SÍÐAR MARGAR STÆRÐIR KR 7.500." EITTVERÐ HEKLU ÚLPUR SÍÐAR STÆRÐIR 2-20 kr 3.690.-til 8.165.- HEKLU ULPUR MITTIS STÆRÐIR 2-20 kr 4.990.-til10.280.- Munið okkar ódýru gallabuxur og peysur. sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.