Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 Valsmenn verða að vinna hér, þar sem Irarnir eru góðir á heimavelli ÞÓTT það leiki ekki á tveimur tung- um að Glentoran norður írska liðið sem mætir Valsmönnum í E vrópubik arkeppni meistaraliða á Laugardals vellinum á morgun, sé þekktasta lið Norður-Írlands um þessar mundir, má mikið vera ef Valsmönnum tekst ekki að velgja því verulega undir uggum, og jafnvel sigra í leiknum. Ætla má að knattspyrna á íslandi og Norður írlandi sé mjög svipuð að styrkleika, og því til sonnunar má nefna úrslit í landsleik íslands og Norður-Írlands á Laugardalsvellinum i sumar, en þar unnu Islendingar 1 — 0 sigur, eins og eflaust flesta rekur minni til. í þeim leik tefldu Irarnir fram mörgum leikmönnum sem leika með enskum liðum, en vandamál norður-írsku knattspyrn- unnar hefur verið það, að þegar leik menn eru farnir að ná árangri, eru þeir nær undantekningarlaust keypt- ir til knattspyrnuliða í Englandi og Skotlandi. Lið Glentoran hefur oft náð góðum árangri og eigi sjaldnar en 16 sinnum orðið norður-írskur meistari Bezti ár- angur liðsins er ugglaust sá. að það komst í undanúrslit Evrópubikarkeppni bikarhafa á keppnistimabidinu 1973—19 74, en þá gerði það fyrst jafntefli við rúmenska liðið Vilcea á útivelli, 2 — 2, en sigraði síðan 2 — 0 í Belfast, gerði siðan jafntefli við norska Dr. Gunnar heiðursgestur Valsmanna I)R. GUNNAR Thoroddson, fé- lansmálarádhcrra, vcrdur hciðursgcslur á lcik V'als og norður-írska liðsins Glcntoran í Kvrópukcppni mcistaraliða á I.augardalsvcllinum á morg- un. I)r. Gunnar var fclagi í Val á sínum yngri árum og lck knattspyrnu mcð Val fram til 1(> ára aldurs. IVlun ráðhcrra hcilsa lcikmönnum bcggja lið- anna fyrir lcikinn og fylgjast síðan mcð lciknum úr hciðurs- stúkunni. Er vonandi að Vals- mcnn nái að sýna ráðhcrra og öðrum áhorfcndum á Laugar- dalsvdlinum á morgum sínar hc/tu hliðar, og cr þá vissulega ásta-ða til að a*tla að þeir vinni írsku hálfatvinnumcnnina. ^ * liðið Brann á útivelli í annarri umferð, 1 — 1, og sigraði 2 — 0 í Belfast í undanúrslitunum mætti það svo vest- ur-þýzka meistaraliðinu Borussia Mönchengladbach og fékk þá slæman skell Tapaði fyrst 0—2 í írlandi og síðan 0—5 i Þýzkalandi Yfirleitt hefur árangur liðsins í Evrópukeppnmm verið þannig að það hefur staðið sig mjög vel á heimavelli og ýmist unmð þar eða gert jafntefli og það við sterk lið, en tapað síðan á útivelli Má nefna að Glentoran hefur gert jafntefli við gríska liðið upphafi keppmstímabilsms Meðal þeirra leikmanna sem ekki hafa getað leikið að undanförnu eru Warren Feeney, Rab McCreery, Peter Dickin- son og Tom McVeigh Er Feeney þekktastur þessara leikmanna og hefur hann verið fastamaður í norður-írska landsliðinu Hann er mjög fljótur og marksækinn leikmaður og má til dæm- is um það nefna að á síðasta keppnis- timabili skoraði hann 58 mörk fyrir Glentoran Framkvæmdastjóri Glentoran um þessar mundir er Arthur Stewart, fyrr- Warren Feeney. „Leikmaður sem Valsmenn verða að passa sig á“ sagði Colin McAlpin. Feeney var lang markhæsti leikmaðurinn í írlandi í fyrra, skoraði þá um 60 mörk. Panathanaikos, við Benfica og við Glasgow Rangers og unnið eigi ómerk- ari iið en Arsenal, og FC Basel frá Sviss í Evrópubikarkeppninni Á nýbyrjuðu keppnistímabili hefur Glentoran hins vegar vegnað fremur illa Hefst keppnistímabilið í írlandi með svokallaðri Ulster bikarkeppni en í henni taka þátt 12 lið Varð Glentoran sigurvegari í þessari keppni í fyrra, en er nú hins vegar ekki í hópi efstu liðanna Aðalástæða þess hve liði/iu hefur vegnað illa að undanförnu er sögð sú, að margir lykilleikmenn liðs- ms frá i fyrra eru nú meiddir og hafa ekki getað leikið með, auk þess sem liðið skipti um framkvæmdastjóra í um leikmaður með Derby County og Glentoran Voru það leikmenn liðsins sem völdu hann, er fráfarandi fram- kvæmdastjóri, Bobby McGregor, sem nú er aðstoðarmaður norður-írska landsliðsins, hætti Þetta er í annað sinn sem Valur mætir norður-irsku liði í Evrópukeppni 1974 var Portadown mótherji Vals og fóru þá leikar svo að jafntefli 0—0 varð i Reykjavik, en Irarnir unnu síðan á heimavelli sinum 2—1 í mjög jöfn- um leik Að sögn Colin McAlpins, iþróttaritstjóra í Belfast, er Glentoran töluvert sterkara lið en Portadown var er það lék við Val, og einkum og sér í lagi hefur Glentoran yfir sterkari ein- staklingum að ráða Auk þeirra leik- manna sem nefndir hafa verið má nefna Billy Caskey sem er í norður- írska landsliðshópnum, en hann var kjörinn ..Knattspyrnumaður ársins” í írlandi í fyrra Þá er einnig bakvörður- inn Ronnie McFall mjög sterkur leik- maður, en hann kom hingað með Portadown-liðinu á sínum tíma Allir leikmenn Glentoran-liðsins eru hálfatvinnumenn Þ.e.a.s þeir stunda aðra vinnu en knattspyrnu, en fá greitt fyrir æfingar, og siðan ákveðna bónusa fyrir frammistöðu s«na í leikjum Hefur sú greiðsla verið mjög rífleg að undan- förnu, enda staða félagsins góð Lið Glentorans i leiknum við Val á morgun verður sennilega þannig Markverðir Dennis Matthew og Trevor McCullough Bakverðir Vic Moreland, Ronnie McFall, Roy Walsh, Alex Robson og Andy Dougan Miðsvæðismenn Tom McVeigh, Stephen O'Neill, Johnny Jamison Sóknarleikmenn Billy Caskey. Quinton McFall. Warren Feeney VALSMENN VERÐA AÐ VINNA: Þegar litið er á frammistöðu Glentor- an-liðsins á heimavelli sínum i Evrópu- leikjum undangenginna ára, má Ijóst vera að erfitt verður fyrir Valsmenn að sækja gull í greipar þeirra þangað Valsmenn verða því að vinna á Laugar- dalsvellinum á morgun, eigi þeir að hafa möguleika að komast áfram í keppninni Og það eiga Valsmenn lika að geta gert Sigur í bikarúrslitaleikn- um gegn Fram hefur örugglega tekið hrollinn úr Valsmönnum og það er vitað mál að þegar Valsliðinu tekst vel upp stendur það jafnfætis betri liðum en ætla má að Glentoran sé Valssigur í leiknum á morgun, er þvi ekki fjar- lægur draumur, og er vonandi að ís- lenzkir áhorfendur láti sig ekki vanta á leikinn og hvetji rösklega sina menn Valur hefur nokkrum sinnum tekið þátt i Evrópukeppni og jafnan staðið sig með ágætum, sérstaklega á heima- velli, þar sem liðið hefur aðeins einu sinni tapað leik Billy Caskey, — var kjörinn „Knattspyrnumaður ársins“ í Norður-lrlandi í fyrra, og er fast- ur maður í írska landsliðinu. 1967 tók Valur þátt í Evrópubikar- keppni meistaraliða i fyrsta sinn Mót- herji liðsins í 1 umferð var Jeunesse d'Esch frá Luxemburg og fóru leikar svo að jafntefli varð í Reykjavik 1 — 1, en 3—3 í Luxemburg, og komst Valur þar með i aðra umferð, þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli en and- stæðingurinn í annarri umferð lék Val- ur við ungverska liðið Vasas og fóru báðir leikirnir fram ytra Þeim tapaði Valur 0—6 og 1 — 5 Árið eftir, 1968, keppti Valur við portúgalska liðið Benfica í 1 umferð meistara- keppninnar Jafntefli 0—0 varð i sögufrægum og eftirminnilegum leik á Laugardalsvellinum, en í Portúgal tap- aði svo Valur 0—8 1975 var Valur þátftakandi í Evrópubikarkeppni bikarhafa og lék við skozka liðið Celtic í fyrstu umferð Tapaði Valur báðum leikjunum 0 — 2 i Reykjavik og 0—7 i Glasgow Tvívegis hefur Valur svo tekið þátt í Evrópubikarkeppni UEFA Fyrst 1969 er belgiska liðið Anderlecht var mót- herji Þá var leikið í Belgiu og tapaði Valur leikjunum 0—6 og 0—2 1 974 var svo keppt við Portadown og hafa úrslit þeirra leikja verið rakin JAFNTEFLIVÆRU GOÐ ÚRSLIT FYRIR ÍA OG FRAM Á MÓTIBRANN ... t*n Valsmenn geta Ifka skorað. Mvndina tðk Friðþjðfur í úrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppninni. „Markavélin" í Valsliðinu, Ingi Björn Albertsson, fagnar marki sínu, en Sfmon Kristjánsson, Framari fórnar höndum f örvæntingu. OG START A UTIVELLI NORSKU bikarmeistararnir BRANN hafa verulega rétt úr kútnum að undanförnu og eru nú í 4. sæti í norsku 1. deildinni með 18 stig. 1 dag klukkan 18 hefst á stórgóðum leikvangi Brann í Bergen viðureign þessa norska liðs og Islandsmeistara Akraness í Evrópukeppni bikarhafa. Verð- ur að telja að um jafna baráttu verði að ræða, en nái Skagamenn jafntefli í þessari glímu verður að telja líkiegt að Skagaliðið komist áfram i 2. umferð keppninnar með sigri á heimavelli. Framarar leika gegn Start i Kristiansand og hefst sá leikur klukkan 16 að ís- lenzkum tíma, þar sem engin flóð- ljós eru í Kristiansand, en hins vegar verður leikið í flóðljósum i Bergen. Eins og Skagamenn eiga Framarar góða möguleika á að komast í aðra umferð, en leikur þeirra við Start er í UEFA- keppninni. Brann lék um síðustu helgi við Víking í Stafangri og var þar um mjög skemmtilega og æsispenn- andi viðureign að ræða. Viking leiddi í leikhléi með 2 mörkum gegn engu. Leiknum var þó engan veginn lokið, i seinni hálfleík sneru leikmenn Brann dæminu við og unnu verðskuldað 3:2. Start lék hins vegar um helgína gegn Molde og tapaði 1:2. Er Start í 5. sæti norsku 1. deildarinnar. Lilleström trónar sem fyrr átoppi deildarinnar með 30 stig og á ekk- ert lið möguleika á að ógna veldi þeirra. Molde er í öðru sæti i Noregi og Bodö/Glimt i þriðja sæti. Þjálfari Brann er Englending- urinn Bill Elliott og gæti því orðið um spennandi einvígi hans og George Kirbys að ræða í kvöld. Þjálfari Start er hins vegar Norð- maður og sem kunnugt er er það einnig heimamaður, sem þjálfar lið Fram, Anton Bjarnason. 1 landsleik Norðmanna og Svia i síðustu viku átti Brann engan mann í landsliðinu, en tveir leik- menn frá Start voru í landsliðinu. Skal þar fyrst nefna Trond Peter- sen, varnarmanninn, sem þótti einn bezti leikmaðurinn á vellin- um i þessari viðureign frændþjóð- anna. Lék hann þarna „sinn lífs- ins leik“ eins og Norðmenn segja það. Þá var miðframherjinn Stein Thunberg einnig í landsliðinu, rauðhærður markaskorari, ekki ósvipaður Sumarliða Guðbjarts- syni. — áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.