Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 13 Nýtt leikrit, Gary kyartmilljón, frumsýnt í kvöld hjá Leikfélaginu GAMANLEIKURINN Gar.v kvartmilljón eftir Allan Edwald verður frumsýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld klukkan 20.30. Gamanleikurinn um Gary var saminn árið 1970 og hefur síð- an verið leikinn í meira en 20 leikhúsum áöllum Norðurlönd- unum og um þessar mundir er verið að undirbúa uppfærslu á Ieiknum í Lundúnum. Höfundurinn Allan Edwald er einn af kunnustu leikhús- mönnum Norðurlanda, jafnt sem leikari og höfundur. Hann hefur skrifað þrjú leikrit fyrir svið, auk þess nokkrar revíur og sjónvarpsþætti. Nú nýlega lauk hann við myndaflokk i níu Gefur góða mynd af þjóð- félaginu eins og það er t samhandi við frumsýning- una ræddi Morgunblaðið stutt- lega við Soffíu Jakobsdóttur, einn af aðalleikurum verksins, og bað hana að segja í stuttu máli sitt álit á leiknum. Þessi sjónleikur er á vissan hátt þjóðfélagsádeila. Gary veit ekki hver staða hans í þjóð- félaginu er í raun og veru. Hann finnur sér eilíflega ein- hverjar afsakanir og horfist ekki í augu við staðreyndir. En hvað varðar þá persónu sem ég leik, þá er það „voða góð“ stelpa. En hún hugsar fremur stutt og hefur miklar tilfinningar. Þó bregzt hún oft á tíðum skynsamlega við vanda- málunum. En ég er nú ekki alveg sammála hennar lifsskoð- unum. Sofffa Jakobsdóttir I hlutverki sfnu. Annars hefur það verið geysi- lega skemmtilegt að taka þátt i að setja upp þetta verk. Mitt Framhald á bls. 23 þáttum fyrir sænska sjónvarp- ið. Nefnist hann Engillinn og hefur hann hlotið miklar vin- sæluir á Norðurlöndum. Þar leikur Alian aðalhlutverkið. Þannig að hægt er að fullyrða að hér er á ferðinni mikilhæfur maður í sinni grein. Aðalpersóna leiksins er ung- ur maður, sem biður eftir þvi að komast áfram i lífinu, vinn- ur í stóru fyrirtæki, en situr þar i sama stólnum ár eftir ár. Hann er kominn yfir þritugt og býr ennþá heima hjá foreldr- um. Hann ér iðinn, hlýðinn og samvizkusamur, en hjakkar samt i sama farinu. Leikurinn fjallar að mestu um samskipti hans við sína nánustu. Hvers- dagslegt líf sem hefur sinar spaugilegu hliðar og vekur ýmsar efasemdir um ágæti sam- keppnisþjóðfélgsins. Leikurinn gæti gerzt í hvaða velferðarþjóðfélagi sem er. Hann hefur hins vegar í is- lenzku uppfærslunni verið stað- færður í samvinnu við leikend- ur og leikstjóra og gerist i Reykj avík. Þótt að Gary sé fyrst og fremst spaugileg persóna, þá er hann á vissan hátt hættulegur. Hann er ekki virkur i samfélag- inu, spyr ekki óþægilegra spurninga, hlýðir yfirmönnum og valdhöfum skilyrðislaust. Svipmyndir frá „lokaæfingu" I fyrrakvöld. JónH.Bergs fimmtugur Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfé- lags Suðurlands og formaður Vinnuveitendasambands íslands, er fimmtugur i dag, fæddur í Reykjavík 14. september 1927. Eftir embættispróf í lögfxæði frá Háskóla Islands 1952 stundaði hann framhaldsnám í lögfræði, einkum verzlunarrétti, við Colum- bia University, New York, 1953—1954. Hann réðst fulltrúi hjá Sláturfélagi Suðurlands haustið 1951 og var ráðinn for- stjóri þess i janúar 1957. Hann var fyrst kjörinn í fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands Islands í mai 1961, en formaður þess hefur hann verið síðan í júlí 1971. Hann hefur átt sæti í Framleiðsluráði landbúnað- arins síðan 1968. Einnig hefur hann átt sæti í ýmsum opinberum nefndum svo sem um málefni líf- eyrissjóða, orlofsmál og fleira sem of langt yrði upp að telja. Jón var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1. janúar 1973 og skipaður aðalræðismaður Kanada á íslandi í júní 1975. Af framansögðu sést, hversu mörg og mikilvæg verkefni Jóni hafa verið falin og ber það ótví- ræðan vott um mikinn dugnað hans og óskorað traust sem hann nýtur hvarvetna í starfi. Fyrir störf sin sem formaður Vinnuveitendasambands Islands er hann þó kunnastur meðal þjóð- arinnar, endg þar um ,að ræða eitt ertioasta verketm a sviði telags- mála sem orðið getur eins og að- stæður allar hafa verið hér und- anfarin ár. Við, sem bezt þekkjum til þessara starfa hans, teljum, að hann hafi innt þau af hendi með einstakri prýði og þau viljum við þakka honum sérstaklega nú á hálfrar aldar afmælinu. Einnig þökkum við honum og hinni ágætu eiginkonu hans, Gyðu, ein- staklega góð persónuleg kynni og árnum þeim hjónum og börnum þeirra allra heilla í tilefni af fimmtugsafmælinu. G.J.F, Fjölsóttur fundur skóla- stjóra og yfirkennara FÉLAG skólastjóra og yfirkenn- ara á grunnskólastigi var stofnað fyrir skömmu, en framhaldsstofn- fundur var haldinn 10. sept. s.I. Fundinn sóttu um 100 manns en í félaginu eru nú 160 manns af 260 skólastjórum og yfirkennurum á grunnskólastigi. Formaður var kjörinn Asgeir Guðmundsson, Hlíðaskóla, Reykjavík, en aðrir í stjórn voru kjörnir Böðvar Stefánsson, Ljósa- fossi, Arn., Ólafur H. Óskarsson, Valhúsaskóla, Seltj., Pétur Orri Þórðarson, Hvassaleitisskóla, Rvík og Vilbergur Júliusson, Flataskóla, Garðabæ. Fun durinn samþykkti m.a. eftirfarandi ályktun um samein- ingu kennara í eitt félag: Aðalfundur Félags skólastjóra og yfirkennara haldinn 10. sept. 1977 skorar á stéttarfélag kenn- ara að vinna að sameiningu kenn- ara á öllum skólastigum i eitt fél- ag. Astandið í launamálunt kenn- ara og kennaraskortur sýnir svo Framhald á bls. 23 ÚTSALAN í FULLU FJÖRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.