Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 Sovét: Lögregla beitti trúada ofbeldi i þremur borgum samdægurs Moskvu, 8. september — AP. KRISTILEG samtök, sem herj- ast fvrir því aö almenninfíur í Sovétríkjunum fái að iðka trú sína óáreittur, skýrðu frá því í gærkvöldi, að 28. ágúst s.l. hefði lögregla og öryggisverðir gert atlögu að haptistum í þremur horgum í Sovétríkjun- um, Briansk, Rostov og Gorl- ovka. Hefðu hundruö manna komi/.t í kast við lögregluna í þessum átökum, og margir sætzt, sumir mjög alvarlega. IVTest virðist hafa gengiö á í Briansk f Hvíta-Rússlandi, þar sem hahtistar hófu nýlega kirkjuhyggingu. Hafði leyfi yf- irvalda fyrir hyggingunni verið fengið, en þegar útsendarar yf- irvalda komu á vettvang til að stöðva verkið voru þar um 60 manns, flest ungt fólk. Var svæðið umkringt og fólkinu síð- an haldiö þar til 20. ágúst, þeg- ar 150 haptistar, margt af því roskið fólk, höfðu safnazt þar saman til að sýna samstöðu með trúsystkinum sínum, sem voru á valdi liigreglunnar. Gekk lögreglan í skrokk á fólk- inu og særðust margir alvar- lega. I Gorlovka voru 68 baptistar handteknir þennan sama dag, og urðu nokkrir þeirra fyrir barsmið iögreglunnar, þegar bænasamkoma var leyst upp. I Rostov ruddist lögreglan einnig inn á bænasamkomu. Þar voru um 300 manns samankomnir og misþyrmdi lögreglan mörgum þeirra áður en allur hópurinn var rekinn eftir götum borgar- innar. Talsmaður samtakanna, sem skýrði vestrænum fréttamönn- um frá þessum atburðum, kvað ekki ljóst hvort trúfélög þau, sem gengust fyrir bænasam- komunum í Rostov og Gorlovka, störfuðu með leyfi yfirvalda. Öll trúfélög í Sovétrikjunum eiga að vera skráð hjá hinu opinbera, en talið er að óopin- ber trúfélög baptista í landinu hafi um 40 þúsund manns inn- an vébanda sinna. Taldi mál- svari samtakanna að þessar trú- arofsóknir bæru því vitni að um væri að ræða samræmdar aðgerðir stjórnvalda þar sem þær hefðu farið fram samtímis. Þá skýrði hann frá þvi að í Briansk hefðu háttsettir lög- regluforingjar og leiðtogar kommúnistaflokksins i borg- inni verið viðstaddir ofbeldis- aðgerðirnar. 3. apríl s.l. ruddist lögregla inn í hús eitt í útjaðri Moskvu þar sem 50 manns voru saman- komnir til bænahalds, og var samkoman leyst upp. Nýr skrifstofu- stjóri fjár- málaráðuneytis Forseti Islands hefur að tillögu fjármálaráðherra skipað Þorstein Geirsson, núverandi deildarstjóra tolladeildar fjármálaráðuneytis- ins, til að gegna embætti skrif- stofustjóra ráðuneytisins frá og með 1. nóvember n.k., sbr. 11. gr. laga um Stjórnarráð fslands nr. 73/1969. Þorsteinn Geirsson er fæddur 15. febrúar 1941, eand. jur. frá Háskóla Islands 1966, og hæsta- réttarlögmaður 1972. Hann hefur verið starfsmaður fjármálaráðu- neytisins frá 1. desember 1971 og var-settur skrifstofustjóri frá 1. ágúst 1974 til 1. nóvember 1976. Dr. Bjarni Þjóðleifsson lækn- ir ritar tvær greinar um matar- æði og hollustuhætti i Morgun- blaðið nýlega, aðra hinn 31. ágúst, en hina 1. september, og eru báðar svör við greinum mínum um þessi mál fyrr i sum- ar. Mér finnst, að læknar og Dr. Stefán Aðalsteinsson: Athugasemdir við skrif dr. Bjarna Þjóðleifssonar læknis Ég get líka eftir atvikum sætt mig við yfirlætistóninn hjá dr. Bjarna, en á erfitt með að átta mig á þvi hvers vegna prófess- orarnir Yudkin og Astrup eru svona varasamur félagsskapur. Fer tilveruréttur manna eftir því, hvort þeir eru sammála dr. Bjarna? eins með fituna úr kúamjólk- inni árið 1900 en sleppir sauða- mjólkinni og dregur svo þá ályktun að framleiðsla á mjólk- urfitu hafi stóraukizt á þessari öld. Um aldamótin síðustu voru fráfærur algengar og sauða- smjör verulegur hluti af smjör- neyzlunni. Látum rökin tala manneldisfræðingar ættu að standa svo vel að vígi í þessum umræðum, vegna sérmenntun- ar sinnar, að þeim ætti að vera í lófa iagið að sækja og verja mál með rökum. En hvað gerist? Það er ekki farin sú leiðin að nota rökin ein til að sýna fram á hvar ég fari villur vegar, held- ur er líka farið út í aðra sálma. Breytt orðalag í beinni tilvitnun í greinum dr. Bjarna ber dá- lítið á hortugheitaslettum í minn garð, og þar eru líka ýms- ar tilvitnanir í greinar minar slitnar úr samhengi og túlkun á viðhorfum mínum úr lagi færð með því. Það er hvimleitt í fyrri grein dr. Bjarna hvernig hann býr til „Stefánskenninguna" með þvi að breyta orðalagi á ummælum í grein eftir mig frá 6. ágúst s.l. og cndurbirta þau þannig hreytt sem bein ummæli mín. Siðan er „kenningin" hrakin. Allir hlynntir landbúnaði — nema és í seinni grein dr. Bjarna kem- ur fram, að allir þeir, sem hafa fjallað um mataræði og heilsu- far í fjölmiðlum á Islandi undanfarna mánuði, eru stuðn- ingsmenn íslenzks landbúnað- ar, nema hvað ég er einn slak- astur. Ég fagna stuðningnum og sætti mig við það að vera eftirbátur annarra í þvi efni. Smjörát í góðæri — hungurdauði í hallæri Ég get ekki skilið hvers vegna ég mátti ekki tala um mikið smjörát i góðæri og hung- urdauða i hallæri á Islandi. Er eitthvað ósamrýmanlegt i þvi? Ég skil ekki heldur dr. Bjarna þegar hann virðist leggja að jöfnu orkuþörf illa búins erfiðismanns í vetrar- hörkum fyrr á tímum og orku- þörf kyrrsetumanns nútímans, sem býr í upphituðu húsi, ferð- ast sitjandi i upphituðum bíl og vinnur sitjandi í upphitaðri skrifstofu. Mig furðar líka dálítið á dr. Bjarna, þegar hann tekur að- Forðumst óhóf, ofát og offitu Dr. Bjarni vill vita hvenær mér finnist tímabært að hefjast handa um baráttu fyrir stór- felldri breytingu á mataræði þjöðarinnar. Baráttu gegn óhófi, ofáti og offitu getum við min vegna byrjað strax. Hins vegar finnst mér enn að ekki sé tímabært að hefja harð- vítuga baráttu gegn neyzlu bú- fjárafurða. Mér finnst meira að segja sér- stök ástæða til að spyrna við fótum og athuga hvert stefnir, þegar öll andmæli við mataræð- isbreytingum, erlend sem inn- lend, eru barin niður með þeim fítonskrafti, að rökin ein eru ekki látin duga, heldur er þeim fylgt eftir með hártogunum, hnútukasti og rangfærðum til- vitnunum. Vörugeymslu og við Geirsgötu til leigu Sex hæðir í Sambandspakkhúsinu við Reykjavíkurhöfn eru til leigu. Samtals er flatarmál hæðanna um 5000 fer- metrar. Húsið hefir verið notað til vörugeymslu og fyrir söluskrifstofur. Nánari upplýsingar gefur Jón Jónsson, umsjónarmaður fasteigna Sambands- ins - sími 28200 -108-. $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA l|t wT Tr JÍBL m III 11 JCC XJ II IT TT I l TT ■ TT ■i TT Alla daga vikunnar Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt að austan og vestan. Að morgni næsta vinnudags eru pappírarnir tilbúnir. Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga vikunnar. FLUGFÉLAG ÍSLAMDS ffDHogfrakl LOFTLEIBIfí Sunnuda Mánudaj Þríðjudai Miðvikui Fimmtut Föstui Laugardagur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.