Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 19 Vindurinn skoraði sigurmark Þróttar! ÞRÓTTUR sigraði Reyni frá Sandgerði á Neskaupstaðavelli í gærkviíldi 3:2. Þróttur hefur þar með hlotið 14 stig og á einn leik eftir en Revnir hefur hlotið 15 stig og hefur lokið sfnum leikj- um. Hávaðarok var þegar leikurinn fór fram og sandstormur annað slagið. Reynismenn léku undan vindinum i fyrri hálfleik og skor- uðu tvö mörk, fyrst Pétur Steins- son og siðan Ari Arason. I seinni hálfleik herti vindinn og var hann undir lokin orðinn um 10 vindstig að talið var. Heimamenn jöfnuðu metin með mörkum Þórhalls Jónassonar og Helga Benediktssonar og kom síð- ara markið fimm minútum fyrir leikslok. Sandgerðingarnir hófu leikinn en þá kom geysisterkur sandstormur þannig að allir leik- menn Reynis sneru sér undan og Loftbelgs- menn til London LOFTBELGSFLUGMENNIRNIR Abruzzo og Anderson fara af landi brott í dag og er ferðinni heitið til London, að því er Anderson tjáði Mbl. i gær. I London hitta þeir eiginkonur sin- ar. Var ætlunin að þær kæmu hingað til lands en þær áætlanir breyttust. Varðskipið Óðinn, sem hirti körfu loftbelgsins upp af sjónum, er væntanlegur með hana til Reykjavíkur um eða eftir helgina. markvörðurinn líka. En þá gerð- ist það óvænta. Vindurinn hrifs- aði boltann og bar hann í stórum sveig að marki Reynis og í net- möskvana. Enginn tók eftir neinu fyrr en sandfokið gekk yfir og menn fundu boltann í markinu. Sigurmark Þróttar var staðreynd, án þess nokkur Þróttari kæmi við boltann! Forest kaupir Shilton STOKE seldi enska landsliðs- markvörðinn Peter Shilton til Nottingham Forest í gærkvöldi fyrir 270 þúsund sterlingspund. Stoke keypti Shilton frá Leicester fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur ntargsinnis leikið í enska landsliðinu undanfarin ár. Austri í 2. deild LEIKNIR og UMFG léku I gær- kvöldi i úrslitakeppni 3. deildar og fór leikurinn fram á Kapla- krikaveíli i Hafnarfirði. Leiknum lauk með sigri Leiknis 3:1, eftir að staðan hafði varið 1:1 í hálf- leik. Þessi úrslit þýða það að Austri frá Eskifirði er sigurveg- ari þessa riðils og mun þvf leika i 2. deild að ári ásamt annaðhvort Fylki eða Knattspyrnufélagi Siglufjarðar. — Skák Framhald af bls. 32. as P. Erlingsson vann Heggheim, Helgi Olafsson vann Wibe og Guð- mundur Sigurjónsson gerði jafnt gegn Örgaard. í samtali við Morgunblaðió sagði Ingi R. um þessa skák sína, þegar hún fór í bið: ,,Ég set þetta í bið. Það er ekkert líf í þessu fyrir mig. Ég er tveimur peðum undir í hróksendatafli." Hins veg- ar barðist Ingi eins og ljón og reyndi að skapa sér tækifæri, en það tókst þvi miður ekki. En ís- land vann Noreg með 4‘A vinningi gegn l‘A. Vestur-Þýzkaland vann Finnland með 3‘A gegn 2‘A og Sví- þjóð vann Danmörku með 4'A gegn 1 'A. Röðin er þá þessi: Svíar hafa 12 vinninga, íslendingar hafa 11 vinninga og eina biðskák, sem er biðskák Ólafar Þráinsdóttur gegn Þjóðverjanum Berglitz, og er hún talin unnin fyrir Ólöfu, Vestur- Þjóðverjar hafa 10 vinninga og eina' biðskák, Norðmenn hafa 7‘A vinning, Danir hafa 7 og Finnar 6'A vinning. I dag tefla Islendingar við Svía og hefur Guðmundur Sigurjóns- son hvítt á fyrsta borði. — Ekki rafmagn Framhald af bls. 32. vegna skorts á gufu á fimmtudag hefur vérið unnið að hreinsun á vélum stöðvarinnar. llafði safnast saman mikil úrfelling í leiðslum hennar og lýkur hreinsuninni i dag eða á morgun. Hvenær gufa fæst fyrir gufuaflstöðina er ekki vitað, en aðeins ein hola af sex í Bjarnarflagi er virk og fær Kisil- iðjan gufu frá henni. Sagði Knút- ur Otterstedt að ýmislegt hefði farið úr skorðum í hrinunni i sið- ustu viku og sagðist Knútur álíta að nokkur timi myndi liða áður en nægileg gufa fengist til raforku- framleiðslu. Eins og áður hefur komið fram er það aðeins hola 10, i Bjarnar- flagi, sem haldið hefur svipuðum styrkleika og fyrirumbrotin i síð- ustu viku, en sýrustig virðist eitt- hvað hafa breytt sér í þeirri holu. Holur 6 og 8 hafa ekki verið í gangi síðan í umbrotunum i apríl, hola 4 gaus gjalli nú i umbrotun- um og hola 5 gekk upp. Hola 9 hefur í raun verið ónýt frá upp- hafi og holur 1, 2 og 3 eru aðeins tilraunaholur. — Spænskir hóteleigendur Framhald af bls. 32. stjóra Ferðaskrifstofunnar Ur- vals, og spurði hann álits á þessari hækkunarbeiðni. Steinn sagðist nýverið hafa gengið frá samning- um um ibúðir fyrir næsta sumar, og hefðu þeir samningar falið i sér um 5% hækkun á okkar gengi rniðað við að ekki heföi komið til þetta gengissig er varð á dögun- um. Steinn sagði, að hækkunarkrafa spænskra hóteleigenda væri i pesetum og ætti augsýnilega að vinna upp 20% gengisfellinguna, sem varð á dögunum, en þar að auki kæmi síðan til 10—15% hækkun milli ára, sem væri ekk- ert óvanalegt. — Jón vann Framhald af bls. 32. og Jansson frá Noregi, en hann hefur 4 vinninga og biðskák. Margeir kvað Jón L. Árnason hafa verið þreyttan, þegar hann mætti Kappe I gær. Um morgun- inn hafði hann teflt biðskák sina við Whitehead í 3'A klukkustund. Kappe kom Jóni í raun á óvart i bvrjun skákarinnar. Jón hafði hvitt, en andstæðingnum tókst f.ljótlega að jafna taflið og ná sið- an örlitið betri stöðu. I endatafli hafði Þjóðverjinn biskupaparið og urðu Jóni þá á smávægileg mistök, er hann lék peðum sinum fram. Þegar skákin fór siðan í bið, hafði Þjóðverjinn talsvert meiri möguleika. Biðstaðan er svohljóð- andi og á svartur (Kappe) leik. Lék hann biðleik, sem sennilegast er g5xh4. Svart: Kappe, Vestur- Þýzkalandi Biðstaðan ii i. A iii Á a & n & Hvítt: Jón L. Árnason. — Svart-hvít sjónvörp Framhald af bls. 2 hvit tæki seldust illa. Hann hefði unt daginn sett fimm góð tæki á uppboð, sent tekin hefðu verið af innheimtunni vegna vanskila og hefðu þau farið á 3—18 þúsund krónur, svo verðið væri mjög lágt. Aðspurður um það hvort ekki væri betra að leyfa fólki afnot af sjónvarpstæækjunum i stað þess að láta þau liggja ónotuö svaraði Axel því tii, aö ekki væri í bigerð að breyta reglunum. Þetta hefði á sínum tíma verið gert i sambandi við útvarpstækin og hefði það leitt til þess að farið var í kring- um lögin og óttuðúst forráðamenn Ríkisútvarðsins að það sarna yrði uppi á teningnum ef leyft yrði að skrá fleiri en eitt sjónvarpstæki á menn en þeim gert að greiða að- eins eitt gjald fyrir. Þegar þú kaupir málningu fyrir tugþúsundir þarf hún aó vera peninganna virði Nýtt Kópal er ný plastmálning frá Málningu hf., framleidd eftir nýjustu forskrift Dyrups. Nýtt Kópal býður nýtt litakerfi meó fjölbreyttari tónalitum en nokkru sinni fyrr. Nýtt Kópal er niösterkt og eftir því endingargott! Nýtt Kópal hylur betur en aðrar sambærilegar málningartegundir. Nýtt Kópal er létt í vinnu, og gefur fletinum fallega áferð. Nýtt Kópal lengirtímann þar til þú málarnæst! Þegar þú leggur saman verð, gæöi og endingu veróur útkoman peninganna virði: Nýtt Kópal! málninglt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.