Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 “1 Efnahags- ástand á Norðurlöndum og hér Menn hafa tilhneigingu til þess að bera saman efnahagsástand og lífs- kjör á Norðurlöndunum og hér og finnst þá flest um að allt sé betra í garði nágrannans. í forystu- grein Timans í gær er vak- in athygli á því, að ekki er allt gull sem glóir hjá frændþjóðum okkar og að þær eiga allar við marg- visleg vandamál að etja. Um það segir Tfminn: . Þannig gerðu Danir sér- stakar efnahagsráðstafan- ir í ágústmánuði i fyrra, sem dugðu ekki lengur en fram yfir áramótin, en þá varð að efna til þingkosn- inga, þvi að samkomulag náðist þá ekki um nýjar ráðstafanir sem þóttu nauðsynlegar. Eftir kosn- ingarnar náðist svo sam- komulag, sem entist ekki nema fram á sumarið. Fyr- ir nokkrum dögum varð danska þingið að sam- þykkja nýjar efnahagsráð- stafanir, sem eiga að nafni til að gilda til þriggja ára, en flestum kemur þó saman um, að ekki muni duga nema fram á næsta vetur. í Svíþjóð er búið að tvifella gengi krónunnar á þessu ári og þykir þó fjarri þvi, að efnahagsvandi Svia sé leystur. í Noregi hefur vandinn verið leyst ur að undanförnu með miklum halla á ríkisrekstr inum og sivaxandi við- skiptahalla i trú á, að væntanlegur oliugróði geri kleift að greiða skuld irnar. Þannig er ástatt hjá hinum norrænu frænd- þjóðum okkar, en víðast i vestrænum löndum er ástandið þó verra. Margir kenna hinu frjálsa mark- aðskerfi um þetta, en ekki mundi þó taka betra við, ef horfið yrði að hinu sósialíska hagkerfi i Aust- ur-Evrópu. Þar eru lifs- kjörin á flestan hátt verri að ógleymdu ófrelsinu." Vaxandi framleiðsla Siðan segir Timinn: „Ef litið er á stöðu islenzka þjóðarbúsins um þessar mundir er hún engan veg inn slæm. Framleiðslan hefur farið vaxandi og út- flutningsverð fremur hækkandi. Þjóðin hefur sjaldan haft meiri tekjur til ráðstöfunar. Það sem mest er að er skortur á heildarsamkomulagi um skiptingu þjóðarteknanna milli stétta og atvinnu- greina. Það er hægara sagt en gert að ná slíku samkomulagi, þótt aðeins sé i höfuðdráttum. en meðan það næst ekki og stéttirnar og atvinnuveg- irnir glima um tekjuskipt- inguna, mun svipaður efnahagsvandi og nú er fengizt við. alltaf vera fyr- ir hendi." Atvinnuleysi og önnur vandamál Það er ákaflega fróðlegt fyrir okkur íslendinga að kynna okkur ástand I efnahags- og atvinnumál- um á Norðurlöndum vegna þess samanburðar, sem mönnum er svo gjarnt að stunda hér. í Danmörku ríkir mikið at- vinnuleysi og ekki er að sjá, að ráðin verði bót á því i framtíðinni. Sviar hafa á síðustu árum veitt sérstökum ráðstöfunum til þess að koma i veg fyrir atvinnuleysi. Það hafa þeir m.a. gert með því að sænska rikið hefur gert atvinnufyrirtækjum kleift að framleiða vörur, þótt þær hafi ekki selzt á er- lendum markaði með þeim árangri, að nú eru allar vöruskemmur i Svi- þjóð troðfullar af vörum, sem ekki hafa selzt á alþjóðlegum markaði. Og nú er svo komið að Svíar hafa ekki lengur efni á þvi að halda uppi þessari stefnu. Það er þvi fyrir- sjáanlegt að einhver breyting verður á i Sví- þjóð og alla vega er ekki við því að búast, að Svi- þjóð verði á næstu árum það gósenland i atvinnu- og tekjuöflun, sem margir hafa viljað vera láta hér á íslandi. Um Norðmenn gildir út af fyrir sig allt öðru máli. Oliuvinnsla er að komast i fullan gang i Norðursjónum og það er að sjálfsögðu tekjuauki, sem er svo sérstakur, að aðrar Norðurlandaþjóðir geta tæpast borið sig saman við Norðmenn af þeim sökum. Hér á íslandi hefur tekizt að halda fullri atvinnu meðan atvinnu- leysi hefur rikt i nálægum löndum. Við höfum ekki þurft að grípa til sams konar ráðstafana og Sviar hafa gert til þess að tryggja næga atvinnu. enda mundum við tæpast hafa efni á þvi. Hins vegar má kannski segja, að við höfum haldið fullri at- vinnu á kostnað þess að ná meiri árangri i barátt- unni gegn verðbólgunni. En þá ber að meta það á þann veg, að ríkisstjórnin á íslandi hefur lagt mun meiri áherzlu á að halda fullri atvinnu en rikis- stjórnir S ýmsum Vestur- Evrópulöndum, jafnvel þótt jafnaðarmenn hafi verið þar við stjórn en ekki hér. Allt mætti þetta verða þeim nokkurt ihugunarefni, sem halda þvi fram, að betra sé að lifa i öðrum löndum en á í slandi. Núerþaö Allt nýlegar vörur Látið ekki happ úr hendi sleppa. Hafir þú gert góð kaup á útsölu okkar gerir þú enn betri kaup núna Nýjar útsöluvörur teknar fram í dag og næstu daga. r Otrúlegt vöruúrval Bilsby Skurvogne A-S Industribakken 1, Sengelöst*. 2630 Taastrup. Danmark. Talsimi 09- 02-99 47 08 Starfsfólksvagnar. skrifstofuvagnar. ibúóarvagnar. geymsluvagnar. hroinlætisvagnar. (•óófúslega hiójið um upplýsingapésa. LOÐAFRAMKVÆMDIR Tek að mér að helluleggja, þekja, standsetja lóðir og hlaða brothelluveggi. — Þrælvanir menn. Brandur Gíslason Skrúðgarðameistari sími 84378. Steiktar kartöf/uf/ögur og mataro/ía (hnetuo/ía) Hei/dsölubirgðir: Agnar Ludvigsson h.f. Nýlendugötu 21, sími 12134. Sumir versla dýrt-aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilhoð ^ heldur árangur af hagstæðuni innkaupuni. Víðis kaffi 360.- pakkinn (kr. 1.440.-1 kg.) simi frá skiptiborði 28155 ffýíÐicg Austurstræti 17 Starmýri 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.