Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 Erfitt að losna við svart-hvítu tækin Eina ráðið að innsigla tækin ef þau seljast ekki SVIIKIL sala hefur verið í litsjón- varpstækjum að undanförnu og jafnframt hefur verið Keysimikið framboð af notuðum svart-hvítum ta-kjum ofi hefur fólk átt í erfið- leikum með að selja tækin, þar sem framboðið hefur verið meira en eftirspurnin. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Axel Ölafsson inn- heimtustjóra Ríkisútvarpsins og spurði hvort fólk þyrfti að borga afnotagjöld af gömlu tækjunum þótt það notaði þau jafnhliða nýj- um litsjónvarpstækjum t.d. í Fargjöldin hækka vegna gengissigsins FARGJÖLD Flugleiða til útlanda munu hækka nokkuð frá og með 15. september, það er að segja fargjöldin í íslenzkum krónum. Að sögn Martin Petersen hjá Flugleiðum eru millilandafar- svefnherbergjum hjá sér eða sumarbústöðum. Axel hvað þá reglu gilda að borga þyrfti afnotagjald fyrir hvert tæki og væri engin undan- tekning gerð þar á. Sagði Axel að fólk gæti fengið gömlu tækin inn- sigluð gegn 300 króna gjaldi og ókeypis ef það kæmi sjálf með tækin niður á innheimtu. Af inn- sigluðum tækjum þarf ekki að greiða afnotagjöld. Axel sagðist hafa orðið greini- lega var við það að notuð svart- Framhald á bls. 19. gjöld Flugleiða skráð í erlendum gjaldeyri, ýmist dollurum eða pundum, og hafa þau því jafnan breytzt í samræmi við þær breyt- ingar sem orðið hafa á íslenzka genginu í samanburði við þessa gjaldmiðla. Hækkunin nú er því til samræmis við það gengissig sem varð á dögunum i kjölfar gengisfellingar norrænu gjald- miðlanna. Gengissig íslenzku krónunnar var 2,7% gagnvart dollar. 5 félög hafa gengið frá samningum, en frestað kaupliðnum SKÖMMU eftir miðnætti í fyrri- nótt undirrituðu starfsmannafé- lög sveitarfélaga á Reykjarnesi samhljóða samkomulag og undir- ritað var í Kópavogi í fyrri viku. Starfsmannafélögin undirrituðu samkomulag við bæjarstjórn Keflavíkur, Garðabæjar og Sel- tjarnarness, svo og við sveitar- stjórnina í Mosfellssveit. Sam- komulagið er fullkominn kjara- samningur að öðru leyti en því að kaupliðurinn er ófrágenginn og er honum frestað. Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að þessuni viðscmjendum starfs- mannafélaganna hefði verið boð- ið upp á Kópavogssamkomulagið og engar breytingar og hefðu þeir gengið að því. Hafa þvi 5 af 17 starfsmannafélögum landsins, sem hafa sjálfstæðan samnings- rétt, lokið þessum þætti kjara- samninganna. Enginn sáttafundur hefur enn verið boðaður milli BSRB og samninganefndar ríkisins, en eins og getið var í Morgunblaðinu í gær, mun sáttanefnd ríkisins vera farin að undirbúa gerð sátta- tillötu, en hún verður að hafa komið fram eigi siðar en 21. sept- ember, eða eftir nákvæmlega eina viku. Nokkur sjónvörp ósótt Heimilissýning- unni lokið: Þannig var umhorfs í Laugardalshöll í ga>r þegar unnið var að þvi að taka niður sýninguna Heimilið ’77. UM HADEGI í dag verður væntanlega búið að fjarlægja öll ummerki sýningarinnar Heimilið '77 úr Laugardalshöll- inni. Sýningunni lauk á sunnu- dagskvöld og höfðu þá 80.500 gestir komið á hana og er það nýtt sýningarmet. Halldór Guðmundsson, blaða- fulltrúi sýningarinnar, sagði i samtali við Mbl. í gær, að for- ráðamenn Kaupstefnunnar Framhald á bls. 23 „Tryggir það að Skák- sambandið getur unnið að fjölbreyttari yerkefnum,, - segir Einar S. Einarsson um breytinguna á 6-landa keppninni — MEÐ ÞVl að beita okkur fyrir hre.vtingum á 6-landa keppninni i skák erum við að létta álagi af sjóðum Skáksamhandsins og tryggja það að samhandið geti staðið að fjölbreyttari verkefn- um, sagði Einar S. Einarsson, for- seti Skáksamhands lslands, f gær, þegar Mbl. spurði um ástæður þess að Skáksambandið stóð að samþykkt tillögu um að 6-landa keppnin skuli framvegis haldin annað hvert ár, en fram til þessa hefur hún verið haldin árlega. sem Ölympíumót eru ekki haldin. Við getum því sent lið i bæði mótin en það getur kostað skild- inginn að senda sveit á Ólympiu- mót, síðast var það Israel og nú er talað um að halda mótið næst í Argentínu. Þá sagði Einar að þessi breyting á keppninni þýddi að hægt væri að styrkja unga og efnilega skák- menn á mót, sem veittu einhver réttindi, en það gerði 6- landakeppnin ekki. Ennfremur væri hægt að nota eitthvað af peningunum sem spöruðust til þess að finna íslenzka kvenfólk- inu verkefni. — Loks er þess að gæta, að það hefur viljað brenna við að þátt- tökuþjóðirnar hafa ekki getað sent fullskipað lið til keppninnar en það ætti að verða auðveldara þegar hún verður aðeins annað hvert ár. Þannig ætti vegur keppninnar að aukast fremur en hitt, sagði Einar S. Einarsson. Einar kvað þetta ekki nýja til- lögu, Norðmenn hefðu áður verió flutningsmenn að henni. — Við teljum þetta lang skynsamlegasta fyrirkomulagið, sagði Einar. Það kostar okkur hálfa milljón að senda sveit i þessa keppni og það er ansi stór biti fyrir févanda samband, sérstaklega þau árin, sem Ölympíumót eru haldin. Nú er meiningin að halda 6-landa keppnina annað hvert ár, árin Slátrun hefst hjá KS á Sauðárkróki Grípum ekki til aðgerða að sinni, en auglýsum eigin kauptaxta, segir for- maður verkalýðsfélagsins Menningarmiðstöð rís á Grenivík Akurcyri. I.t. septombor. FYRSTA skóflustunga að grunni nýrrar menningarmið- stöðvar Grýtubakkahrepps var tekin á Grenivík kl. 10 í morg- un. Það gcrði Pétur Axelsson, formaður skólanefndar, að við- stöddum skóla- og byggingar- nefndarmönnum, Valgarði Haraldssyni, fræðslustjóra Norðurlands eystra, og nokkr- um öðrum gestum. Strax að þessari athöfn lokinni tók ýta að grafa fyrir húsinu. A hæðinni fyrir ofan byggð- ina i Grenivík eiga að rísa á næstu árum tvö hús samtengd, skólahús barnaskóla, 620 fermetrar á tveimur hæðum, og iþróttahús, sem einnig verður félagsheimili, líka á tveimur hæðum, 960 metrar að grunn- fleti. Þar að auki er sundlaug fyrirhuguð í þessari samstæðu og möguleikar eru á stækkun skólahússins i framtíðinni. Að þessu sinni var byrjað á skólahúsinu, sem á verða tilbú- ið til notkunár haustið 1980. Arkitekt er Ágúst Berg, en teikningar eru unnar á Teikni- stofu Hauks Haraldssonar á Akureyri. Þorgeir Jóhannesson er ráðinn byggingameistari að Pétur Axelsson tekur fyrstu skóflustunguna að Menningar- miðstöð Grýtubakkahrepps. fyrsta áfanga verksins, sem er bygging grunns og e.t.v. kjallaraveggja, ef tíð hel?t góð fram eftir haustinu. Ætlunin er að bjóða út aóra hluta verksins. 1 tilefni þess, að byggingar- framkvæmdir eru nú formlega hafnar, bauð bygginganefndin til kaffisamsætis í gamla skóla- húsinu, sem byggt var árið 1925, og er því orðió alltof litið og úrelt. Þar fluttu ávörp Pétur Axelsson, formaður skóla- nefndar, Valgarður Haralds- son, fræðslustjóri, og Björn Ingólfsson, skólastjóri. Létu þeir allir í ljós mikinn fögnuð yfir því, að þetta langþráða verk skyldi vera hafið. Loks skýrði Haukur Haraldsson upp- drætti húsanna fyrir viðstödd- um. Sv.P. Byggingarnefndin ásamt húsameistara. Frá vinstri: Haukur Har- aldsson, Sigríður Sverrisdóttir, Björn Ingólfsson, skólastjóri, Bald- ur Jónsson, Pétur Axelsson, form. skólanefndar, og Jakob Þórðar- son, sveitarstjóri og framkvæmdastjóri byggingarinnar. SLATRUN hefst í Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauð- árkróki í dag þrátt fyrir að ckki hafi náðst samkomulag milli verkalýðsfélaganna á staðnum og kaupfélagsins um röðun starfs- manna í launaflokka. Jón Karls- son, formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hefðu rætt stöðu þessa máls á fundi sínum á mánudagskvöld og var þar ákveðið að grípa ekki til neinna aðgerða að sinni til að stöðva starfrækslu sláturhússins en hins vegar ætlaði félagið að auglýsa röðun í launataxtana og láta á það reyna hvort kaupfélag- ið grciddi eftir þeim eða samn- ingum frá fyrra ári. Helgi Rafn Traustason, kaupfé- lagsstjóri, sagði þegar Mbl. ræddi við hann í gær, að þegar væri búið að flytja fé í fjárrétt sláturhúss- Belgísku kon- ungshjónin r til Islands á mánudaginn BELGtSKU konungshjónin, Bald- vin I og Fahiola drottning, koma við á tslandi á mánudaginn á leið til opinberrar heimsóknar í Kan- ada. Áætlað er að einkaflugvél þeirra lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 11,45 á mánudaginn. Er ráðgert að belgísku konungshjón- in heimsæki íslenzku forsetahjón- in á Bessastöðum og haldi síðan áfram ferð sinni til Kanada klukkan 13.30 sama dag. ins og slátrun hæfist árdegis i dag. Um deiluna við verkalýðsfé- lögin sagði Helgi, að ágreiningur væri aðeins um röðun einstakra starfsmanna í launaflokka en i meginatriðum væru aðilar sam- mála um niðurröðunina. Helgi sagði að laun í sláturhúsinu væru greidd eftir þremur töxtum og þá með mismunandi álagi. Greitt Framhald á bls. 18 Eina heila þró Kisiliðjunnar gaf sig í gær, en viðgerð tók skamman tíma SPRUNGA kom í gærmorgun í einu þró Kísiliðjunnar við Mý- vatn, sem var heil, og rann allt vatn úr henni. Að sögn Vésteins Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Kísiliðjunnar, tðkst að þétta þessa sprungu síðdegis í gær og var þá strax byrjað að dæla kísilgúr í hana á nýjan leik. Sú þró, sem gaf sig í gærmorg- un, var full af kísilgúr, en mikið af gúrnum hafði setzt á botn þró- arinnar, þannig að hann rann ekki út með vatninu. Sagðist Vé- steinn álíta að um helmingur þess gúrs, sem var í þrönni, væri enn eftir og það væri því innan við mánaðarframleiðsla, sem farið hefði við lckann í gær. Vonazt er til að viðgerð ljúki í dag eða á morgun á þró þeirri, sem gaf sig strax í umbrotunum á fimmtudagskvöld. Skemmdirnar á þessum tveimur þróm eru trú- lega vegna gliðnunar á sömu sprungu, sem siðan teygir sig upp í hæðirnar norður af verksmiðj- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.